Skessuhorn - 06.01.2000, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 2000
SHSSSiiH©2Ki
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200
Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgnmes) 430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf.
Framkv.sljóri: Magnús Magnússon
Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson
Vefdeild: Bjorki Mór Karlsson
Blaðamaður: Kristjón Kristjónsson
Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir
Siljo Allonsdóttir
Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólofsdóttir
Umbrot: Skessuborn / TölVert
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf
430 2200
852 8598 skessuhorn@skessuhorn.is
852 4098 ritstjori@skessuhorn.is
854 6930 vefsmidja@skessuhorn.is
892 4098 kk@skessuhorn.is
430 2200 auglysingur@skessuhorn.is
431 4222 auglysingar@skessuhorn.is
431 4222 bokhald@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr.
430 2200
fífli
Sjálfsagt kann það ekki góðri lukku að stýra að hefja nýtt ár með
geðvonsku og grimmri lund en þrátt fyrir að ég hafi fádæma gott
geðslag og sé með dagfarsprúðari mönnum þá fæ ég ekki rönd við
reist í þetta sinn.
Eg einfaldlega þoli það ekki að láta hafa mig að fífli.
Það verður bara að segjast eins og er að jólin fóru fýrir ofan garð
og neðan á mínu heimili. Allur desembermánuður fór óskiptur í að
undirbúa áramótin. Allt heimilisfólk stóð vaktir til að koma í verk öllu
því sem nauðsynlegt var talið til að takast á við þessi tímamót. Það
þurfti að súrsa, salta og sjóða niður kjötmeti, grænmeti og annað við-
urværi. Þá varð að kaupa inn allan þann dósamat sem með góðu móti
mátti koma í hús, taka mó og höggva eldivið vinna værðarvoðir,
höndla gas og lampaolíu og hamstra kerti.
Ég freista þess ekki einu sinni að reikna saman allar þær vinnu-
stundir sem fórnað var til að búa sig undir að mæta ógnvaldinum
skelfilega; Tvöþúsundvandanum. Það varð þó ekki hjá því komist því
í nútíma þjóðfélagi verður sérhver að bjarga sjálfúm sér.
Ég stóð frammifýrir því að á miðnætti á gamlárskvöld myndi
brauðristin springa í loft upp, sjónvarpið safnast til feðra sinna, tölv-
an verða bráðkvödd og vekjaraklukkan fá slag. Með öðrum orðum að
allt sem máli skiptir til að lifa af og lifa fýrir myndi á þessum tíma-
mótum verða einu ártali að bráð. Þar sem búið var að eyða um það
bil fjörtíu og fjórum milljörðum íslenskra króna til að sannfæra mig
um þessa aðsteðjandi vá og það er ekki annað hægt en að taka mark á
slíkum upphæðum.
Skildi því einhver furða sig á því að ég hafi orðið rasandi þegar ég
komst að því klukkan eina mínútu yfir tólf á gamlárskvöld að ég hafði
látið hafa mig að háði og spotti.
Ég var með allt mitt á þurru og hafði gert nauðsynlegar ráðstafan-
ir til að lifa af þangað til búið væri að finna upp heimilistæki sem gætu
nýst þangað til þrjúþúsundvandinn myndi dynja yfir. Það var því ekki
laust við að ég vorkenndi nágrönnunum sem ég vissi að höfðu ekki
tekið tvöþúsundvandann nægilega alvarlega og héldu að það þjónaði
einhverjum tilgangi að taka áramótaskaupið upp á myndband. Auð-
vitað hlakkaði í mér svona undirniðri að sjá svipinn á þeim þegar þeir
kæmu að fá lánuð kerti og niðursoðinn saxbauta.
Mér varð að sjálfsögðu ekki svefnsamt á nýjársnótt fýrir bræði en
undir morgun áttaði ég mig á því hvað hafði gerst. Þá rifjaðist upp
fýrir mér að fýrir margt löngu hafi ég barið augum bandaríska kvik-
mynd sem hét á frummálinu “Revenge of the nörds.”
Það var lóðið. Aður en tvöþúsund vandinn var fundinn upp voru
tölvunördar afskaplega lítilsmetin stétt, nokkurskonar plebear vorra
tíma. Þetta eru einsetumenn nútímans og ákaflega einangraðir þar
sem veröld þeirra takmarkast við fimmtán tommu tölvuskjá.
A síðustu misserum hefur þessi stétt manna sem fýrir stuttu síðan
var sýnd fullkomin lítilsvirðing orðið að ofmetnustu mönnum mann-
kynssögunnar. Þeir komu á framfæri áhrifaríkasta gabbi frá því Orson
Wells flutti útvarpsleikrit sitt “Invasion from Mars” um miðja þessa
öld.
Þegar mér rennur reiðin býð ég upp á saxbauta með súrum gúrk-
um.
Gísli Einarsson æfareiður
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Nýr Hymustjóri
Georg Hermannsson
A nýbyrjuðu ári tók
Georg Hermannsson við
starfi framkvæmdastjóra
Hyrnunnar í Borgarnesi.
Hann hefur gengt starfi
fjármálastjóra Kaupfé-
lags Borgfirðinga undan-
farin ár en við því starfi
tekur Gylfi Arnason sem
jafnframt er umsjónar-
maður tölvumála Kaup-
félagsins. -MM
Gylfi Amason
Kennsla hefst
íFVAa
Tæplega 600 nemendur stunda
nám í FVA á vorönn en kennsla
hefst á morgun klukkan átta sam-
kvæmt stundaskrá sem nemendur
fengu afhenta í dag. Að sögn Harð-
ar Helgasonar aðstoðarskólastjóra
verður vorönnin nokkuð óvenjuleg
þar sem páskar eru seint á ferðinni.
“Kennsla hefst nú fýrr en áður og
því lýkur henni einnig fýrr í vor.
morgun
Einungis þrír kennsludagar verða
eftir páska þar sem páskar eru seint
í apríl. Próf byrja 2. maí og braut-
skráning er síðan 19. maí. Þetta
verður því nokkuð “massíf ’ önn eti
það er gert ráð fýrir að um miðbik
annarinnar verði kennslan brotin
upp með nemendadögum og til-
breytingu í skólastarfinu,” sagði
Hörður Helgason. K.K.
Þrettándabrenna
Um hádegi á þriðjudag logaði enn glatt í bálkestinum stóra.
Mynd: K.K.
Skagamenn ráku upp stór augu
að kvöldi mánudagsins 3. janúar því
þá var skyndilega búið að kveikja í
þrettándabrennunni á malarvellin-
um að Jaðarsbökkum.
I fýrstu héldu menn að einhver
eða einhverjir illa innréttaðir ein-
staklingar hefðu tekið upp á þessari
óhæfu en í ljós kom að kveikt var í
undir stjórn Slökkviliðs Akraness.
Var það mat manna þar á bæ að
brennan væri of stór til að óhætt
væri að hleypa fólki jafh nálægt eld-
inum og tíðkast á skemmtuninni á
þrettándanum. Var því brugðið á
það ráð að brenna köstinn niður og
var efnað saman í aðra og nettari
brennu sem ekki skapar hættu fýrir
áhorfendur - og kveikt verður í
klukkan 20 í kvöld.
Þrettándabrennan á Jaðarsbökk-
um er í umsjón yngri flokka Knatt-
spyrnufélags IA og brennustjóri er
Olafur Guðjónsson. K.K.
Saurbæjarhreppur
óskar eftir viðræðum
Reykhólahreppur ekki tilbúinn
Hreppsnefnd Saurbæjarhrepps í
Dölum hefúr sent hreppsnefhd-
um Dalabyggðar og Reykhóla-
hrepps erindi þar sem óskað er
efitir að viðræður um sameiningu
þessara þriggja sveitarfélaga
verði teknar upp að nýju.
Sameiningarviðræður sveitarfé-
laganna hófust í ársbyrjun 1998 en
þeim var hætt þegar leið að sveitar-
stjórnarkosningum. Síðan hafa
þessi sveitarfélög ekki rætt samein-
ingu enda hefur oddviti Reykhóla-
hrepps lýst því yfir ítrekað að
hreppsnefndin telji sameiningu
ekki tímabæra fýrr en tekist hefur
að rétta af fjárhagsstöðu sveitarfé-
lagsins. Bág staða sveitarsjóðs í
Reykhólahreppi mun enda vera það
sem helst stendur í vegi fýrir sam-
einingu.
I samtali við Skessuhorn sagði
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
-oddviti Reykhólahrepps að hrepps-
nefnd þar væri búin að fjalla um er-
indið. “Það hefur verið unnið að
því að minnka skuldir sveitarfélags-
ins í samvinnu við félagsmálaráðu-
neytið og fjármálaráðuneytið. Sú
vinna er enn í gangi og við höfum
ákveðið að svara erindinu á þá leið
að við viljum sjá hvað kemur út úr
þeirri vinnu áður en viðræður
verða teknar upp að nýju”, sagði
Jóna Valgerður. Hún bætti því við
að Reykhólahreppur óskaði hins-
vegar eftir áframhaldandi góðu
samstarfi og væri tilbúinn til við-
ræðna þegar fram í sækti.
GE
Róleg áramót
í Borgamesi
Að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi liðu áramótin á
fremur rólegan og þægilegan
hátt. Þrátt fyrir að margir
væru búnir að bíða þessara til-
teknu áramóta með mikilli
eftirvæntingu var aðsókn á
skemmtistaði fremur lítil og
fóru skemmtanir alls staðar
vel fram. Mikið mun hinsveg-
ar hafa verið um að fólk kæmi
saman í heimahúsum en hver-
gi urðu nein vandræði vegna
ölvunar eða meðferðar skot-
elda.
GE
*
Arekstur við
Svignaskarð
Harður árekstur varð við
Skarðslæk skammt frá Svigna-
skarði. í. Borgarbyggð síðast-
liðið sunnudagskvöld. Oku-
maður fólksbifreiðar á suður-
leið missti stjórn á bifreiðinni
í hálku með þeim afleiðingum
að hún snerist og lenti þvert
framan á jeppabifreið sem
kom á móti.
Ökumaður fólksbifreiðar-
innar var fluttur til Reykjavík-
ur á sjúkrahús og vár hann all-
mikið slasaður að sögn lög-
reglunnar í Borgarnesi. Illa
gekk að ná honum út úr bif-
reiðinni og var kallaður til
tækjabíll en ekki þurfti að
beita klippunum. GE
Samið við
Klæðningu
Vegagerðin hefur gengið frá
samningum við Klæðningu hf.
um fýrsta áfanga vegagerðar
yfir Fróðárheiði og Utnesveg
frá Fróðárheiðarvegamótum.
Klæðning átti lægsta boð í
verkið sem nam um 128 millj-
ónum króna.
Þá er verið að ganga frá
samningum við Bjama Vig-
fússon á Kálfárvöllum um
lagningu bundins slitlags á
Utnesveg milli Arnarstapa og
Hellna. GE
Samsláttur
olli rannagns-
leysi
Rafmagnslaust varð um
tíma á Akranesi, í Borgarfirði
og í Borgarnesi í rokinu að
kvöldi 30. des. sL en samláttur
varð á línum frá Brennímel að
Varnshömrum. Hjá Norðuráli
lentu menn í brasi við að
koma straumi á aftur en ekki
hlaust tjón af. Að sögn Torfa
Dan Sævarssonar, rafmagns-
stjóra Norðuráls var dálítið
stress á mömium á meðan raf-
magni var komið á að nýju.
“Raftnagnleysið stafaði af ytri
aðstæðum en þetta fór allt
saman mjög vel og það varð
ekkert tjón hjá okkur. Nú er
verið að vinna að því að þetta
komi ekki fýrir aftur,” sagði
Torfi Dan Sævarsson.
K.K.