Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Side 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017
Þó 44 ár séu liðin frá Heimaeyjar-
gosinu sem hófst aðfararnótt 23.
janúar 1973 og hafði mikil áhrif á
samfélagið í Vestmannaeyjum eru
enn mörg mál óuppgerð. Því fékk
Gísli Stefánsson, sem fæddist 1987
og hefur lengst af búið í Eyjum að
kynnast við vinnslu á BA ritgerð
sinni í félagsvísindum við Háskól-
ann á Akureyri. Fyrir það fyrsta
komst hann að því hvað hann vissi
lítið um gosið og í öðru lagi hvað
vantar mikið upp á að hið gríðarlega
áfall sem gosið var fyrir íbúana
5300 sem hér bjuggu hafi verið gert
upp. Ritgerðina kallar hann; Enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur og er þar vísað til afleiðinga
gossins þar sem 400 hús fóru undir
hraun og bærinn reis úr ösku í þess
orðs fyllstu merkingu.
Lykilhugtök ritgerðarinnar eru
Heimaeyjargosið, sameignarminni,
upplifendur og afkomendur.
Sameignarminni er fræðiheiti yfir
sameiginlega upplifun fólks sem er
samt svo mismunandi. Sameignar-
minni nær líka til þeirra sem á eftir
koma og hvernig þeirra upplifun er
á atburðum sem þau hafa aðeins
heyrt af. Sameignarminni hefur
mikið verið rannsakað þar sem
stórir viðburðir eins og stríð og
náttúruhamfarir eru viðfangsefnið.
Leitar Gísli víða fanga við gerð
skýrslunnar.
Gísli nálgast verkefnið á þessum
forsendum og fékk til liðs við sig
tvo rýnihópa, fólk sem upplifði
gosið og fólk sem fæddist eftir
gosið 1973.
Misjöfn upplifun
Í samtali við Eyjafréttir segir Gísli
að upplifun hópanna sé misjöfn og
líka hvernig þetta sneri við
körlunum sem voru úti í Eyjum við
björgunarstörf og svo konurnar sem
þurftu að halda fjölskyldunni saman
við allt aðrar og erfiðari aðstæður
en áður. „Þær voru með áhyggjur af
körlunum sem stóðu í baráttu við
náttúruöflin og allt í einu voru þær á
hrakhólum með húsnæði, staddar í
Reykjavík, sumar í fyrsta skipti og
ekki með bílpróf.
Niðurstaðan er að allt miðaðist við
að koma aftur. Þetta var á pari við
stríð þar sem allir sem í því lenda
stefna á að koma aftur heim,“ segir
Gísli sem framan af þekkti aðeins
tvær sögur úr eigin fjölskyldu úr
gosinu.
„Önnur er frá móður minni sem er
enn þann dag í dag mjög þakklát
fyrir að hafa aldrei þurft að taka
Gísla sögu Súrssonar prófið sem
leggja átti fyrir að morgni 23.
janúar 1973 í Gagnfræðaskólanum.
Hin var þegar afi var heima á Vallar-
götunni og stór hraunmoli kom inn
um stofugluggann. Svo fór ég að
spjalla betur við mömmu og þá kom
fullt af sögum. Nákvæmlega svona
voru viðbrögðin þegar ég byrjaði að
tala við hópana, sögurnar komu.“
Það var þvert á það sem leiðbein-
andi Gísla, dr. Þóroddur Bjarnason
átti von á. „Hann hélt að eftir svona
mörg ár yrði erfitt að fá fólk til að
opna sig. Það var því lagt upp með
að kanna hvernig fólki leið. Sjálfan
langaði mig til að vita í hvaða ljósi
mín kynslóð sér gosið og bera
saman við hina sem eldri eru.“
Lítið talað
Í formála segir Gísli: „Fólkið sem
upplifði gosið hefur kosið að tala
sem minnst um upplifun sína af
gosinu nema þá þætti hennar sem
eru gamansamir og skemmtilegir.
Erfiðum upplifunum hefur frekar
verið pakkað niður og þær faldar
fyrir nýrri kynslóðum. Í þessari
rannsókn er munur á sameignar-
minni þeirra sem upplifðu gosið og
komu aftur og afkomenda þeirra
kannaður. Niðurstaðan er sú að
sameignarminni afkomendanna
einkennist af glansmynd sem
inniheldur fyrst og fremst hug-
myndir um hetjudáðir fólksins og
sigur þeirra á náttúruöflunum vegna
þess hve óaðgengilegar persónu-
legar upplifanir af gosinu eru.“
Gísli notar Eldheima sem vettvang
fyrir rannsóknir sínar. „Í ritgerðinni
er safnið og upplifanir fólks af því
nýtt til þess að fá það, sérstaklega
þá sem eldri eru, til að tala um
upplifun sína af gosinu og hjálpa
rannsakanda að skilja þá upplifun
betur,“ segir Gísli. „Vestmannaey-
ingum má í grófum dráttum skipta í
tvo hópa. Annars vegar hópinn sem
upplifði gosið, kom aftur og byggði
upp eyjuna og hins vegar hópinn
sem telst til afkomenda þeirra. Er
munur á sameignarminni þessara
tveggja hópa hvað Heimaeyjargosið
varðar og ef svo er í hverju felst sá
munur og hvað skýrir hann?“ spyr
Gísli.
Eldheimar hreyfðu við fólki
„Það var betra að fá eldri hópinn til
að nota Eldheima sem upphafs-
punkt og varð líka til þess að
spurningarnar urðu þeim erfiðari og
persónulegri. En þarna fór umræðan
í gang,“ segir Gísli og niðurstaðan
er skýr.
„Hún er tvíþætt, upplifunin er
mjög ólík hjá þeim sem upplifðu
gosið og hinna sem á eftir komu.
Þeirra upplifun var ekki í samræmi
við það sem gerðist í raun og veru.
Þau eldri misstu öll eitthvað í
gosinu en þau hafa aldrei náð að
opna sig um hvernig þeim leið og
líður ennþá. Það lentu allir í
erfiðleikum en á mismunandi hátt,“
segir Gísli sem sér þó jákvæðar
hliðar á þessum ógnaratburði sem
gosið var.
„Það nær að sameina Eyjamenn og
gera unga fólkið stolt af upprun-
anum.“
Öflun gagna
Til öflunar gagna var stuðst við tvo
rýnihópa. Fyrri hópurinn samanstóð
af fimm einstaklingum, allir fæddir
eftir gosárið 1973 og áttu það
sameiginlegt að búa í Vestmanna-
eyjum og eiga ættingja og vini sem
upplifðu gosið. Þessir fimm
einstaklingar voru á ólíkum aldri,
tvö fædd á áttunda áratugnum, tvö á
þeim níunda og einn var fæddur á
tíunda áratugnum. Í seinni hópnum
voru líka fimm sem bjuggu í
Vestmannaeyjum þegar gosið hófst
og fluttu aftur heim til Eyja eftir
gos. Sum þeirra höfðu búið og
starfað á meginlandinu á meðan
gosið stóð yfir en aðrir tekið þátt í
björgunaraðgerðum í Vestmanna-
eyjum á gostímanum.
Þau voru einnig á ólíkum aldri.
Tvö þeirra eru fædd á fimmta
áratugnum, tvö á þeim sjötta og
einn á þeim sjöunda. Allir þátt-
takendur í rannsókninni áttu það
sameiginlegt að hafa farið í gegnum
sýninguna í Eldheimum. Undir
báða hópana voru bornar sömu 5
spurningarnar. Fyrstu þrjár
spurningarnar sneru að minningar-
safninu Eldheimum og síðustu tvær
spurningarnar að gosinu sjálfu.
1. Hvað finnst ykkur um safnið
Eldheima og sýninguna þar?
2. Hvaða tilfinningar vakna þegar
farið er í gegnum þessa
sýningu?
3. Er sýningin í Eldheimum í
samræmi við upplifun fjöl-
skyldu ykkar og vina af gosinu?
4. Hvaða þýðingu og afleiðingar
hefur gosið fyrir samfélagið sem
er í Eyjum í dag?
5. Hver er ímynd ykkar af gosinu?
Þ.e. hvað er það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar þið
hugsið um gosið? Er það af
jákvæðum eða neikvæðum
toga?
Niðurstöður
Opinská umræða um Heimaeyjar-
gosið og fylgifiska þess er ekki
algeng í Vestmannaeyjum. Fyrir
suma er það einfaldlega of erfitt
umræðuefni. Þegar ég lauk
viðtalinu við eldri hópinn spurði ég
þau hvort þau hefðu einhvern tíma
fyrr sest niður og rætt gosið í
líkingu við það sem hópurinn hafði
gert. Almennt voru þau sammála
um að það hafi ekki gerst áður og
alls ekki af álíka tilefni.
- Ja, ekki í þessum tilgangi.
- Bara svona í vinahóp.
- En kannski ekki í klukkutíma.
- Nei... en þú veist... [við spurðum
okkur] hvernig datt okkur í hug
að flytja hingað [aftur]...
Það eru margar mismunandi
ástæður fyrir því hvers vegna fólk
ræðir þetta lítið sín á milli en ljóst
er að úrvinnsla áfallsins sem fylgir
því að missa líkt og margir gerðu er
takmörkuð. Fólk lýsir ótrúlegum
missi þegar það loksins opnar á
umræðuna.
- Þetta var ekki mjög gott. Eins og
[þegar] ég kom hérna á fimmta
degi. Þá var nú suðaustan átt og
það var svona, einhverjir
hnullungar sem hrundu yfir allan
bæinn og menn gátu kveikt í
sígarettu með þeim ef þeir vildu
þeir voru svo glóandi. Enda
loguðu hús út um allan bæ, sér í
Ómar garðarSSon
omar@eyjafrettir.is
BA ritgerð Gísla Stefánssonar í félagsvísindum :: Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur :
Flestir sem komu aftur og
byggðu upp bæinn hafa bælt
niður þær erfiðu tilfinningar
sem fylgdu gosinu
:: Ekki misstu allir allt, en það eitt að hugsa til þess að stórt og mikið landsvæði austur
á Heimaey sé horfið sjónum og enginn kemur til með að geta barið það augum aftur,
er mörgum erfitt
Gísli með Kristínu Sjöfn konu sinni.