Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.01.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 2000 SSESSUHÖEK Miklir möguleikar í Dölunum Segir Einar Mathiesen nýráðinn sveitarstjóri Eins og sagt var firá í síðasta Skessuhorni hefur Einar Mathiesen verið ráðinn sveitar- stjóri Dalabyggðar en hann hefur þegar tekið við af Stefáni Jóns- syni. Einar kom til starfa í Dala- byggð í síðustu viku og af því tril- efni ræddi blaðamaður Skessu- homs við hann um nýja starfið og það sem ffamundan er í Dala- byggð. Einar Mathiesen er Hafnfirðing- ur að uppruna, fæddur árið 1962 og er viðskiptafræðingur að mennt. Einar er giftur Svanhildi Jóhannes- dóttur og eiga þau tvö börn. Einar hefur umtalsverða reynslu af sveitarstjórnarmálum en hann starfaði fyrst sem sveitarstjóri Bíldudalshrepps frá 1990 - 1994 og síðan var hann bæjarstjóri í Hvera- gerði ffá 1994 til síðasta hausts. Aðspurður segir Einar að brenn- andi áhugi á sveitarstjórnarmálum hafi valdið því öðru fremur að hann ákvað að sækja um starf sveitar- stjóra Dalabyggðar þegar það var auglýst. “Sveitarstjórnarmálin hafa alltaf heillað mig og auk þess hef ég lengi haft ákveðnar taugar til þessa svæðis. Hér eru líka mjög spenn- andi tímar framundan og krefjandi verkefhi fyrir sveitarstjóra og aðra sem að þeim málum koma. Eg ákvað því að sækjast eftir starfinu.” Mörg stór verkefini á dagskrá Einar segir óvenju mörg stór verkefni vera í gangi í ekki stærra sveitarfélagi. “Verkefni á vegum Hitaveitu Dalabyggðar ehf. bera hæst af þeim fjórum stórverkefhum sem sveitarfélagið mun standa fyrir á árinu. Þar er nýbúið að bjóða út efniskaup fyrir stofnæðina en lagn- ing dreifikerfisins í Búðardal hófst í haust. Það er gert ráð fyrir að í haust verði búið að tengja í hús í Búðardal og bæi á leiðinni frá bor- holunni í Reykjadal. Þetta er að sjálfsögðu heilmikið fyrirtæki og kostar um 165 milljónir en á án efa eftir að skila sér í bættum búsetu- skilyrðum. Þá er hafin uppbygging heilsárs- hótels á Laugum í Sælingsdal sem sveitarfélagið tekur þátt í. Nýlega var boðin út dýpkun hafharinnar í Búðardal og gerð skjólgarða fyrir smábátaaðstöðu. Siglingastofhun er ráðgjafi sveitarfélagsins í því máli og þessa dagana er verið að yfirfara tilboð en þessu verkefni á að ljúka í sumar. Síðast en ekki síst er hin mikla uppbygging að Eiríksstöðum í Haukadal og undirbúningur há- tíðar til að minnast landafundanna sem haldin verður 11. - 13. ágúst næstkomandi. Þetta eru allt mjög spennandi verkefhi og að auki verð- ur í nógu að snúast í daglegum rek- stri sveitarfélagsins,” sagði Einar. Kostar átak Undanfarin ár og áratug hefur verið umtalsverð fólksfækkun í Dölunum og atvinnuástand verið misjafht enda fá svæði á landinu far- ið verr út úr samdrætti í landbún- aði. Einar kveðst vera bjartsýnn á að þessari þróun verði snúið við þótt það gerist ekki í einu vetvangi: “Með þeim framkvæmdum sem farnar eru af stað, og þá nefni ég sérstaklega hitaveituframkvæmd- irnar, þá er sveitarstjórn að bregðast við þessum vanda og bæta búsetu- skilyrðin. Eiríksstaðir og Laugar eru framlag sveitarfélagsins til upp- byggingar í ferðamálum og til að styrkja atvinnulífið. Þá vill ég einnig nefna þær miklu samgöngu- Einar Mathiesen bætur sem framundan eru með nýj- um vegi yfir Bröttubrekku. Það kostar átak að stöðva þá byggða- röskun sem hér hefur átt sér stað og hefja sókn. Ef allir leggjast á eitt þá er ég bjartsýnn á að við eigum eftir að uppskera,” sagði Einar að lok- um. GE Sameining er sókn til framfara Segir Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Akraneslistans Eftir úrsögn Akraneskaupstaðar úr SSV hafa bæjarfulltrúar meiri- hlutans á Akranesi lagt áherslu á samvinnu við önnur sveitarfélög um sameiginleg verkefni. “Við leit- um lausna sem geta komið öllum vel og leitt til framfara,” segir Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi í viðtali við Skessuhom. Hann legg- ur áherslu á að leitað verði sam- starfs við alla þá aðila sem telja sér hag í því. “Við munum leita sam- starfs við nágranna okkar og þá skiptir ekki öllu máli hvorum meg- in fjarðar þeir eru”, segir Sveinn. Algjört valdarán Sveinn segir úrsögn Akranes- kaupstaðar úr SSV vera mótmæli við ólýðræðisleg vinnubrögð Sjálfstæðismeirihlutans í stjórn SSV. “Þarna var framið algjört valdarán og við getum ekki unað því að slíkt gerist átölulaust. Um þetta mál hafa birst fféttir og grein- ar í Skessuhorni og því er kannski ekki ástæða til að fjölyrða meir um þessa sögu. Hún verður vonandi mönnum víti til varnaðar. Eg hef enga ánægju af því að fjalla mikið um þessa orðnu hluti heldur finnst mér að ffamtíðin skipti öllu máli. Mikilvægast er í öllum málum að menn leitri sameiginlegrar niður- stöðu, en náist hún ekki fram geta menn beitt afli atkvæða. Um þetta vinnulag hefur ríkt ágæt samstaða þvert á allar flokkalínur og þess vegna var háttalag manna varðandi kjör formanns stjórnar SSV afar óheppilegt og vanhugsað,” segir Sveinn. Dropirai sem fyllti mælinn “Allt frá því að ég fór að fylgjast með bæjarmálum hér og taka þá í þeim hafa verið uppi raddir um að þátttaka okkar í SSV skilaði engu fyrir Akurnesinga. Eg hygg að Sjálfstæðismenn hafi oftast verið fremstir í flokki efasemdarmanna. Menn hafa bent á að miklir pening- ar rynnu til skrifstofuhalds og lítið kæmi í staðinn, skrifstofan væri lengst af lömuð og einskis frum- kvæðis að vænta úr þeirri átt, þess vegna væri þessum fjármunum sem færu til SSV illa varið. Þessar skoðanir ber að taka alvar- lega og þegar við bættist að menn hygðust vera samtökin að útibúi Sjálf- stæðisflokksins í kjör- dæminu var mælirinn full- ur. Það sem menn úr öll- um flokkum höfðu oft tal- að um en aldrei þorað að gera varð ekki umflúið,” segir Sveinn. Sameining innan 10 ára Bæjarstjórn Akraness samþykkti á síðasta ári ályktun þar sem fram kom að hún vildi hefja viðræð- ur um sameiningu allra sveitarfélaga í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. “Þá er verið að tala um 7-10 þús- und manna öflugt sveitar- félag,” segir Sveinn. “Þetta er auðvitað ekkert sem að gerist á morgun, en það sem við stefhum að í millitíðinni og teljum skynsamlegt fyrir núver- andi sveitarfélög á þessu svæði er að finna sameig- inleg mál og leita samstarfs um þau”. Næstu skref, telur Sveinn, liggja inní framtíðina með auknu og nánara samstarfi á sem flestum sviðum og sér það fyrir sér að slíkt ferli endi með sameiningu. “Ég held að ef menn átta sig ekki mjög fljótlega á hagkvæmni þess að Akra- nes verði með í sameiningu sveitar- félaga á þessu svæði, þá séu menn að kasta frá sér þeirri hagkvæmni sem vinnst með stærð Akranes- kaupstaðar. Ég held að byggðin hér að Skaga geti orðið sterkur útvörð- ur svona stórs og stöndugs sveitar- félags. Minn draumur er að álykt- un bæjarstjórnarinnar geti orðið raunveruleiki innan 10 ára. Tíminn er dýrmætur og vinnur ekki með okkur ef við sitjum með hendur í skauti.” Eina firamtíðarvonin “Ég tel sameiningu þessara sveit- arfélaga nauðsynlega fyrir svæðið, ekki síst fyrir þau byggðarlög sem nú eru litlir hreppar”, segir Sveinn. “Það er mín spá að Akranes muni vaxa hröðum skrefum og þess vegna er mikilvægt að tengja j þann vöxt öllu þessu • svæði, svo sem flestir; njóti góðs af því. Ég tel. að við hér á Skaga eigum að láta aðra njóta hag- kvæmni okkar stærðar og getu okkar til að veita góða þjónusm og einnig í atvinnulegu tilliti”. Að- spurður um hvað muni gerast ef lítrill áhugi verði á samstarfi við Akurnes- inga segir Sveinn, “Ég nefni sem dæmi að við erum í samræðum við nágranna okkar um auk- ið samstarf í brunavama- málum og höfum við átt ágætt samstarf um sorp- mál. Það er hins vegar al- veg ljóst að við getum staðið einir að mörgum j málaflokkum, þó við ! séum ekki ýkja stórt ’ sveitarfélag. Við látum ekki króa okkur inni og leitum því hiklaust eftir samstarfi við þá sem telja sér hag í því. Það bæri hins vegar ekki vott um framfarahug ef menn vildu ekki nýta sér þá kosti að vera í stóru sveitarfélagi með mikla möguleika. Eg tel það afar óheppi- legt að ætla sér að halda áfram á sauðskinnsskóm inn í 21. öldina,” segir Sveinn Kristinsson bæjarfull- trúi að lokum. BG 22. jan. kl: 06.56-Meybarn. - Þyngd: 3790 - Lengd: 52 cm - Foreldrar: Erla Björk Jónasdóttir og Almar Már Sverrisson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. Nýfæddir Vestlendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. 20. jan. kl 14.46- Sveinbarn. - Þyngd: 3970 - Lengd: 54 cm. Foreldrar: Sandra Brá Guðna- dóttir og Jakob Baldursson, Akranesi. Ljósmóðir: Jónína Ingólfsdóttir. Leiðrétting I síðasta tölublaði var sagt frá stúlkubami sem fæddist 9. janúar sl. Nafn föðursins misritaðist, en rétt er það Halldór Pétur Andrésson, en ekki Hannes Pétur. Móðirin heitir Carol Ann Oliver. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Skessuhom í áskrift Sími: 430-2200 Sveinn Kristinsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.