Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Page 16
Á föstudaginn var því fagnað hjá Berg-Huginn ehf að skip félagsins, Vestmannaey VE og Bergey VE voru bæði komin með aflaverðmæti upp á milljarð það sem af er árinu. Kom Magnús Kristinsson, útgerðarmaður með myndar- legar tertur um borð til að fagna þessum áfanga. Bergey hefur aflað 4100 tonn og Vestmannaey er með 3800 tonn. „Það á að nýta hvert tækifæri til að fagna og það erum við einmitt að gera með þessu,“ sagði Magnús. „Við höfum verið að bæta við okkur aflaheimildum og höfum orðið næg verkefni fyrir bæði skipin allt árið. Við höfum ekki séð svona mikinn afla en helsti munurinn er að við erum að selja á mun lægra verði en í fyrra. Þá var pundið í kringum 190 krónur en er núna um 140 krónur og munar um minna í aflaverð- mæti.“ Vestmannaey og Bergey voru smíðuð í Póllandi og afhent 2007, Vestmannaey kom til Eyja 25. mars og Bergey 24. ágúst. Þau hafa reynst vel. Gott samstarf við Síldarvinnsluna Vestmannaey var að toga á suð-austur horni Öræfagrunns þegar slegið var á þráðinn til Birgis Sverrissonar skipstjóra sem er ánægður með ganginn hjá þeim. „Við erum að renna í 1000 milljónir á árinu sem er mjög gott miðað við hátt gengi krónunnar. Í fyrra var aflaverðmætið 1200 milljónir,“ sagði Birgir. „Þetta er búið að vera tiltölulega þægilegt á þessu ári og við megum gera meira en áður. Það getum við þakkað góðu samstarfi við Síldarvinnsluna á Norðfirði. Vertíðin var fín og tíðarfarið er búið að vera gott á árinu. Sérstaklega nú í nóvember, vorblíða daga eftir dag og hlýtt.“ Birgir segir aflann mjög blandaðan en mest er af þorski og ýsu. „Það er búið að skerða ýsukvótann mikið og við höfum því ekki getað beitt okkur eins og áður en þar hafa Ausfirðingar komið okkur til hjálpar með kvóta.“ Birgir segir þá ekki landa meira í öðrum höfnum en áður. „Við höfum verið varahjól undir vinnslunni hjá þeim fyrir austan, landað þeim fisk þegar þá hefur vantað. Í heild gæti þetta verið um tíu prósent en við höfum aldrei landað eins miklu í Vestmannaeyjum og síðustu tvö ár. Þannig að þetta hefur allt verið á betri veginn,“ sagði Birgir að endingu. S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir V ET RA R ÁÆ TL U N G ild ir 1 5/ 9 - 1 4/ 5 Kl. 08:30 / 11:00 / 18:45 / 21:00 Kl. 09:45 / 12:45 / 19:45 / 22:00 Mánud. - Fimtud. og laugardaga Frá Vestmannaeyjum Frá Landeyjarhöfn Kl. 08:30 / 11:00 / 18:45 Kl. 09:45 / 12:45 / 19:45 Þriðjudaga og miðvikudaga Frá Vestmannaeyjum Frá Landeyjarhöfn Kl. 08:30 / 11:00 / 16:00 / 18:45 / 21:00 Kl. 09:45 / 12:45 / 17:10 / 19:45 / 22:00 Föstudaga og sunnudaga Frá Vestmannaeyjum Frá Landeyjarhöfn La n d ey ja rh ö fn Opið Mán-fös kl. 7.30-21.00 / Lau. kl. 10-21 / Sun kl. 10-21 VöruVal góð Verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta Opið frá 7:30 - 21:00 virka daga og 10:00 - 21:00 um helgar sushi frá Osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! Bergur-Huginn ehf. :: Fagna góðum árangri á árinu: Vestmannaey og Bergey með samtals um 8000 tonn :: Ekki séð svona mikinn afla :: Selja á mun lægra verði vegna hærra gengis krónunnar Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Áhöfnin á Bergey bragðar á 1000 milljóna kökunni. Birgir Sverrisson skipstjóri á Vestmannaey og Kristján Eggertsson hafnarvörður. Kakan góða. Magnús Kristinsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.