Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.1998, Side 5

Skessuhorn - 01.04.1998, Side 5
ggBSSgiHfiBWI MIÐVIKUDAGUR 1.APRIL1998 5 Stefnumótun í Borgarbyggb Á SlÐASTA ári setti atvinnumála- nefnd Borgarbyggðar af stað athugun á stöðu og framtíðarmöguleikum Borgarbyggðar og nágrennis sem at- vinnu- og búsetusvæðis. Kveikjan að verkefninu er opnun Hvalfjarðar- ganga og hugsanleg áhrif þeirra á at- vinnulíf og búsetu á svæðinu. í stýrihópi verkefnisins eru Olafur Sveinsson forstöðumaður Atvinnu- ráðgjafar Vesturlands, Jónas Bjama- son forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins, Sigurður Guð- mundsson forstöðumaður Þróunar- sviðs Byggðastofnunar og Jónas Guðmundsson rektor Samvinnuhá- skólans. Einnig hefur Oli Jón Gunn- arsson bæjarstjóri Borgarbyggðar unnið með hópnum. Að sögn Jónasar Guðmundssonar hófst verkefnið á starfi fjögurra ónas Gu&mundsson vinnuhópa og að því komu um 40 manns. „Það var rætt um atvinnumál, verslun, þjónustu, æskulýðsmál og mannlíf á svæðinu. Tilgangurinn var fyrst og fremst að kryfja sterka og veika þætti í þessum málum. í upp- hafi var ákveðið að takmarka sig ekki við Borgarbyggð heldur horfa á Borgarfjörð og Mýrarsýslu í heild“, sagði Jónas. Stefnumótunarverkefnið er vel á veg komið og sagðist Jónas vonast eftir að stýrihópurinn gæti skilað sinni skýrslu til atvinnumálanefndar með vorinu. Hann sagði að nú væri verið að skoða sérstaklega breyttar aðstæður með nábýli við höfuðborg- arsvæðið og hvernig fyrirtæki á svæðinu geti nýtt sér það. Samhliða vinnu stýrihópsins er Ráðgarður að vinna viðhorfskönnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins. 25 ára starfsafmæli í MÓTTÖKU Sementsverksmiðj- unnar s.l. föstudag voru tveir starfs- menn heiðraðir fyrir 25 ára starfsal- dur. Það voru þau Sigurður Einars- son og Erla Hjörleifsdóttir. Félagsheimili á lausu Ætlarðu að halda ættarmót í sumar, árshátíð eða mann- fagnað af einhverju tagi? Félagsheimilið Brautartunga í Lundarreykjadal er til út- leigu fyrir stærri eða smærri hópa. í húsinu er salur sem rúmar allt að 150 manna borðhald og annar minni á efri hæð hússins. Húsinu fylgir frjáls að- gangur að sambyggðri sundlaug, íþróttavelli og tjaldstæði. Upplýsingar í síma: 435 1446 Ullarselið Hvanneyri auglýsir Tapað Fundið! Okkur vantar ýmsa hluti er verið hafa í útlánum. M.a. hesputré og þvottabretti til flókagerðar. Ef þið hafið slíka hluti í ykkar fórum þá vinsamlegast hafið samband við Ullarselið Hvanneyri í síma: 437 0000 Hvolpar undan góðum minka- hundi óska eftir góðu heimiti Upplýsingar í síma 437 1832 gæðafram- leiðsla. Hnakkurinn SMÁRI fæst aðeins hjá okkur. REYÐTYGJASMIÐJAN SÍÐUMÚLA 34-108 Reykjavík sími 588 3540 Sundlaugin Varmalandi sími 435 1480 Opnunartími páska 1998 Opið Fimmtud, föstud, laugard, sunnud, 11-17 Lokað mánudag annan í páskum Verið velkomin Auglýsing um deiliskipulag í Álftaneshreppi Mýrarsýslu. Samkvæmt ákvæðum 18. og 25 gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deili- skipulagi fyrir sumarbústað í landi Knarrarness Álf- taneshreppi. Tillagan nær til 0,5 h. lands og er fyrir 1 sumarbústað. Einnig er auglýst eftir athugasemdum við breytt deiliskip- ulag fyrir sumarbústað í landi Grenja Álftaneshreppi. Um er að ræða stækkun á áður samþykktu svæði um 4 lóðir sem liggja fast við eldra svæði. Tillögurnar ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggja frammi á skrifstofu oddvita Álftaneshrepps Álftartungukoti frá 01 apríl til 29 apríl á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 13. maí 1998 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Álftaneshrepp 31.mars 1998 Einar Ole Pedersen Oddviti Álftaneshrepps Eftir Terence Rattigan Leikstjóri: Þórunn Magnea Næstu sýningar í Þinghamri (Varmalandi) 3. sýning miðvikud.........1. apríl kl. 21.00 4. sýning föstud.......... 3. apríl kl. 21.00 5. sýning laugard..........4. apríl kl. 21.00 6. og síðasta sýning miðvikud. 8. aprílkl. 21.00 Miðapantanir í síma 435 1281 Leikdeild Umf Stafholtstungna Heilsuefling hefst hjá þér! Fundur á vegum Heilsueflingarnefndar verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl n.k. kl. 20.00 á sal Brekkubæjarskóla. Fundarefni: Göngu-og skokkhópar. Hvernig starta á slíkum hópum? Hversu mikið þarf að ganga eða skokka í einu Hvaða álag er best? Hentar sama prógram öllum? Komið og fræðist um þetta og margt fleira. Göngu og hlaupaprógrömm verða afhent á staðnum. Fyrirlesarar: frá landssamtökunum íþróttir fyrir alla. Heimir Bergsson íþróttafræðingur Þorsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri ÍFA. Allt áhugafólk um göngu og skokk hvatt til að mæta. Hvaða fyrirtæki mun eiga flesta fulltrúa í Akraneshlaupinu í byrj- un júní n.k.?

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.