Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Blaðsíða 10
10 - Eyjafréttir Miðvikudagur 26. júní 2018
Jónsmessugleði Grósku var
haldin í tíunda sinn við Strand-
stíginn í Sjálandshverfi Garða-
bæjar þann 21. júní síðastliðin.
Til sýnis voru málverk, inn-
setningar og skúlptúrar og
þema kvöldsins, líf í tuskunum,
birtist á skemmtilegan hátt
bæði í listaverkunum og
skrautlegum fatnaði listamann-
anna. Sýnendur voru félagar í
Grósku, samtökum myndlistar-
manna í Garðabæ, og gesta-
listamenn frá Vestmanna-
eyjum, Grindavík, Blönduósi,
Hafnarfirði, Kópavogi og
Reykjavík.
Eyjakonan Jónína Björk Hjörleifs-
dóttir tók þátt í sýningunni í ár,
„það er gaman að segja frá því að í
fyrra hafði frænka mín sem er
eyjastelpa, Ósk Laufdal samband
við mig og bauð okkur í mynd-
listafélginu í Vestmannaeyjum að
vera með sem gestalistamenn og
vorum við þrjár sem fórum héðan
þá. Steinunn Einarsdóttir var með í
fyrra en hún hefur haldið utan um
okkur hér í Eyjum og haldið
námskeið fyrir okkur hin. Án
hennar værum við ekki þar sem við
erum í dag og er ég henni mjög
þakklát fyrir. Jóhanna Kristín
Júlíusdóttir tók einnig þátt í fyrra
og Guðný Stefnisdóttir kom líka
sem félagi í myndlistafélaginu í
Eyjum en hún býr í Kópavogi,“
sagði Jónína Björk eða Jóný eins og
hún er alltaf kölluð.
Fá styrk frá bænum og
halda sýningu
Jóný sagði að þetta hafi verið kjörið
tækifæri að koma sér aðeins frá
Eyjum með sköpunina sína og
gaman að taka þátt. „Í ár kom aftur
boð um að vera með og það var
náttúrulega bara gaman þó svo að
ég hafi farið ein frá eyjum en
Guðný kom einnig úr Kópavog-
inum. Ég er rosalega hrifin af
fyrirkomulaginu hjá þeim þarna.
Þau fá stuðning frá bæjarfélaginu
en þurfa að koma til móts við
stuðningin og halda þessa sýningu
með gjörningi og mikilli skemmtun.
Allir sem koma fram gera það sem
sjálfboðaliðar hvort sem um
tónlistaratriði, uppistand eða hvað
sem fólki dettur í hug að deila með
öðrum. Við sem sýnum erum með
eitthvað góðgæti í skál og allir
njóta listarinnar í hvaða formi sem
hún er.“
Mósaíkið á hug minn allan
Jóný sýndi sex mosaikmyndir ásamt
einni olíumynd. „Um þessar mundir
er það mósaíkið sem á hug minn
allan en leirinn er samt aldrei langt
undan. Málið er að ég hef bara svo
gaman af allri sköpun, líka að
mála.“
Það er nóg framundan í listsköpun-
inni hjá Jóný hún er ég nýbúin að
skrá mig í myndlistafélagið Litka
og bíður eftir svari hvort mósaík
mynd frá henna passi inn í næstu
sýningu hjá þeim og þá er hún að
fara að sýna í Spönginni. „Fram-
undan hjá okkur í Myndlistafélag-
inu er að sýna um goslokin eins og
við höfum gert undanfarin ár og
einnig ætla ég að vera með Litku
myndlistafélagi og sýna hér í Eyjum
eftir goslok og fram í sepember en
við ætlum að skiptast á að vera með
myndir og má alveg túlka þá
sýningu sem keðju sem slitnar ekki
eins og við viljum að litið sé á
listina,“ sagði Jóný sem sagðist hafa
verið dugleg að koma sér á
framfæri. „Ég hef ekki verið dugleg
að koma mér á framfæri og hefur
Laufey Konný ljósmyndari og
listakona verið duglegust við að
hjálpa mér að gera myndirnar mínar
sýnilegar.“
Þakkar viðbrögð og falleg orð
Jóný hvetur fólk sem er að fikta við
myndlist að skrá þig í myndlista-
félagið í Vestmannaeyjum. „Við
höfum verið svo heppin að geta
fengið til okkar fullt af flottu
listafólki sem haldið hefur nám-
skeið fyrir okkur. Prestfrúin okkar
hún Gíslína er ein af perlunum í
safninu okkar og alltaf boðin og
búin að virkja okkur. Sjálfri langar
mig til að þakka viðbrögð, falleg
orð í minn garð og takk fyrir að
hafa trú á því sem ég er að gera.
Þolinmæði fjölskyldunnar skiptir
samt öllu máli þar sem ég hef
fengið alveg frábærar hugmyndir á
ekki endilega frábærum tímum og
þá gildir að vinna strax en ég get
ekki sagt að ég sé endilega sú
vinsælasta þá,“ sagði Jóný hlæjandi.
Draumur að halda betur utan
um ungt listafólk í bænum
Jóný er með draum um að hægt
væri að halda betur utan um ungt
listafólk í bænum. „Þá mætti jafnvel
gera það svipað og þau í Grósku
gera, þar er hægt er að sækja um að
fara í listasmiðju í staðin fyrir að
fara í bæjarvinnuna og þurfa
krakkarnir þá að skila inn mark-
miðum á því sem vinna að, sem
gæti verið að mála fyrir þjóðhátíð,
mála á gafla sem eru ljótir sem
dæmi,“ sagði Jóný að endingu.
Met var slegið í áhorfi á íþróttavið-
burð á Íslandi þegar íslenska
landsliðið gerði jafntefli við
Argentína í fyrsta leik liðanna á
HM 2018. Samkvæmt bráðar-
birgðatölum frá Gallup var 60%
meðaláhorf en það er rúmu 1%
meira en þegar Ísland sló England
eftirminnilega út á EM fyrir tveimur
árum. Hlutdeild RÚV á meðan á
leik stóð var 99.6% sem í stuttu
máli sýnir að nánast allir sem voru
á annað borð með kveikt á sjónvarpi
á þessum tíma voru að horfa á
leikinn.
Það er óhætt að segja að íslenskir
fótboltaáhugamenn og Íslendingar
almennt hafi beðið eftir leiknum
með mikilli eftirvæntingu enda um
einn allra stærsta íþróttaviðburð í
sögu landsins, ef ekki sá stærsti. Þó
svo árangur liðsins á EM 2016 hafi
verið frábær þá eru allir sammála
um það að HM sé allt annað og
stærra svið en þar eru öll bestu lið
heims samankomin og þar með allir
bestu leikmennirnir.
Engin skömm að tapa tveimur
stigum gegn Argentínu
Það er skemmst frá því að segja að
íslenska liðið hafi náð frábærum
úrslitum enda hefðu líklega allir
sætt sig við 1:1 sem lokatölur í leik
gegn tvöföldum heimsmeisturum í
Argentínu á heimsmeistarakeppni.
Það var viðbúið að Ísland myndi
vera í vörn bróðurpart leiks og
treysta á hraðar skyndisóknir og var
það nákvæmlega það sem kom á
daginn. Eftir leik sagðist Heimir í
samtali við RÚV taka hattinn ofan
fyrir strákunum og bætti við að það
væri engin skömm að tapa tveimur
stigum gegn Argentínu.
Þegar fréttamaður ýjaði að því að
íslenska liðið hefði í raun getað
sigrað leikinn tók Heimir undir þau
orð. „Við vissum að ef við myndum
spila varnarleikinn vel þá myndum
við fá færi, kannski ekki mörg. Við
fengum vissulega góð færi í þessum
leik, ég segi kannski ekki betri færi
en þeir þar sem þeir misnotuðu
vítaspyrnu, en vissuleg góð færi til
að skora annað mark. Við verðum
bara að taka hattinn ofan fyrir
strákunum, fyrir vinnuframlag, það
skein langt til Úkraínu hversu mikið
þeir lögðu á sig fyrir þetta stig í
dag.“
Vonbrigði í Volgograd
Næsti leikur Íslands var gegn
Nígeríu í Volgograd sl. föstudag en
nígerska liðið hafði tapað fyrir
Króatíu 2:0 í fyrstu umferðinni. Í
leiknum gegn Íslandi sýndu
liðsmenn Nígeríu að þeir eru engir
aukvisar inni á fótboltavellinum
þrátt fyrir að vera töluvert neðar en
Ísland á styrkleikalista FIFA.
Leiknum lyktaði með 2:0 tapi þar
sem Gylfi Þór Sigurðsson klúðraði
vítaspyrnu og upplifði þar með
erfiðasta augnablik ferilsins að eigin
sögn. Ahmed Musa skoraði bæði
mörk Nígeríu í seinni hálfleik eftir
að Ísland hafði verið sterkari aðilinn
í þeim fyrri. Nígeríumenn voru hins
vegar mun sterkari í síðari hálf-
leiknum og áttu sigurinn fyllilega
skilinn.
Í samtali við RÚV eftir leik
sagðist Heimir hafa verið sáttur
með leik liðsins í fyrri hálfleiknum
og að það hefðu verið vonbrigði að
fá mark á sig eftir fast leikatriði
íslenska liðsins. „Þetta er ólíkt
okkur, einstaklingsmistök, menn
sváfu aðeins á verðinum og þegar
þeir eru komnir í stöðuna 1:0 eru
þeir í draumastöðu enda mjög
hættulegt skyndisóknalið. Ég vildi
að það hefði verið meiri orka í
liðinu en það er erfitt að spila í
þessum hita og vera fram og til
baka eins og leikurinn var sérstak-
lega í seinni hálfleiknum. Ég ætla
að hrósa strákunum fyrir dugnað og
vinnusemi, það sást á öllum að þeir
reyndu eins og þeir gátu en þetta
nígerska lið er mjög gott.“
Knattspyrnu | HM í Rússlandi:
Met slegið í áhorfi á íþróttaviðburð
Allir njóta listarinnar í hvaða
formi sem hún er
:: Myndlistafélag Vestmannaeyja tók þátt í Jónsmessugleði Grósku
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is
EiNAR KRiStiNN HELGASoN
einarkrist inn@eyjafrett ir. is
Heimir umkringdur blaðamönnum á æfingasvæði landsliðsins í Gelendzhik.
Jóný við nokkur verka sinna á sýningu Grósku í Garðabæ.
Mynd: Hörður Snævar Jónsson