Skessuhorn - 15.07.1999, Qupperneq 15
SiESSÍíHöBH -
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
15
Heimsleikar Spedal Olympics
Kristjana og Aslaug með gull
Kristjana Bjömsdóttir firá Akra-
nesi og Aslaug Þorsteinsdóttir
frá Skálpastöðum í Lundar-
reykjadal tóku þátt í heimsleik-
um Special Olýmpics í Norður-
Karólínu sem Iauk 4. júlí síðast
liðinn. Um 7000 keppendur frá
150 þjóðum tóku þátt í leikunum
að þessu sinni. Kristjana og As-
laug náðu frábærum árangri.
Kristjana hlaut gullverðlaun í 50
metra bringusundi og silfúr-
verðlaun í 50 metra skriðsundi
en Aslaug vann til gulllverðlauna
í 100 metra bringusundi og
bronsverðlauna í 50 metra bak-
sundi.
Heimsleikar Special Olvmpics
eru haldnir á 4 ára fresti og að-
standendur leikanna leggja áherslu
á að leikunum sé ekki ruglað saman
við Olympíumót fadaðra sem hald-
ið er í kjölfar Olympíuleikana.
Skessuhorn náði tali af Kristjönu
skömmu eftir heimkomuna.“Eg er
búin að æfa sund í sex ár,“ segir
Kristjana. „Við æfúm þrisvar í viku
en við syndum ekkert á sumrin því
að þá erum við í sumarfríi." Þetta er
annað mótið sem Kristjana tekur
Krisljmia með verUaunapeningana sína.
Mynd KK
þátt í en hún fór á mót úti í Lúxem-
borg í fyrra. Hún lætur vel af ferð-
inni sem stóð í rúmar tvær vikur.
„Við fórum fyrst til Baitimore og
heldum svo áfrarn ferðinni þaðan.
Við vorum með tvo fararstjóra, þau
Ólaf og Ragnheiði. Þau eru mjög
góðir þjálfarar.“
Kristjana segir að það hafi verið
eftirminnilegt að Forseti íslands,
herra Ólafur Ragnar Grímsson,
mætti til leikanna. „Hann bauð
okkur sem vorum að keppa í kvöld-
mat. Þangað komu allir íslending-
Aslaug með sín verðlaun.
Mynd GP
arnir. Það var mjög gaman. Leikar-
inn Arnold Schwarzenegger kom
þarna líka. Mér fannst hann vera
dálítið minni en hann lítur út þegar
hann er bíómyndunum," sagði
Kristjana.
Kristjan stefnir ótrauð áfram og
segist ætla að vinna sér inn fleiri
verðlaun. ,Já, já. Eg ætla að halda
áfram að æfa sund.“
Skessuhorn óskar þeim Kristjönu
og Aslaugu til hamingju með glæsi-
legan árangur. K.K
IA - Lokeren 1-3
Skagamenn úr leik
Úrslitdn í þessúm síðari leik lið-
anna urðu Skagamönnum mikil
vonbrigði enda hefði niðurstað-
an getað orðið önnur með dálít-
illi heppni og betri úrvinnslu á
færum sem voru fjölmörg í
leiknum. Aðstæður til knatt-
spymuiðkunar voru slæmar,
völlurinn blautur og nokkuð stíf
suðvestan átt og gekk mönum
misjafúlega að hemja boltann. A
fyrstu mínútum leiksins virtist
lið Skagamanna firekar hikandi
og atvinnumennimir notfærðu
sér það.
Strax á 4. mínútu leiksíns skor-
aði Roman Vanasek eftir snyrtilega
stungusendingu inn fyrir vörn
Skagamanna. Þar með varð ljóst að
Skaginn varð að sækja og skora að
minnsta kosti þrjú mörk til að
knýja ffarn framlengingu.
Skagamenn voru fljótir að ná sér
efrir markið og létu fætur standa
fram úr skálmum ef svo má að orði
komast og sóttu ládaust það sem
eftir lifði hálfleiks. A 11. mín var
Kári Steinn felldur í vítateig and-
stæðinganna og Stefán Þórðar tók
vítaspyrnuna. Hann byrjaði á að
láta verja hjá sér en fylgdi fast á eft-
ir og jafnaði leikinn eitt eitt. Á 23.
mínútu var einum leikmanni Lok-
eren, Hein van Hoaezebrouck, vik-
Gjöf sem gleður
Gefðu áskrift að Skessuhorni
til fjarstaddra ættingja og vina
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði
Áskriftarsími 437 2262
ið af leikvelli fyrir mjög gróft brot á
Stefáni og Skagamenn því einum
fleiri. Hvert færið rak annað og var
stundum með öllu óskiljanlegt af
hverju knötturinn vildi ekki í mark-
ið, eins og til dæmis á 34. mínútu
þegar Kári Steinn átti skot í innan-
verða stöng og boltinn hrökk til
baka í hendur markvarðar Lokeren.
Á 57. mínútu átti síðan Jóhannes
Harðarson þrumskot rétt yfir
markið.
Seinni hálfleikurinn var ekki
góður hjá Skagamönnum og kanns-
ki ekki ástæða til að hafa um hann
mörg orð. Skaginn sótti ffarnan af
en liðsmenn Lokeren vörðust fim-
lega og gáfu ekki höggstað á sér.
Lokeren skoraði tvisvar úr skyndi-
sóknum, fyrst á 70. mínútu og var
þar Novica Nikeevic að verki og
síðan Roman Vanasek með annað
mark sitt átta mínútum síðar. Við
annað mark Lokeren var nokkuð
ljóst að Skagamenn játuðu sig sigr-
aða og höfðu liðsmenn Lokeren
leikinn í hendi sér það sem eftir var.
KK
xwhrömmuTJ
v STEINA BEN v
FJOLÞÆTTINNRÖMMUNARÞJÓNUSTA
s.s. málverk - útsaumur - liósmyndir -
veggspjöld og fleira
^Ön J 24 Rfí
; n<*' Bor^.L .9
# Nota aöeins úrvalsefni
Svrufrítt karton
Glært og maft gler
’rouf 59 B9n.
Innrömmun Steina Ben
Þórðargötu 24 - Borgarnesi
, Símar: 437 1465 & 862 1365
Laust starf við
Grunnskólann
í Borgarnesi.
Til umsóknar er ein staða gangavarðar
við grunnskólann í Borgarnesi. Hér er
um heilsársráðningu að ræða. Ráðning
skv. samkomulagi en æskilegt að
viðkomandi geti byrjað í ágúst. Leitað er
að einstaklingi sem á auðvelt með og
hefur gaman af að umgangast börn og
unglinga og á auðvelt með að vinna
með öðrum.
Allar upplýsingar gefur Kristján Gíslason
skólastjóri í síma 437-1229,
hs: 437-2269, GSM:898-4569
netfang: kristgis@ismennt.is
íbúð óskast!
Nýráðinn íþróttafulltrúa
Akraneskaupstaðar vantar þriggja
herbergja íbúð til leigu frá og með
1. ágúst nk.
Áhugasamir vinsamlegast hafið
samband við undirritaðann í
síma 431 1211.
Bæjarstjórinn á Akranesi,
A
Gísli Gíslason.
www.vestxirland.is
Óska eftir að ráða starfsmann tii
iager- og útkeyrslustarfa.
Þarf ao geta byrjao sem
Upplýsingar
Le/k5kólinn Gardasel
Lerki grund 9 300 Akranesi
5:ti3l 200U
Laust er til umsóknar 50% starf eftir
hádegi á leikskólanum Garðaseli frá
og með 1. ágúst nk. Óskað er eftir
leikskólakennara eða starfsmanni með
sambærilega menntun eða reynslu.
Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni,
Stillholti 16-18, Akranesi.
Umsóknarfrestur er til 23. júlí 1999.
Upplýsingar gefur leikskólafulltrúi
ísíma 431 1211
Leikskólafulltrúi.
Vegna LOTTÓ - móts í
knattspyrnu verður sundlaugin
opin sem hér segir:
r
Föstudaginn 16. júlí kl. 6.45-22.00
Laugardaginn 17. júlí kl. 9.00-20.00
Sunnudaginn lS.júlí kl. 9.00-18.00
íþróttanefnd
Akraneskaupstaðar