Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.1998, Qupperneq 5

Skessuhorn - 18.02.1998, Qupperneq 5
§SESÍÉÉIÍHÖ2M 5 Miðvikudagur 18. febrúar 1998 Starfsfólk Skessuhorns Gísíi Einarsson. STARFSMENN blaðsins verða í upphafi fimm talsins í mismunandi starfshlutföllum. Auk þess komum við til með að njóta aðstoðar fjölmargra tengiliða um alit Vesturland. Því fleiri, því betra blað. Ritstjóri blaðsins er Gísli Einars- son 31 árs stúdent frá Samvinnuskól- anum á Bifröst, búsettur að Lundi II í Lundarreykjadal. Hann er í sambúð með Guðrúnu Pálmadóttur og eiga þau tvö böm. Gísli hefur m.a. fengist við versl- unarstjóm, skrifstofustörf, landbúnað- arstörf, hvalskurð, byggingavinnu o.fl. Frá október 1996 til september 1997 var hann ritstjóri Vesturlands- póstsins. Gísli er með fasta viðvem á skrif- stofu blaðsins alla miðvikudaga frá Magnús Magnússon. kl.10:00 til 16:00 en þess utan verður hann á flækingi vítt og breitt um Vest- urland. Hægt er að ná sambandi við Gísla í síma 852 4098 á nóttu sem degi. Framkvæmdastjóri Skessuhorns ehf. er Magnús Magnússon, 33 ára búsettur á Akranesi. Hann er einnig starfsmaður Atvinnuráðgjafar Vestur- lands. Magnús er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri og rekstrarfræðingur frá Samvinnuhá- skólanum á Bifröst 1997. Hann hefur m.a. unnið við framkvæmdastjórn, ferðaþjónustu og ýmis landbúnaðar- og iðnaðarstörf. Magnús sér um fjármál fyrirtækis- ins og les próförk. Magnús Valsson. Magnús Valsson er auglýsinga- stjóri blaðsins. Hann er 42 ára og er kvæntur Ingileif A. Gunnarsdóttur og eiga þau tvær dætur. Magnús er bú- fræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri og bifvélavirki að mennt. Hann hefur m.a. starfað á bifreiða- verkstæði KB. hjá Skeljungi í Borgar- nesi, Markaðsráði Borgamess, Sumar- hótelinu Hamri, Gmnnskóla Borgar- ness og verið framkvæmdastjóri Knattspymudeildar Skallagríms. Magnús mun annast sölu auglýs- inga, annast myndatöku o.fl. Hann verður til viðtals á skrifstofunni alla virka daga, nema miðvikudaga, frá kl. 10:00 til 16:00. Unnur Ágústsdóttir annast um- brot og hönnun Skessuhorns. Hún er Unnur Ágústsdóttir. 42 ára og er að ljúka BS gráðu í rekstrarfræðum frá Samvinnuháskól- anum á Bifröst. Hún á tvær dætur og er búsett í Reykjavík en með aðsetur á Bifröst. Unnur er í sambúð með Áma Hallgrímssyni sem einnig á tvö böm. Unnur hefur m.a. starfað á skrif- stofum og auglýsingadeildum Tímans og Þjóðviljans. Þá hefur hún annast umbrot og uppsetningu ýmissa frétta- miðla, m.a. fyrir Þróunarfélagið en þar vann hún um skeið sem fulltrúi. Unnur Árnadóttir les síðupróf- örk. Hún er 41 árs, búsett á Bifröst og á þrjú böm. Unnur er í rekstrarfræðanámi við Samvinnuháskólann á Bifröst. Áður en Unnur hóf nám á Bifröst starfaði hún hjá Pósti og síma á Akureyri. Unnur Árnadóttir. Skrifstofa blaðsins er ab Borgarbraut 57 í Borgarnesi. SKESSUHORN - vikublað á Vest- urlandi kemur nú í fyrsta sinn fyrir augu lesenda sinna. Ætlunin er að blaðið verði að jafn- aði 12 síður en það mun ráðast af aug- lýsingamagni fyrst og fremst. Megin- uppistaða efnis verður stórar og smáar fréttir úr Vesturlandskjördæmi. Einnig verða í blaðinu nokkrir fastir dálkar: Penninn er vettvangur fyrir skrif af ýmsu tagi og er rétt að hvetja þá sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri að nýta sér það tækifæri. 1 öðm hvetju tölublaði er fyrirhugað að hafa viðtöl við einstaklinga sem eru að fást við áhugaverða hluti. Vísnahorn verður einnig í öðm hveiju tölublaði á móti söguhorninu. Þá verða nýfæddir Vest- lendingar boðnir velkomnir í heiminn og ýmislegt fleira verður boðið upp á úl fróðleiks og skemmtunar. Það verður ekki of oft áréttað að lesendur geta haft áhrif á efnistök með ábendingum sím- eða bréfleiðis. Fréttapotið er m.a. til þess hugsað að hvetja alla til að láta vita af fréttnæmum viðburðum. Þeir sem fyrstir „pota” inn frétt sem leiðir til birtingar fá happaþrennu frá HÍ og heppinn fréttahaukur getur unnið allt að tveimur milljónum króna! Dreifingin Skessuhomi er dreift ókeypis inn á öll heimili á Vesturlandi. Einnig verð- Nýtt og ferskt frétta- blab ur blaðið sent á póstnúmer 380, Króks- fjarðames. Blaðið á því að ná til allra Vestlendinga og vel það. Skrifstofan Skrifstofa blaðsins er á 2. hæð að Borgarbraut 57 í Borgamesi (fyrir ofan Hraðkaup). Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00. Við hvetjum fólk til að líta við í kaffispjall. Magnús Valsson verður á skrifstofunni alla virka daga, nema miðvikudaga, en þá er fastur við- verutími Gísla Einarssonar, ritstjóra. Þess utan er hægt að ná sambandi við Gísla í síma 852 4098 á nóttu sem degi. Yfírlýsing VEGNA viðskilnaðar Vestur- landspóstsins, sem gefinn var út hér á Vesturlandi frá október 1996 til nóv- ember 1997, þykir niér eðlilegt og nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Sá misskilningur virðist vera nokkuð útbreiddur að ég haft verið eigandi Vesturlandspóstsins. Það er rangt. Hið rétta er að frá 20. október 1996 tii 18. september 1997 stíirfaði ég sem ritstjóri blaðsins. Sttufssvið mitt laut eingöngu að efni blaðsins. Ég hafði hins vegar ekkert með fjár- mál eða útgáfufyrirtæki blaðsins, Borgftrðing/Nú sf., að gera. Fjárhags- legar skuldbindingar Vesturlands- póstsins og þar með útgáfufyrirtækis- ins em mér því með öllu óviðkom- andi. Ástæða uppsagnar minnar hjá Vest- urlandspóstinum var vangoldin laun. Ég hef hins vegar sannanir fyrir því að eigandi Borgtirðings/Nú sf. hefur dreift út röngum upplýsingum um starfslok mín á Vesturlandspóstinum. Ég vísa þeim alfarið til föðurhúsanna og full- yrði að störf mín l'yrir Vesturlandspóst- inn hafi verið unnin af heilindum. Ég harma aftur á mót afdrif blaðsins sem ég tel að hafi getað haft alla burðí til að lífa ef eðlilega hefði verið staðið að málum. Þetta leiðréttist hér með. Gísli Einarsson. Til auglýsenda i Skessuhorni: Þar sem blaöiö er prentaö á mánudags- morgnum er síbasti skilafrestur auglysinga á föstudögum. Auglýsingasíminn er 437-2262. rp?i 0. Árnað heilla TRAUSTI Eyjólfsson á Hvann- eyri verður sjötugur á morgun, 19. febrúar. Hann verður heima á af- mælisdaginn. HAGÆÐA FRAMKÖLLUN Fílma fylgir hverri framköllun yfir 1.000 kr. magnafsláttur: 5 eða fleiri filmur = 10% 10 eða fleiri filmur = 20% ef pöntuð eru 2 sett strax fæst annað á hálfvirði stækkanir allt að 21x30 sm UMBOÐ FYRIR: TOYOTA Mest seldu bíla landsins • Passamyndir • Tökum eftir gömlum myndum • Slides á pappír Stækkum eftir skyggnum (siides) á Ijósmyndapappir • Nafnspjöld Meö eða án mynda • Myndir á allt mögulegt Getum prentað á boli, kerti, diska, sápur, púsluspíl, keramikplatta og lyk- lakippur • Utaljósritun (hágæða litum, bæði á pappír og glærur Móttökustaðir okkar: *♦ Akranes: Bókaskemman '■* Búðardalur: ESSO-skálinn -* Grundarfjörður: Bensínstöðin -* Hellissandur: ESSO-skálinn -* Ólafsvík: Söluskáli Gunnars “* Reykhólar: Arnhóll '-* Stykkishólmur: Bensínstöðín Full búö af römmum, albúmum, myndavélum, myndavélatöskum Og mörgu fleiru. Handhafar skólaskírteina og ellilífeyrisþegar fá 10% afslátt. Nýi sumarbæklingurinn kominn Framköllunarþjónustan ehf. 300 Borgames - S: 437 1056

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.