Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.1999, Page 14

Skessuhorn - 16.09.1999, Page 14
4- ?r ooet %'zfwiwr**'*? >»r ínTfrAfTTmjrvrr ^»rtú«<'-i.. 14 FIMMTUDAGUR16. SEPTEMBER 1999 gíaeSSllHötaRi Menningarminjar í Hvalfirði eru vannýtt auðlind Segir Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi á Fitjum í Skorradal Hulda Guðmundsdóttir hefiir sent þingmönnum Vesturlands samantekt um hugmyndir sem hún hefur um nýtingu söguminja í Hvalfirði. Hún leggur til að sér- staklega verði skoðað, með hlut- aðeigandi aðilum, hvort bragga- hverfið í landi Miðsands geti þjónað sem sýningarsvæði menningarminja á héraðs- og landsvísu. Blaðamaður Skesshorns sló á þráðinn til Huldu til að forvitnast frekar um hugmyndir þær sem hún hefur um framtíð svæðisins en Hulda heldur til í Reykjavík í vetur þar sem hún leggur stund á djákna- nám við Háskóla Islands. Osýnileg saga „Hvalfjörður á sér um margt mjög merkilega sögu, sem í dag er ótrú- lega ósýnileg þeim sem um hann fer,“ segir Hulda. Hún nefnir í því sambandi að Hvalfjörður er vett- vangur Fóstbræðrasögu, Harðar sögu og Islandsklukku Halldórs Laxness en um það sé hvergi að Ólafsvík Jónshús bæjarprýði Á fiðnum árum hefur verið imn- ið að endurbyggingu á svo- nefndu Jónshúsi í Olafsvík. Húsið var upphaflega byggt árið 1892 og er á þjóðminjaskrá. Eigandi hússins er Sigurður Jóns- son og hefur hann lagt mikla vinnu í endurbætur utanhúss en lagfær- ingum innanhúss er ekki lokið. Mikil bæjarprýði er er af húsinu sem stendur í hjarta bæjarins íbú- um og gestum til augnayndis. Ekki verður annað sagt en að gömul hús geta verið til mikillar prýði og ekki má gleyma sögulegu gildi þeirra. Húsið var byggt úr timbri sem kom hingað með skipi frá Noregi á sama tíma og gamla Olafsvíkur- kirkja var byggð. -EMK- Þín verslun Þín verslun í Ólafsvík hefur lagt niður starfsemi sína að Vallholti I þar sem verslunin Hvammur var til húsa hér áður fyrr. Versl- unin Kassinn við Ólafsbraut sem einnig starfar undir heitinu Þín Verslun mun nú þjóna íbúum Ólafsvíkur á einum stað í fram- tíðinni. Ágúst Sigurðsson kaupmaður og eigandi sagði í samtali við fréttarit- ara að verið væri að hagræða í rek- stri verslunarinnar. Þá sagði Ágúst að töluverðu íjármagni hefði verið varið til að mæta kröfum neytenda í versluninni við Ólafsbraut. Aðspurður um hátt vöruverð á landsbyggðinni og samkeppnis- stöðu við stórverslanir á höíuð- borgarsvæðinu vildi Agúst taka ffarn að verðlag á yfir 70% vöru- flokka væri á stórmarkaðsverði í versluninni. Ibúum í Ólafsvík hefur fækkað undanfarin ár og þörfin fyrir tvær verslanir virðist ekki lengur fyrir hendi þó samkeppni sé yfrrleitt af því góða. Neytendur verða því að meta það sjálfir hvar hagkvæmast er að versla hverju sinni. -EMK- Leitið upplýsinga og við gerum föst verðtilboð Skessuhorn ehf - Nútíma margmiðlun á Vesturlandi Sími 430 2200 Netfang: skessuhorn@skessuhorn.is Hulda Guðmundsdóttir. finna upplýsingar á svæðinu. „Andlegir og veraldlegir höfð- ingjar hafa búið öldum saman á þessu svæði, t.d. Magnús Stephen- sen, oddviti íslensku upplýsingar- innar, séra Hallgrímur Pétursson, Árni Oddsson lögmaður, Jón Thoroddsen skáld, og Steinunn Finnsdóttir, amma Snorra á Húsa- felli, ein fyrsta kunna skáldkona á Islandi svo einhver nöfn séu nefnd. Fjörðurinn var fyrrum mikil sigl- ingahöfn og þar voru miklar fiski- göngur og síldarhlaup. I Maríuhöfn var mesti verslunarstaður landsins á 14. öld og fyrsta prentsmiðja lands- ins, Hrappseyjarprentsmiðja var flutt að Leirárgörðum um aldamót- in 1800 og þannig mætti áfram telja,“ segir Hulda. Hún bendir jafnframt á að í Svæðisskipulagi sunnan Skarðsheiðar sé greint frá 22 merkum sögustöðum sem þurfi að kynna og merkja, auk þeiss sem fjöldi minja á svæðinu sé ekki þekktur og að það þurfi að kanna nánar. Síðasta braggahverfið Þegar nær kemur í tíma er saga fjarðarins ekki síður merkileg. Á Mið- og Litlasandi er t.d. eina hval- veiðistöð Islands, í Hvítanesi var aðalflotabækistöð Breta í síðari heimsstyrjöldinni og þar eru enn minjar um veru þeirra. „ Á Mið- sandi held ég að sé eina heillega braggahverfið frá stríðsárunum sem efrir er í landinu, en þar eru hátt í 30 braggar sem hefur verið mjög vel við haldið „ segir Hulda, sem ítrekar að þessi upptalning gefi alls ekki tæmandi mynd af sögulegu mikilvægi Hvalfjarðarsvæðisins. Hulda bendir á að gjaldeyristekj- Braggahverfið í landi MiSsands í Hvalfirði. ur af ferðaþjónustu voru árið 1996 um 11% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar og samt hafi fjöldi árs- verka staðið í stað síðustu tíu árin. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var 12% aukning í fjölda erlendra ferðamanna til landsins og hafa aldrei fleiri ferðamenn heimsótt landið miðað við fyrstu sjö mánuði árs. Vernd menningarminja er þjóðhagslega hagkvæm. „Það eru allar líkur á því að ferðamanna- straumurinn til landsins fari áfram vaxandi og við þurfum að leggja áherslu á að beina honum sem víð- ast um landið. Hingað til höfum við stólað fyrst og fremst á náttúr- una sem aðdráttarafl og ef við gæt- um ekki að okkur þá getum við gengið á hana um of. Það er líka staðreynd að menningar- og forn- minjar höfða til ferðamanna, ekki síður en náttúrugersemar sem Iívalfjörður á reyndar gnægð af.“ Hugmyndir um nýtingu sögu- minja Hulda leggur til að sérstaklega verði skoðað, með hlutaðeigandi aðilum, hvort braggahverfið í landi Miðsands geti þjónað sem sýning- arsvæði ýmissa menningarminja og leggur áherslu á að slíkt verði gert samhliða hvalveiðum. „Sérstaða ‘kampsins’ er mikil fyrir sögu þjóð- arinnar,“ segir Hulda. „Hér er bein tenging við mestu umbyltinguna í þjóðlífinu sem fylgdi síðari heims- styrjöldinni, þannig að hvergi á Is- landi ætti betur við að varðveita margskonar hersöguminjar sem svo afskaplega lítið hefur verið sinnt hér á landi. Til að auka fjölbreytn- ina væri æskilegt að koma einnig upp sýningu á hvalveiðisögu okkar. Hér er hjarta hvalveiðanna og það væri málstaðnum til ffamdráttar ef veiðarnar væru settar í sögulegt samhengi - t.d. tekjur fyrir þjóðar- búið, atvinna fyrir svo og svo marga o.s.frv. Áður var líf í Hvalfirði, en mér finnst þessi glæsilegi fjörður, svona steinsnar frá höfuðborginni, hálf gleymdur núna „ segir Hulda. Hún segir að æskilegast væri að geta boðið upp á fjölbreytt sýning- arsvæði og styddi þá hvað annað. Bendir hún á að kortasaga Land- mælinga ætti vel heima með ofan- greindu og koma mætti upp sögu vegasamgangna á Islandi. Þar mætti t.d vísa á elstu brú landsins sem þarna er og Hvalfjarðargangasafn sem nú er hýst í Steinaríki Islands gæti passaði vel inn í þessa mynd. Eins telur Hulda að veglegt steina- safri ætti hvergi betur heima en í Hvalfirði, þar sem einhverja mestu tegundafjölbreytni íslenskra steina sé að finna. Hún telur að hringleið- in um Hvalfjörð verði sjálfsögð leið ferðamanna ef þessar hugmyndir kæmust í framkvæmd, en einn helsti veikleiki í samgöngumálum á Vesturlandi í tengslum við ferða- þjónustu hefúr verið talinn skortur á hringleiðum. „Þessar hugmyndir mínar eru einungis frumdrög og settar ffarn til að vekja athygli á því sem ég tel að væri hægt að gera með samstöðu og samvinnu margra aðila, öllum til hagsbóta," segir Hulda. Guð- mundsdóttir að lokum. K.K. Hlutavelta Þeir Jóhann Jóhannsson, Oli Dór Baldursson, Trausti Geir Jónasson og Kristján Darri Jóhannesson héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 2700 krónum sem þeirfærðu samtöhmmn að gjóf. Mynd: Silja

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.