Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Side 20

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Side 20
20 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017 Nafn: Róbert Gunnarsson. Lið: Fram. Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 2015 held ég. Hvað er það skemmtilegasta við Orkumótið: Maður getur spilað úti á grasvöllum og það er ekki mikil rigning stundum. Það er bara mjög gaman. Uppáhalds leikmaður: Zlatan. Ætlar þú að fylgjast með EM: Já. Ertu spenntur fyrir Víti í Vestmannaeyjum: Já. Nafn: Valdimar Porca. Lið: Fram. Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 5-6 ára. Hvað er það skemmtilegasta við Orkumótið: Það er gaman að spila fótbolta og koma til Eyja. Uppáhalds leikmaður: Já, örugglega Neymar jr. Ætlar þú að fylgjast með EM: Jahá. Ertu spenntur fyrir Víti í Vestmannaeyjum: Já. Nafn: Kristófer Lárus Jónsson. Lið: KA. Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 4 ára. Hvað er það skemmtilegasta við Orkumótið: Að spila fótbolta og vera með strákunum. Uppáhalds leikmaður: Ronaldo. Ætlar þú að fylgjast með EM: Já, held þær endi í fyrsta sæti. Ertu spenntur fyrir Víti í Vestmannaeyjum: Já. Hefur þú orðið var við einhverja tökumenn: Nei. Nafn: Viktor Breki Hjartarson. Lið: KA. Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Þegar ég var 4 ára. Hvað er það skemmtilegasta við Orkumótið: Að spila fótbolta og vera með leikmönnunum mínum. Uppáhalds leikmaður: David De Gea. Ætlar þú að fylgjast með EM: Já. Ertu spenntur fyrir EM: Já. Ertu spenntur fyrir Víti í Vestmannaeyjum: Rosa. Ertu búinn að lesa bókina: Nei, mér finnst ekki gaman að lesa. Nafn: Eyþór Atli Arnórsson. Lið: Höttur. Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Þegar ég var 3 ára. Hvað er það skemmtilegasta við Orkumótið: Að vera með liðinu. Uppáhalds leikmaður: Gylfi Þór Sigurðsson. Ætlar þú að fylgjast með EM: Já. Áttu þér einhvern uppáhalds leikmenn í kvennalandsliðinu: Eiginlega ekki. Ertu spenntur fyrir Víti í Vestmannaeyjum: Já, mjög. Hið árlega Orkumót fór fram í síðustu viku með öllu tilheyrandi en Orkumótið er knattspyrnumót fyrir 6. flokk drengja. Í ár voru það 112 lið frá 37 félögum sem tóku þátt og voru í heildina spilaðir 560 leikir. Mótið hófst á fimmtudag og síðustu leikir spilaðir á laugardaginn. Í ár var það Stjarnan 1 sem hampaði Orkumótsbikarnum eftir að hafa lagt Gróttu 1 að velli í vítaspyrnukeppni en staðan var 0:0 eftir venjulegan leiktíma. Lið ÍBV 1spilaði til úrslita um Heimaeyjar- bikarinn en þar töpuðu Eyjamenn Þrótti 1, lokastaða 1:3. ÍBV 2 hlaut sömu örlög í úrslitum um Helga- fellsbikarinn en þar tapaði liðið líka 1:3 fyrir Snæfellsnesi 1. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta, var að sjálfsögðu á staðnum á meðan á mótinu stóð og tók meðfylgjandi myndir. Orkumótið fór fram um helgina: Stjarnan Orkumótsmeistari eftir sigur í vítaspyrnukeppni :: ÍBV 1 lenti í öðru sæti um Helgafellsbikarinn Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson að árita treyju.Stjörnumenn fögnuðu titlinum vel. Eyjamenn klárir í slaginn. Liðsmenn Stjörnunnar urðu Orkumótsmeistarar. Lúðrasveit Vestmannaeyja fór fyrir skrúðgöngunni. Liðsmenn ÍBV stóðu sig með prýði. Þrumufleygur framundan.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.