Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐÁ VESTURLANDI - 36. tbl. 2. árg. 16. september 1999 Kr. 200 í lausasölu
Loga sagt upp
Oli Þórðar ráðinn til þriggja ára
Loga Ólafssyni, þjálfara Skaga-
manna, var sagt upp störfum á
mánudagskvöld. Tveir leikir eru
efdr á leiktíðinni, deildarleikur úti í
Eyjum á laugardag og bikarúrslita-
leikurinn við KR 26. september.
Ólafur Þórðarson sem stýrði Fylki
til sigurs í 1. deild í sumar tekur að
sér stjórn Skagamanna í þessum
tveimur Ieikjum en hann hefur
skrifað undir samning til þriggja
ára um að þjálfa lið Skagamanna.
Óánægja hefur verið á Skagnum
með gengi liðsins í sumar og er þar
fyrst og ffemst um árangurinn í
Landssímadeildinni að ræða en lið-
ið er nú í 4. sæti deildarinnar.
Haft hefur verið eftir Loga að
uppsögnin hafi komið mjög flatt
upp á hann og það sé örugglega
einsdæmi að þjálfari liðs sé rekinn
rétt fyrir bikarúrslitaleik. Sagði
hann slæmt gengi liðsins greinilega
persónugert í honum en menn
hljóti þá jafhffamt að þakka honum
sigurinn í deildarbikarkeppninni og
sæti í úrslitaleiknum.
Logi er þriðji þjálfarinn í röð
sem sagt er upp störfum hjá IA, en
hinir tveir eru Guðjón Þórðarson
og Ivan Golac.
K.K.
Lóðum úthlutað
Byggjum myndarlega, segir Sigvaldi Arason
hjá Borgarverki
Starfsmmn Bylgjunnar í Olafsvtk brytja skötuna nithirfyrir belgíska neytmdur. Mynd: G.E.
Katrín Rós í Ungfrú heimur
Akumesingurinn Katrín Rós
Baldursdóttir, ungfrú Island
1999, verður meðal keppenda á
Ungfrú heimur sem ffam fer í
London þann 4. desember næst-
komandi. Þetta mun vera í fyrsta
skipti í sjö ár sem íslensk stúlka
tekur þátt í keppninni en eins og
menn muna hafa íslenskar feg-
urðardísir tvisvar sinnum hamp-
að þessum eftársótta tdtli.
„Þetta leggst bara vel í mig,“
sagði Katrín Rós í samtali við
Skessuhorn eftir að ákveðið var að
hún færi til London. Keppnin í
London verður fjórða fegurðar-
samkeppnin sem hún tekur þátt í á
þessu ári. Snemma í vor var hún
kjörin ungfrú Vesturland og
skömmu síðar ungfrú Island. Þá tók
hún í byrjun sumars þátt í keppn-
inni ungffú Evrópa sem fram fór í
Beirút. Aðspurð um hvort það yrði
ekki auðveldara að fara til London
en Beirút sagði Katrín að það yrði
að mörgu leyti þægilegra. „Alamma
og pabbi fara með og við getum
gert jólainnkaupin í leiðinni þannig
að þetta verður örugglega notalegt
og skemmtilegt. Það var hinsvegar
gaman að fá að upplifa Líbanon-
ferðina því maður á sjálfsagt aldrei
eftír að fara þangað aftur,“ sagði
Katrín.
Katrín stundar nám við Fjöl-
brautaskólann á Akranesi í vetur og
þannig vill til að þegar keppnin
Ungffú heimur er haldin eru jóla-
prófin að hefjast.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti því
Fegurðarsamkeppni Islands var í
lokaprófunum í vor, ég er alltaf svo
heppin,“sagði Katrín Rós.
G.E.
Nú er loks lokið hinu umdeilda
lóðamáli í Borgarbyggð en það
fjallaði um úthlutun á bygginga-
svæði við Brúartorg í Borgar-
nesi. Þeir aðilar sem fengu út-
hlutað lóðum hyggjast báðir
byggja innan næstu tveggja ára.
Bæjarstjórn Borgarbyggðar sam-
þykktí á fundi sínum í fyrri viku að
úthluta Skeljungi hf 3.S00 m2.
stækkun á lóð fyrirtækisins undir
bensínafgreiðslu og tengda þjón-
ustu. Þá var samþykkt að úthluta
Borgarverki ehf lóð sunnan við at-
hafnasvæði Skeljungs hf undir
byggingu verslunar og þjónustu-
húsnæðis.
Aðrir umsækjendur um bygg-
ingasvæðið við Brúartorg voru,
Baugur hf, hópur Borgnesinga og
Kaupfélag Borgfirðinga en síðast-
nefndi aðilinn fékk úthlutað lóð við
Borgarbraut fyrir skömmu.
Sigvaldi Arason hjá Borgarverki
segir að byggt verði myndarlega.
„Það eru stöðugir fundir um máfið.
Það er ljóst að byggt verður versl-
unar- og skrifstofuhúsnæði á lóð-
inni og einnig er ljóst að það verð-
ur byggt myndarlega", sagði Sig-
valdi sem að svo komnu máli vildi
ekki upplýsa hvaða aðilar koma til
með að eiga aðild að væntanlegum
ffamkvæmdum.
Að sögn Hjartar B. Arnasonar
rekstrarstjóra Brúartorgs er ákveð-
ið að Skeljungur mun byggja nýtt
þjónustuhús á lóð sinni innan
næstu tveggja ára. „Við hyggjumst
byggja alveg nýja stöð og rífa þá
gömlu þegar því verður lokið.
Gamla lóðin verður hluti af svæð-
inu og þar verða m.a. bílastæði og
bætt aðgengi fyrir stóra bíla“, sagði
Hjörmr.
-MM
O
A
Udendingar í
Eðalfisk
Súpukjöt 2. fl. 199.- kr/kg. Knorr bollasúpur 79.- kr. sl
Brauðskinka 15% afsláttur. varma göngusokkar 690.- kr.
Sandoknbrauð 198.- kr. stk. Húfur
Kleinnr 10 slk. 298.- kr.
Prins Pöló 24 stk. 899.- kr.
Ullarsokkar
490.- kr.
490.- kr.