Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2017, Page 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. apríl 2017
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
Ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is.
Blaðamenn:
Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is
Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is
Ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson.
Prentvinna: Landsprent ehf.
Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
Símar: 481 1300 og 481 3310.
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: www.eyjafrettir.is
Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er
selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Kránni, Vöruval, Herjólfi, Krónunni og Skýlinu.
Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum.
Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Samkvæmt alþjóðasamningum og
íslenskum lögum þá ber rekstrarað-
ilum alþjóðaflugvalla að halda
reglulega viðamiklar viðbragðsæf-
ingar. Svokallaðar flugslysaæfingar
hafa verið haldnar á öllum ís-
lenskum áætlunarflugvöllum á
fjögurra ára fresti undanfarin ár.
Í ljósi íslenskra aðstæðna voru
þessar æfingar frá upphafi reknar á
almannavarnarstigi, það er allar þær
einingar sem skráðar eru sem
viðbragðsaðilar í almannavarnar-
skipulagi aðliggjandi bæjarfélags
eru þátttakendur í þessum æfingum.
Um næstu helgi eða þann 8. apríl
verður haldin flugslysaæfing á
Vestmannaeyjaflugvelli. Þetta er í
fimmta skipti sem haldin er slík
æfing á Vestmanneyjaflugvelli síðan
þetta skipulag var tekið upp.
Til þess að líkja eftir slysi er búinn
til vettvangur þar sem bílflökum,
gámum og ýmsu öðru er komið
fyrir og síðan er um tuttugu
„slösuðum“ komið fyrir á og nærri
vettvangi. Þetta eru ungmenni sem
hafa verið förðuð þannig að þau líti
út sem slösuð. Einnig eru eldar
kveiktir í dóti á svæðinu og í heild
er verið að líkja eftir slysavettvangi.
Flugturninn boðar síðan aðgerðir í
gegnum Neyðarlínuna sem boðar
alla vettvangsaðila í Eyjum til starfa
auk hundruð manna á fastalandinu
(sem eiga þó ekki að mæta).
Viðbragðsaðilar mæta í kjölfarið,
hlúa að slösuðum og síðan eru þeir
fluttir í flugstöð til frekari skoðunar,
aðhlynningar og flutnings áfram á
sjúkrahús uppi á landi. Í framhaldi
er æfingunni slitið.
Þeir sem boðaðir eru í Eyjum er
Björgunarfélagið, slökkvilið
bæjarins, sjúkrahús- og heilsugæsla,
lögreglan, Rauði krossinn, fólk frá
Vestmannaeyjabæ, starfsfólk
flugfélags og starfsmenn Isavia, alls
vel á annað hundrað talsins.
Það er því rétt að vara bæjarbúa
við því að þótt mikið kunni að
ganga á uppi á flugvelli á laugar-
deginum komandi og bílar sjáist
með blikkandi ljósum og eldar logi
þá er um æfingu að ræða og engin
ástæða til ótta.
Með þökk fyrir samvinnuna.
Bjarni Sighvatsson-Flugvalladeild
Isavia.
Trausti Hjaltason, formaður
fjölskyldu- og tómstundaráðs, ritar
grein í 13. tölublað Eyjafrétta þann
25. mars sl. Ég vil þakka þær
upplýsingar sem þar koma fram en
ég vil varpa fram nokkrum
spurningum og leita eftir upp-
lýsingum.
1. Hvað eru margir skjólstæðingar
félagsþjónustunnar í húsnæði á
vegum Vestmannaeyjabæjar?
2. Hvað er langur biðlisti eftir
slíkum íbúðum?
3. Hvert er leiguverð á fermetra á
hinum frjálsa markaði?
4. Hver eru áform Vestmannaeyja-
bæjar vegna byggingu á leiguhús-
næði?
5. Vita bæjaryfirvöld til þess að
búið sé í ósamþykktu húsnæði?
Bestu kveðjur, Oddur Júlíusson.
Á síðustu árum hefur umhverfis- og
skipulagsráð skipulagt hreinsunar-
dag sem alla jafna hefur verið
haldinn í byrjun maí. Þátttaka hefur
verið dræm, en nokkur félagasam-
tök hafa þó séð um svæði sem þeim
er úthlutað og er þeim hér með
þakkað fyrir ómetanlegt framlag
sitt.
Þetta kemur fram í fundargerð
ráðsins í síðustu viku þar sem lögð
er áhersla á að mikilvægt sé að
auka umhverfisvitund hér í
Vestmannaeyjum. „Í ár mun ráðið
því ekki skipuleggja einn sérstakan
hreinsunardag, heldur leggur til að
við öll, einstaklingar, fyrirtæki og
félagasamtök, förum í sameiginlegt
átak um að gera Vestmannaeyjar að
snyrtilegasta bæjarfélagi landsins
með því að hreinsa til á lóðum
okkar og nærumhverfi, í göngu-
ferðum eða hvar sem þarf að láta
hendur standa fram úr ermum.
Félagasamtök sem vilja taka sín
hefðbundnu svæði er að sjálfsögðu
heimilt að halda því áfram,“ segir í
þessu ákalli til bæjarbúa.
Átakið hefst þegar í stað og
stendur til 7. maí nk. Hægt verður
að nálgast poka á opnunartíma
Umhverfis -og framkvæmdasviðs
að Skildingavegi 5 og starfsmenn
bæjarins munu hirða upp alla poka
og annað sem fellur til eftir
ruslatínsluna.
Hreinsun á garðúrgangi og rusli
verður í austurbæ 27. til 30. apríl,
vesturbæ 1. til 3. maí og miðbæjar-
svæði 4. til 7. maí.
Ráðið felur starfsmönnum
tæknideildar að kynna átakið, en
einnig verður hægt að fylgjast með
framvindunni á facebook, undir
viðburðinum „Einn poki af rusli“.
Lyflækningadeildin á Selfossi er 18
rúma sólahringsdeild. Á deildinni
fer fram almenn lyflækningaþjón-
usta og bráðaþjónusta í lyflækn-
ingum. Flestir sjúklinganna sem
leggjast inn koma vegna bráðara
veikinda frá bráðamóttöku HSU eða
Landspítala (LSH), hjúkrunarheim-
ilum á Suðurlandi og Sólheimum í
Grímsnesi. Sjúklingar leggjast
einnig inn á deildina vegna
endurhæfingar eða vegna legu í
kjölfar aðgerðar frá bæklunardeild
LSH, meðferðar vegna langvinnra
sjúkdóma eða líknandi meðferðar.
Flestir sjúklingar leggjast inn vegna
bráðara veikinda.
Um 40% sjúklinga sem leggjast inn
á deildina koma frá LSH. Eins og
fram hefur komið í fjölmiðlum
hefur mikið álag verið á LSH og
hefur mikill þrýstingur verið á HSU
að taka á móti öllu okkar fólki sem
við ráðum við að sinna. Þetta kallar
á að flæði deildarinnar sé mikið.
Deildin er ekki með hvíldarrými
eins og er. Þær innlagnir eiga að
fara eftir ákveðnu ferli í gegnum
Færni- og heilsumatsnefnd sem
metur eftir ákveðnu kerfi þörf
einstaklinga fyrir vistun í hvíldar-
rými á hjúkrunardeildum.
Um leið og sjúklingur leggst inn er
farið að huga að útskrift hans. Þá er
skoðuð áætluð lengd dvalar hér og
hvort sjúklingur komist yfirleitt
heim, hvaða aðstoð hann þarf með
heimahjúkrun ef þess er þörf og
einnig aðstoðum við sjúklinga/
aðstandendur við að sækja um mat
hjá Færni- og heilsumatsnefnd ef
þess er þörf.
Við viljum koma að sem flestum
sunnlenskum sjúklingum sem
virkilega þurfa á sjúkrahúslegu að
halda. Að við þurfum ekki að senda
eldri sjúklinga okkar á LSH vegna
þess að deildin er full. Það er því
mikilvægt að halda flæði þannig að
flestir sem þurfa á okkur að halda
komist að.
f.h Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands
Guðrún Kormáksdóttir
hjúkrunardeildarstjóri lyflækninga-
deildar HSU á Selfossi
Fréttatilkynning frá Isavia:
Flugslysaæfing
á Vestmanna-
eyjaflugvelli
um næstu helgi
Oddur Júlíusson
Spurningar vegna
leiguhúsnæðis
Lyflækningadeild Heil-
brigðisstofnunar Suður-
lands Selfossi (HSU)
Guðrún Kormáksdóttir
hjúkrunardei ldarstjóri
lyf lækningadeildar HSU
á Selfossi
Frá flugslysaæfingu í Vestmannaeyjum árið 2012.Umhverfis- og skipulagsráð blæs til umhverfisátaks
2017 :: Einn poki af rusli:
Gerum Vestmanna-
eyjar að snyrtilegasta
bæjarfélagi landsins
:: Látum hendur standa fram úr ermum með því að
hreinsa til á lóðum okkar og nærumhverfi
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Mynd: Leif Magnús