Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2000, Qupperneq 1

Skessuhorn - 06.01.2000, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 1. tbl. 3. árg. 6 . janúar 2000 Kr. 200 í lausasölu Vatnaheiðin heimiluð Umhverfisráðherra gefur grænt ljós á báða kostina Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur staðfest úrskurð skipulagsstjóra vegna fyrirhug- aðrar vegalagningar yfir Vatna- heiði eða endurbætts vegar um Kerlingarskarð, en skipulags- stjóri gaf sem kunnugt er grænt ljós á báða þessa kosti. Urskurð- ur skipulagsstjóra var kærður til umhverfisráðherra og eina Ieiðin til að fá þeim úrskurði hnekkt er að höfða dómsmál á hendur ráð- herra. Ljóst þykir að þar sem báðir kostirnir eru heimilaðir verði Vatnaheiði fyrir valinu. “Við fögnum þessari niðurstöðu og nú bíðum við bara róleg eftir að geta farið að aka eftir vegi sem er mun öruggari heldur en sá sem við höíúm þurft að búa við til þessa,” sagði Gunnar Kristjánsson í Grundarfirði en harin var einn þeirra sem stóðu að undirskrifta- söfnun með áskorun til skipulags- stjóra um að heimila vegagerð yfir Vatnaheiði. I samtali við Birgi Guðmundsson umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi kom fram að nú þegar er vinna við útboðsgögn vel á veg komin. “Það lá ljóst fyrir að Vatna- heiðin væri sá kostur sem valinn yrði ef niðurstaða ráðherra yrði já- kvæð. Hinsvegar ákváðum við að láta bíða vinnu við jarðvegssýni sem kostar svolítið rask og er að auki betra að framkvæma þegar jörð er frosin. Eg býst hinsvegar við að útboðsgögn vegna Vatna- heiðarinnar verði tdlbúin í febrúar eða byrjun mars og framkvæmdir við verkir eiga að geta hafist strax í vor.” Birgir sagði að stefnt væri að verklokum haustið 2001. “Oflugur verktaki á að geta ráðið við þetta á tveimur árum þótt þetta sé um- fangsmikið verk. Sjálf vegagerðin er að mörgu leyti þægileg en við gerum ráð fyrir mikilli vinnu í frá- gang þar sem við höfum lofað að ganga frá þessu svæði eins vel og unnt er og munum að sjálfsögðu standa við það,” sagði Birgir. Harma niðurstöðuna “Ég harma þennan úrskurð og tel að þarna sé ekki tekið tillit til allra sjónarmiða,” sagði Anna Guð- rún Þórhallsdóttir fulltrúi Náttúru- verndar ríkisins á Vesturlandi. Hún kvaðst einnig hafa efasemdir um að þegar upp væri staðið væri Vatna- heiðin betri kostur en endurbættur vegur um Kerlingarskarð. GE Fyrsti Vestlendingur ársins 2000 Fyrsti Vestlendingurinn á nýju ári kom í heiminn að kvöldi nýársdags kl. 19:35 á fæðingardeild Sjúkrahtíss Akraness. Það var drengur.; rúmar 13 merkur.; sonur Ragnheiðar Stefánsdóttur og Þórarins Kristmundssonar. Skessuhom óskar foreldrum og bami gcefu og gengis á komandi árum. Mynd: K.K. Vesdend- ingur arsins 1999 ® KBO selur eignir ■JóKASAFN/JJ £OlABOK;

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.