Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.1998, Síða 11

Skessuhorn - 01.04.1998, Síða 11
 11 Margrét Cu&mundsdóttir og Þröstur Leó Cunnarsson í hlutverkum sínum 400 ár frá fæb- ingu Gubríbar Símonardóttur Heimur Guðrfóar sýndur í Reykholts- kirkju LEIKRITIÐ heimur Guðnðar eftir Steinunni Jóhannesdóttur var frum- sýnt 5. júní 1995 á Kirkjulistarhátíð í Hallgrímskirkju. I því er rakin ævi og píslarsaga Guðríðar Símonardóttur sem var einstök fyrir margra hluta sakir. Þessi sjómannskona úr Vest- mannaeyjum var í hópi tæplega 400 íslendinga sem rænt var í Tyrkjarán- inu 1627 og ein fárra sem náðu aftur heim til fslands. Á heimleið kynntist hún ungum menntamanni í Kaup- mannahöfn, Hallgrími Péturssyni, sem síðari tímar þekkja fyrst og fremst sem Passíusálmaskáldið. Leikritið Heimur Guðríðar fjallar um ævi þessarar merkilegu konu og hefur notið feykilegra vinsælda frá því það var fmmsýnt. Á skírdag 9. apríl n.k. kl. 21.00 verður það sýnt í fyrsta skipti í Reykholtskirkju en það er síðasta sýning á verkinu. Með hel- stu hlutverk í sýningunni fara Mar- grét Guðmundsdóttir og Helga Elín- borg Jónsdóttir, sem báðar leika Guðn'ði á ólíkum æviskeiðum og Þröstur Leó Gunnarsson er í hlut- verki Hallgríms. Tónlist er samin og leikin af Herði Áskelssyni en bún- inga gerði Elín Edda Ámadóttir. Höfundur leikritsins, Steinunn Jó- hannesdóttir er einnig leikstjóri sýn- ingarinnar. MIÐVIKUDAGUR LAPRÍL 1998 ___ _ ___ Farhús í Búðardal FARHÚS ehf. í Búðardal, fyrirtæki Ágústs Magnússonar bygginga- meistara, hefur sérhæft sig í bygg- ingu íbúðarhúsa sem em að því leyti sérstök að þau eru framleidd í nokkmm hlutum sem em settir sam- an á byggingastað. Þetta kerfi gerir það að verkum að eigandi hússins getur tiltölulega auðveldlega flutt það með sér ef hann kýs að flytja bú- ferlum. Þetta nýja byggingakerfi, sem er hugmynd Ágústs, er þróað með stuðningi Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Húsin em byggð á verkstæði fyrirtækisins í Búðardal og hver hluti er fullfrágenginn með innréttingum og öllu tilheyrandi. Undirstöður hússins em einnig forsteyptar. „Ef húseigandinn vill flytja getur hann tekið allt með sér nema lóðina“, sagði Ágúst. Að sögn Ágústs em húsin ekki síst hugsuð fyrir fólk sem hefur áhuga að byggja í dreifbýli eða á öðrum stöð- um þar sem fasteignaverð er lágt og óstöðugt. Hann sagði það ótvíræðan kost í slíkum tilfellum að hægt væri að flytja húsin á ódýran og einfaldan hátt. Hann sagði þetta byggingarkerfi einnig hagkvæmt þar sem húshlut- amir væm byggðir inni og verkfram- kvæmdin því óháð veðri og því auð- veldara að tryggja vandaða og áfalla- Arshátíb í Grundarfirbi ÁRSHÁTÍÐ 8.-10. bekkjar Gmnn- skólans í Gmndarfirði var haldin föstudaginn 20. mars s.l. og tókst hún með eindæmum vel. Þar fluttu nem- endur ffumsaminn söngleik sem þau kölluðu Tuskubusku. Þetta var nokk- urskonar nútíma útgáfa af hinu sí- gilda ævintýri um Öskubusku og var sögusviðið Snæfellsnes. Má segja að sögumaðurinn Adam Kári Helgason hafi farið á kostum í gerfi „dragdrottningar". Tónlist og texta verksins sömdu nemendur sjálfir með aðstoð Hlyns Amórssonar kenn- ara. Leikstjóm var I höndum Lóu Gunnarsdóttur kennara. Sylvía Rún Ómarsdóttir og Jón Pétur Pétursson fóm með hlutverk Tuskubusku og prinsins. Allir leikendur og tónlistar- menn stóðu sig með stakri prýði. eöe lausa framkvæmd og því væri fram- leiðslukostnaður lægri. Farhúsin em timburhús og fram- leidd í ýmsum stærðum og einnig eftir hugmyndum hvers og eins. Að sögn Ágústs er lögð áhersla á vand- aðan frágang og góða einangmn þan- nig að húsin yrðu ódýr í rekstri. Fyrstu tvö Farhúsin vom reist f Búðardal á síðasta ári en þau vom byggð í félagslega íbúðakerfinu. Torfbæir fyrir sumarbústab Farhús ehf. era, auk framleiðslu Farhúsanna, í hefðbundnum bygg- ingaframkvæmdum og viðhaldi. Þá býður fýrirtækið upp á sumarhús sem framleidd em eftir sömu hugmynd og farhúsin en í stfl gömlu torfbæj- anna. Að sögn Ágústs em torfhúsin hugsuð sem sumarbústaðir, veiðihús eða fyrir ferðaþjónustu. Unnið vi& uppsetningu á fyrsta Far- húsinu í Bú&ardal. Húsib komiö á sinn staö. Hvalavika í Heibarskóla ÞAÐ ER óhætt að segja að síðasta vika hafi verið hvalafull fyrir nem- endur Heiðarskóla í Borgarfirði en þá var haldin svokölluð þemavika og viðfangsefnið var þessi stærsta skep- na jarðarinnar; hvalurinn. Nemendur allra bekkja skólans unnu verkefni tengd hvölum og skoðuðu allt sem tengist þessari risa- skepnu frá ýmsum sjónarhomum. Meðal annars unnu nemendur verk- efni tengd hvalveiðum og hvalaskoð- un og að sjálfsögðu bar hinn eina og sanna Keikó oft á góma. I vikulokin var haldin ræðukeppni milli nemenda í 8.-10. bekk og um- ræðuefnið var að sjálfsögðu, „á að leyfa hvalveiðar að nýju við ís- land?“. Fram komu margvísleg rök bæði með og á móti hvalveiðum og ræðumenn beggja liða sýndu mikil tilþrif þegar þeir reyndu að sannfæra áhorfendur um að þeirra málsstaður væri sá eini rétti. I þemavikunni notuðu nemendur skólans einnig tímann til undirbún- ings árshátíðar sem er á næstu grös- um. Nemendur 4. bekkjar voru að æfa atriði úr söngleiknum „Grease" fyrir bekkjarkvöld og árshátíð. Þa& voru mikil tilþrif í ræ&ukeppni 8.-10. bekkjar. Hér er Sólveig Jónsdótt- ir a& sannfæra andstæ&inga sína um nau&syn þess a& hefja hvalvei&ar á nýjan leik. Nemendur 2. bekkjar höf&u skreytt sína stofu meö hvölum í hólf og gólf. Myndir GE.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.