Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2000, Side 5

Skessuhorn - 03.02.2000, Side 5
FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 2000 5 •jnJLsaunw... v Það hlægir mig nú að í rúm 30 ár hafði ég ekki hugmynd um hvað skiptir mestu máli í líf- inu. Og að það skyldu á endanum verða börn- in á heimilinu sem gerðu mér það Ijóst, svo augu mín opnuðust. Það sem skiptir mestu máli í lífinu - það sé ég nú - er að eiga batterí. Þetta er ekki líkingamál af neinu tagi, þar sem batterí stendur fyrir innri hugarorku, staðfestu í lífsins ólgusjó eða neitt þess hátt- ar. Nei, ég á bókstaflega við venjuleg batt- erí, ellegar rafhlöður, sem í mínu ungdæmi voru alltaf af gerðinni Hellesens, en eru nú af ýmsum og duttlungafullum tegundum sem ég kann lítil skil á. í gamla daga leiddi ég ekki hugann að batteríum, nema andar- tak í senn. Þau voru bara hlutir sem maður keypti ef maður þurfti á að halda, til dæmis ef skin vasaljóssins var orðið helstil dauft, og svo setti maður nýju batteríin í og hugs- aði ekki meira um það. Fyrr en þau voru búin, þá keypti maður ný og henti þeim gömlu í ruslið, og svo koll af kolli. Þannig gekk líf mitt fyrir sig, átakalaust, en - að því er ég sé núna - fullt af lygi og lífsblekkingu, því ég lokaði augunum fyrir því hversu mik- ilvæg batteríin væru. Það var piltkornið á heimilinu, sem nú er á rosknum táningsaldri, sem fyrstur varð til þess að mikilvægi battería fór smátt og smátt að renna upp fyrir mér. Einhver taldi honum trú um að það eyddist alltaf svolítið af batteríunum ef þau væru höfð í viðkom- andi tækjum, jafnvel þó tækin væru ekki í gangi, og þess vegna tók hann upp þann sið að taka alltaf öll batterí úr rafmagnstækjun- um sem hann hafði yfir að ráða og raða þeim snyrtilega upp í hillu í herberginu sínu. Hann fékk miklar mætur á batteríum og fannst brátt ósvikið punt að þessum litlu voldugu hlutum; fyrr en varði hafði safnast fyrir á hillunni óvígur her af batteríum á ýms- um hleðslustigum og hann hafði, og hefur, ævinlega á hreinu hversu mikið rafmagn er eftir á hverju þeirra. Þegar hann eignaðist litla systur, sem nú er tíu ára, vildi hún að sjálfsögðu fylgja for- dæmi bróður síns í hvívetna og apaði með- al annars eftir honum umhyggjuna fyrir batt- eríum. Hún kom sér upp sínu eigin batterí- asafni og hirti líka batterí úr öllum nálægum tækjum, svo þau eyddust ekki að óþörfu. Og batteríum fjölgar sífellt, enda er ég iðulega sendur út í frostkaldan byl hvenær sólar- hringsins sem er til að kaupa ný batterí þeg- ar svo vill til að ekkert batterí úr safni barn- anna hentar í tiltekið tæki - eða kannski þau tími bara ekki að sjá af batteríunum sínum. Að sjálfsögðu er þetta tímanna tákn. f mínu fyrrnefnda ungdæmi voru batterí bara notuð í vasaljós og stöku útvarpstæki. Núna er þeirra krafist að auki í tölvuleiki af ótal gerðum, vasadiskó, ferðageislaspilara, fjar- stýringar af öllu tagi, myndavélar, og svo ýmis tæki sem ég kann lítil skil á. En það er viss passi á heimilinu að ef maður þarf að grípa til einhvers rafmagnstækis sem geng- ur fyrir batteríum, þá þarf maður að byrja á því að leita dyrum og dyngjum að batteríum og ef ég á ekki sjálfur rétt batterí, taka við langar og strangar samningaviðræður við börnin, um hvort þau geti hugsanlega séð af batteríi handa mér - en þær samningavið- ræður sigla oftar en ekki í strand, því börnin eru satt að segja afar nísk á batteríin sín. Og sjálf eiga þau líka iðulega í miklum vílingum og dílingum um batterí sín á milli; ég hef heyrt þau reyna að komast að sam- komulagi um að ef hún fái þetta hálffulla batterí hans í tölvuleikinn sinn, þá skuli hann fá tvö hálftóm í staðinn í vasadiskóið. Þetta endar oftar en ekki með ópum, öskrum og hurðaskellum. Og sjálfur er ég náttúrlega farinn að draga dám af þessu og ver nú æ meiri tíma ævinnar í að hugsa um batterí og ýmsar hliðar á tilvist þeirra. Því er meira að segja haldið fram á heimilinu að ég laumist um á næturþeli og ræni batteríum úr tækjum bamanna til að setja í agnarsmáa útvarpið sem ég hleyp stundum með á morgnana. Ég vil að sönnu ekki viðurkenna það, en tel samt rétt að endurskoða hið gamla máltæki Birtíngs að maður verði að rækta garðinn sinn. Mitt nýja lífsmottó er að maður verði að passa batteríin sín. Af því tilefni er nýjasta rafmagnstækið á heimilinu batterís-hleðslutæki. Lesendur munu í framtíðinni fá nákvæmar fregnir af því hvernig mér gengur að hlaða batteríin. Illugi Jökulsson ASONhdl. loggTjasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Borgarvík 5, Borgarnesi. Einbýlishús (120 ferm.) ásamt bílgeymslu (45 ferm.) Stofa og hol teppalagt. 4 herb., 3 dúklögð og eitt teppalagt, skápar í einu herb. Eldhús dúklagt, dökk viðarinnrétting. Baðherbergi allt flísalagt, bæði sturta og kerlaug, ljós innrétting. Þvottahús rúmgott með ljósri innréttingu. Geymsla í bílskúr. Lóð frágengin, heitur pottur, góður pallur og skjólveggur. Veró: kr. 10,0 millj. Dagana 9. til 16. febrúar 2000, verður krabbameinsskobun í Heilsugæslustöðinni Akranesi. Pantið tíma í síma 430 6000 um leið og þið fáib bréf frá okkur. Krabbameinsfélagið Heilsugæslustöðin Akranesi SpumÍHQatíeppnin í Röst 1999-2000 Spurningakeppni verður haldin í Félagsheimilinu Röst d Hellissandi laugardaginn 5.febrúar nk. Liðin sem keppa á laugardaginn eru: 1. umferð: 2. umferð: 3. umferð: Bókabúðin Gimli Leikskólinn Lionsklúbbur og Kríuból Ólafsvíkur Bæjarstjórn og og Ahaldahúsið Skessuhorn Stjórnandi keppninnar er Þorkell Cýrusson. Húsið opnar kl. 21:15 Fríttinn Keppnin hefst. kl. 22:00 Aldurstakmark 18 ár - 16 ár í fylgd með foreldrum. * Verðlaun íhappdrættinu gefur Verslunin Hrund, Olafsvík. Veitt verða verðlaun fyrir öflugasta og frumlegasta stuðningsmannaliðið eins og í fyrra. Verðlaunin verða veitt d síðasta kvöldi keppninnar í vor.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.