Skessuhorn - 27.01.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
áSESaUMOEH
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Akranesi: Borgarbraut 49 Suðurgötu 65,2. hæð Sími: (Borgarnes t Fax: (Borgarnes) og Akranes) 430 2200 430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefondi: Skessuhorn ehf. 430 2200
Framkv.stjóri: Mognús Magnússon 852 8598 skes$uhorn@skessuhorn.is
Ritstjóri og óbm: Gisli Einorsson 852 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Vefdeild: Bjorki Mór Korlsson 854 6930 vefsmidja@skessuhorn.is
Blaðamenn: Bryndís Gylfodóttir 892 4098
Soffia Bæringsdóttir 862 8904
íþróttafréttaritari: Jónos Freysson (Jomes Fryer)
Auglýsingor: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 ouglysingor@skessuhorn.is
Siljo Allonsdóttir 431 4222 ouglysingor@skessuhorn.is
Fjúrmól: Sigurbjörg B. Olofsdóttir 431 4222 bokhald@skessuhorn.is
Prófarkarlestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og Magnús Magnússon
Umbrot: Skessuhorn / TölVert
Prentun:ísafoldarprentsmiðjg hf
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr.
430 2200
ritstjóri.
Ég er ekki eins og fólk er flest!
Því er reyndar þannig farið með flesta því flestir eru að flestu
leyti ólíkir flestum en það er nú önnur saga.
Það sem skilur mig frá þöldanum er að ólíkt flestum öðrum
Islendingum er ég, eftir þrjá leiki á Evrópumótinu í hand-
knattleik enn óskaddaður á sál og líkama. Flestir af mínum
nánustu hafa hinsvegar orðið fyrir ýmisskonar hnjaski, and-
legu sem líkamlegu við að fylgjast með sögulegum hrakförum
íslenska landsliðsins. Konan mín er t.d. enn að rífast í pottun-
um yfir því að Valdimar klúðraði dauðafærinu á móti Rússum,
bróðir minn brákaðist á hendi og stórskemmdi stofuborðið
þegar Dúranonna brenndi af sínu fyrsta víti og nágranni minn
skaut hundinn sinn eftir niðurlægingu íslenska liðsins í leikn-
um gegn Portúgölum.
Sjálfur læt ég mér fátt um finnast.
I fyrsta lagi höfðar þessi frumstæða og lítilfjörlega íþrótta-
grein ekki til mín. Hún byggist á að klunnalega vaxnir karlar
rétta hvor öðrum smáknött og hnoðast síðan utan á hvor öðr-
um eins og flóðhestar í tilhugalífinu.
I öðru lagi vissi ég það fyrir að þetta íslenska landslið væri
fyrir löngu gengið sér til húðar enda samanstendur það af leik-
mönnum, sem að vísu eru örugglega góðir strákar inn við
beinið, en orðnir hálfgerð hró þar sem búið er að margböggla
þeim saman í leik eftir leik og því fullt starf fyrir heila bráða-
vakt að púsla þeim saman fyrir hvern leik.
Ég hef það fyrir reglu að æsa mig ekki upp yfir íþróttaliðum
sem ekki eru nokkurn veginn ósigrandi. Því treysti ég helst
ekld á önnur lið en Skagamenn og Halifax. Af sömu ástæðu
nenni ég helst ekki að góna á skíðamenn sem verða aldrei
efstir nema að því leyti að þeir stingast á nefið rétt efst í
brekkunni.
Ég neita því ekki að við Islendingar verðum að hafa hetjur
sem geta orðið heimsmeistarar miðað við höfðatölu. Við verð-
um að eiga sparkara og spriklara í fremstu röð sem eru að
minnsta kosti pínulítið heimsfrægir. Við þurfum þá til að líta
upp til og rekja ættir okkar til þeirra í nítjánda lið.
Ég leita ekki langt yfir skammt. A meðan íslenskir bolta-
drengir svimuðu til einskis í Króatíu á sunnudaginn var sat ég
með Eglu í hönd og stangaði úr tönnunum hangið ket og súra
punga. Sama hversu margir þjálfarar verða reknir, sama hve
margir sálfræðingar reyna að telja íslenskum spriklurum trú
um að þeir geti unnið leik og sama hversu oft silfur Vilhjálms
er rifjað upp mun enginn íslenskur íþróttamaður standa Agli
heimum á sporði. Hann var svosem ekki lipur boltamaður en
hann sætti sig ekki við ósigur. Hann var ekki að tuða í dómar-
anum heldur hjó þá í herðar niður sem hann gat ekki sigrað
með öðru móti. Það var sannur íþróttamaður.
Á smndum sem þessari þegar ótryggar hetjur nútímans
bregðast er rétt að dusta rykið af þeim, gömlu jöxlunum, sem
ffömdu sín affek fyrir það löngu síðan að enginn er lengur til
sem með rökum getur véfengt þeirra hetjudáðir. I versta falli
er þá hægt að sýna í átjánþúsundasta sinn upptöku sjónvarps-
ins af þríhoppi Vilhjálms Einarssonar á einhverju móti í út-
löndum.
Gísli Einarsson afreksmaður
Afls voru fíkniefnamál í Snæfells- kærð til lögreglu sem er sama tala
bæ 1280 árið 1999 en 1552 árið milli ára. Tíu líkamsárásir voru
áður. Dregið hefur úr hraðakstri og kærðar og þar af tvær meiriháttar,
öðrum umferðarlagabrotum. en 28 árið 1998. Fjölgun er í inn-
Fíkniefnabrotum fækkaði um brotum milli ára og ein nauðgun
helming. Alls voru 23 eignaspjöll kærð til lögreglu árið 1999. SB
Hhiti bifreiðaflota lögreglunnar í Snœfellsbœ Mynd: GE
Lögreglan á Snæfellsnesi
Fækkun
fíkniefiiabrota
Bilanir hjá
Norðuráli
Að undanförnu hafa ítrekað
komið upp bilanir í kerjum Norð-
uráls á Grundartanga og er nú eng-
in framleiðsla í sjö þeirra. I verk-
smiðjunni eru 120 ker og teljast
þessar tíðu bilanir frekar óvenju-
legar, að sögn Björns Högdahl, því
yfirleitt eyðileggist kerin ekki fyrr
en eftir þriggja ára notkun. Því var
ekki gert ráð fyrir bilunum svo
fljótt. Vart var við kerleka strax í
september og að meðaltali hafa því
bilað um eitt og hálft ker á mánuði.
Segir Björn að gera megi ráð fyrir
því áfram. „Reynt er að fylgjast
með því hvernig kerin ganga svo
hægt sé að skipta þeim út áður en
þau ganga alveg úr sér. Þrjú ker-
janna biluðu alveg en við slökktum
á hinum“, segir Björn. „Við bilanir
renna heitir málmarnir niður í
kjallara kerskálans og við samstuð
við kalda steypuna myndast mikill
hávaði og reykur.
Framleiðslan er um 5% minni
núna en ef öll kerin störfuðu eðli-
lega. Þó er ekki um verulegt tjón að
ræða.“ segir Björn.
„Við vonumst til að geta keyrt
öll kerin áfram um miðjan maí.
Það byggist þó á því að fá viðgerð-
arefnin sem fyrst, en það er mjög
mikið að gera hjá framleiðandan-
um. I raun bíðum við eftir þeim”,
segir Björn Högdahl.
Vegna bilananna voru kallaðir til
sérfræðingar í byrjun vikunnar sem
funduðu um málið með yfirmönn-
um Norðuráls, til að reyna að
finna lausn á vandanum og gera
viðeigandi ráðstafanir.
SB
Nýir pisdahöfundar
Eins og lesendur ráku vafalaust
augun í birtist í Skessuhorni nýr
pistlahöfundur í liðinni viku. Flosi
Olafsson skáld og bóndi á Bergi
hefur tekið hlé frá skrifum á þess-
um vettvangi og skal honum þakk-
að samstarfið liðið ár.
Nýir pistlahöfundar í stað Flosa
verða þrír. Aðra hvora viku mun
Illugi Jökulsson skáld stýra penn-
anum en á móti honum til skiptis
þeir Lars Andersen þýðandi á
Akranesi og Bjartmar Hannesson
bóndi og hagyrðingur á Norður
Reykjum í Borgarfirði. Nýir pistla-
höfundar eru boðnir velkomnir til
starfa.
MM
Malbikað var við höfnina á Akranesi í síðustu viku. Það telstfrekar ávenjulegt að mal-
bikað se' íjanúarog eftirþví sem bestverður vitað hefur það ekki gerst áður á Akranesi.
Minnsta
atvinnuleysið
Meðalfjöldi atvinnulausra á
Vesturlandi er nú um 52 eða
um 0,7% áf áætluðum mann-
afla í kjördæminu. I nóvember
var hlutfallið 0,6%. Atvinnu-
íeysi er hvergi minna á land-
inu bæði hjá körlum og kon-
um. Atvinnulausum á svæðinu
fiölgar um 9 að meðaltali tnilli
mánaða eða um 22,7%. Mið-
að við árslok 1998 hefur at-
vinnulausum hins vegar fækk-
að um 37,9% milli ára. At-
vinnuleysi karla mælist nú
0,3% en hjá konum 1,3%.
MM
Senda áskorun um
Bæj arsveitarveg
Nýverið sendu íbúar í Bæj-
arsveit í Borgarfirði áskorun
til þingmanna Vesturlands-
kjöídæmis og Vegagerðar rík-
isins um endurbætur á vegin-
um frá Bæjarvegamótum að
Langholti. Vegarkaflinn sem
um ræðir heitir Laúgarholts-,
vegur og er númer 514.
Við umræddan veg er rekin
íjölbreytt atvinnustarfsemi og
má þar- nefna félagsheimili,
vélaverkstæði, ráðgjafarþjón-
ustu, 3 dæluhús HAB, auk bú-
skapar og kirkju í Bæ. Ibúar
frá öllum 17 heimilunum sem
nýta umræddan veg skrifuðu
Undir áskorunina:
Að sögn Péturs Jónssonar á
Hellum, eins af framgangs-
mönnum undirskríftarlistans,
hefur umræddur vegarkafli
verið í einkar slæmu ástandi
undanfarin ár. Bendir hann á
að einungis sé um tveggja
kílómetra vegarkafla að ræða
sem um langa hríð hefúr feng-
ið takmarkað viðhald. Jafn-
framt segir Pétur að vegur
sem þessi sem mikið er notað-
ur hafi áhrif á afstöðu fólks til
áframhaldandi búseta og at-
vinnuuppbyggingar á svæð-
inu. Því er það von íbúanna að
ráðamenn bregðist skjótt við
og láti lagfæra umræddan veg.
MM
Margir í meiraprófmu
Ovenju margir eru skráðir á
meiraprófsnámskeið á Akra-
nesi að þessu sinni eða 39
manns. Sex af þessum 39 eru í
framhaldsmeiraprófsnámi og
tólf eru slökkviliðsmenn.
Ástæðuna fyrir svona stóru
hlutfalli slökkviliðsmanna
segir Jóhannes Engilbertsson
slökkviliðsstjóri vera til hag-
ræðingar, gert til að sem flest-
ir menn hafi réttindi til að
keyra bílana svo eldd þurfi að
bíða eftir einstaka mönnurn
sem einir geti keyrt. Einnig
nefnir Jóhannes að verið sé að
líta til framtíðar í von um
betri bílaflota. Talað hefur
verið um fyrirhuguð bílakaup
og stefnt að þeim innan tveg-
gja ára. Þá er verið að tala um
tankbíl, slökkvibíl og stigabíl,
segir Jóhannes.
-BG
Þór verður Helgi
Þór Pétursson annað tvegg-
ja skipa sem Guðmundur
Runólfsson hf. keypti fyrir
síðustu áramót hefur verið til
lagfæringa í Skipasmíðastöð-
inni á Akranesi. Að sögn
Guðmundar Smára Guð-
mundssonar er reiknað með
því að skipið verði sjósett í
þessari viku og komi síðan
fljótlega til Grundarfjarðar.
Skipinu hefúr verið gefið nýtt
nafn. óg heitir þáð nú Helgi
SH 135. Er sú nafngift í virð-
ingarskyni við Helga Sigurðs-
son sem starfaði í morg ár hjá
fyrirtækinu ög lést við störf
hjá því er lyftari sem hann ók
fór fram af stóru bryggjunni.
-GK