Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.1999, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.07.1999, Blaðsíða 1
A gröfu á baU Gröfu var stolið á Húsafelli sl. laugardagskvöld. Það var ekki fyrr en á sunnudag sem þjófh- aðurinn uppgötvaðist og var þá tilkynntur til lögreglu. Eft- ir nokkra eftirgrennslan kom grafan í Ieitimar og stóð hún þá á hlaðinu við Baulu í Staf- holtstungum. „Hér voru greinilega úrræða- góðir ungir menn á ferli því þeim tókst að tengja ffamhjá og starta gröfunni lyklalausir. Líklega hef- ur þá langað á ball í Borgarnesi og ekki fundið önnur ráð en að stela gröfunni og aka af stað. Vafalítið hafa þeir verið lengi á leiðinni og misst af ballinu, því svona tæki fara ekki hratt yfir“, sagði Bergþór Kristleifsson á Húsafelli, feginn því að tækið var þó að mestu óskemmt. -MM Aðstöðuleysi hjólabrettakappa Að gefast upp Ægir Már Jónsson og Óttar Vilhjálmsson hjólabrettakappar. Ægir Már Jónsson og Óttar Vil- hjálmsson eru miklir áhuga- menn um hjólabretti. Þeir segja að flestir sem hafi stundað þessa íþrótt á Akranesi séu að gefast upp vegna aðstöðuleysis. „Við erum hraktir burt af öllum stöðum þar sem við höfum reynt að renna okkur,“ segja Ægir Már og Óttar. „I fyrra voru um 30 krakkar sem stunduðu þetta að staðaldri en núna hefur þeim fækkað mikið. Krakkamir nenna ekki að standa í þessu. Það er oft búið að lofa okk- ur aðstöðu en ekkert hefur gerst. Fyrir kosningarnar síðast lofúðu þeir hjá bænum öllu fögm en þeir hafa ekki staðið við neitt.“ 500 undirskrifir Strákarnir segjast hafa safnað um 500 undirskriftum til að knýja á um að aðstaða yrði byggð fyrir hjóla- bretti en það hafi ekki þýtt neitt. „Það kom ekkert út úr því. Auðvit- að reynum við að renna okkur og þar sem ekkert svæði passar kemur fyrir að eitthvað skemmist. Við höfum til dæmis rennt okkur við pósthúsið og þar hefur fólkið stundum orðið þreytt á okkur og beðið okkur að bíða fram yfir lok- un. Við vomm líka með ýmis kon- ar dót við Grundaskóla en því var hent,“ segja þeir félagar. Strákamir segja að það væri góð hugmynd ef þeir mættu byggja sér upp svæði þar sem þeir gætu verið í friði með áhugmál sitt og fengið kannski smávegis aðstoð við að smíða brautir og ýmsar þrautir. Þeir em þess fullvissir að margir hjólbrettakrakkar myndu vilja taka þátt í uppbyggingu slíks svæðis. KK Þa5 viðraði vel til sjóróðra við Ólafsvík um síðustu helgi enflestir voru þó á þurru landi í hringdansi ogfleiru sem tilheyrir fereyskum dögum þar í bœ. Fœreyskir dagar í máli og myndum á bls 6. Mynd GE Gatnagerð með nýrri tækni Steypan blíftir á Akranesi Það tók ekki langan tíma að steypa Stillholtið. Útlagningarvélin er mjög afkastamikil en hámarksafkóst eru umfjórir metrar á mínútu. Mynd: K.K Búið er að steypa tvær götur af þremur sem fyrirhugað er að steypa á Akranesi í sumar. Fyrir skemmstu var Leynisbrautin steypt þar sem nýtt hverfi hefur risið með undra- verðum hraða síðustu mánuði. Undir helgina var svo lokið við að steypa bogaveginn fyrir framan Stjómsýsluhúsið við Stillholtið og verða bflastæðin færð yfir á gamla veginn. Við verkið hefur verið not- uð útlagningavél í eigu Steinvegar ehf sem getur lagt allt að 10 metra breiða veghellu. Hér er um nýja tækni að ræða sem hefur gefið góða raun en í fyrra vom Kalmansvellir og Smiðjuvellir steyptir upp með þessari sömu vél. Sléttleiki gam- anna er meiri en áður hefur þekkst við gatnasteypur á Akranesi. Und- irbúningur á Jaðarsbrautinni er langt komin og verður hún steypt á næstunni. KK Sól, fjör og fótbolti Opið 8 til 23:30 alladaga Jarðarber 250 gr. box Bláber 454 gr. box Tématar Vatnsmelónur Knorr bollasúpur Koníakskr. nautavöðx Brúnkaka ? 79, 1:10% afsi 198,

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.