Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.1999, Page 13

Skessuhorn - 08.07.1999, Page 13
 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 13 Atti upphaflega að vera stutt skýrsla Stutt spjall við Njörð Tryggvason sem ritað hefur sögu steyptra gatna og vega á Islandi Njörður Tryggvason, verkíiræð- ingur á Akranesi hefur sent frá sér rit um sögu steyptra gatna og vega á Islandi firá upphafi til vorra daga. Titill verksins er „Steyptar götur og vegir 1937- 1998. I tilefhi af útkomu bókar- innar ræddi Skessuhom við höf- undinn. Stór hluti gerist á Akranesi Bókin, sem er gefin út af Vegagerð- inni og Sementsverksmiðjunni er ríkulega myndskreytt og leggur Njörður til flestar myndirnar. Ritið er bæði faglegt og alþýðlegt þannig að hinum dæmigerða lesanda ætti að finnast verkið áhugavert. Njörð- ur var starfsmaður Sementsverk- smiðjunnar og rak fýrir þá Sér- steypuna sem Islenska járnblendifé- lagið átti einnig hlut að. „Stór hluti sögu steyptra vega og gatna gerist hér á Akranesi,“ segir Njörður „Það var einstakt átak 1960 þegar menn byrja hér að steypa göturnar. Verkið var fjár- magnað með skuldabréfaútgáfu en þessháttar fjármögnunarhug- myndafræði tilheyrir frekar degin- um í dag en ekki árunum í kring um 1960. Og það var ekki bara gatna- gerðin því menn færðu til hús og löguðu línur í götum.“ Hvenær byrjaðir pií á þessn riti? „Eg er búinn að vera voðalega lengi að þessu. Ætli ég hafi ekki byrjað á því 1995 eða um það leyti sem Sérsteypan var lögð niður. Upphaflega átti þetta að vera stutt skýrsla um sögu steypunnar í gatna- gerð sem átti að leggja fram á nor- rænni vegaráðstefnu. Ég var svona að grípa í þetta í og með vinnu. Efnið óx og breyttist því að ég var alltaf að finna eitthvað nýtt sem mér fannst að ætti heima með hinu. Fyrir tveimur árum þá sá ég að ég hafði gleymt mjög merkilegum kafla sem ég þurfti að taka með en það var fjaðrafokið sem varð í kring um Sverri Runólfsson með blöndun á staðnum. Hann, með aðstoð pressunnar og almenningsálitsins og brjóstvitsins, hafði þetta í gegn og hann fékk að framkvæma þessa tilraun - sem í sjálfu sér var mjög merkileg þótt hún hefði mistekist." Fyrsti steypti vegurinn Fyrsti steypti vegkaflinn á Islandi er 350 metra langur kafli á Suður- landsbraut, steyptur 1937. „Einu myndirnar sem við eigum af þeim vegakafla er frá stríðsárun- um þegar Churchill kemur í heim- sókn 1941,“ segir Njörður. „ í til- efni þess var haldin hersýning en þetta var eini boðlegi staðurinn til þess að vera með svona promenade í herstíl. Þótt ekki sé lengra um lið- ið lenti ég í vandræðum með mynd- efni, til dæmis eru ekki til myndir af Miklubrautarkaflanum sem steypt- ur var 1939. Veigamesti hluti sögu steyptra vega skeður áður en mal- bikið náði þessari sterku stöðu sem það hefur.“ Njörður segir þetta hafa verið mjög skemmtilegt verk að fást við og hann hafi fengið hjálp og aðstoð ffá ýmsum. „Það má segja að þetta sé hluti af atvinnu og þróunarsögu. Eg er mjög ánægður með útgáfuna, ritið er handhægt og mátulega stórt.“ Njörður segir það vel hugsanlegt að hann haldi áffam að skrifa. „Eg hefði áhuga á skrifa sögu Sérsteypunnar en Sérsteypan var um margt merkilegt fyrirtæki. Það stóð að ýmsum þróunarverkefhum og nýjungum til að reyna að koma steypunni inn sem valkosti á móti malbikinu. Ég held að það væri full ástæða til að setja þá sögu á blað,“ segir Njörður Tryggvason. K.K. Njörður Tryggvason, verkfrœðingur á Akranesi. Mynd: K.K Spennum beltin, ekki bara stundum, heldur alltaf Nú er tími sumarleyfa og mjög margir á faraldsfæti. Umferð er víða mikil eins og gefur að skilja og venjulega mest þar sem veðrið er best, enda sækir fólk þangað eðlilega. Vegna þessa langar mig að setja á blað nokkrar staðhæfingar um bíl- beltanotkun sem vonandi verða til þess að fleiri hugi að notkun þ""sa nauðsynlega búnaðar í bflum. Alltof margir ökumenn segja sem svo við sjálfa sig, eða aðra, setningu sem er eitthvað á þessa leið „ Eg set alltaf á mig bílbeltin þegar ég fer út úr bænum, ég ek ekki það greitt innanbæjar að það skapi nokkra hættu“ Þetta er reg- inmisskilningur. Bílbelti á að nota alltaf, allsstaðar. Maður veit aldrei hvenær eða hvar slysin verða. Þó eru sumar akstursaðstæður vissu- lega hættulegri en aðrar. Það skiptir engu máli hversu góður bílstjóri þú ert, hvernig veðrið er eða hversu langt þú ædar að fara, árekstur getur orðið hvar sem er. Það eru fleiri á ferðinni og aðrir þættir sem geta haft áhrif á ferð þína án þess að þú fáir nokkru um það breytt. Það eina sem þú getur haft áhrif á er að auka möguleika þína á því að sleppa ómeidd/ur, lendir þú í slysi, með því að spenna beltin. Það læra bömin sem fyrir þeim er haft. Börn hafa ekki þroska til að ákveða sjálf hvort þau eigi að nota öryggisbúnað eða ekki. Börn treysta því að við fullorðna fólkið vitum hvað er rétt og hvað er rangt. Þau treysta því að við full- orðna fólkið segjum þeim hvað er rétt og hvað er rangt. Ef barn er alið upp við það frá fyrstu tíð að nota öryggisbúnað þá notar það alltaf öryggisbúnað. Ef barn er alið upp við það að nota bara stundum öryggisbúnað þá notar það öryggisbúnað bara stundum. Ef barnið er alið upp við það að nota aldrei ör- yggisbúnað þá notar það hann ekki. Börnin læra það sem fyr- ir þeim er haft og ef við notum ekki öryggis- búnað af hverju ættu þau þá að þurfa að nota hann. Okumenn og farþegar, tökum höndum saman um það að enginn þurfi að velta þessari spurningu fyrir sér: „Hefði farið öðruvísi ef öryggisbeltið hefði verið spennt?“ Spennum beltin, alltaf. Kristján Gtslason Umferðaröryggisfulltrúi Vesturlands Kristján Gíslason vinnuflokki á Vesturlandi. » i ! Upplýsingar i síma 4371394. (Sumartónleikar í ótykkishólmskirkju Þriðju sumartónleikar kirkjunnar verða sunnudaginn 11. júlíkl. 17:00 Flytjendur: Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópransöngvari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari Á efnisskránni verða eingöngu íslensk og spænsk verk. Efling Stykkishólms

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.