Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Blaðsíða 11
Eyjafréttir - 11 Íþróttir u M S j Ó n : Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Miðvikudagur 26. júní 2018 Eyjakonur mættu aftur til vinnu eftir 20 daga hlé frá fótbolta þegar liðið gerði jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum sl. miðvikudag, lokastaða 2:2. Lára Kristín Pedersen kom heimamönnum í Stjörnunni yfir eftir um 20 mínútna leik en tíu mínútum síðar jafnaði Shameeka Fishley metin fyrir ÍBV eftir undirbúning Cloé Lacasse. Shameeka var síðan aftur á ferðinni á 57. mínútu leiksins er hún kom Eyjakonum yfir með góðu skoti. Tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði varamaðurinn Telma Hjaltalín Þrastardóttir metin fyrir Stjörnuna en Emily Armstrong í marki ÍBV hefði átt að gera betur. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan 2:2 jafntefli. Fátt um fína drætti í rigningunni á Hásteinsvelli ÍBV fékk Grindavík í heimsókn á sunnudaginn í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Líkt og á móti Stjörnunni lyktaði leiknum með jafntefli, lokastaða 1:1. Rio Hardy kom gestunum yfir á 25. mínútu leiksins og var það staðan þegar flautan gall í hálfleik. Á 50. mínútu leiksins jafnaði miðvörðurinn Caroline Van Slambrouck metin fyrir ÍBV með góðum skalla. Ekki voru fleiri mörk skoruð og niðurstaðan því 1:1 jafntefli eins og fyrr segir í annars bragðdaufum leik. Að sjö umferðum loknum er ÍBV í fimmta sæti með átta stig, fimm stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Tvö stig úr síðustu fjórum leikjum Í samtali við Eyjafréttir sagði Ian Jeffs, þjálfari Eyjakvenna, liðið hafa átt meira skilið í síðustu tveimur leikjum. Liðið hefur að hans mati verið að spila vel á köflum en ekki verið að ná úrslitum í samræmi við spilamennsku. „Við fengum færi til að ganga frá leiknum núna á sunnudaginn, en þetta snýst um að skila boltanum í netið og við gerðum það ekki. Grindavík spilar þétta vörn og gerðu það vel, þær fóru einu sinni yfir miðju í fyrri hálfleik og náðu að skora mark. Það var aðeins meira tempó í síðari hálfleik en því miður fyrir okkur þá hefur þetta verið svona stöngin út hjá okkur.“ Hefur þú áhyggjur af gengi liðsins í ljósi þess að liðið hefur einungis fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum? „Nei í sjálfu sér ekki en við þurfum klárlega að bæta varnarleik liðsins, við erum að fá mörk á okkur með litla pressu á okkur. Við erum vanalega að spila vel en þurfum klárlega að verjast betur, það er eitthvað sem við getum bætt. Síðustu tvo leiki hefðu við átt að vinna að mínu mati og það er ákveðið högg að fá einungis tvö stig af sex mögulegum. Við erum að fá færri stig en við eigum að fá miðað við spilamennsku,“ segir Jeffs. Næsti leikur er gegn Fylki í bikarnum á föstudaginn og segir Jeffs þann leik kærkominn eftir vonbrigðin í deildinni upp á síðkastið. „Það er keppni sem við höfum staðið okkur vel í síðustu tvö árin og við stefnum að sjálfsögðu á að fara alla leið í ár líka. Þessi leikur kemur kannski bara á fínum tímapunkti, því á meðan getum við gleymt slæmu gengi í deildinni og einbeitt okkur að því að komast áfram í bikarnum.“ Knattspyrna | Pepsi-deild kvenna :: Stjarnan 2:2 ÍBV :: ÍBV 1:1 Grindavík Sigla lygnan sjó um miðja deild ÍBV og Stjarnan mættust í tíundu umferð Pepsi-deildar karla í síðustu viku. Svo fór að heimamenn í Stjörnunni höfðu betur 2:1. Shahab Zahedi kom ÍBV yfir á 17. mínútu eftir vel útfærða skyndi- sókn. Sindri Snær Magnússon, fyrirliði Eyjamanna, átti þá góða sendingu á Íranann knáa sem brunaði upp vinstri kantinn, lék á varnarmann Stjörnunnar og setti boltann í fjærhornið, framhjá Haraldri Björnssyni í markinu. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís því Þorsteinn Már Ragnars- son jafnaði leikinn fyrir Stjörnu- menn fáeinum mínútum síðar. Guðjón Baldvinsson hafði þá leikið á Halldór Pál Geirsson í marki ÍBV og sent boltann með hælnum á Þorstein Má sem skilaði boltanum í autt markið. Það var síðan Baldur Sigurðsson sem innsiglaði sigurinn fyrir Stjörnuna með skalla eftir horn- spyrnu á 84. mínútu leiksins. Niðurstaðan 2:1 sigur Stjörnunnar sem er í mikilli toppbaráttu á meðan Eyjamenn sitja í 11. sætinu með átta stig þegar tíu umferðir hafa verið spilaðar. Knattspyrna | Pepsi-deild karla :: Stjarnan 2:1 ÍBV: Eyjamenn fóru tómhentir heim úr Garðabænum ÍBV mun mæta Sarpsborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en dregið var til þess sl. miðvikudag. Leikirnir fara fram 12. og 19. júlí og verður fyrri leikurinn spilaður í Vestmanna-eyjum. Knattspyrna | ÍBV mætir Sarpsborg Í fyrradag skrifaði ÍBV undir samning við Sigurð Bragason um þjálfun meistaraflokks kvenna á næsta tímabili ásamt Hrafnhildi Skúladóttur. Samningurinn er til eins árs. Sigurður hefur undanfarin ár þjálfað meistaraflokk karla, fyrst með Gunnari Magnússyni og síðan Arnari Péturssyni, ásamt því að stýra ÍBV-U sl. tvö tímabil. Handbolti | Sigurður Bragason nýr aðstoð- arþjálfari kvennaliðs ÍBV KFS og GG mættust í C-riðli 4. deildar karla á sunnudaginn í leik sem fyrir fram hefði átt að vera spennandi í ljósi þess að liðin voru jöfn að stigum þegar fimm umferðir höfðu verið spilaðar. Liðsmenn KFS sýndu hins vegar úr hverju þeir eru gerðir og rúlluðu gestunum upp með fjórum mörkum gegn engu. Bjarni Rúnar Einarsson kom heimamönnum á bragðið með marki strax á annarri mínútu leiksins. Ásgeir Elíasson bætti þá um betur og skoraði næstu tvö mörk KFS, það fyrra á 15. mínútu og það síðara á 32 mínútu og staðan 3:0 þegar flautað var til hálfleiks. Allt virtist stefna í 3:0 sigur Eyjamanna en Gunnar Páll Hálfdánsson rak síðasta naglann í kistu GG með marki á 82. mínútu leiksins, mínútu eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. KFS er eftir umferðina á toppi C-riðils 4. deildar með 15 stig, GG er hins vegar í 4. sæti með 12 stig. Knattspyrna | 4. deild karla C-riðill :: KFS 4:0 GG KFS skellti sér á toppinn með sigri Þór/KA 7 6 1 0 18 : 2 16 19 Valur 7 6 0 1 25 : 6 19 18 Breiðablik 7 6 0 1 19 : 6 13 18 Stjarnan 7 4 1 2 15 : 14 1 13 ÍBV 7 2 2 3 10 : 10 0 8 Selfoss 7 2 2 3 8 : 12 -4 8 Grindavík 7 1 3 3 6 : 17 -11 6 HK/Víking. 7 1 1 5 4 : 14 -10 4 FH 7 1 0 6 9 : 21 -12 3 KR 7 1 0 6 4 : 16 -12 3 Pepsideild kvenna Valur 10 6 3 1 17 : 10 7 21 Stjarnan 10 5 4 1 24 : 14 10 19 Breiðablik 9 5 2 2 14 : 6 8 17 Grindavík 9 5 2 2 10 : 7 3 17 FH 10 4 4 2 17 : 13 4 16 KR 9 3 4 2 15 : 11 4 13 Fylkir 9 3 2 4 10 : 13 -3 11 Víkingur R. 9 2 3 4 8 : 14 -6 9 Fjölnir 9 2 3 4 11 : 18 -7 9 KA 9 2 2 5 12 : 15 -3 8 ÍBV 10 2 2 6 10 : 15 -5 8 Keflavík 9 0 3 6 6 : 18 -12 3 Pepsideild karla KFS 6 5 0 1 16 : 6 10 15 Álftanes 5 4 0 1 21 : 2 19 12 Árborg 5 4 0 1 26 : 9 17 12 GG 6 4 0 2 15 : 12 3 12 Álafoss 5 2 1 2 11 : 8 3 7 Kóngarnir 6 1 0 5 10 : 28 -18 3 Afríka 5 1 0 4 5 : 28 -23 3 Ísbjörninn 6 0 1 5 6 : 17 -11 1 4. deild karla C riðill

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.