Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Blaðsíða 8
8 - Eyjafréttir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Rólegt, fallegt og flottur texti Goslokalag Vestmannaeyja 2018 heitir Aftur heima og er eftir Björgvin E. Björgvinsson. Lagið er flutt af Söru Renee Griffin en undirleik sjá um þeir Birgir Nielsen á trommur, Kristinn Jónsson á bassa. Á píanó og orgel leikur Þórir Ólafsson, Gísli Stefánsson á gítar og Einar Hallgrímur Jakobsson á flugelhorn. Sara Renee er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Sara Renee Griffin. Fæðingardagur: 18. maí 2000. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Það er hún mamma mín Elín Rós, stjúppabbi Friðrik Óskar, bræður mínir Devon og Daníel Örn og svo stjúpsystkinin mín Aníta, Eva og Davíð. Uppáhalds vefsíða: Held ég verði að segja asos.com (fatasíða) þrátt fyrir að peningarnir mínir gufa upp eftir heimsókn á þessa síðu er það alveg þess virði. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Gömlu góðu frá svona 90’s til 00’s. Aðaláhugamál: Söngur, kemur fáum á óvart. Uppáhalds app: Instagram. Hvað óttastu: Ég óttast held ég öll skriðdýr og ketti því maður veit aldrei hvað þeir eru að hugsa. Mottó í lífinu: Mitt mottó er held ég bara að lifa í núinu. Apple eða Android: Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Beyonce hiklaust. Hvaða bók lastu síðast: Vildi að ég gæti munað það en ég bara les ekki bækur, las síðast bók líklega í 5. bekk Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Get ekki alveg gert uppá milli með íþróttamenn en auðvitað er uppáhalds íþróttafélagið mitt ÍBV. Ertu hjátrúarfull: Er hjátrúarfull að vissu leyti. Stundar þú einhverja hreyfingu: Ég fer reglulega í Hressó. Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends klikkar seint. Hvernig líst þér á lagið, er skemmtilegt að syngja það: Lýst mjög vel á þetta lag, það er mjög rólegt, fallegt og flottur texti og auðvitað gaman að syngja svona lag. Ekki alveg eins lag og ég er vön að syngja en maður verður einhvern tímann að fara aðeins út fyrir þægindarammann. Hvert stefnir þú sem söngkona: Stefni á að reyna koma mér meira á framfæri og gera góða hluti og auðvitað reyna komast sem næst mínum draumum. Hverjir eru helstu áhrifavaldar þínir: Það skal vera hún Queen B alltaf. Sara Renee Griffin er Eyjamaður vikunnar Þessi unga Eyjamær fæddist þann 12. apríl síðastliðinn. Hún hefur hlotið nafnið Jóna Hjördís. Foreldrar hennar eru þau Halla Kristín Kristinsdóttir og Ólafur Vignir Magnússon. Eyjamaður vikunnar framundan: nýr Eyjamaður mEst lEsið á EyjafrEttir.is Kosið í ráð, nefndir og stjórnir hjá bænum Skyldi landsliðið þá hafa komist á HM? Aftur heima - Gos- lokalag Vestmanna- eyja 2018 Sparisjóður Vest- mannaeyja var yfirtekinn á undir- verði Eftir fyrsta bæjar- stjórnarfund Íris Róbertsdóttir skrifaði undir ráðn- ingarsamning Tímamót Eðlileg skýring á fundartíma bæjar- stjórnar Samþykkti leyfi fyrir tveimur einbýlis- húsum Verður að öllum líkindum áfram í ÍBV á næsta tímabili 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Fimmtudagur 28. júní ---------------------------------------------------------- 18:00 - Eyjabíó Adrift, lokasýning á mynd Baltasar. 20:00 - Hvítasunnukirkjan Bænastund. Föstudagur 29. júní ---------------------------------------------------------- 18:00 - Eyjabíó The Incredibles (enskt tal/ísl. texti) 21:00 - Eyjabíó Sicario (Day of the soldado) laugardagur 30. júní ---------------------------------------------------------- 15:00 - Eyjabíó The Incredibles (íslenskt tal) 16:00 - Hásteinsvöllur ÍBV - Grindavík, Pepsi-deild karla 18:00 - Eyjabíó Sicario (Day of the soldado) 21:00 - Eyjabíó Ocean´s Eight sunnudagur 1. júlí ---------------------------------------------------------- 11:00 - Landakirkja Lesmessa í Landakirkju. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty. 13:00 - Hvítasunnukirkjan Samkoma, ræðumaður Guðni Hjálmarsson, kaffi og spjall eftir á. miðvikudagur 4. júlí ---------------------------------------------------------- 11:00 - Hraunbúðir Helgistund á Hraunbúðum Miðvikudagur 26. júní 2018 Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is börn og brúðhjón Hin árlega sjö tinda ganga var haldin á laugardaginn í mikilli rigningu og litlu skyggni. Mætingin var óvenju góð miða við veður- skilyrði og tóku um tuttugu mans þátt í göngunni, aðeins tveir fóru þó alla sjö tindana. Gangan hófst við Klaufina og þaðan var haldið uppá Stórhöfða. Næst átti að fara upp á Sæfell, Helgafell, Eldfell, Heimaklett, upp á Hána yfir Molda, eggjarnar og niður Dalfjallið. Björgunarsveitin mælti ekki með því að fólk færi Dalfjallið og Heimaklett útaf veðri. Allir þáttakendur fóru uppá Stórhöfða og svo var mismunandi hvenær fólk hætti í göngunni og aðeins tveir kláruðu eins og áður sagði. Aðgangseyrir í gönguna var 2000 kr og safnaðist 40.000krónur og rann sú fjárhæð til Krabbameinsvarnar í Vestmannaeyjum. 7 tinda gangan í blautviðri á laugardaginn SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.