Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 3
' .US,-! SBBSSglíWgÍia'wi oocí < ',';r/'i r cmriAnn'TT/l/XT FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Ruslagámur á flug Ruslagámur skammtfrá Hraunsmúla í Staðarsveit tókst á loft í rokinu síðastliðinn fimmtudag og vippaði séryfir þjóðveginn og veggirðingu og endaði ferðina út í móa. Eins og sést á myndinni var gámurinn nokkuð sketnmdur eftir þessa óvæntu flug- ferð og innibaldið dreifðist um nágrennið. Skessubomi bafa ekki borist upplýsingar umfrekara tjón afvöldum hvassviðrisins sem geysaði um Vesturland í lok síðustu viku. Mynd: GE Snyrt á Rifi Miklar framkvæmdir hafa verið á vegum Snæfellsbœjar í sumar við fegrun á einstökum svæðum víðsvegar um bæinn. Að undanfómu hefur verið unnið við að steypa bílastæði og aðkeyrslur að fyrirtækjum á Rifi. Þegar þessi mynd var tekin var verið að steypa plan utan við Vélsmiðju Ama Jóns. Mynd: GE Mikils virði að tengja betur Vesturland og Suourland Segir Þorsteinn Þorsteinsson sem kynnir nýja Uxahryggjaleið ilsháttar leys- ingavatn á vor- in,“ sagði Þor- steinn. Að- spurður um helstu rök fyrir nýjum vegi yfir Uxahryggi sagði hann: „Eg tel að það sé mikils virði að tengja saman Vesturland og Suðurland með Hópurinn setn skoðaði Uxáhryggjaleið. Mynd-.BMK í síðustu viku fór hópur manna í skoðunarferð til að kynna sér framtíðarvegarstæði á Uxa- hryggjaleið frá Þingvöllum að Götuás í mynni Lundarreykja- dals. Ferðin var farin á vegum samgöngunefhda Borgarfjarðar- og Amessýslu en auk nefndar- manna vöru með í för Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og nokkrir aðrir þingmenn Vest- lendinga og Sunnlendinga ásamt fulltrúum vegagerðarinnar. Far- arstjóri var Þorsteinn Þorsteins- son á Skálpastöðum í Lundar- reykjadal en hann hefur kynnt nýtt vegarstæði fyrir þessa gömlu þjóðleið. „Eg held að eftir þessa ferð hafi allir sem hana fóru verið sammála um að ef eitthvað á að gera við Uxahryggjaleið til frambúðar þá sé þetta vegastæði miklu betra en það gamla“ sagði Þorsteinn í samtali við Skessuhorn. Gert er ráð fyrir að nýi vegurinn muni liggja frá austan- verðu Axmannsfelli, austan við Mjóufell og norður í Gatfell. Þaðan í beina stefnu að Brunnum þar sem Kaldadalsvegur og Uxahryggjaleið mætast. Ekki er gert ráð fyrir veru- legum breytingum á vegarstæðinu frá Brunnum að Götuás. „A þessari leið mundu menn losna við allar hæðir og þarna festir ekki snjó. Þá þyrfti ekki að brúa neinar ár á þess- ari leið og þarna er þurrt að mestu leyti árið um kring ef frá er talið lít- beinni hætti en verið hefur. Fyrir Borgarfjarðarsveit yrði þetta geysi- leg samgöngubót auk þess sem hún myndi bjóða upp á nýja möguleika í ferðaþjónustu. Svo dæmi sé tekið væri kjörið fyrir ferðamenn að fara hinn venjulega Gullfoss og Geysis- hring án þess að fara yfir Hellis- heiði báðar leiðir. Þá eru Þingvellir og Reykholt staðir sem margir vilja skoða og vegalengdin milli þeirra myndi styttast verulega. Einnig má nefna að góður vegur yfir Uxa- hryggi myndi létta á umferðinni í nágrenni Reykjavíkur en þá gæti fólk ferðast milli Selfoss og Akur- eyrar, svo dæmi sé tekið, án þess að koma við í Reykjavík. Náttúruvemdarsjónarmið Vegarstæðið sem Þorsteinn hefur kynnt liggur að öllu leyti um Skjaldbreiðarhraun en hann taldi veginn ekki stríða gegn náttúru- verndarsjónarmiðum. „Þetta svæði er ákaflega lítið notað til nokkurra hluta en með vegi þarna um opnast möguleikar á að njóta þeirrar nátt- úrufegurðar sem þar er að finna. Þá eru þarna nú þegar götuslóðar og röskunin á hrauninu sjálfu ætti ekki að verða veruleg. A móti kemur síðan það að með því að taka af bílaumferð við Meyjarsæti, Hoff- mannaflöt og kringum Sandklufta- vam opnast skemmtilegt útivistar- svæði sem ég tel vera mikilvægt fyr- ir þjóðgarðinn. Þar gætu verið skemmtilegar reiðleiðir og göngu- leiðir lausar við rykið frá bílaum- ferðinni," sagði Þorsteinn. Aætlað- ur kostnaður við lagningu heilsárs- vegar með bundnu slitlagi frá Þing- völlum að Götuási er um 700 millj- ónir samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar. G.E. Nuna er retti Við bjóðum upp á mikið úrval af náttúru- og heilsuvörum Vítomín • fœðubótarefni • náttúrulegor húð- og hársnyrtiuörur • ilmkjornoolíur • heilsusondolor • uörur fyrir sykursjúka • te og ýmsor gjofouörur sem tengjost heilsu og heiibrigði. 20% afsláttur í september Það er aldrei of seint að taka sig á! Leið&kbi í Uqu tyti<u/ehði Á VeftuhUudi Borgarnesi - Sími 437 1168 - Bakvakt - 43\7 1180 - www.simnet.is/apotek Borgarbraut 21 Wmmm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.