Skessuhorn - 18.02.1998, Síða 10
10
Miðvikudagur 18. febrúar 1998
Dönsk hitaveita
RÁÐIST verður í lagningu hitaveitu
í Stykkishólmsbæ á þessu ári. Hönnun
veitunnar er í fullum gangi hjá Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Þessa
dagana er verið að fara hús úr húsi í
Hólminum og ákveða hvar inntök skulu
vera og út frá því verður leiðin fyrir
veituna ákveðitt.
Að sögn Olafs Hilmars Svetrisson-
ar bæjarstjóra, verða efniskaup boðin út
í mars eða apríl en jarðvegsvinnan síð-
ar í vor. Reiknað er með að ljúka hita-
veituframkvæmdum á þessu ári ef veðr-
áttan leyfir.
Hitaveita verður lögð í öll hús í
Stykkishólmi. Hönnun hennar verður
sérstök að því leyti að einn varmaskipt-
ir verður fyrir allan bæinn sem hönnuð-
irnir kaila danska hitaveitu. Því má
segja að hitaveituvatnið komi hvergi
inn í hús. Þessi leið er valin þar sem
lagnir eru ekki taldar þola efnasam-
setningu heita vatnsins úr borholunni.
Borholan í landi Hofssta&a sem sjá mun Hólmurum fyrir heitu vatni í fram-
tíbinni.
SNÆFELLINGAR
Starfsmaður Atvinnuráðgjafar Vestur-
lands verður á skrifstofu Eyrarsveitar í
Grundarfirði á mánudögum eftir klukkan
10:00, frá og með 23. febrúar n.k.
Hægt er að hafa samband á skrifstofu
Eyrarsveitar í síma 438 6630. Einnig er
bent á síma Atvinnuráðgjafar Vestur-
lands; 437 1318, fax 437 1494 eða
netfang atssv@isholf.is
Atvinnuráðgjöf Vesturlands.
Bílamálun og réttingar.
Viðgerðaþjónusta.
DEKK& LAKK
Reykhoiti
S: 435 1444
Tökum að okkur ný-
byggingar og við-
haldsverkefni.
Gerum föst
verðtilboð
Leitið upplýsinga
Fréttapotið
Sími 852 4098
SMrm sem sjaldan sefur!
Hafir þú ábendingu eða vitneskju
um frétt eða efni í Skcssuhom
hringdu þá í Gísla í sirna 852
4098. Fyrir hvert fréttar'- sem
leiðir til birtingar sendu,.,'við við-
komandi._aðila happaþrennu frá
HHÍ. Fullrar nafnleyrn Jar verður að
sjálfsögðu gætt.
Heyrumst!!
Dorgveiðiferðir
- jöklaferðir.
Skipuleggjum ferðir fyrir
einstaklinga og hópa, t.d.
vinnustaði, saumaklúbba
og aðra hressa hópa.
Mountain Taxi
Kristján Kristjánsson
Símar: 435 1444, 852 5665
og 435 1117
Félags-
mibstöb
✓
i
fæöingu
NIJ er unnið dag og nótt við að
koma á fót félagsmiðstöð fyrir ung-
linga í Grundarfirði. Það er Eyrarsveit
í samvinnu við unglinga og foreldra
þeirra, sem standa að opnun miðstöðv-
arinnar.
Félagsmiðstöðin verður staðsett í
gamla Tónlistarskólahúsinu og mun
hún taka til starfa á næstu dögum.
Skólabfll
utan vegar
VERULEG hálka hefur verið á veg-
um á Vesturlandi í umhleypingunum að
undanfömu. S.l. fimmtudag varð það
óhapp við Hvítárvelli í Borgarfirði að
skólabifreið rann til í hálku. Bílstjórinn,
Ingvar Ingvarsson, náði með snarræði
að snúa bifreiðinni á veginum þannig
að hún fór þversum útaf. Betur fór því
en á horfðist. Einn farþegi var í bflnum
ásamt Ingvari en hvorugan sakaði og
óverulegar skemmdir urðu á bifreið-
inni.
Trukkur frá vegager&inni kom til
a&sto&ar og náði að koma skóla-
bílnum upp á veginn.
Kosiö
aftur í
Borgar-
firði
KOSIÐ var um sameiningu sex
sveitarfélaga í Borgarfirði norðan
Skarðsheiðar þann 17. janúar s.l.
Sameining var felld í tveimur sveit-
arfélaganna; Skorradal og Hvítár-
síðu en samþykkt í Andakilshreppi,
Reykholtsdal, Hálsasveit og Lundar-
reykjadal.
Nú hefur verið ákveðið að kjósa
aftur í þeim sveitarfélögum sem sam-
þykktu sameiningu. Umboð samein-
garnefndar hreppanna hefur verið
framlengt og sveitarstjómimar sam-
þykkt að ganga til kosninga laugar-
daginn 14. mars. Utankjörstaðaat-
kvæðagreiðsla hófst 14. febrúar og
fyrirhugaður er sameiginlegur kynn-
ingarfundur fyrir íbúa sveitarfélag-
anna.
Svava Sjöfn Kristjánsdóttir for-
maður sameiningarnefndarinnar
kvaðst bjartsýn á að sameining næði
fram að ganga. “Sameiningin var
samþykkt með nokkrum yfirburðum
í þessum hreppum í kosningunum í
janúar og gmndvallarbreytingar em
ekki miklar,” sagði Svava.
Samhliða kosningunum verður
gerð skoðanakönnun um nafn á nýtt
sveitarfélag. Verði sameining sam-
þykkti verður kosið um nafn sam-
hliða sveitarstjórnarkosningunum í
vor.
Canon litaprentarar
Verð frá kr. 13.750,
HP litaprentarar
Verð frá kr. 11.900,
AOpen tölvur útbúnar
samkvæmt óskum hvers
og eins (verð við allra
hæfi)
* Módem
* Minni
* Harðir diskar
* Hljóðkort
og margt fleira
TÖLVUBÓNDINN
Egilsgötu 11
310 Borgarnesi
Sími 437-2050