Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Blaðsíða 4
4 - Eyjafréttir Miðvikudagur 26. júní 2018
Það leyndi sér ekki að spenna
var í Einarstofu á fyrsta fundi
nýrrar bæjarstjórnar á fimmtu-
daginn. Nýr bæjarstjóri
Vestmannaeyja Íris Róberts-
dóttir var fjarvernadi á fyrsta
fundinum en áður hafði
meirihlutinn beðið um tilfærslu
á fundinum.
Samkvæmt lögum skal reyndasti
bæjarfulltrúinn boða til fyrsta
bæjarstjórnarfundar. Trausti
Hjaltason hefur þann titil og boðiði
til funda á fimmtudaginn. Eftir að
upp kom í fjölmiðlum að Trausti
Hjaltason hefði ekki gengist við því
að færa fundinn að beiðni meiri-
hlutans, birti hann grein á vef
Eyjafrétta þar sem hann sagði
meðal annars, „Í ljósi umfjöllunar á
vefmiðlum þar sem grein er frá því
að undirritaður hafi ekki orðið við
óskum meirihlutans um að breyta
fundartíma bæjarstjórnar vil ég taka
fram að mjög eðlilegar skýringar
eru á boðuðum fundartíma fyrsta
bæjarstjórnarfundar nýrrar
bæjarstjórnar. Samkvæmt 8. gr
bæjarmálasamþykktar þá eru
bæjarstjórnarfundir haldnir á
fimmtudögum kl. 18:00. Um það
ríkir einnig löng hefð.
Um boðun fyrsta bæjarstjórnar-
fundar nýrrar bæjarstjórnar eru
skýrar reglur og er ramminn nokkuð
þröngur eða einungis um 15 dagar
frá því að nýkjörin bæjarstjórn
hefur tekið við 15 dögum eftir
kjördag. Þetta er síðasti mögulegi
fimmtudagurinn til að halda
bæjarstjórnarfund til að hann sé
löglega boðaður. Það hefur því
alltaf legið í loftinu að þessi tími
yrði fyrir valinu.
Best og eðilegast hefði verið, í
ljósi þess hversu miklu máli þetta
skiptir, að sá bæjarfulltrúi sem er
erlendis hefði greint mér frá þessari
utanlandsferð með betri fyrirvara,
t.d. hefði fimmtudagurinn á undan
vel gengið,“ greindi Trausti frá á
vef Eyjafrétta ásamt því að gera
grein fyrir þessu á bæjarstjórnar-
fundinum.
Sjálfstæðismenn kusu
gegn Írisi
Einnig kusu allir þrír fulltrúar
Sjálfstæðisflokks gegn tillögunni
um að Íris yrði næsti bæjarstjóri á
fundinum og greindu frá því að þau
hefðu vilja að Elliði Vignisson
gegni því aðeins áfram í ljósi
umfang verkefna sem framundan
eru sem tengjast Herjólfi og
Hvalasafninu.
Þetta hefur verið gert í nafni
lýðræðis og valddreifingar
Sjálfstæðisflokkurinn kom með
nokkrar tillögur að formönnum og
varaformönnum í fastanefndir en
meirihlutinn hélt sig við sitt fólk.
Þetta fordæmdu Sjálfstæðismenn í
ljósi venju sem skapast hefur.
„Þegar minnihlutinn hefur átt 3 af 7
bæjarfulltrúum hefur venjan verið
sú að minnihlutinn hefur fengið
varaformennsku í fastanefndum
bæjarins. Það var til dæmis þannig
þegar Eyjalistinn var með 3 menn
2010-2014 og einnig kjörtímabilin
þar á undan þegar V-listinn var með
3 menn. Þetta hefur verið gert í
nafni lýðræðis og valddreifingar.
Það er því sérstakt að nú þegar þeir
flokkar sem töluðu mjög hátt fyrir
kosningar um lýðræðisleg vinnu-
brögð og faglega stjórnun komast til
valda í meirihluta þá sé eitt af þeirra
fyrstu verkum að brjóta áralanga
venju hvað varðar skipan varafor-
manna í fastanefndum. Þetta kom
mér verulega á óvart og fannst mér
vera fátt um svör þegar við
leituðum eftir skýringum á þessari
stefnubreytingu, “ sagði Trausti í
samtali við Eyjafréttir þegar hann
var spuður út í málið. „Einnig vil ég
vekja athygli á því að bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins ákváðu að taka
ekki sæti í fastanefndunum, það var
gert til að fleiri raddir fengju
hljómgrunn í bæjarkerfinu og til að
hleypa að bæði reynslumiklum
fulltrúum í bland við nýja og áhuga-
sama fulltrúa. Bæjarfulltrúar verða
síðan í góðum samskiptum við
nefndarfulltrúa og öfugt,“ sagði
Trausti.
Sjálfstæðismenn vildu fá svör á
fundinum af hveru væri farið gegn
þeirri venju að minnihlutinn fengi
varaformennsku í fastanefndum.
Njáll Ragnarsson oddviti Eyja-
listans fór þá í pontu og svaraði
minnihlutanum. „Á fundinum
svaraði ég því til að á síðasta
kjörtímabili hafi Eyjalistinn skipað
einn mann af fimm í nefndir
bæjarins og óskað eftir því að fá að
bæta við örðum manni, en því hafi
einfaldlega verið hafnað, þrátt fyrir
gríðarlegra yfirburðarstöðu
Sjálfstæðisflokksins bæði í
bæjarstjórn og í nefndum bæjarins.
Þá urðum við ekki vör við þá
samstöðu og samstarfsvilja sem nú
er borin á borð. Að sjálfsögðu er
það þannig að traust þarf að ríkja á
milli meiri- og minnihluta og
ávinnst á milli kjörinna fulltrúa með
tímanum. Ég á hins vegar ekki von
á öðru en að samstarf fulltrúa allra
flokka í bæjarstjórn sem og í
nefndum á vegum bæjarins verði
gott og farsælt. Allir eru að hugsa
um hagsmuni heildarinnar en við
spilum einfaldlega eftir ákveðnum
leikreglum hvað þetta varðar, “
sagði Njáll í samtali við Eyjafréttir
eftir fundinn.
Þakklátur fyrir traustið
Komandi tímar leggjast vel í Njál
og sagðist hann vera þakklátur fyrir
það traust sem honum er sýnt og
það tækifæri sem hann fæ til að
leiða þessa vinnu sem framundan
er. „Ég hef mikla trú á því að næstu
fjögur árin getum við komið að
þeim góðu málum sem við höfum
talað fyrir, t.d. varðandi forgangs-
röðunar í þágu fræðslumála og
öflugrar hagsmunargæslu Vest-
mannaeyjabæjar gagnvart hinu
opinbera.
Urðum ekki
vör við sam-
stöðu og
samstarfsvilja
:: segir Njáll Ragnarsson, nýr
formaður bæjarráðs
Eitt af þeirra fyrstu
verkum að brjóta
áralanga venju
:: segir Trausti Hjaltason, reynslumesti bæjarfulltrúi
nýrrar bæjarstjórnar
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is
Njáll Ragnarson er nýr formaður bæjarráðs ásamt því að sitja
aðalfund og landsþing SASS fyrir hönd bæjarins. Við hlið hans er Elís
Jónsson en hann er nýr forseti bæjarstjórnar ásamt því að vera
varamaður í bæjarráði, varaformaður Fræðsluráðs og sitja aðalfund
SASS fyrir hönd bæjarins.
Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar, ber upp erindi til atkvæðis. Allt í beinni á Youtube.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir er
yngsti bæjarfulltrúinn en
jafnframt einn sá reynslumesti.
Eyþór Harðarson og Stefán
Jónasson náðu ekki kjöri en
fylgdust þó með fundinum.
Áhorfendur í Einarsstofu á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs meirihluta.
Trausti Hjaltason í pontu á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs kjörtímabils
og í fyrsta skipti í minnihluta. Hann situr í bæjarráði, skólanefnd
Framhaldsskólans og situr aðalfund SASS fyrir hönd bæjarins.