Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 06.01.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 2000 Á>£»sunu^. Gleðilegt ár lesendur mínir og gleðilega öld þeir sem svo vilja vera láta. Ekki ætla ég að blanda mér í þá rökfræði enda sýnist mér þar deilt um keisarans skegg eða hvort mönnum er tamara að telja 0-9 eða 1-10 og verður hver að eiga það við sig og sína sannfæringu. Hins vegar eru það óneitanlega tímamót sem vert er að halda uppá þegar skipt er um fyrsta staf í fjögurra stafa ártali og sjálfsagt getur ein- hver sagt að afloknum áramótun- um líkt og sá er svo kvað: Vœtti kverkar vínandi uns valt ég lítaf í morgunsárið. Alveg á hausnum hvínandi heilsa ég upp á njja árið. Fólkið blínir beygt og krankt í blóðugt morgunsárið. Kurteislega en kynja blankt kvaddi gamla árið. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa orðið undir í samfélaginu eða sakna ástvina sinna af einhverjum ástæðum eiga ekki hvað síst erfitt um hátíðarnar og þó allskonar fé- lagasamtök séu öll af vilja gerð til hjálpar þá dugar það oft skammt. Jólakvöldið 1918 sat Jón S. Berg- mann einn ásamt ketti sínum og minntist þess á þessa leið: Þótt mér bregðist hyllin hlý, hcefir ekki að kvarta, meðan ég á ítök í einu kattarhjarta. Það er mikill (og góður) siður okkar Islendinga að kenna ávallt ríkisstjórninni um allt sem aflaga fer. Ekki veit ég (og mundi ekki segja þó ég vissi) hvaða organisti í hvaða forsætisráðherratíð leit nið- ur í kirkjuna á stórhátíð og varð að orði: Ymislegt fyrir augun ber sem ekki styrkir trúna. Forsætiráðherrafíflið er frammi í kirkju núna. Almanak Háskólans er eitt af því sem okkur virðist sjálfsagt í dag en svo hefur ekki alltaf verið og fyrr- um reiknuðu menn út dagatal sam- kvæmt hinum fornu rímtalsregl- um, tröllkonurími og fingrarími. Jón Sæmundsson á Neðra Hálsi skrifaði á hverju ári almanak handa ffænda sínum Einari Olafssyni í Litla Botni. Eitt sinn fylgdi alman- akinu þessi vísa: llla klórað almanak ekki er von þér liki. Fylgi þér guð á hjóst og bak bróðir dyggðaríki. Eins og áður er að vikið þykir mönnum við hæfi að gera sér nokkurn dagamun í mat og drykk um jól og áramót þó sumum þyki það hin svívirðilegustu brot á yfir- standandi megrunarkúrum. Aðrir láta sér fátt um finnast og hugsa eitthvað svipað og Sigfus Jónsson: Þó hinirflestir halli sér að hungurkúrum ströngum, læt égfátt á tnóti mér í mat og drykkjarfóngum. Dansleikir margir og merkir eru jafnan haldnir um hátíðarnar og um stúlku nokkra sem ástundaði stíft skemmtanaiðnaðinn kvað Bragi Björnsson ffá Surtstöðum: Finnst sér holla heilsubót heimsins sollur geyma eins og rolla um áramót, aldrei tollir heima. Ásgrímur Kristinsson frá Ás- brekku sá miðaldra heimasætu vera að snyrta sig fyrir stórdansleik í nokkurri fjariægð og varð að orði: Hennar leið er löng á mið lífs því eyðast snæri þurfti að greiða og gera við gömul veiðarfæri. Næsta vísa virðist ort við svipað- ar kringumstæður en því miður veit ég hvorki höfund né nánari til- drög og heiti nú á lesendur að duga mér og senda mér upplýsingar um höfund ef einhver vissi: Mærin keypti meðalið sem magnar fegurð líkamans. Hún er að reyna að hressa við hrákasmíði skaparans. Hannes Jónasson bóksali á Siglufirði sá stúlkur vera að flýta sér á dansleik og varð að orði: Yndislegar auðarbrýr undurfógrum biínar klæðum hlaupa alveg eins og kýr undir vissum kringumstæðum. Um áramótin er góður tími til að líta yfir farinn veg og eftir atvik- um að velta fyrir sér framtíðinni en eftir Guðmund Gunnarsson frá Tindum er eftirfarandi kvæði sem hann nefnir Áramót: Araskiftin okkur gaf alheimsráður blíður. Ut í tímans ómælt haf aldastraumur líður. Stimdatöflu tímans greitt töldu árin skrifa. Fær til baka enginn eitt augnablik að lifa. Gætum þess að gefitð pund getur valdið skaða, ef við látum léða stund líða misnotaða. Guðmundur hefur greinilega séð nauðsyn þess að nota tímann vel en það hefur líka sú ágæta kona séð sem Sigurður J. Gíslason frá Skarðsá yrkir um: “Litlu stundum muna má, ” mælti sprundið svikið. uFegins stund erflogin hjá, fyrir dundið - hikið. ” Þegar þeir K.N. og Baldvin L. Baldvinsson síðar ritstjóri í Man- itoba voru að alast upp á Akureyri voru þeir ásamt hópi annarra stráka á líku reki að henda steinum í grútarbræðslupott sem stóð þar í fjöru þegar svo illa vildi til að eyrað brotnaði af pottinum. Var nú í óefni komið og yfirvofandi fyrir- lestur og þá væntanlega ekki staf- réttur upp úr Biblíunni eða jafnvel “velforþént líkamlegt straff’ þegar Baldvin sem þó var yngstur hróp- aði upp:”Berðu skít í sárið”. Löngu síðar sendi K.N. Baldvin efirfar- andi vísu um áramót: Blaðið þtýtur Baldi ?ninn burtu þýtur árið. Efþií brýtur boðorðin, berðu skít í sárið. Þau hafa hvort sem er öll verið brotin áður. Þorsteinn heitinn Guðmundsson á Skálpastöðum hugsaði hins vegar svo til efsta dags og sælu hinna ódrýgðu synda: Ef að sérhver máist mynd manns á efsta degi græt ég hvetja sæla synd sem ég drýgði eigi. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjanur Dagbjansson Refsstöðum 320 Reykholt S435 1367 Um málefhi SSV Penninn Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um þau tíðindi, sem urðu í desember s.I. þegar Akranesbær sagði sagði sig úr Samtökum sveit- arfélaga á Vesturlandi (SSV). Eins og fram hefur komið tekur úrsögn- in gildi um áramótin 2000/2001. í framhaldi af þessum fréttum hefur verið leitað umsagnar Skagamanna, sem segja þessi viðbrögð sín vera kröftug mótmæli þeirra við fyrir- fram skipulögðu flokkspólitísku samkomulagi á Vesturlandsvísu um kjör Gunnars Sigurðssonar (D) sem formanns stjórnar SSV. Þar sem ég undirrituð á sæti í stjórn SSV fyrir hönd Borgar- byggðar tel ég mér skylt að koma mínu sjónarhorni á þetta mál á framfæri í örfáum orðum. Það var kjörnefnd/uppstillingar- nefnd, sem tilnefndi fólk í stjórn SSV á aðalfundi samtakanna í Reykholti um miðjan nóvember s.l. Fram hefur komið að í þeirri nefnd var aldrei rætt um hver stjórnar- manna ætti síðan að taka for- mennsku, enda er það hlutverk stjórnarinnar sjálfrar að skipta með sér verkum skv. lögum samtakanna. I blaði Skessuhorns, sem út kom nokkrum dögum síðar, löngu áður en fyrsti stjórnarfundur var hald- inn, var hins vegar frétt um að ákveðið hefði verið Gunnar Sig- urðsson yrði næsti formaður í stjórn. Þessar fréttir komu mér á óvart, því ég átti von á að mál þessi yrðu rædd meðal okkar stjórnar- manna þegar að því kæmi og það hafði ekki hvarflað að mér að sam- komulag yrði gert um slíkt af fjór- um stjórnarmanna án þess að nefna það við þrjú okkar, eins og kom á daginn. Þegar málin skýrðust síðar kom í ljós að þessi frétt í Skessu- horni, sem ég hélt í einfeldni minni að væri úr lausu lofti gripin, var hin rétta mynd. Þessu til styrktar má vitna orðrétt í viðtal við Gunnar Sigurðsson í Mbl. 22. des. s.l.: „...fyllsta samkomulag var á aðal- fundinum eftir hvaða leiðum ætti að vinna..“ Þetta “samkomulag” var mér og tveimur öðrum stjórnarmönnum aldrei kunnugt, né heldur hafði það verið rætt í kjörnefnd. Það hefur því aðeins verið rætt í þröngum hópi útvalinna manna, sem gengu frá þessu sín á milli á milli dag- skrárliða á aðalfundi án nokkurs samráðs við fulltrúa stærsta hluta kjördæmisins. Eg kem nú ný til stjórnarstarfa í SSV Mér er tjáð af þeim, sem meiri reynslu hafa að formaður hafi þar ekki áður verið kosinn flokkspóli- tískt. Samt er það ekki aðalatriðið í þessu máli. Hvaða persóna var kos- in til formennsku er heldur ekki það sem hér skiptir máli, þetta hef- ur ekkert með persónu Gunnars Sigurðssonar að gera. Það skiptir heldur ekki máli um hvaða flokk er að ræða. Það er líka og verður von- andi áfram markmið allra stjórnar- manna SSV að vinna saman að heill Vestlendinga. Það sem hér skiptir máli eru vinnubrögðin. Þau komu mér verulega á óvart. Eg viðurkenni fúslega að mér hefði sjálfri aldrei dottið í hug að standa að slíku og ég vona að ég komist aldrei á það stig í pólitík. Guðrún Jónsdóttir Aramótahug- leiðing ár 2000 Penninn Við erum að byrja lífið á öld sem mun hafa í för með sér meiri breyt- ingar en nokkur getur ímyndað sér. Tækniþróunin fer stig vaxandi í 10 til 20 ár. Þá verða komnir vetnisknúnir flugbílar, yfirbyggðar gangrennibrautir í borgirnar, mest öll framleiðsla bæði matvælafram- leiðsla og iðnaður verður framleitt með tölvustýrðum vélum án þess að mannshendur komi að því. Læknisfræði og líffræði taka ótrúlegum framförum. Það er jafn- vel farið að glíma við að koma í veg fyrir ellihrörnun. I stað þess að leysa ágreiningsmál með ofbeldi og styrjöldum verða þau í æ ríkara mæli leyst með hugs- un , sanngirni og samningum. Það er nánast sannað að hugsanir geta borist manna á milli. Ef svo fer þá verður til orka sem mætti kalla líf- magn eða líforka, hliðstætt raf- magni. Þekking á þeirri orku gæti valdið byltingu. Hugsanlega bæði til góðs og ills. Ef þeirri orku væri beitt til góðs gæti það lyft lífi jarð- arinnar í æðra veldi og ég hefi trú á því að það gerist á grundvelli hinna miklu þekkingar sem mannfólkið er búið að afla sér. Það liggur bráðlega ljóst fyrir öllum að besta ráðið til að vinna vel að sínum lífsvegi er að vinna öðrum og hjálpa eins og þeir vilja að sér sé best gert. Það er ekki fórn heldur bein viðskipti. Þetta verður öllum ljóst innan 25 ára. Svipað gildir með peningana. Þeir eru í raun rík- astir sem fara best með peningana. Þeir sem minnsta peninga hafa, geta verið í raun ríkastir. Líkt á við um mat á manngildi. Menn eru svo mismunandi hæfileikum gæddir og eiga það að þakka og gjalda erfða- vísum og ýmsum ytri aðstæðum. Raunverulegt manngildi er fólgið í því að nýta það vel, sem hverjum er gefið. Þetta allt og miklu meira verður hverju mannsbarni ljóst eftir 50 ár. Þá verður beislun líforkunnar ein- ungis notuð til góðra verka. Lífs- stefnan tekur völdin, en helstefnan líður undir lok á okkar jörð. Mann- inn hefur grunað þetta í aldaraðir. Vegna erfiðrar lífsbaráttu og ein- angrunar hefur ekki verið nokkur kostur á því að koma þessu í fram- kvæmd fyrr en þetta. Við megum ekki fyllast yfirlæti þótt okkur hafi hlotnast það að njóta afraksturs þrotlauss starfs forvera okkar. Húsafelli 2. jan 2000, Kristleifur Þorsteinsson. f/etfgar&&harn f& Jólahugvekja Sumir vilja meina að í seinni tíð hafi gullkálfurinn rutt jóla- barninu út úr jötunni. Jólahugvekja Guðmundar Þor- steinssonar bónda á Skálpastöð- um í Lundarreykjadal hljóðar svo: Hugsjón og takmörk hins neytandi nútímamanns eru að ná til sína armarra hlutdeild í veraldar auði og kýla svo vömbina t margfrægri minnmgu hans sem mettaði þúsundir tveimur fisk um og brauði. Snigillinn I tilefúi af tímamótaákvörðun í Landbúnaðarráðuneytinu varð- andi innflutning á norskum beljuafleggjurum orti Guðmund- ur: Lötttm sniglinmn tóktt þeir tak. Siáfur ráðhetrann áfrrnn hctm rak. Én lítið þó miðar, hann mjakast til hliðar, ellegar afturábak. Kristnihátíð Til að undirbúa sig fyrir kom- andi Kristnihátíð á Þingvöllum leggur Guðmundur fram eftirfar- andi bæn. Mikil, ó Drottinn, er miskunin þín og má ég nú vona uppá hana. Æ, breyttu nú Þinguallavatni í vín se?n í veislunni góðu í Kana. 2000 Fáum klukkutímum eftir mán- aðarmótin illræmdu var í sjón- varpi viðtal við Tvöþúsundkall- inn Hauk Ingibergsson sem lýsti því yfir að þeim fjörtíu og fjórum milljörðum sem Islendingar vörðu til þess að mæta 2000 vandanum hefði ekki verið sóað til einskis. Því til sönnunar vísaði hann til þess að hvergi í heimin- um hefði komið upp nein 2000 vandamál. Blaðamaður Heygarðshomsins býðst til þess fyrir aðeins 4 millj- arða að koma í veg fyrir eldgos í Grábrók 18. október á þessu ári. Pólitískir flugeldar Borgfirðingur nokkur keypti íjölskyldupakka með 5 flugeldum til að skjóta upp um áramótin. Hver flugeldur var merktur ein- um bókstaf og vildi svo til að þetta vom stafirnir B, D, F, S og U. Hann byrjaði á að skjóta B flugeldinum, þar sem sú gerð hefur löngum notið mestra vin- sælda í nágrenninu. Hann fór mun styttra en venjulega. D flugeldurinn var stærstur og feitastur. Sprengingin var stór eins og búist hafði verið við og glæringarnar samkvæmtvænting- um. Ekki slæmt, en það höfðu allir séð þetta áður. F rakettan var minnst og ræf- ilslegust og það kviknaði ekki einusinni í henni. Þetta virðist vera framleiðslugalli því svona fór þetta með F rakettumar um land allt, nema á Vestfjörðum, þar sem þær svínvirkuðu. Sá S-merkti var stór og mynd- arlegur og lofaði góðu. Flaug upp með ógurlegum hávaða og bjugg- ust menn við miklum sprening- um. En svo slökknaði bara á hon- um og hann lak niður, hljóðlaust. U flugeldurinn var lítill og hálf ræfilslegur, og skaust upp í loft án þess að nokkur tæki efúr því. Hins vegar sprakk hann með mildum tilþrifum og lýsti himin- inn rauðan í langan tíma. Kraft- urinn kom mörgum á óvart, en liturinn ekki, og það þótt sölu- maðurinn hefði sagt að þetta væri grænn flugeldur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.