Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2017, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2017, Page 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. apríl 2017 Birta Birgis er 17 ára Vest- mannaeyingur sem fluttist til Reykjavíkur fyrir um þremur árum síðan. Þrátt fyrir að vera ung að árum hefur Birta tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum með Leikfélagi Vestmannaeyja, reynt fyrir sér í raunveruleika- þáttum á borð við The Voice og sungið á Þjóðhátíð. Í dag er hún í námi í Menntaskólanum við Sund og fer með aðalhlutverk í söngleiknum LEG sem var frum- sýnt í Gaflaraleikhúsinu sl. þriðjudag. Um er að ræða alíslenskan grínsöngleik eftir Hugleik Dagsson í uppsetningu Thalíu, leikfélags skólans. Blaðamaður ræddi við Birtu um söngleikinn og lífið í MS. „Ég var í Leikfélagi Vestmannaeyja og þar tók ég þátt í uppsetningu á Allt í plati, Jólaleikritinu, Grease og Galdrakarlinum í Oz. Svo hef ég tekið þátt í alls kyns öðruvísi sýningum, t.d. í Skrekk í 9. og 10. bekk, Jólagestum Björgvins í 8. bekk og núna í fyrra, svo var ég líka í kór þegar ég var yngri. Síðan hef ég sungið víða en ég var t.d. í The Voice, Ísland got talent, Söngkeppni Samfés, Reykjavík got talent, Jólastjörnunni og Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð svo eitthvað sé nefnt,“ segir Birta um fyrri störf. Hefur þú alltaf haft áhuga á að leika og syngja? „Ég hef alltaf haft rosalegan áhuga á söng, bara alveg síðan ég man eftir mér, en leiklistin kom seinna inn hjá mér, svona í kringum 4. til 5. bekk.“ Leiklistin hafði áhrif um val á skóla Er mikil söngleikjahefð í Mennta- skólanum við Sund og ef svo er hafði það áhrif á val þitt á skóla? „Já það hafa verið söngleikir í MS í fjöldamörg ár, alltaf einn söngleikur á hverju námsári. Krakkarnir í fyrra sýndu t.d. Rokk aldarinnar í Hörpu sem náði miklum vinsældum. Leiklistin hafði að sjálfsögðu einhver áhrif á val mitt á framhalds- skóla, ég setti MS í fyrsta sæti, aðallega því ég bý í göngufæri við hann og ég hafði heyrt svo rosalega góða hluti um félagslífið þar, einnig fannst mér námið og brautin sem ég valdi henta mér vel. Svo setti ég leiklistarbraut í FG í annað sæti. Ég var mjög mikið að pæla í Verzló líka en áttaði mig svo á því að það var ekki námsefni þar sem höfðaði til mín. MS er bara fullkominn skóli fyrir mig, algjör- lega. Þetta nýja þriggja anna kerfi hentar mér rosalega vel og er ég einnig í stjórninni í MS sem er mjög skemmtileg viðbót við félagslífið,“ segir Birta. Í söngleiknum leikur Birta hina 19 ára gömlu Kötu sem uppgötvar á afmælisdaginn sinn að hún er ólétt. Hvernig undirbýr maður sig fyrir svona hlutverk? „Kata er alls ekki lík mér og þurfti ég að pæla mikið í þessu og æfa mig vel. Kata er dóttir ríkasta manns Íslands, Ara, sem er forstjóri Globofist á Íslandi. Globofist er semsagt stórfyrirtæki sem eiginlega bara stjórnar heiminum og er hinn illi Andrew Loyd forstjóri Globofist um allan heim. Kata er algjör dekurdrottning og er ofdekraðasti unglingur í heimi. Hún er bara hreint út sagt algjör tík og hugsar bara um sinn eigin hag og bestu vinkonu sinnar, Ingunnar, sem hún elskar útaf lífinu. En það er kannski ekkert skrýtið að hún sé þessi týpa, hún hefur alist upp við að fá allt upp í hendurnar og svo eru foreldrar hennar bara ömurlegir og þá sérstaklega mamma hennar, Vala, sem er að fara að keppa í The Bachelor sem er raunveruleikasjón- varpsþáttur,“ segir Birta. Þakklát fyrir tækifærið Birta segist vera þakklát fyrir að fá þetta tækifæri sem er bæði skemmtilegt og erfitt. „Persónulega finnst mér ég bara rosalega heppin með hlutverk, leikritið er eftir Hugleik Dagsson/ Hulla sem flestir ættu að kannast við. Nafnið Hulli lýsir leikritinu bara nokkuð vel, það er stórfurðu- legaskemmtilegaóvenjulegt. Það er margt sem ég sleppi við að gera sem lendir þá á öðrum í leik- hópnum, þá er ég að tala um að stunda kynlíf með ristavél, kúka á sig á sviðinu, vera í smokkabúning og margt, margt fleira fyndið sem gæti samt verið óþægilegt að leika fyrir framan fullan sal af fólki. En hins vegar eru held ég bara sex senur af 48 sem ég er ekki í sem er rosalega mikið. Þetta hefur verið mjög mikil vinna leiklistarlega, sönglega og danslega séð. Ég syng í rúmlega sjö lögum og er hvert einasta lag er svaka show og eru lögin öll rosalega fjölbreytt, þetta er allt frá dauðarokki í línudans og eru flest lögin bara hreint út sagt mögnuð og eru metnaðarfullir dansar í hverju einasta lagi. Öll lögin eru eftir hljómsveitina Flís, danshöfundur er Cameron Corbett og er verkið í leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmssonar.“ Óvenju stórt fyrir nýnema Þú ert nýnemi á þessu skólaári, er ekkert óvenjulegt að þeir fái aðalhlutverk í svona verkefnum? „Vanalega eru það eldri nemendur sem fá stóru hlutverkin, jú. Mamma Kötu, pabbi hennar og bróðir eru til dæmis öll leikin af eldri krökkum en ég, en ég meina, þetta er bara gaman og þetta kom mér bara á óvart að vera boðið þetta stóra, spennandi hlutverk,“ segir Birta. Er eitthvað fleira sem er á döfinni hjá þér? „Ég æfi handbolta og hef gert það síðan ég var sirka sjö ára, var í ÍBV en er núna með Fram. Upp á síðkastið hef ég verið í pásu í handboltanum frá því að strangar æfingar byrjuðu fyrir söngleikinn en ég stefni á að skella mér á æfingu beint eftir leikritið. Svo er ég að bjóða mig fram í Thalíu sem er leiklistarnefnd skólafélagsins í MS og vonast ég til að vinna þær kosningar og geta þannig haft enn meiri áhrif á söngleik komandi skólaárs. Svo koma bara allskyns verkefni, hvert á fætur öðru sem ég leysi með gleði og bros á vör,“ segir Birta að lokum. Birta Birgis leikur aðalhlutverkið í söngleiknum LEG: Hef alltaf haft mikinn áhuga á söng :: Um er að ræða alíslenskan grínsöngleik eftir Hugleik Dagsson :: Leikur hina 19 ára gömlu Kötu sem uppgötvar á afmælisdaginn sinn að hún er ólétt Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Birta Birgis fer með aðalhlutverk í söngleiknum LEG sem var frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu sl. þriðjudag. Hvað ætla þessir menn sem stjórna öllu hér í Vestmannaeyjabæ að bjóða okkur sem búum hér og ætlum að vera hér áfram? Það hlýtur að vera forgangsverkefni að hafa hér lækna og sjúkrahús til þess að ekki þurfi að senda sjúklinga frá okkur og konur geti fætt börn sín hér. Við eigum að sinna öllum sem við mögulega getum hér í Vestmanna- eyjum og reyna að leysa það. En það vantar alveg metnaðinn hér. Félög hér í Vestmannaeyjum og einstaklingar hafa verið duglegir að gefa tæki og ýmislegt sem vantar og gera það trúlega áfram. Það er að segja ef sjúkrahús verður starfandi hér. Þess vegna verðum við að vera dugleg að nota það og við þökkum fyrir allt hið góða. En þarf þá ekki að vera starfsfólk og sjúkrahús sem er starfrækt hér í Vestmannaeyjum. Það þarf skurðlækni, svæfinga- lækni ásamt skurðhjúkrunarkonu. Einnig röntgenfræðing og aðstoðar- fólk. Við eigum að sinna helst öllu sem mögulegt er. Við eigum að vera sjálfstæð og hafa metnað fyrir öllum sem við gerum. Mér finnst bæjarstjórn hafa gert ýmislegt gott hér og bærinn er sjálfur mjög snyrtilegur. Vel hugsað um götur og þær hreinsaðar þegar snjóar. Að maður tali ekki um húsin sem voru í niðurníðslu og búið er að ryðja í burt. Svona á að gera og byggja í staðinn glæsileg hús. Svona eigum við að halda áfram og vera jákvæð. Einnig vil ég að bæjarstjórn flýti sér með Ráðhúsið, þetta merkilega hús sem hefur gert mikið fyrir okkur Vestmannaeyinga. Það má ekki drabbast niður. Það var einu sinni sjúkrahús þar sem gaman var að vinna. Allt á fullu og gerðar skurðaðgerðir og tekið á móti börnum. Undantekning ef einhver var sendur í burtu og við hugsuðum vel um sjúklingana. Þá var oftast einn læknir á vakt og við hjúkrunar- fræðingarnir alltaf tilbúnar þó engin væri bakvaktin. Já, þetta hús á sér merka sögu sem þarf að skrá. Það skipti okkur miklu sem sjúkrahús auk þess sem það er sennilega eitt fallegasta hús landsins. Eigum að vera sjálfstæð og hafa metnað fyrir öllu sem við gerum Þóra Magnúsdóttir fyrrum skurðhjúkrunar- fræðingur Ég var í Leikfélagi Vestmannaeyja og þar tók ég þátt í uppsetningu á Allt í plati, Jólaleik- ritinu, Grease og Galdrakarlinum í Oz. Svo hef ég tekið þátt í alls kyns öðruvísi sýning- um, t.d. í Skrekk í 9. og 10. bekk, Jólagestum Björgvins í 8. bekk og núna í fyrra, svo var ég líka í kór þegar ég var yngri. Síðan hef ég sungið víða en ég var t.d. í The Voice, Ísland got talent, Söngkeppni Samfés, Reykjavík got talent, Jólastjörnunni og Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð svo eitthvað sé nefnt. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.