Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Page 16
16 | Eyjafréttir | September 2018 skipalyftan hefur verið starf- ræk síðan 1981 hún starfar í dag fyrst og fremst sem plötusmiðja og véla- og renniverkstæði auk þess að þjónusta skip í upptökumannvirki Vestmanna- eyjahafnar. nú síðsumars var reyst 700 fermetra húsnæði við hliðina á skipalyftunni og stendur til að færa vélaverk- stæðið þangað svo plötu- smiðjan geti stækkað. Þetta allt er gert til þess að geta þjónustað viðskipavinina betur. skipalyftan heldur einnig úti lager og verslun með mikið úrval af vörum tengdum málm- iðnaði, sjósókn og veiðum og mun partur af lagernum líklegast verða geymdur í nýja húsnæðinu. Stefán Örn Jónsson framkvæmda- stjóri Skipalyftunnar sagði að það væri langt síðan að þeir hefðu áttað sig á því að húsnæðið sem þeir eru í væri orðið of lítið, enda hafa þeir verið í sama húsnæðinu síðan félagið var stofnað. „Nú þegar við fengum lóð hérna við hliðina á okkur ákváðum við að byggja 700 fermetra húsnæði. Þangað ætlum við að flytja vélaverkstæðið og renniverk- stæðið. Þetta er gert til að auka stærð plötusmiðjunnar sem er í húsinu nú þegar.“ Planið hjá þeim er einnig að nota nýja húsnæðið undir lager fyrir búðina, en í verslun Skipalyftunnar er hægt að fá allar þær vörur sem Byko selur, úrvalið er því mikið og búðin ekki nógu stór. Þjónustan í kringum þetta er orðin meiri Aðspurður sagði hann að með þessum aðgerðum væru þeir að svara kalli nútímans, „skipin eru orðin stærri og þjónustan í kringum þetta er orðin meiri heldur en hún var, bæði við frystihúsin og skipin. Við þurfum að eiga tæki og tól til þess að geta þjónustað okkar viðskiptavini sem best,“ sagði Stefán en sagði jafn- framt að þeir geri sér fulla grein fyrir því að þeir gætu aldrei þjónustað alla og skilja vel að stundum þarf að kaupa sérhæfða þjónustu úr Reykja- vík. „Við grípum þá bara tækifærið, vinnum með mönnunum sem koma og reynum að læra eitthvað af þeim.“ Í Skipalyftunni starfa 50 manns, „við erum með um 50 mans í vinnu til þess að geta ráðið við toppinn þegar hann kemur, en vinnan er ekki stöðugt og mjög mismunandi hversu mikið er að gera í fyrirtækinu en yfir- leitt eru nóg af verkefnum í boði.“ Öflugur sjávarútvegur og öflug þjónustufyrirtæki Stefán sagði að fyrirtækið væri með frábæra kúnna og gott samstarf með öðrum fyrirtækjum í bænum, „ við erum fyrst og fremst þjónustufyrir- tæki. Hér í bænum er rekinn öflugur sjávarútvegur og hann væri ekki svona öflugur nema af því að hér eru rekin öflug þjónustufyrirtæki líka. Við erum alltaf að reyna sinna okkar kúnnum sem best og þessi stækkun er þáttur í því,“ sagði Stefán að endingu. svara kalli nútímans og stækka við sig :: Við erum alltaf að reyna sinna okkar kúnnum sem best og þessi stækkun er þáttur í því SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is Opnunartími / mánudaga-föstudaga kl . 7.30-21.00 / um helgar kl . 10-21 góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta. sushi frá Osushi kemur til okkar föstudaga kl. 17.30. tökum niður pantanir ! Nýbygging Skipalyftunnar mun hýsa véla- og renniverkstæðið. sjávarútvEgurinn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.