Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.1999, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 08.07.1999, Blaðsíða 5
^ausunu^ l-lXf.’tlTUDÁViUR S.jfí .í 1999 S j ó n a r m i b Flosa Kellingar og reykingar Einhverntíman, endur fyrir löngu var mér sagt að guð hefði gefið mér eyra svo ég mætti heyra og sá hinn sami hafi gefið mér auga svo ég mætti sjá. Lengi framan af æfinni gekk þetta svosem eftir en svo hættu þessar ágætu guðsgjafir að þjóna til- gangi sínum nema að vissu marki og kom svosem ekkert flatt uppá mig. Þegar hún amma mín var komin á efri ár fór hún að veita því athygli að prentarar og bóka eða blaðaútgefendur virtust hafa tilhneigingu til að hafa, á prentuðu máli í blöðum og bókum, smærra letur en hún átti áður að venjast. Og í hvert skipti sem ný símaskrá var gefin út fannst henni einsog vegið að sér með því að hafa letrið smærra og ólæsilegra en áður. Amma var skynsöm kona og æðrulaus og þessvegna fyrirgaf hún umsjármönnum prentaðs máls þessa handvömm og fékk sér stækkunargler. Annað sem amma undraðist stórlega á efri árum og átti æ erfiðara með að sætta sig við, var þessi undarlega tilhneiging fólks að lækka róminn æ meira eftir því sem aldur færðist yfir hana og tala loks í hálfum hljóðum. Hún sagði stundum: -Þeir sem muldra hafa slæma samvisku. Hún var líka þeirrar skoðunar að menn sem töl- uðu í hálfum hljóðum gætu ekki verið að ræða ann- að en það hvernig koma ætti einhverjum fyrir katt- arnef eða þá með hvaða hætti haganlegast væri að kveikja í vörulager, verslunarhúsnæði eða hrað- frystihúsi með viðunanlegum árangri. -Fyrst tuldra þeirog tuldra, sagði hún, svo standa vöruskemmurnar í björtu báli og þeir eru orðnir burgeisar á einni nóttu. Amma mín kvaddi heiminn fyrir þrem áratugum -blessuð sé minning hennar- og við sem eftir lifð- um vorum svona að geta okkur þess til að henni hefði verið farin að förlast sjón og heyrn síðustu árin og þessvegna hafi hún kvartað yfir lágróma samferðafólki og fjölmiðlamönnum og illgreinan- legu smáletri á bókum og blöðum. Núna eftir að ég er orðinn löggilt gamalmenni og dreifbýlismaður er ég afturámóti kominn á þá skoðun að amma hafi haft hárrétt fyrir sér. Munurinn er bara sá að mér finnst, eftir að hafa búið í Reykholtsdalnum í áratug að handleggirnir á mér séu orðnir of stuttir til að ég geti lesið blöð- in fyirhafnarlaust og þessvegna er ég kominn með gleraugu í staðinn fyrir stækkunargler einsog amma. Hinsvegar nýt ég hinnar öru tæknivæðingar samtíðarinnar og get hækkað í Ijósvakafjölmiðia- fólkinu, þannig að muldrið og tuldrið þar ætti guðs- blessunarlega að geta komist til skila þó talað sé í hálfum hljóðum sérstaklega þegar svo vel vill til að talað er mannamál. Nú les ég í smáletrinu í landsmálablöðum að mikill ótti hafi gripið um sig meðal málverndunar- manna sem telja að það geti helst orðið íslensku máli að fjörtjóni ef útlenska heyrist óþýdd í sjón- varpinu. Afar áríðandi að texta á gullaldarmáli orð- ræðurnar í „Skrímslinu úr Grænalóni" og „Keðju- sagarmorðingjanum“ svo íslendingar týni ekki nið- ur móðurmálinu. Hinsvegar finnst mér sjaldnar á það minnst hvernig íslendingar sjálfir koma þjóðtungunni til skila. Ef ekki er gerð krafa til þess að þeir sem koma fram í fjölmiðlum tali skiljanlegt mannamál þegar þeir eru að reyna að tjá sig á íslensku, er hætt við að allir fari að tala tæpitungu. Það er nefnilega ekki útlenskan í sjónvarpinu sem er erkifjandi íslenskunnar, heldur íslenskan sjálf og þeir sem það mál eiga að geta talað. Með aldrinum fer það að vefjast æ meir fyrir mér hvernig „kellingar,, og „reykingar" blandast sí- fellt með beinum og óbeinum hætti inní maraþon- dagskrár sjónvarpsins um íþróttir. „Kellingar keppa við varnarliðið í körfubolta". „Tryggja þarf vöxt og viðgang reykinga“. Síðast þegar ég lét mæla í mér heyrnina var hún enn óskert, enda finnst mér, öfugt við ömmu, flestir tala of hátt. Hinsvegar kunna það að vera ellimörk að ég skuli ekki einfaldlega sætta mig við tæpitunguna í sjónvarpinu og útvarpinu. Auðvitað er mér vorkunnarlaust að skilja það að þegar sagt er að kellingar séu að keppa í körfu- bolta á vellinum, því þá er átt við að Keflvíkingar séu að keppa í körfubolta á Keflavíkurflugvelli. Og „reykingar" eru auðvitað Reykvíkingar. Þetta er bara framtíðarmálfar þjóðarinnar. Flosi Ólafsson Bergi Fannahlíð Skilmannahreppi. Höfum nokkrar helgar iausar til útleigu i sumar. Tilvalið t.d. fyrir ættarmót, brúðkaup eða afmæli. S. 433 8905 433 8895 855 4701 BiðröS við Hvalfjarðargöng síðasta swnnudag en þá var verulega þung umferð á Vestur- landi. Búast má við að umferð um göngin aukist enn frekar þegar veggjaldið lækkar. Mynd: KK Gjaldskrá Hvalfjarðar- ganga lækkuð Stakar ferðir eftir sem áður á 1.000 krónur Stjóm Spalar hf.hefur lagt til við bandaríska tryggingafélagið John Hancock Ltd - stærsta lán- veitanda félagsins- að breyta gjaldskrá ganganna frá 1. ágúst nk. Helstu nýmælin em að 100 ferða gjaldflokkur verður í boði fyrir áskrifendur og kostar hver ferð í I. gjaldflokki aðeins 400 krónur með virðisaukaskatti. Þá verða seld ný 10 ferða afsláttar- kort í göngin og kostar þá ferðin 700 krónur. Annað sem stjóm Spalar leggur til er að veggjöld áskrifenda sem kaupa 40 ferðir í einu lækki um 17% og fer þá ferðin niður í 500 krónur. Gjaldflokkur fyrir 20 ferðir í áskrift falli niður og afsláttur veg- gjalds í II. og III. gjaldflokki verði 35% í stað 25% nú, miðað við ein- stakt gjald. Lagt er til að gjald fyrir vélhjól lækki og verði 400 krónur í stað 600 áður. Engin breyting er fyrirhuguð á gjaldi sem tekið er fyrir einstakar ferðir um göngin og verður það því áfram 1.000 krónur. Stjórn Spalar áædar að heildar- tekjur af umferðinni í Hvalfjarðar- göngum lækki um a.m.k. 13% ef þessar breytingar verða samþykkt- ar. Vakin er athygli á því að þeir áskrifendur sem eiga inni á reikn- ingi sínum hjá Speli eða kaupa ferðir í áskrift áður en breyting á gjaldskrá tekur gildi munu að sjálf- sögðu njóta góðs af inneign sinni eftir breytinguna. K.K Passa- myndir Bæði lit og svarthvítt Stórlækkað verð á litljósritun FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN Brúartorgi. Borgamesi s: 437-1055 rféin vLn*æ.lu (JjegkhoLtbkvöLd vetða öLL þtL&judacpkvöLd ÍJúLi Ojg ÚgÚLbt. Menningarkvöldígamansömum stíl. Hjónin í Brekkukoti og danshópurinn Sporið. Fjölskylduvænn matseðill. V\ei^Y Hóttl 3£vej»fei)olt s: 435 1260 Glaðningur með gjaldeyrinum! Kaupirðu gjaldeyri hjá íslandsbanka fyrir 30.000 kr. eða meira geturðu valið um tvær gjafir, annars vegar handklæði og hins vegar vindsæng og sundbolta. Einnig færðu þátttökuseðil fyrir skemmtilegan leik þar sem í verðlaun er þriggja nátta ferð til Dublin í haust. Gleðilegt sumar! íslandsbanki Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 431 3255

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.