Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 11
SSCsauhoiEK FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 11 Aflabrög ð í síðustu viku Far vf f tonn Akranes Stapavík dragn 3 6,2 Felix lína 1 0,7 Geisli lína 1 0,2 Bryndís net 4 1,5 Ebbi net 3 1,1 Hrólfur net 4 3,8 Keilir net 4 3,8 Sfidin net 2 0,2 Særún net 4 3,8 Sæþór net 4 4,8 Valdimar net 2 0,3 samtals 26,4 Grundarfjörbur Hringur botnv 1 110,5 Ófeigur botnv 1 33,3 Sóley botnv 1 33,6 Brynjar lína 1 1,2 Farsæll plógur 5 50,0 Grundfirð. plógur 4 48,1 Haukaberg plógur 4 30,7 Samtals 307,4 Grundarfjörur Heildarafli í ágúst 663,6 Stykkishólmur Teista handf 1 0,4 Ársæll plógur 4 41,4 Gísli Gunnll plógur 4 21,5 Grettir plógur 5 61,8 Hrönn plógur 1 10,4 Kristinn F plógur 5 58,1 Þórsnes plógur 1 7,4 Pegron gildr 4 8,8 Samtals 209,8 Ólafsvík Egill H. dragn 2 1,2 Svanborg dragn 2 4,3 Sveinbjörn j dragn 2 5,2 Kristinn lína 1 1,1 samtals 11,8 Arnarstapi Bárþur net 7 13,8 Pétur Afi net 4 4,4 Reynir Þór net 3 2,3 Gunnar Afi lína 1 1,2 Snorri Afi lína 1 1,0 Krosssteinn handf 2 0,3 Salla handf 1 0,1 Straumur II handf 1 0,1 Samtals handf 3 23,2 Aflamarksúthlutun efitir verstöðum (krókabátar undanskildir) Bátar Heimah. Þorskígildi 34 Akranes 14.309.078 2 Arnarstapi 157.712 1 Hellnar 205.037 4 Helliss. 1.785.567 12 Rif 7.778.411 18 Ólafsvík 4.307.377 15 Grundarfj. 10.035.271 15 Stykkish. 5.702.980 1 Flatey 458 1 Búðardalur 1 1 Reykhólar 490 1 Brjánslækur 351.687 Úthlutun til krókabáta Bátar Heimah. Þorskígildi 7 Akranes 235.640 1 Borgarn. 70.852 6 Amarst. 267.958 3 Hellnar 104.250 1 Helliss. 166.671 6 Rif 543.381 21 Ólafsvík 1.380.409 14 Grundarfj. 933.145 12 Stykkish. 927.303 3 Brjánsl. 135.821 Frá vinnslu í Bylgjunni í síðastliðinni viku Mynd: G.E. s Segir Leifur Ivarsson framkvæmdastjóri Bylgjunnar Byggðasafnið í Görðum Sýning í tilefni 1000 ára afinælis kristni á Islandi Byggðasafn Akraness og naer- sveita hyggst setja upp sýningu í tilefni 1000 ára aímælis kristni á Islandi á næsta ári. Safnið á margt góðra gripa sem tengjast kristindómi og einnig hef- ur verið óskað effir munum að láni úr eigu Þjóðminjasafns sem til- heyra sögu svæðanna sunnan Skarðsheiðar, þ.e. Akranesi Innri- Akraneshreppi, Skilmannahreppi, Leirár og Melahreppi og Hval- fjarðarstrandarhreppi. Margir merkilegir munir sem hafa sögu- legt gildi fyrir svæðið eru varðveitt- ir í Þjóðminjasafninu og má þar m.a. nefna fornan vött sem er álit- inn 800 til 1000 ára gamall og fannst í Görðum 1881. Altarisstjakar frá 12, öld úr Saur- bæ eru varðveittir þar og ýmsir hlutir úr Garðakirkju s.s. hökull frá því um 1700 og altarisdúkar ffá svipuðum tíma. K.K. Þessa dagana er að lifha yfir fisk- vinnslunni á ný en mörg hús- anna á Vesturlandi hafa verið í sumarffíum í lok kvótaársins. Blaðamaður Skessuhorns leit inn í Fiskiðjuna Bylgju í Olafsvík í síðustu viku en fýrirtækið er fjölmennasti vinnustaðurinn í Snæfellsbæ með á milli 45 og 50 manns í vinnu allt árið um kring. Leifur Ivarsson framkvæmda- stjóri Bylgjunnar hristi höfuðið þegar blaðamaður spurði hann hvort vinnslan væri að fara í gang að nýju og sagði að þar væri ekki stoppað. „Við keyrum þetta allt árið um kring og menn fara bara í sín sumarffí hver fyrir sig. Við höf- um sloppið býsna vel við hráefhis- skort og getað haldið dampi þótt það gangi upp og ofan að ná í fisk. Þetta hefúr verið dauft núna í 2 vikur það er búið að vera norðan bál og bræla“, sagði Leifur. Vmnslan í Bylgjunni er til helm- Leifur Ivarsson. Mynd: G.E. inga flatfiskur og bolfiskur og er ffamleitt beint fyrir kaupanda í Belgíu effir pöntunum. Aðspurður um hvernig gengi að manna vinnsl- una sagði Leifúr það hafa gengið vel en um helmingur starfsfólksins eru útlendingar. G.E. Kvótínn á Vesturlandi Er nálægt 50.000 tonnum 102 skip fengu úthlutað rúm- lega 44 þúsund tonna kvóta í Vesturlandskjördæmi þetta ný- byrjaða fiskveiðiár. Krókabátar í kjördæminu á þorskaflahámarki fengu ríflega 4600 tonna kvóta en 71 bátur er skráður í því kerfinu. Fjöldi krókabáta á sóknardögum og með 30 lesta þorskaflaþak eru 26 á Vesturlandi og krókabátar með 23 sóknardaga eru 35 tals- ins. Ef afli báta og skipa á svæð- inu er lagður saman og gert ráð fyrir þokkalegum aflabrögðum sóknar og aflaþaksbáta gæti kvóti Vestlendinga verið í kring um 50 þúsund þorskígildistonn. (samkv. upplýsingum úr Kvótabók Fiski- félagsútgáfunnar) K.K. Höfum sloppið vel við hráeíhisskort Skelin í Grundarfirði Skelvertíð er nú hafin í Grund- arfirði og eru þrír bátar á veið- um. Tveir leggja upp hjá Fiskiðjunni en það eru bátamir Farsæll SH og Haukaberg SH sem samtals hafa kvóta uppá 1100 tonn. Grandfirð- ingur SH veiðir síðan fyrir fisk- vinnslu Soffaníasar Cesilssonar. Nokkur skortur er á vinnuafli til að sinna þeim störfúm sem falla til við skelvinnsluna og einkum vantar fólk í landvinnslu. -Guðlaugur Þór, Brynjar og Oddur Brynjarsson í útgerðarhúsi Steinunnar í Ólafsvtk Mynd: GE Steinunn í hús Fyrir skömmu festi útgerð Stein- unnar SH167 í Olafsvík kaup á hluta af húsnæði Fiskmarkaðs Snæ- fellsness og þar er nú verið að inn- rétta veiðarfærageymslur og skrif- stofur. Að útgerð Steinunnar standa sex bræður og blaðamaður Skessuhorns hitti tvo þeirra, þá Brynjar og Þór Kristmundssyni þar sem þeir voru að standsetja húsið í síðusm viku. „Þetta húsnæði hefur verið ónýtt síðan Klumba flutti hausaverkunina í nýtt húsnæði. Fiskmarkaðurinn hefúr ekki þurft á því að halda en þetta hentar okkur vel, sagði Brynjar skipstjóri á Stein- unni. „Vlð höfum haft nógan tíma til að dunda í þessu þar sem skipið hefur verið í slipp í sumar. Við vor- um að láta setja á það peru og bóg- skrúfu og skipta um vélar en það fer að verða klárt“ sagði Brynjar. G.E. Yfirlit fomleifarannsókna í tilefni af Minjadegi Evrópu gengst Þjóðminjasafnið fyrir far- andsýningu sem gefur yfirlit yfir helstu fornleifauppgreftri hér á landi síðustu misseri. Að sögn Magnúsar Sigurðssonar minjavarð- ar Vesturlands og Vestfjarða er sýn- ingin í formi plakata með myndum og skýringartextum af níu stöðum sem rannsakaðir hafa verið og meðal þeirra eru Eiríksstaðir í Haukadal og Reykholt í Borgar- firði. Sýningin verður í Sundlaug Stykkishólms 16. - 27. september, í Safúahúsinu í Borgarnesi 27. sept- ember - 4. október, í Kirkjuhvoli á Akranesi 4. - 11. október, í Sjó- minjasafninu á ísafirði 18 - 25. október og í Grunnskólanum í Búðardal 18.-25. október. G.E skessuhom@skessuhom.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.