Skessuhorn - 27.01.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 2000
5
Fyrir nokkrum árum var Dani nokkur kos-
inn á þing, sem er ekki frásögu færandi,
nema af því aö efst á stefnuskrá hans var aö
stuðla aö því aö danskir hjólreiðamenn
hefðu alltaf meðbyr á fákum sínum. Auövit-
aö var þetta grínframboð sem frambjóöand-
inn ætlaði kjósendum til skemmtunar um
stundarsakir en háttvirtir kjósendur hlógu
síðast og best og veittu honum brautargengi
á þing næstu fjögur árin.
Engum blööum er um þaö aö fletta að ég
styð hlýindi og sá stjórnmáiamaöur, hvort
sem væri á sveitar- eöa landsstjórnarstigi,
sem boðaði hlýindi á borð við veðurfarið
sem verið hefur undanfarna viku, ætti vísan
minn stuðning. Sparnaður vegna minni snjó-
moksturs yrði verulegur og meiðslum vegna
hálkuslysa myndi fækka stórum og svo
mætti lengi telja.
Allt er þetta óskhyggja því hverjum heilvita
manni er að sjálfsögðu Ijóst að stjórn veður-
fars er sem betur fer í höndum annarra en
stjórnmálamanna.
Eftir því sem spurn eftir sólarlandaferðum
gefur til kynna eru fleiri en ég hrifnir af hlý-
indum og vilja ganga svo langt að fara til út-
landa að njóta þeirra, gjarnan í svartasta
skammdegi. Gott eitt er um það að segja. Ef
hægt er að stytta biðina eftir björtum sum-
arnóttum eilítið með því að verja eins og
mánaðarkaupi í dvöl undir himinhvelfingu
sem er örlátari á sólargeisla en pólstjarnan
er það bara gott mál. Og venjulega eyða
menn ekki peningum annarra í slík vetrarfrí.
Ferðagleðin um þetta leyti árs er þó ekki
einungis bundin sólarþrá. íslendingar eru
orðnir þátttakendur í margvíslegu samstarfi
við erlend ríki og þótt fjarfundarbúnaður og
tölvupóstur gæti í mörgum tilvikum komið í
stað ferðalags í því skyni að tryggja þátttöku
íslenskra fulltrúa þá á slík hógværð ekki við
marga. Ferðalag skal það vera, og hana nú!
Um þetta vitnar umferðin um Keflavíkurvöll.
Að láta borga undir sig flugmiða og hótel til
þess að geta verið þar sem hlutirnir gerast
gerir mann að mikilvægum fulltrúa þjóðar-
innar. Það er nú eitthvað annað en að hoka
við tölvuna eða fyrir framan myndavél fjar-
fundarbúnaðarins.
Ég viðurkenni fúslega að ég er sjálfur ekki
saklaus af því að fara til útlanda í atvinnu-
skyni. Vitaskuld á ég ekki í vandræðum með
að skýra nauðsyn þess að ég fari þessar
ferðir til að vera mönnum innan handar við
að skilja og gera sig skiljanlega. Margar
ferðir stjórnmálamanna skila ugglaust mikl-
um árangri enda greiddar af almannafé og
því eins gott að hægt sé að rökstyðja þær,
að ég segi nú ekki verja.
Ég hef hins vegar oft lent í ferðum þar sem
mér finnst einhvern veginn að þær hafi verið
án fyrirheita, að unnt hefði verið að afgreiða
málið án flugmiða og hóteldvalar með sama
árangri.
Sú staðreynd að íslendingar búa á eyju
hefur valdið því að ferðalög til útlanda hafa
ætíð af flestum verið talin eftirsóknarverð.
Ég er þess nokkuð viss að ef ísland yrði
dregið að ströndum Evrópu þannig að ferða-
lag til útlanda yrði eins og skreppa til Reykja-
víkur með Akraborginni forðum þá yrðu mun
fleiri mál afgreidd með tölvupósti eða fjar-
fundarbúnaði til þess að losna við þessa ei-
lífu fundi handan við sundið.
Fjarlægðin hefur alltaf gert fjöllin blá en ég
styð samt hlýindi á íslandi.
Lars Anderson
Mondi, Marc O'Polo
og Otto Kern.
A miðju
íslenskra
stjórnmála
Fjöískylda
Borgfirðingar - Borgnesingar
Stjórnmólafundur verður haldinn að Hótel Borgarnesi,
mánudaginn 31. janúar og hefst hann kl. 20:30.
Umræðuefnin eru atvinnumálin, byggðamálin og
málefni fjölskyldunnar.
A fundinn mæta þau:
Guðni Agústsson, landbúnaðarráðherra,
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra,
Páll Pétursson, félagsmálaráðherra og
I Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður.
i
c
Fundurinn er öllum opinn og aílir eru velkomnir
FRAMSÓKNARFLOKKU
Með fólk í fyrirrumi