Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2017, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2017, Síða 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. apríl 2017 Íþróttir U m S j Ó n : Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Akureyringar mættu sterkir til leiks og gerðu heimamönnum í ÍBV ansi erfitt fyrir þegar liðin mættust í Olís-deild karla síðastliðinn fimmtudag, niður- staðan jafntefli, 22:22, eftir dramatískar lokasekúndur. Róbert Aron Hostert reið á vaðið og skoraði fyrsta mark leiksins með góðu skoti af gólfinu. Akureyringar svöruðu hins vegar um hæl og gott betur en það því þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins og útlitið ekki eins gott og við mátti búast en Akureyringar reka lestina í Olís-deildinni með 15 ósigra það sem af er tímabils. Mestur var munurinn fimm mörk en eftir korters leik var staðan 2:7. Eyjamenn rönkuðu fljótlega við sér og eftir um fimm mínútur voru þeir hvítklæddu búnir að jafna metin. Akureyringar náðu aftur yfirhönd- inni í leiknum og héldu forystunni langt fram yfir hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks voru heimamenn loksins búnir að jafna metin á nýjan leik og nú tók við nokkuð góður kafli þar sem uppskeran var þriggja marka forysta. Aftur náðu Akureyringar að þjappa sér saman og gáfu ekkert eftir það sem eftir lifði leiks. Eyjamenn fóru síðan illa að ráði sínu þegar um 40 sekúndur voru eftir en þá misstu þeir boltann í hendur andstæðinganna sem tóku strax leikhlé. Í lokasókninni tókst hornamanni Akureyringa að finna leið framhjá Stephen Nielsen í marki heimamanna og úrslitin ráðin, grátleg niðurstaða í ljósi stöðunnar í deildinni. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstu í liði ÍBV með sjö mörk og varði Stephen Nielsen 12 skot í markinu. FH er nú með pálmann í hönd- unum að landa deildarmeistaratitl- inum eftir sigur á erkifjendum sínum í Haukum 30:28. FH er með 35 stig, ÍBV 34 og Haukar 33 stig fyrir lokaumferðina og munu því FH og ÍBV munu berjast um titilinn. FH nægir stig vegna hagstæðra innbyrðis úrslita gegn ÍBV í vetur. Handbolti | Olís-deild karla: Jafntefli í erfiðum leik FH 26 15 5 6 735 51 35 ÍBV 26 15 4 7 747 67 34 Haukar 26 16 1 9 786 58 33 Afturelding 26 13 4 9 706 -6 30 Selfoss 26 11 2 13 752 -8 24 Valur 26 10 3 13 670 -12 23 Grótta 26 9 4 13 664 -30 22 Fram 26 9 3 14 731 -35 21 Stjarnan 26 8 4 14 643 -47 20 Akureyri 26 7 4 15 633 -38 18 Olísdeild karla Grétar Þór fer inn úr horninu gegn Akureyri. Hornamaðurinn öflugi í liði ÍBV, Theodór Sigurbjörnsson, skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV. Theodór hefur allan sinn feril spilað með ÍBV en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2014 og bikarmeistari 2015. Frammistaða Theodórs á tímabilinu hefur verið framúrskarandi en í þeim 25 leikjum sem hann hefur spilað hefur hann gert 222 mörk, en það gerir 8,9 mörk að meðaltali í leik. Handbolti | teddi skrif- ar undir nýjan samning Kvennalið ÍBV á ekki lengur möguleika á að komast í úrslita- keppni Olís-deildar kvenna þetta árið eftir að liðið tapaði sann- færandi fyrir Haukum á útivelli um helgina, lokastaða 25:20. Haukarnir voru allan tímann sterkari aðilinn í leiknum og náðu strax í byrjun leiks forystu sem þær létu aldrei af hendi. Eftir 20 mínútna leik var staðan 8:2 og alveg ljóst að sóknarleikur liðsins var ekki að virka sem skyldi. Hálfleikstölur í leiknum voru 12:6 heimakonum í vil og róðurinn orðinn ansi þungur fyrir gestina. Töluvert meira var skorað í síðari hálfleik en strax á fyrstu tíu mínútum hans voru leikmenn ÍBV búnir að tvöfalda markaskorun sína frá því í fyrrihálf- leik. Haukakonur gáfu hins vegar ekkert eftir og náðu mest níu marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir. ÍBV tókst að klóra örlítið í bakkann undir lokin og laga stöðuna en eins og fyrr segir lyktaði leiknum með fimm marka sigri Haukanna. Markahæstar í liði ÍBV voru þær Sandra Erlingsdóttir og nafna hennar Sandra Dís Sigurðardóttir en þær voru með fjögur mörk hvor. Handbolti | Olís-deild kvenna :: tap gegn Haukum: Komast ekki úrslitakeppnina Fram 20 17 1 2 501 73 35 Stjarnan 20 16 1 3 555 70 33 Haukar 20 11 0 9 476 6 22 Grótta 20 10 1 9 485 6 21 ÍBV 20 8 1 11 522 0 17 Valur 20 8 0 12 479 -6 16 Selfoss 20 5 0 15 511 -40 10 Fylkir 20 2 2 16 435 -109 6 Olísdeild kvenna Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 20 leikmenn til æfinga í Reykjavik 10. - 12. apríl 2017. Um er að ræða æfingar með þeim leikmönum sem spila á Íslandi. ÍBV á tvo fulltrúa í þessum hóp, það eru þær Karólína Bæhrenz Lárudóttir og Sandra Erlingsdóttir. Handbolti | Karólína og Sandra til æfinga með A- landsliðinu Rakel Dögg Bragadóttir og Ólafur Víðir Ólafsson hafa valið 27 stúlkur til æfinga 10. - 12. apríl. ÍBV á fjóra fulltrúa í þessum hóp. Það eru þær Andrea Gunnlaugsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Mía Rán Guðmundsdóttir. Handbolti | Fjórar frá ÍBV í U-15 Kvennaliði ÍBV mistókst að tryggja sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna á laugardaginn þegar liðið lét í minni pokann fyrir Breiðabliki í Fífunni, lokastaða 3:0. Blikarnir áttu ekki í miklum vandræðum með Eyjakonur en þær komust yfir strax eftir sex mínútna leik þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom boltanum framhjá Adelaide Anne Gay í marki ÍBV. Fanndís Friðriks- dóttir tvöfaldaði síðan forystu Breiðabliks með marki í uppbótar- tíma fyrrihálfleiks og gerði síðan endanlega út um leikinn með öðru marki á 83. mínútu og úrslitin þar með ráðin. Fótbolti | Lengjubikar kvenna: Fanndís og Berglind Björg reyndust upp- eldisfélaginu erfiðar Frjálsar | Hlynur Andrésson í dúndurformi Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur tvo vináttuleiki í apríl við Slóvakíu og Holland en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í sumar. Fyrri leikurinn fer fram í Slóvakíu 6. apríl en seinni leikurinn er við Holland þann 11. apríl en Hollendingar eru einmitt gestgjafar á EM 2017. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn og heldur Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV, sæti sínu í hópnum. Fótbolti | Sigríður Lára í lands- liðshópnum gegn Slóvakíu og Hollandi Hlynur Andrésson bætti Íslands- metið í 5000 m hlaupi þegar hann hljóp á tímanum 14:00,83 mín. á Stanford boðsmótinu í frjálsum íþróttum í Kaliforníu í Bandaríkj- unum á dögunum. Íslandsmetið sem Hlynur sló var áður í eigu Kára Steins Karlssonar en metið setti Kári Steinn á sama stað 26. mars 2010 þegar hann hljóp á 14:01,99 mín. Hlynur hefur byrjað utanhúss tímabilið vel en um þar síðustu helgi bætti hann sig í 1500 m hlaupi á Releigh Relays í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Þar hljóp hann á 3:49,19 mín og kom fyrstur í mark, nærri tveimur sekúndum á undan næsta manni. Með þessum tíma komst Hlynur upp í 6. sæti yfir bestu tíma Íslandssögunnar í vegalengdinni, upp fyrir þá Kári Stein Karlsson, Svein Margeirsson og Guðmund Sigurðsson, en aðeins fimm íslenskir hlauparar hafa náð að hlaupa 1500 metrana á undir 3:50,00 mínútum. Besta tímann á Jón Diðriksson en hann fór vegalengdina á 3:41,65 mín. 31. maí 1982.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.