Skessuhorn - 06.01.2000, Síða 14
14
FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2000
onCi9iSUtlOiik..
Næturlífið á Skaganuin
Fjölmenni var á fyrsta dans-
leiknum á Breiðinni, hinum nýja
skemmtistað Skagamanna, sem
haldinn var á annan í jólum. Ut-
sendari Skessuhorns leit við með
myndavélina og smellti af
nokkrum myndum.
7)7 vinstri: Fegurðardísimar Katrín Rós
og systir hennar Hulda Bima létu sig
ekki vanta á opnunardansleikimi frekar
en aðrar dísir á Skaganum.
Til hœgri: Hreinn Bjömsson yfirvert og
eigandi Breiðarinnar fagmannlegur að
vanda við bjórkranana.
Fyrir neðan: Stiginn var villtur
dans og varjafnán þröng á nýja
dansgólfinu. Myndir: K.K.
Nýr kaupmaður í Bitann
Nú um áramótin tók
nýr rekstraraðili við
versluninni Bitanum í
Reykholti í Borgarfirði.
Þar er rekin matvöru-
verslun og bensínstöð.
Undanfarin 16 ár hefur
Vilborg Pétursdóttir
rekið verslunina fyrst í
samstarfi við Kaupfélag
Borgfirðinga en hin
síðari ár í samstarfi við
Olíufélagið Essó sem
einnig á verslunarhús-
næðið. Vilborg hyggst
nú snúa sér að öðru
starfi en við rekstri Bit-
ans tekur Kristinn
Flannesson bakari úr
Borgarnesi.
-MM
Fyrrverandi og núverandi kaupmenn Bitans í Reykholti þau Kristhm Hannesson og Vilborg Péturs-
dóttir. Myndin var tekin sl. sunnudag þegar formleg kaupmannaskipti fóru fram. Mynd: MM.
Mynd: Guðlaugur Albertsson
Þrefalt jólaball
Fljónaklúbburinn í Grundarfirði
hélt jólatrésskemmtun á annan í
jólum. Skemmtuninni var þrískipt.
Fyrst voru leikskólabörnin, þá
yngri hluti grunnskólans og loks
eldri nemendur. Jólasveinarnir
Hurðaskellir, Gáttaþefur og Kerta-
sníkir komu og skemmtu börnun-
um og gáfu þeim bland í poka.
Dansað var í kringum jólatré hjá
þeim yngir en fyrir þau eldri var
haldið ball. Giiðlaugur
Söfiiun hefst
Kvenfélag Hvítársíðu stendur nú
fyrir peningasöfnun vegna fjöl-
skyldu Helgu P'ossberg Helgadótt-
ur frá Þorgautsstöðum sem lést
þann 10. desember sl. eftír erfið
veikindi. Helga lætur eftir sig eig-
inmann og fimm börn á aldrinum
2, 4, 6, 17 og 19 ára. Þar sem báðir
foreldrar barnanna hafa átt við
langvarandi heilsuleysi að stríða er
fjárhagsstaða fjölskyldunnar erfið.
Þeir sem telja sig þess megnuga að
veita aðstoð geta lagt framlög inn á
reikning Kvenfélags Hvítársíðu í
Sparisjóði Mýrasýslu (1103), reikn-
ing 3648. " -MM
Borgfirðingar
í leik
Áætlanir eru uppi um að a.m.k.
tvö leikfélög í Borgarfirði hefji
æfingar á leikritum á næstu vik-
um. Leikdeild Ungmennafélags-
ins Dagrenningar í Lundar-
reykjadal mun að öllum líkind-
um hefja æfingar á Islandsklukk-
unni eftir Halldór Laxness á
næstu dögum.
Félagar í Ungmennafélagi Reyk-
dæla hófu um síðustu helgi sam-
lestur á Galdra Lofti efrir Jóhann
Sigurjónsson undir leikstjórn Flosa
Olafssonar. Þó er ekki gert ráð fyr-
ir að æfingar hefjist að neinu rnarki
fyrr en í næsta mánuði sökum ann-
arra verkefna aðalleikarans Guð-
mundar Inga Þorvaldssonar.
Ljóst er samkvæmt þessu að
áhugafólk um leiklist á Vesturlandi
ætti að finna eitthvað við sitt hæfi á
fjölum áhugaleikhúsanna á næstu
misserum.
MM
Þrír af aðttlleikurUnum í Galdra Lofti. Frá vinstri Guðmundur Ingi Þorvaldsson (Galdra Loftur), Linda Björk Pálsdóttir (Dísa bisk-
upsdóttir) og Iris Armannsdóttir (Steinunn). Mynd: MM