Skessuhorn - 08.07.1999, Blaðsíða 16
Þvoum
heimilisþvottinn
Borgarbrau! 55, Borgaraesi. S: 4371930
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 26. tbl. 2. árg. 8. júlí 1999
Heyrir írægt rokrassgat
brátt sögunni til?
Umhverfissjóður styður myndarlega við landgræðsluátak við Hafharfjall
í framtíðinni. Langtímamarkmið er
einnig að sfeýla umferð á veginum
fýrir veðrum, en eins og allir vita er
þarna mikið veðravíti á köflum.
Hluti af verkefninu verður fólginn í
að vernda Hafharskóg og að safna
ffæi úr honum til gróðursetningar á
svæðinu.
Fræi safhað
Reiknað er með að fyrstu ffam-
kvæmdir hefjist fljótlega og munu
þær felast í girðingum og undir-
búningi að skjólbeltagerð auk sán-
ingar. I haust verður svo safnað fræi
úr Hafnarskógi. Landgræðslan
verður faglegur stjómandi verksins,
sem verður að öðra leyti trnnið
tmdir eftirlid bænda á svæðinu.
Reiknað er með að uppgræðsla á
svæðinu undir Hafnarfjalli geti tek-
ið á bilinu 10-20 ár. Því má gera ráð
fyrir að heldur ætti að lygna undir
fjallinu þegar fram líða stundir,
mörgum til ómældrar ánægju.
-MM
Umferðaróhapp á
Fróðárheiði
Ung stúlka blindaðist af morgunsólinni
og lenti í lausamöl vió Valavatn á
fimmtudaginn í síðustu viku. Fór bif-
reiöin eina og hálfa veltu utan vegar en
stúlkan slapp eftir atvikum vel. Bílbelti
komu í vegfyrir að illafœri en bifreiðin
er talin ónýt. Mynd: EMK
Stefán heim
Stefán Þórðarson knattspymu-
maður ffá Akranesi er kominn
aftur til IA og mun, að sögn Sæ-
mundar Víglundssonar fram-
kvæmdastjóra knattspymufé-
lagsins, ieika með liðinu þar til
annað verður ákveðið.
Stefán lék með Skagamönnum
til ársins 1996 er hann samdi við
norska liðið Kongsvinger. Fyrir-
hugað var að Stefán léki með IA
gegn Víkingi í bikarkeppninni í
gær og væntanlega mun hann
verða í liðinu gegn Lokeren í
Intertoto keppninni á sunnudag.
G.E
Vegfarendur undir Hafnarfjalli
minnast sjálfsagt flestir snarpra
vindhviða á veginum fyrir Hafh-
arfjall. Margur hefúr lent útafvið
veðuraðstæður þegar hressilega
blæs af fjallinu. Nú em hins veg-
ar horfur á að aðstæður batni á
þessari leið því verulegu fjár-
magni hefur verið heitið til land-
græðslu og skógræktar í Mela-
sveit sem draga ætti úr veður-
hamnum sem þama getur orðið.
Umhverfissjóður verslunarinnar
hefur úthlutað 6,5 milljóna króna
styrk til verkefnisins „Hafnarskóg-
ur“. Þetta er stærsti styrkur sem
sjóðurinn hefur úthlutað til þessa
og er meiningin að álíka stór upp-
hæð verði veitt árlega fyrstu árin á
meðan verkefnið er að komast af
stað.
Margir leggja hönd á
plóg
Það eru bændur á svæðinu sem
standa að þessari uppgræðslu en
verkefnið hefur verið undirbúið af
Hafnaifjall að hausti.
Markaðsráði Borgfirðinga, Búnað-
arsambandi Borgarfjarðar og Land-
græðslu- og Skógrækt ríkisins. Ein-
nig hefur Vegagerðin fylgst náið
með verkefninu, svo og Leirár- og
Melahreppur auk Borgarfjarðar-
sveitar.
Svæðið sem um ræðir nær frá
bæjunum Geldingaá og Leirár-
görðum til Ardals og Grjóteyrar
Mynd: Stefán Magnússon.
alls hátt á fjórða þúsund hektarar. Á
svæðinu er áætlað að uppblásnir
melar séu um 1400 ha.
Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur
hjá Markaðsráði Borgfirðinga er
markmiðið með átakinu að klæða
uppblásið land á svæðinu gróður-
þekju. Þessum landbótum er ætlað
að koma til góða bæði fyrir land-
búnað og almenna útivist á svæðinu
hjá þjónustustöð ESS0, Hyrnunni, Borgarnesi.
Þar bjóðast:
Grillvörur, geisladiskar, bækur, leikföng,
bílavörur, fatnaður, skór, búsáhöld
og margt fleira á ótrúleguverði.
Markaðurinn verður opinn föstudaginn 9. júlí kl. 16-20,
laugardaginn 10. júlí kl. 11-18 og sunnudaginn 11. júlí kl. 11-18.