Skessuhorn - 30.07.1998, Side 8
I
f-
8________________ ______________________FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1998 gsissiíHöí2R!
Margrét flyt-
ur stofuna
Hársnyrtistofa Margrétar í Borgarnesi hefur flutt starfsemi sína að Kveld-
úlfsgötu 27. Auk Margrétar starfar Kolbrún Ottarsdóttir á stofunni og bjóða
þær alla gamla sem nýja viðskiptavini velkomna. Boðið er upp á alla almenna
þjónustu í hársnyrtingu og vörur frá Matrix og Joico. Tímapantanir í síma 437
1177.
(Fréttatilkynning)
Margrét Grétarsdóttir aö störfum í hárgreibslustofu sinni.
Framtí&arböm læra á tölvur
Framtíðarböm er nafn á tölvuskóla
sem tók til starfa í Reykjavík á sl. ári
og síðan þá hefur skólinn opnað mörg
útibú víðsvegar um landið.
Tölvuskólinn hóf störf á Akranesi í
byrjun febrúar sl. og er nú til húsa að
Kirkjubraut 17.
Það hefur verið mikil aðsókn að
skólanum frá byrjun. Sl. vetur vom
haldin tvö námskeið, 7 vikur hvort.
Fyrra námskeiðið var um blaðaútgáfu
og seinna námskeiðið um rekstur
veðursjónvarpsstöðvar. Nemendum
er skipt í aldurshópa, þ.e. brons (4-5
ára), silfur (6-8 ára), gull (9-11 ára)
og platína (12-14 ára). Flestir þeir
nemendur sem héldu áfram höfðu
verið á fyrra námskeiðinu en einnig
bættust nýir við.
Bæði nemendur og foreldrar hafa
sýnt jákvætt viðhorf til skólans og
sumir em þegar búnir að skrá sig á
námskeið í haust. Næsta vetur verður
boðið uppá fjögur 7 vikna námskeið,
tvö fyrir áramót og tvö eftir áramót
og mun þeim ljúka 2. maí 1999.
Borghildur Jósúadóttir og Mariella
Thayer og Margrét Þorvaldsdóttir
hafa verið kennarar við skólann.
Þær stöllur sögðust hafa mikinn á-
huga á því að bjóða uppá námskeið
fyrir konur, því margar þeirra hafa
ekki komið nálægt tölvum á annan
hátt en að þurrka af þeim rykið. Það
er hinsvegar vitað að margri konunni
langar til að kynnast möguleikum
tölvunnar. Þá sögðust þær hafa áhuga
á að bjóða uppá námskeið fyrir for-
eldra og böm, þar sem foreldrar og
böm geta komið saman á námskeið
og lært eitthvað sem nýtist heima.
Sem dæmi um viðfangsefni má nefna
heimasíðugerð, myndasögur og sitt-
hvað fleira.
Tölvur verða æ meira ráðandi í lífi
fólks, sem kunnugt er, og á það jafnt
við um böm sem fullorðna. Því fyrr
sem menn geta tileinkað sér að nota
tölvur, því betra, enda em þeir mögu-
leikar sem tölvan býður uppá nær ó-
þrjótandi sem kunnugt er. Fyrir böm
og unglinga er tölvukunnátta nauð-
synleg og brýnt fyrir þau að geta not-
að alla möguleika tölvunnar bæði
hvað nytsemi og skemmtun varðar.
Skráning á námskeiðin hefst í ágúst
og verða þau auglýst nánar hér £ blað-
inu.
H.dan.
Borghildur a& kenna Trausta Geir Jónassyni 9 ára.
Það lesa Það
t
1
H