Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.1998, Qupperneq 10

Skessuhorn - 01.04.1998, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998 aÁfisaunu*-. Tvennir tímar HINN 4. september 1820 dæmdi Landsyfrrréttur Gunnar nokkum Jón- son, búanda á Tanga á Akranesi til að kaghýðast og erfiða æfilangt í í Kaupmannahafnarfestingu. Forsaga þessa mál er sem hér segir: Gunnar þessi var orðinn bjargþrota síðari hluta vetrar. Hann leitaði á náðir sveitastjómarinnar, en „svo að segja forgefis", að því er landsrétt- urinn segir frá. - Nótt nokkra laust fyrir Páska skipaði Gunnar syni sín- um, Guðmundi að nafni að sækja hest uppfyrir túnið á Tanga. Drengur- inn gerði þetta, en nauðugur þó, en þegar heim kom slátraði Gunnar hestinum, en síðan var átan matreidd og sameiginlega etin af hjónunum og bömum þeirra. Við þjófaleit, sem fram fór út af þessu máli, fundust hrossabein á heimilinu. Við fmmpróf „gekk Gunnar fúslega og kona hans sagði tregðuKtið til sannleikans og viðurkenningar“. Það var því sannað í máli þessu, að hesti hafði verið stolið og við því lögðu lögin ákveðna refsingu, á tillits til þess, hver orsök þjófnaðarins var. Dómumm landsyfirréttarins hefur hefur sýnilega blöskrað refsingin. í forsendum dómsins telja þeir samviskusamlega upp allt það, sem var Gunnari til málsbóta: ,,a) Hann var bjargþrota með fjórða mann á heim- ili sínu, sem var hann sjálfur, kona hans, sonur þeirra 12 vetra og annað bam þeirra enn yngra. b) Hann hafði áður leitað sveitarstyrks hjá hlut- eigandi hreppstjóra, en svo að segja forgefins. c) Hann eða kona hans hafa aldrei áður verið að ófrómleika kynnt. Veruleg neyð, en engin þjófnaðartilhneiging virðast hafa komið þeim ákærða til þessa óyndisúr- ræðis.“ Óþarfi er að hafa langan eftirmála við dóm þennan. Hann sýnir betur en margt annað, hverjum breytingum til bóta refsilöggjöf þjóðarinnar hefur tekið síðastliðna öld. Heimild: Blaðið Akranes 3.-4. tölublað 1943. SPEKI VIKUNNAR: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ur Hávamálulum Dagbók vikunnar 25. - 31. mars Akranes: Árshátíð Gmndaskóla: Almennar sýningar miðvikudaginn 1. apríl og fimmtudaginn 2. apríl kl. 18.00 og 20.00 Fundur á vegum heilsueflingar í Brekkubæjarskóla 2. apríl n.k. kl. 20.00. Borgarfjör&ur: Leikdeild Umf Stafholtstungna sýnir Við eins manns borð eftir Terence Rattigan í leikstjórn Þórunnar Magneu. Sýningar í Þinghamri, Varmalandi miðvikudag 1. apríl, Föstudag 3. aprí, Iaugardag 4. apríl og miðvikudaginn 8. apríl. Sýningar hefjast kl. 21.00 —- Frá Skessuhorni: Síða&tá tölublað,:Skessuhorns fyrir páska kernur út rfiiðvikudaginn 8, apríl og síðasti skilafrestur auglýsinga og efhis er föstu- daginn 3. apríl. Fyrsta blað eftir páska kemur út Föstudaginn 17. apríl. Skilafrestur auglýsinga og efnis í það blað rennur út þriðjdaginn 14. apríl og framveg- is verður útgáfudagurinn fimmtudagur. Skilafrestur auglýsinga og efnis færist því til mánudaga frá og með 9. tölublaði (eftir páska). Með þessum breytingum er komið til móts við óskir margra viðskiptavina blaðsins. Starfsfólk Skessuhorns. PENNINN Sameiniifg sveitarfélaga í DESEMBER s.l. lýsti undirritaður þeirri skoðun sinni í blaðagrein að nauðsynlegt væri fyrir sveitarfélög hér á Vesturlandi að sameinast enn frekar en orðið er, m.a vegna yfirtöku á gmnnskólunum frá ríkinu. Ekki þó síður vegna væntanlegrar yfirtöku á málefnum fatlaðra og öðmm tengd- um verkefnum. Frá því að skoðun þessi var látin í ljós þá hafa íbúar í sveitarfélögunum, bæði í Borgarfirði og Mýrasýslu, lát- ið reyna á það hvort vilji sé fyrir frekari sameiningu en orðin er. Þau gleðilegu tíðindi gerðust nú nýverið að þau sveitarfélög í Mýra- sýslu, að undanskildum Hvítársíðu- hreppi, sem ekki höfðu áður samein- ast undir nafninu Borgarbyggð sam- þykktu það í atkvæðagreiðslu með þó nokkmm mun. Það er því nauðsynlegt að stjóm- sýsla í stærri Borgarbyggð standi undir þeim væntingum sem nýir íbú- ar hafa gert til þessarar sameiningar. Einnig hefur verið samþykkt sam- eining í hreppunum norðan Skarðs- heiðar fyrir utan hinn margumtalaða Skorradalshrepp. Undirritaður fagnar þeirri fram- sýni sem íbúar þessara sveitarfélaga sýna með þessari ákvörðun, sem ger- ir það að verkum að sveitarfélögin verða sterkari og því betur í stakk búin til að að sinna þeim verkefnum sem þeim ber nú skylda til að sinna og einnig það að taka við auknum verkefnum frá ríkinu á næstum ámm. Mörg lítil sveitarfélög eiga í dag fullt í fangi með að sinna þeirri gmnnþjónustu sem þeim ber lögum samkvæmt, svo ekki sé nú talað um að taka við auknum verkefnum frá ríkinu. Sameiningarbylga hefur gengið yfir landið og er það af hinu góða og hér á Vesturlandi hafa sveitarfélög norðan Skarðsheiðar haft fmmkvæði að sameiningu í héraðinu og mættu önnur sveitarfélög taka þau sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Nú á síðustu mánuðum hafa sveit- arfélögin surman Skarðsheiðar átt í einhverjum þreifingum sín á milli með hugsanlega sameiningu í huga og er það af hinu góða, en betur má ef duga skal. Undirritaður lýtur svo á að sveitar- stjómimar sunnan Skarsheiðar geti ekki frestað þessari ákvörðun öllu lengur, þar sem þessi mál em ekki einhver einkamál fárra, heldur er hér Þorvarður B. Magnússon. um hagsmuni svæðisins í held að ræða og eiga því aðilar að horfa til framtrðar, en ekki að hjakka í sama farinu og síðustu áratugi. Undirritaður skorar á sveitastjómir sunnan Skarðsheiðar að verða ekki eftirbátar annarra sveitarfélaga í Borgarfrrði og ganga í þetta verkefni með uppbrettar ermar og ljúka því sem allra fyrst með það fyrir augum að eitt sterkt sameinað sveitarfélag sunnan Heiðar geti verið í stakk búið til að taka við auknum verkefnum frá ríkinu og eflt og styrkt þá þjónustu sem hverju sveitarfélagi er nauðsyn- legt að geta veitt íbúum sínum. Undirritaður leggur til að hlutlaus aðili á vegum Félagsmálaráðuneytis- ins með mikilvæga þekkingu á sviði sveitarstjómarmála verði fenginn til að leiða þessar viðræður, ef forystu- menn sveitarfélaganna hér sunnan Skarðsheiðar hafa ekki getu til að leiða þær til lykta. Það em sameiginlegir hagsmunir dreifbýlis og þéttbýlis að skapa fjöl- skylduvænt umhverfi þar sem öll op- inber þjónusta verður í hæsta gæða- flokki og atvinnutækifæri skapist þar sem flestir geta fundið störf við hæfi. Eftir því sem samtakamátturinn er meiri, em rneiri líkur á því að okkur takist að skapa það umhverfi sem við viljum búa í til framtíðar. A vori komandi verður gengið til kosninga til sveitarstjóma fyrir næstu fjögur árin og því verður fróðlegt að fylgjast með skrifum þeirra sem gef- ið hafa kost á sér til forystustarfa fyr- ir sveitarfélögin hér á Vesturlandi um þessi mál og önnur. Þorvarður B. Magnússon Jörundarholti 158, Akranesi. Skaginn upplýstur! . ÞAÐ MÁ EKKl luimia vera en að sá, sem í grein f Míðbæjárblaðinu í haust er leið gagnrýndi bæjaryfirvöld á Ákranesi fyrir slæíega frammistoðu í dréfingu frétta til almennings um gang bæjarmála, lýsi ánægju sinni með að Bæjartíðindi skuli nú hafa borist. Mér er sagt að þetta sé annað tölublaðið sem berst bæjarbúum og að fyrsta tölublaði hafi verið dreift í febrúar. Vel má vera að forráðamenn Akra- neskaupstaðar hafi mótað stefnu sína í upplýsingamálum áður en undirrit- aður ritaði greinina fyrir Miðbæjar- blaðið og að Bæjartíðindi séu upp- skera þeirrar þróunarvinnu og þá er það gott og blessað. Ef sú er hins vegar ekki raunin og skrif undirritaðs hafi að einhveiju leyti orðið til þess að bæjaryfirvöld hófu útgáfu Bæjar- tíðindaþá er það ennþá betra því það sýnir þá að bæjaryfirvöld em reiðu- búin að bregðast við gagnrýni með jákvæðum hætti og það er margfalt beira en gott og blessað. Ég er þeirrar skoðunar að útvarp frá fundum bæjarstjórnar komi ekki í staðinn fyrir fréttaskýringar á borð við þær sem lesa má í Bæjartíðindum og Skessuhorni um bæjarmálefni. Það er vissulega mjög jákvætt að nú skuli hilla undir framfarir í útvarps- málum Akumesinga, en ég skora á bæjarstjóra og hans menn að halda áfram útgáfu Bæjartíðinda (eða semja við Skessuhom), líka handan útvarps og kosninga. Með þökk fyrir birtinguna hjá keppinauti Bæjartíðinda. Lars H. Andersen, Akranesi Málum reddab í Reykholtsdal NÚ HAFA vísir menn og friðel- skandi loksins fundið lausn á vegamálum í Reykholtsdal. Eins og menn vita eru Reykdælingar ekki á eitt sáttir hvort umdeildur vegarspotti eigi að liggja fyrir ofan garð eða neðan á Stóra Kroppi. Vegna þess hefur ekki verið hægt að ákvarða brúarstæði á Flóku. Nú er lausnin fundin og möguleiki að slá tvær flugur í einu höggi þar. Hinn margum- ræddi ofnæmissjúklingur og munaðarleysingi, hvalfiskurinn Keikó hefur ekki enn fengið lögheimili. Því er það kjörin lausna að setja Keikó í Flóku og þá getur hann fært sig til eftir þvr hvar menn vilja aka yfir. Lífræn brú og færanleg, er laus- nin. Sjálfsmorö vegna sameiningar! EINS OG lesendum Heygarðs- homsins ætti að vera kunnugt var fyrir skömmu kosið um sameiningu fjögurra sveitarfé- laga í Borgarfirði. Sameiningin var samþykkt með miklum mun í þremur sveitarfélaganna en mjótt var á munum í því fjórða. Lítt lyginn tíðindamaður Heygarðshoms sagði frá ónefn- dum bónda á ónefndum bæ í ónefndu sveitarfélagi sem hefúr það fyrir venju að líta við í fjós- inu áður en hann fer að sofa. Það gerði hann einnig að kveldi kosningadagsins eftir að hann hafði hlítt á úrslitin í útvarps- fréttum. Þegar bóndi kemur í fjósið liggur ein kýrin dauð á básnum. Þótt tjónið væri að sjálf- sögðu umtalsvert lét bóndi sér hvergi bregða en sagði aðeins: „Þær em skynsamari en maður heldur þessar skepnur. Hún hefur heyrt úrslitin og framið sjálfsmorð.“ Einstefna í göngunum NÚ STYTTIST óðum í að Hvalfjarðargöngin opni. Þegar þar að kemur verður stutt frá Reykjavík á Skagann en menn óttast það hinsvegar að það verði ennþá styttra ffá Skag- anum til Reykjavíkur. Þrátt fyrir að unnar hafi verið vandaðar og viðamiklar skýrslur og stefna mótuð um hvemig Skagamenn ætli að mæta skyndilegri nálægð við höfuðborgarsvæðið er ekki laust við að uggur sé í kaupmönnum á Akranesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.