Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.1998, Page 8

Skessuhorn - 18.02.1998, Page 8
8 Miðvikudagur 18. febrúar 1998 ( Söguhornið Skessuhorn eöa Heiöarhorn? BLAÐIÐ, sem þú hefur nú í hönd- um, dregur nafn sitt af Skessuhomi sem er tilkomumikill hamratindur í Skarðsheiði norðanverðri. Ekki eru þó allir sammála um hvaða tindur ber þetta nafn. Það sem flestir kalla Skessuhom er pýramíta-lagaður tind- ur vestantil í Skarðsheiðinni. Aðrir telja Skessuhornið vera í neðanverð- um Svínadal. I bókinni Byggðir Borg- arfjarðar segir m.a.: „Nafnamgling- ur mun sennilega hafa orðið, þegar herforingjaráðskortið var gert, vegna rangra upplýsinga. Áður fyrr mun hamratindurinn, sem nú er nefndur Skessuhom, hafa gengið undir nafn- inu Heiðarhom.“ Sagt er að Skessa ein ógurleg hafi búið í fjallinu og af henni dragi hamratindurinn nafn sitt. Angraði hún oft ferðamenn sem fóm fyrir vestan- verða heiðina en þar var þjóðleið fyrr á öldum. Sagt er að bóndinn á Grund í Skorradal hafi eitt sinn hitt fyrir skess- una. Segir ekki af þeirra viðskiptum en þegai' bóndi kom heim dró hann á eftir sér reiðhest sinn dauðan og var sjálfur lerkaður mjög. Bóndinn dó viku síðar en þegar menn fóru að rannsaka afdrif skessunnar sáu þeir að bóndinn hafði banað henni. Þegar fyrst var byggð kirkja á Hvanneyri líkaði skessunni það illa. Tók hún stein mikinn og kastaði í átt að kirkjunni og ætlaði að fyrirkoma henni. Skessan var hins vegar aflmin- ni en hún ætlaði og lenti steinninn í mýrarflóa ofan við Hvanneyri. Þar stendur hann enn og er nefndur Grá- steinn. Heimildir. Þjóðsögur Jóns Árna- sonar og Byggðir Borgarfjarðar. Sam- keppni um íþróttahús STÆRSTA framkvæmd í Snæ- fellsbæ um langt árabil er fyrirhuguð bygging íþróttahúss í Olafsvík. Nú stendur yftr samkeppni um hönnun hússins. Verkfræðistofumar Arkþing, Gláma-Kím og Batteríið keppa sín á milli og eiga tillögur þeirra að liggja fyrir í lok febriiar. Dómnefnd fjallar síðan um tillögumar og er niðurstöðu að vænta ekki seinna en 18. mars. Reiknað er með að framkvæmdir við bygginguna geti hafist í maí á þessu ári en húsið á að vera fullbúið árið 1999. febrúar Guðnin Sigríður Bírgisdóttir n.iutuli-ikari og Peter Máte pí.mó- ieikari halda tónleika i Safnaðar- ívimilmu Hellissandi fínnntudag-. inn 19. léhiúar kl. 20.1)0 Slysavamardeild SVFÍ f Borgar- ’; ioesi ÁlllSÁgriffllri® i||n;fi-': an hvern miðvikudag í Felursbnrg. Munið íþróttadagmn í Borgar- nesi timmtud.igmii !‘f lebui.-ir Isja vlntla irett i blaðmui. ARBONNE INTERNATIONAL Arbonne snyrtivörur á Akranesi Hef opnað verslun með hinar geysivinsælu Arbonne vörur. Ofnæmisprófaðar hágæða snyrtivörur unnar úr jurtum eftir svissneskri formúlu. Engin ilm eða iitarefni. Fastur opnunartími frá ki. 10.00 - 14.00 og einnig eftir samkomulagi. Elínborg Lárusdóttir S: 431 1753 Esjubraut 13 Akranesi (gengið inn frá bílastæði) Borgnesingar - Borgfirbingar Fyrir börn á aldrinum 0-8 ára: Sögustund í Héraðs- bókasafninu við Bjarnarbraut í Borgarnesi alla fimmtudaga ki. 17:15. Bókasafnið. Penninn: --------- -7 Einangrun ■ Reykjavíkur rofin VIÐ íslendingar erum þekktir fyrir að sýna samstöðu í sorg og sigrum. Oft líkjum við okkur við stóra fjölskyldu sem sýnir samúð í sorginni eða sam- fagnar sigrum. Bylgja sameiningar sveitarfélaga hefur farið um landið og nær alls stað- ar hafa tillögur um sameiningu verið samþykktar. Illar tungur segja þó að erfiðlega muni ganga að sameina í hér- aði Sturlunga í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu. En sjaldan eða aldrei hefur ver- ið jafn mikil nauðsyn fyrir íbúa á Vest- urlandi að standa saman eins og einmitt nú, hvað sem sameiningu sveitarfélaga líður. I byrjun júlí verða göngin undir Hvalfjörð opnuð fyrir umferð. Þá verð- ur einangrun Reykjavíkur rofin og bú- ast má við miklum straumi höfuðborg- arbúa upp úr holunni hér norðan meg- in. Vafalaust leikur þeirn forvitni á að vita meira um menningu hér Vestan- lands, búsetuhætti og jafnvel gætu þeir gerst aðgangsharðir í verslunum. Hvemig getum við nýtt okkur þennan flaum forvitinna höfuðborgarbúa á Vesturlandi? Á Akranesi hefur verið unnið að því undanfarið eitt og hálft ár að skoða nánar hvað Hvalfjarðargöng þýða fyr- ir sveitarfélag eins og Akranes og hvemig nýta megi þessa samgöngubót sem best. Ailar rannsóknir og kannan- ir sem gerðar voni í tengslum við þessa vinnu benda í eina átt: Akumesingar em ánægðir með búsetu sína, em trygg- ir kaupendur á vörurn og þjónustu á Akranesi og fyrirtæki standa vel að vígi. Þannig er samfélagið hér vel und- irbúið. Raddir um neikvæð áhrif gang- anna eru orðnar hjáróma og eftir stend- ur verkefnið að nýta göngin sem best. Því meira sem kafað hefur verið ofan í það verkefni, hefur þeim sem að því hafa unnið orðið betur Ijóst að allar hugsanlegar aðgerðir bæjaryfirvalda, einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem miða að því að nýta göngin til hagsbóta fyrir íbúa á Akranesi, velta á einu atriði - samstöðu. „Það er ekkert farið að gera“ heyr- ist stundum frá Akurnesingum. Vissu- Jega verða bæjaryfirvöld að sýna ákveðið fmmkvæði og það ætla þau að gera. Það verður þó að virða þeim til vorkunnar að dugnaður þeirra sem graf- ið hafa göngin hefur verið mun meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona og þau eru mörgum mánuðum á undan áætiun. Ýmsir hópar og einstaklingar hafa unnið gott starf, komið með hug- myndir og eru að hrinda þeim í fram- kvæmd. Þegar þetta blað kemur fyrir augu lesenda hafa bæjaryfirvöld vænt- anlega opinberað fyrirætlanir sínar um fyrstu aðgerðir vegna Hvalfjarðar- ganga. Þær áætlanir byggja á samvinnu við einstaklinga og hópa á Akranesi. Það hefur sýnt sig í viðbrögðum Akur- nesinga að allir eru af vilja gerðir til að gera þetta sumar eftirminnilegt sem sumarið sem göngin voru opnuð. Ef til vill munu Akumesingar tala líkt og Vestmannaeyingar sem löngum hafa talað um tímann fyrir og eftir gos og að hér verði talað um tímann fyrir og eftir göng. Göngin yrðu þannig tíma- viðmiðun í huga Skagamanna. Eitt vitum við. Um það leyti sem göngin opna mun Akranes verða í sviðsljósinu (sem oftar). En hve lengi vitum við ekki. Það er okkar að baða okkur í því sviðsljósi á meðan það var- ir og nýta okkur það. Björn S. Lárusson. Smáar og ótlvrai* Til sölu skjákort og hljóðkort í PC. Selst á kr. 5.000. Uppl gefur Stefán í síma 431-2477. Þarftu að auglýsa árshátíð, aðalfund eða uppákomur af einhverju tagi? Auglýsing í Skessuhorni kemst til skila. Síminn er 437 2262 Skrifstofuhúsnæði í Borgarnesi. Til leigu er 25 fermetra skrifstofa ásamt aðgangi að baði og eldhús- króki á 2. hæð við Borgarbraut 57 í Borgarnesi. Upplýsingar á skrifstofu Skessuhorns í sfma 437-2262. i Heygarðshorniú Sam- ein- ingar- mál í kosningum um sameiningu fimm hreppa í Borgarfirði, auk Hvítársíðu, var sameining felld í Skorradal og í Síðunni. í ljósi þeirrar úlfúðar sem ríkt hefur vegna sameiningarkosninganna kom fram sú tillaga að Skorra- daishreppur og Hvítársíða yrðu sameinuð. Gárungarnir hafa þeg- ar fundið sveitarfélaginu nafn, þ.e. „Slagsíða.“ Sauöur í dulargerfi í fréttaskýringarþætti í ríkisút- varpinu fyrir skömmu var rætt við fulltrúa sjómanna vegna kjaradeilu þeirra og útvegsmanna. Einum við- mælanda var mikið niðri fyrir og líkti hann ríkisstjóminni við “sauði í úifagæru.” Þar með er málið kom- ið inn á borð Ara og félaga hans hjá Bændasamtökunum sem geta nú kannað möguleika á nýtingu úlfaull- ar. Clinton Allir fjölmiðlar sem eitthvað kveður að hafa að undanfömu beint kastljósi sínu nánast óskipt að kyn- lífi Clintons oddvita Bandaríkja- hrepps. Skessuhorn getur því ekki látið sitteftir liggja: Bill Clinton fékk bréf frá manni sem hótaði að limlesta hann ef hann léti ekki konu þess síðamefnda í friði. Clinton ræddi við ráðgjafa sinn og spurði hvað hann ætti til bragðs að taka. “Hafðu samband við manninn og lofaðu honum því að hitta konuna hans ekki framar”, sagði ráðgjafinn. “En hann sagði ekki til nafns”, svaraði Clinton! Clinton drepinn í Grundarfiröi Clinton kemur víða við sögu. Bóndi nokkur í Grundarfirði varð fyrir því á dögunum að einn af hrút- um hans gerðist full nærgöngull við lambgimbur eina myndarlega. Bónda mislíkaði þetta verulega, skírði hrútinn umsvifalaust Clint- on, sótti síðan byssu og skaut hann.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.