Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Side 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017 lagi í austurbænum. Maður var að fara heim og tína til dót, sem í raun var ekki hægt. Þetta var 500 metra frá gossprungunni, heimili mitt. og svo þegar það var búið að finna þetta til þá var að redda vörubíl. En þeir voru allir uppteknir hérna vestur í bæ. Svo tókst okkur það loksins og... en þetta var alveg skelfileg upplifun fyrir 14 ára ungling, í raun og veru. Horfa upp á hverfið sitt... þar sem maður ólst upp... húsið og allt... þetta hvarf. E.t.v. má segja að flestir sem komu aftur og byggðu upp bæinn hafi bælt niður þær erfiðu tilfinningar sem fylgdu gosinu. Ekki misstu allir allt, en það eitt að hugsa til þess að stórt og mikið landsvæði austur á Heimaey sé horfið sjónum og enginn kemur til með að geta barið það augum aftur, er mörgum erfitt. - Já, það er eins og sagt er... æskustöðvar... að missa það sem maður þekkti best. - Já, já. Það bara hvarf. - Það hverfur bara si svona... og kemur ekki aftur. Þær tilfinningar sem vakna hafa margir lagt til hliðar og kosið að fela í gleymsku. Þegar sótt er að slíkum tilfinningum úr óvæntum áttum getur það gert fólki erfitt fyrir. Hnútarnir eru harðir og fólk ekki hvenær sem er í stakk búið til þess að losa um þá. - Ég veit að börnin mín hafa mjög oft 23. janúar haft það verkefni að vinna eitthvað með gosið og einu sinni... dóttir mín fékk það verkefni að tala við einhvern sem upplifði gosið, taka viðtal og hún hringir í afa sinn og spyr hvort hann væri til í það og það komu svona vöbblur á hann og ... og hún segir mamma tala þú aðeins við afa og ég fer svo að spyrja hann og hann segir: ,,Veistu, mig langar þetta rosalega en ég treysti mér bara ekki í þetta núna.“ Þá gat hann bara ekkert rætt þetta. Í gegnum tíðina hafa komið út nokkur heimildaverk um gosið, þar á meðal nokkrar heimildamyndir sem sýndar hafa verið á öldum ljósvakans. Árið 2003 í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá gosinu var „Ég lifi...“, heimildamynd í nokkrum hlutum, sýnd í sjónvarp- inu. Þessi heimildamynd sem og önnur heimildaverk sem sýnd hafa verið, hefur verið leið til að höggva á stóra, löngu gleymda hnúta. Einn viðmælandi ræddi viðbrögð föður síns í tengslum við þessa þætti. - Pabbi sagði: „Það var örugglega á þriðja þætti eða eitthvað, þá sagði hann, ég sat og það allt í einu hrundu niður tár. Gjörsam- lega.“ Þegar ég hóf vinnu við þetta verkefni var það mér nokkuð ljóst að eitthvað álíka og heimildamynd- irnar þyrfti til að opna á umræðuna um gosið, sérstaklega þegar litið er til eldri hópsins. Eldheimar, minningasafn um eldgosið á Heimaey var því góður upphafs- punktur, en að mínu mati er sýningin sem þar hefur verið sett upp eitthvað sem snertir við öllum. Allir sem tóku þátt í rannsókninni áttu það sameiginlegt að hafa farið í gegnum sýninguna í Eldheimum. Ég hóf umræðuna með því spyrja fólk út í upplifun sína af sýningunni sjálfri og hvað því finndist um safnið sjálft. Þau sem voru í yngri hópnum lýstu yfir mikilli ánægju með safnið og þá upplifun sem þau fengu af því að fara í gegnum sýninguna. - Mér finnst algjörlega magnað að það hafi verið búið til safn utan um hús sem var grafið upp. Mér finnst það algjörlega bara stórkostlegt. Og að þú upplifir...þú getir fundið öskuna...þú getur fundið... heyrt hljóðin, þú getur... mér finnst þetta bara virkilega vel heppnað safn. Annar viðmælandi benti á hversu vel hlutirnir eru færðir í stílinn í sýningunni. - Fagurfræðilega séð þá er safnið sko rosalega flott og vel að því staðið að öllu leyti enda marg- verðlaunað fyrir tæknina og allt sem er notað. Ég er náttúrulega svoleiðis gaur soldið sko, þannig að ég upplifði hana soldið líka, hvaða tækni er verið að nota í hvað sýningu, sko hvaða atriði og þannig að sú upplifun var rosalega mikil... ...sko maður upplifir þetta í raun fyrst þarna sko, þennan atburð. Þau sem tilheyra eldri hópnum hafa trú á því, eftir að hafa farið í gegnum sýninguna, að safnið sé góð leið fyrir þá sem ekki upplifðu gosið að komast nær upplifuninni. - ... ég hef trú á því fyrir fólk sem ekki lifði gosið eða, það hafi eitthvað... komist nær því heldur en bara að heyra sögu. Það eru ótrúlegar myndir þarna og það er hægt að fara í tíma og sjá hvernig gosið var þannig að þetta er bara mjög skemmtilegt og gott. Þau eru sammála um að safnið hristi upp í minningum sem kveikja á einhverju sem þau hafa jafnvel ekki fundið fyrir lengi. Það var ljóst að sumum leið ekki vel með það. - Ég var alveg slegin þegar ég var búinn að fara þarna. Ég hef bara einu sinni farið og mig langar ekkert að fara aftur. Það var bara einhvern veginn... - Kallaði eitthvað gamalt? - Já. Þetta er flott og allt það en þetta er ekki eitthvað sem mig langar að fara aftur og aftur. Ég vil ekkert venjast þessu. - Mér fannst þetta mjög áhrifaríkt. Ég... svona... þetta stakk mig... sérstaklega þegar ég... þetta voru leikstöðvarnar hjá okkur. Maður eyddi bara mörgum dögum þarna á þessu svæði. Einn viðmælandi minntist á hversu mikið gildi safnið hefur fyrir sögu Vestmannaeyja og nálægð nýrra kynslóða við sögu gossins. - ...og mér finnst frábært af því við vorum að glata þessari sögu og þessari upplifun og maður sér þó hvað þetta er áhrifaríkt. Ekki eru þó allir sáttir við hvernig safnið var hannað. Einn viðmæl- enda úr eldri hópnum benti á að honum hafi gramist hve lítið þeir sem voru í Eyjum í gosinu höfðu um það að segja hvernig staðið var að hönnuninni. Hann vildi meina að þeir sem voru í Eyjum í gosinu hefðu betri tilfinningu og vitund fyrir hvar staðsetja ætti safnið. - Mér fannst þetta til dæmis algjörlega fáránlegt að fara ofan á húsin, grafa ofan á húsin... ... já ég bara verð að koma því að vegna þess ég var bara reiður raunverulega vegna þess að fólk vill bara ekkert hlusta á okkur sem að vorum hérna, og til dæmis þegar húsið hans Einars var upphaflega grafið upp hérna, farið niður á það og það reynist mjög illa farið og bara ónýtt, eða manni fannst það alla vega og það þýddi ekkert þó maður margsegði fólki, þetta er af því að þarna var 40 tonna jarðýta ofan á húsunum þarna að skarka sumarið 74 sko. Annars væri húsið meira og minna heilt. Við verðum að athuga það að askan er mjög verndandi ef ekkert raskar því sko. Yngri hópurinn nefndi óánægju- raddirnar sem heyrðust í bænum í aðdraganda byggingu safnsins. Umtalið sneri að því hve dýrt verkefnið væri og að fólk hafði áhyggjur af því að þarna væri verið að róta upp gömlum óþægilegum minningum. Þau virtust átta sig á því hvað bjó að baki þeim röddum sem reyndu að draga niður verkefnið. - Þetta hefur allt verið einhvern veginn bara sagan, talað um þetta, aldrei kannski af þeim sem eru nálægt manni sko. Þetta einhvern vegin í mörgum Eyjamönnum er þetta sko óþægilegt að tala um þetta, eitthvað slæmt sem gerðist, þessu hefur soldið verið pakkað niður. Af því kannski hefur þetta soldið verið sárt fyrir marga að það skuli vera að þrýsta þessu á yfirborðið og gera eitthvað úr þessu. Það sýnir sig að þetta var erfitt fyrir marga og viðmælendur í rannsókn- inni einnig, sérstaklega þá eldri, þegar spurt er út í hvaða tilfinningar vöknuðu þegar farið var í gegnum safnið. Það var mér ljóst að eldri viðmælendurnir voru ekki alveg tilbúnir til að svara þeirri spurningu. - Sko þegar gosið byrjaði þá er ekkert til í þessu þjóðfélagi sem heitir áfallahjálp. Ég hugsa að heilt bæjarfélag hafi þurft að fara í gegnum svoleiðis dæmi. Maður veit ekkert hvaða áhrif þetta hefur haft á fólk. Ég get sagt um hana mömmu gömlu, hún labbaði um allan bæinn þveran og endilang- an en hún fór aldrei upp á hraun. Það er bara þannig. Hún gat setið í bíl ef það var keyrt þar um en hún labbaði aldrei þangað. Það virtist auðveldara fyrir upplifendur gossins að segja frá upplifun annarra og upplifun sinni á gostímanum heldur en að segja hvernig þeim leið inni á safninu. - Ég kom... kem hérna bara um haustið 73 og er að vinna hérna og það var svartamyrkur. Það var ekki ljóstýra neinstaðar. Ég svaf ekkert þessar nætur. Ég bara vaknaði upp við þú veist... bara... bíl keyra eða. Já maður var svo næmur. Maður var alltaf með þennan ótta, er að fara að gjósa? Þetta var hrikalegt alveg. En maður lagði þetta á sig, það var ekkert... ég var að vinna hérna. Var ekkert annað í boði. Dáist af fólki Þegar ég lagði enn frekari áherslu á að þau segðu mér hvaða tilfinningar vöknuðu var aftur beygt undan. Frá þeirri stundu var mér það ljóst að ég væri e.t.v. of nærgöngull en um leið tókst mér að opna mjög persónu- legar frásagnir frá því í gosinu. Það stóð þó síður á svari hjá þeim yngri. - Ég dáist bara ótrúlega að fólki, ég bara fæ svona stolt...svona gæsahúð og verð bara svona ótrúlega stolt af fólki sem að lifði eldgosið og bara að aldrei neitt annað sem kom til greina en bara að flytja aftur til Vestmannaeyja og græja bara eyjuna sína og gera allt sem þurfti að gera. Þannig að ég svona bara, finnst, fólk vera svona, ekki heppið að hafa upplifað eldgosið, að sjálfsögðu ekki, en mér finnst það svona vera meiri manneskjur fyrir vikið... - Þetta er líka svo rosalega nálægt manni. Þetta er bara ein kynslóð sko. Og ég held að stolt og aðdáun sé svoldið það sem maður skynjar og svoldið náttla líka auðmýkt gagnvart sko bara náttúrunni og hvað við erum í raun og veru lítil og þetta getur gerst hvar sem er. Það er bara þannig. Þau voru öll sammála um að fórnin sem var færð af fólkinu sem vann í gosinu, kom aftur og byggði bæinn sé þakkarverð og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þau byggi þetta samfélag í dag. Ljóst er að Eldheimar eru að vinna með sögu sem er mörgum við- kvæm. Því er eðlilegt að spyrja sig hvort sýningin fari vel með söguna og vinni rétt úr henni, eða hvort eitthvað trufli þá sem fara í gegnum sýninguna. Þegar þau yngri eru spurð hvort einhverjir tengdir þeim sjái eitthvað að sýningunni segjast þau ekki hafa heyrt af því. - ... í kringum mig finnst mér þetta hafa nákvæmlega verið svona. Þeir svona sem eru nánastir mér hafa sagt að safnið segir söguna nákvæmlega eins og þau upplifðu þetta bara. Þau eldri eru í meginatriðum sammála um að sýningin fari ekki með neinar fleipur og benda á að úr því að sýningin hafi áhrif á fólk sé hún vel unnin. - Sennilega snertir þetta mann af því að þetta er svo raunverulegt... þegar maður er kominn þarna. Þau eldri benda þó á að sýningin er fyrst og fremst að vinna með tímalínu gossins en horfi framhjá því sem er kannski mikilvægast. - Ja... þetta safn er fyrst og fremst um gosið en kannski [ekki] um íbúana... - Það hefði mátt bæta við. Það vantar þessi skil. Það vantar þetta björgunarstarf, þar sem að menn voru, og menn voru náttúrulega að fórna. Þetta var fórn. Þetta var ekkert annað en fórn sem menn voru að gera. Maður sá það eftir gos, þá var ég í að rífa frá húsunum hérna gluggum og glerja... ...maður sá alveg hvað menn höfðu verið að gera, reyna að bjarga, menn vissu ekkert. Þetta var bara tilraun að reka upp spýrur undir loft, styrkja loftplötur. Þið getið ímyndað ykkur það ef að kæmi svo jarðýta yfir, þessa spýra myndi ekki halda neinu, en menn gerðu bara allt. Að mati þeirra eldri vantar persónulegri nálgun í sýninguna. Hvert hugarfarið var við aðstæður eins og þegar eyjan var rýmd, verðmætum var bjargað, neglt var fyrir glugga, tekin var ákvörðun um að kæla hraunið, goslokin, hreinsunin og uppbyggingin. Hvað voru menn að hugsa þegar þeir tókust á við eitthvað sem mörgum þótti jafnvel ómögulegt? Einnig vantar þátt kvenna, en þær báru veg og vanda af velferð fjölskyldunnar. Margar konur voru einar með börnin á fastalandinu á meðan mennirnir þeirra voru í Eyjum að berjast við náttúruöflin. Hvernig leið þeim við þær aðstæður vitandi af mönnunum sínum í Eyjum, án fyrirvinnunnar sem þær voru vanar o.s.frv? Áhrifin mikil Eldgosið hafði augljóslega mikil áhrif á samfélagið í Vestmanna- eyjum og birtingarmyndir breyting- anna voru margvíslegar. Ég spurði báða hópana hvaða þýðingu svona atburður hefur fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum sé litið til þeirra tíma sem við lifum á núna. Þau yngri vilja meina að gosið hafi átt stóran þátt í að móta ímynd þeirra sem Vestmannaeyingar. - Ég vil meina við séum bara, sterkari og hugrakkari og stoltari fyrir vikið. - Þetta bara gerir mann að stoltari einstaklingi, svona vitandi það hvað gerðist. Annar bendir á að gosið hafi þétt mannskapinn saman, ekki bara á erfiðustu tímunum heldur líka í uppbyggingunni. - Það sem þetta hefur náttúrulega gert fyrir samfélagið er að náttúrulega þeir sem komu til baka... það komu náttúrlega alls ekkert allir til baka. Þeir sem komu til baka komu af því þeir vildu hvergi annars staðar vera. Af því hefur þetta orðið svoldið til að þjappa mannskapnum saman og vera stolt af eyjunni sinni og þessu sem þau gerðu að grafa upp bæinn. Bara grafa upp heilan bæ, þetta var... var ekkert eitt dagsverk. Ég meina þau grófu bara upp heilan bæ sem ég held að fáum myndi detta í hug í dag. Við myndum treysta á að ríkið gerði það fyrir okkur. Hann bendir einnig á að hraunið sem vall yfir bæinn og skemmdi allt sem það náði taki á hafi einnig haft sína kosti. - ... en það sem gosið gerði hins vegar fyrir bæjarfélagið er bara einfaldlega að bjarga því. Ég meina við vitum hvernig gengur að sigla í Landeyjahöfn. Hefði Afi Gísla, Gísli Engilbertsson málari.Mamma Gísla, Guðrún Gísladóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.