Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2000, Qupperneq 6

Skessuhorn - 06.01.2000, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 2000 jncssmui^ Inga Hanna Ingólfsdóttir og Hreinn Björtisson ásamt starfsfólki Breiðarinnar. Mynd: K.K. Breiðin Nýr skemmtistaður á Skaganum Hreinn Björnsson og Inga Hanna Ingólfsdóttir opnuðu nýj- an skemmti- og veitingastað í endurgerðu húsnæði gamla hótelsins við Bárugötu á annan í jólum. Staðurinn getur tekið um 200 manns í sæti og í mars verður tekin í notkun efri hæðin þar sem fyrirhuguð er rúmgóð setustofa og aðstaða til að horfa á beinar útsendingar í sjónvarpi. Húsnæðið hefur verið endurnýj- að nrjög mikið eða nánast frá grunni. Allar raf-, hita- og skólplagnir eru nýjar sem og inn- réttingar og staðurinn er gjör- breyttur frá því sem áður var. Að sögn Hreins Björnssonar hefur um skeið vantað skemmtistað af þessari stærð á Akranesi og aðstöðu íyrir árshátíðir sem og ýmsar skemmt- anir af stærra taginu. Hann segir viðtökurnar yfir hátíðarnar hafa verið framar vonum, dansleikir hafi verið vel sóttir og allt farið fram með miklum sóma. K.K. Hiís Hlífar Bjömsdóttur og Magmísar F. Ingólfssonar að Heiðarbraut 33 semfékk viðurkenningu jyrir fallegustu jólaljósa- skreytinguna. Mynd K.K. fM&r ypKj * V- . r, Fallegustu skreytingamar Fallegasta og athyglisverðasta jólaskreytingin á Akranesi þetta árið er við hús Hlífar Björnsdóttur og Magnúsar F. Ingólfssonar að Heiðarbraut 33. Það var Akranes- veita sem veitir viðurkenningar fyr- ir fallegustu og smekklegustu jóla- ljósaskreytingarnar í bænum en einnig fengu viðurkenningu húsið að Jörundarholti 15 sem er í eigu Kristrúnar Höllu Ingólfsdóttur og Daníels Rúnars Elíassonar og húsið að Melteigi 16b sem Olöf Krístín Guðnadóttir og Þorsteinn Ingason eiga. Leitað var eftir ábendingum frá bæjarbúum sem brugðust vel við að sögn Magnúsar Oddssonar, veitu- stjóra. Fyrirtækið Haraldur Böðvarsson hf. fékk sérstaka viðurkenningu fyr- ir sínar skreytingar sem sjást víða að og þykja setja svip á bæinn á að- ventunni og jólum. Hjarðarholt var síðan útnefnd best skreytta gatan. I starfshópi veitunnar sem valdi fallegustu skreytingarnar voru Kristrún Gísladóttir, innheimtu- stjóri, Birgir Guðnason, verkstjóri og Magnús Oddsson, veitustjóri. KK Tíð umferðaróhöpp Allmikið hefur verið um árekstra og minni- háttar umferðaróhöpp í Borgarnesi og ná- grenni um jól og ára- mót. Hálka og stöðug- ar umhleypingar hafa fyrst og fremst valdið tíðni umferðaróhappa sem að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi hafa verið með meira móti. I fæstum tilfell- um hafa þó orðið slys á fólki en nokkuð eigna- tjón. -GE Islendingum þykirfátt jafiifallegt og glóandi púðursólir og neistaregn á meturbimni enda taldir eiga heimsmet íflugeldaskotum. Mynd: K.K. Flugeldasýning í tilefni af sameinmgu Þann 1. janúar næstkomandi tek- ur til starfa nýtt björgunarfélag á Akranesi og verður kallmerki sveit- arinnar “Akur.” Hjálparsveit skáta og Björgunar- sveitin Hjálpin á Akranesi samein- uðust formlega þann 1. janúar sl. og heitir nýja félagið Björgunarfé- lag Akraness. I tilefhi af sameining- unni var haldin mikil flugeldasýn- ing á Skagaverstúninu þriðjudag- inn 28. desember. Sýningin var stutt en þeim mun kröftugri og varð um tíma albjart sem á sumar- degi í nýja miðbænum. Var það mál manna að sjaldan hefði jafn kröftug fhigeldasýning verið haldin á Skag- anum. K.K. Rafstraumur er notaður til að kveikja ístœrstu bombunum. Sprengjumeistarinn gengur hérfráþráðunum áður en sýningin hófst. Mynd: K.K Kostnaðarmat á aðalnámskrá Niðurstaðan notuð í viðræðum við ríkið Á fundi skólanefhdar Akraness í nóvember var samþykkt að skora á stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga að láta gera ítarlega úttekt á því hvernig til hafi tekist með flutning grunnskólans yfir til sveitarfélaganna og fjármögnun verkefnisins. Á fundi bæjarstjórnar Akraness í lok nýliðins árs var tek- ið undir þessa samþykkt skóla- nefndarinnar og leggur bæjar- stjórnin jafnframt til að ný aðal- námskrá grunnskólans verði kostnaðarmetin og niðurstaða þess mats notuð í viðræðum við ríkið um fjármögnun nýrra verkefna. KK.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.