Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2000, Síða 10

Skessuhorn - 03.02.2000, Síða 10
10 ^■ktissunu.^ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 fóðfegt (jom Þórgnýr Blær í Grútartjöm Heilir og sælir, lesendur góöir, til sjávar og sveita! Erlend áhrif dynja nú sem aldrei fyrr yfir okkur íslendinga. Þjóölegir siöir og íslensk tunga eiga í vök að verjast. Til aö snúa vörn í sókn hefst nú þátturinn þjóðlegt horn hér í Skessuhorni. Áöur en lengra er haldiö, svona til aö fyrirbyggja hverskyns misskilning, skal þaö tekiö fram aö ég hef ekkert á móti er- lendri menningu, og hvaö þá heldur erlendu fólki. Þvert á móti. Hitt er annað mál aö sérhver alvöru þjóö í heimi hér á sér dýran arf, sem er saga hennar og siðir. Ef þjóðin er sér- lega heppin á hún sér líka eigin tungumál. Það er mikiö ríki- dæmi. Um góö tungumál gilda svipuð lögmál og um góöan mat. Tvær tegundir matar, t.d. saltfiskur og súkkulaðiís, eru hvor um sig munaðarvara. En sé þeim blandaö saman í hrærivél og bornir fram ásamt blöndu af rauðvíni og mjólk, þá býöur hverjum heiöviröum manni viö sullinu. Reyndar eru þeir til sem slafra svona gumsi í sig eins og ekkert sé, en þaö þykir okkur hinum beinlínis ógeöslegt. Fyrir nokkrum árum reyndi veitingastaöurinn Flatbaka 67 á ísafirði að markaössetja vöru, sem kallaðist Þorraflatbaka. Bökur þessar voru hvorki meö svínaketi né kryddpylsu, eins og jafnan tíökast, heldur súru slátri, hrútspungum og hákarli. Þá var bræddum osti, af ítölsku kyni, fleytt yfir kræsingarnar og loks skvett yfir þær þorskalýsi til bragðbætis. Eins og vænta mátti mistókst þessi tilraun þar sem bragðlaukar neyt- enda létu ekki bjóöa sér svona óskaplegan hrylling. En ööru máli gegnir um eyru þjóðarinnar. Þau eru alin upþ viö Þorraflatböku og súkkulaðisaltfisk málfarsins og eru svo illu ' vön, aö þeim þykir þaö ekkert vont. Fyrr á öldum var þessu öðruvísi háttaö. Þá fóru víöförlir i menn um Garðaríki til Kænugarðs, héldu svo áfram til Mikla- garös og þaöan alla leið til Jórsala. Þaö heföi engum manni dottiö í hug aö sletta oröskrípum eins og Kiev eða Jerusalem. Þaö hefði þótt beinlínis ósmekklegt. Þeir sem skemmra fóru heimsóttu Þýskaland, Skotland og írland, ekki Germaniu, Caledóníu og Hiberniu. Ekki þarf að rýna aftur í miöaldir til aö finna dæmi um lag- legar þýöingar. Enn í dag tölum viö um Bandaríkin, og yrði sá maður blessunarlega skilgreindur galinn sem kvæöist hafa veriö á ferö um The United States, nú eöa Usa. Aftur á móti er það alveg óskiljanlegt aö sami maður skuli ekki líka teljast galinn segi hann frá ferðum sínum um New York. Eins og all- ir eiga aö vita heitir sá bandaríski kaupstaður Nýja Jórvík. Þetta Njújork-tal í miöjum íslenskum setningum er afar klunnalegt. Og enn syrtir í álinn. Nú er ekki nóg meö aö þýðingum er- lendra heita sé aö mestu hætt heldur eru flestir hættir aö nota íslensk heiti staöa, sem eru mikli eldri og upprunalegri en þau nöfn sem staðirnir bera nú. Viö heyrum ekki oft talað um þaö sem gerist í Lundúnum, Dyflinni, Björgvinjum eöa Árósum, heldur London, Dublin, Bergen og Árhus. Sumir halda jafn- vel aö íslensku nöfnin séu þýöingar, en því fer fjarri. Þau eru frummálið. Enn tíðkast aö þýöa nöfn konunga, drottninga og nánustu skyldmenna. Viö könnumst öll viö Jóhann Karl (Juan Car- los), Margréti (Margarethe) og Elísabetu (Elizabeth). í sögu- bókum lesum við um Hinrik 8. og Loðvík14. Enginn óbrjál- aður maður kallar þessa höföinga Henry og Lois, nema viö- komandi sé á annað borö að tjá sig á útlensku. Reyndar las | ég nýlega í sögubók fyrir 8. bekk grunnskóla kafla um Jörgen hundadagakonung. Þaö var ógeðslegt. Ég legg til aö við höldum fast í aö þýöa nöfn páfans og kóngafólks, en sýnum jafnframt þaö veglyndi aö láta alla menn aöra, höföingja sem alþýðumenn, jafnframt þjóða þýð- inga, því ójafnaðarmenn viljum viö ekki vera. í fyrndinni var svo gert. Alþýðumaðurinn Robin Hood of Sherwood er jafnan kallaöur Hrói Höttur frá Skíriskógi. Hvers vegna má þá landi hans, Tony Blair, ekki njóta þess aö heita Þórgnýr Blær meöal íslendinga. Sama máli gegnir um leiö- toga annarra helstu viöskiptaþjóöa vorra eins og t.d. aust- manninn Ketil Magna Bóndavík, Njál Heljarslóö Pétursson hinn danska og Vilhjálm hinn bandaríska frá Klængstúni. Hættum að tala um Manchester og Liverpool, tölum frekar um Karlbrysti og Grútartjörn. Fylgumst líka meö Diðriki gamla, og herra Smára leysa þýsk sakamál. Því ef viö týnum málinu þá týnum viö okkur sjálfum, alveg eins og Vestur-íslendingarnir í Könödu og Ölösku. Veriö kært kvödd á öörum Þórsdegi ( Þorra áriö 3 e.Skh. Bjmki Már Karlsson jálfskipaður þjóðháttafi'œðingtir . Verður gott á Vest- urlandi (Völvuspá) Það er að verða nauðsynlegt fyr- ir Vestlendinga að gera sér grein fyrir því að aðstæður okkar eru að breytast. Samfélagið stækkar með nýju kjördæmi. A síðasta þingi voru lögð drögin að því sem koma skal að Vesturland, Vestfirðir og Norð- urland vestra sameinast í eitt kjör- dæmi (Norðvesturkjördæmi) að undanskildu því að líklega vilja Siglfírðingar tilheyra Norður- landskjördæmi eystra (Austurkjör- dæmi) ef þeir fá göngin sín lang- þráðu. Þetta umhverfi verður í næstu Alþingiskosningum. Þær breytingar sem fylgja með eru einnig að í stað 15 þingmanna á þessu svæði verða þeir einungis 10. Ef til vill segir einhver að farið hafi fé betra, en eitthvað er það þó sem þingmenn hafa verið að bjástra við og margt hefur náðst með þverpólitískri samstöðu þrátt fyrir allt. ssv. Samstarf sveitarfélaga hefur ver- ið að mestu farsælt. A vettvangi samtakanna hefur oft verið tekist á en margur er ávinningurinn. Má þar tilnefna fjölmörg dæmi svo sem Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, samstöðu um vegafram- kvæmdir á Vesturlandi, málefni fatlaðra, skólamál á flestum svið- um, ferðamál, heilbrigðismál o.s.frv. Þessi vettvangur er nú að breytast og það var leitt að koma skildi til úrsagnar Akraness úr sam- tökunum, nú þegar breytingar eru fyrirsjáanlegar vegna kjördæma- breytingarinnar. Astæða úrsagnar hefur verið rædd í blöðum og hafa í þeirri umræðu fallið orð sem bet- ur væru ósögð eins og oft vill verða þegar deilt er. Gerðir hlutir verða ekki teknir aftur en það ber að vinna að lausnum, úr því sem kom- ið er. Menn höfðu verið að gera til- lögur um breytingar og út ffá þeim á nú að vinna að mínu mati. Það þarf að láta vinna drög að því hvernig samstarf geti orðið í nýju kjördæmi og hverskonar einingar þurfi á bak við það. Samgöngur og skóla- mál. Við sem höfum starfað að þess- um málum á Vesturlandi vitum að þó að margt hafi áunnist eru fjöl- mörg verkefni sem bíða. An þess að nefna forgangsröð þá má nefna mörg verkefni í skólamálum. Að- gerðir á þeim vettvangi eru t.d. bygging heimavistar fyrir Fjöl- brautaskólanema, ákvörðun um sameiginlegan framhaldsskóla fyrir Snæfellinga sérstaklega, hann gæti orðið t.d. í Grundarfirði en for- sendur eru skilyrðislaust bættar samgöngur milli byggðanna þannig að ekki taki meira en 20 mínútur að aka að skólastað. Eg gæti hugsað mér að í sambandi við ffamhalds- skólann yrði stofnað til sérhæfðs náms á öðrum vetri framhaldsnáms sem eftirsóknarvert yrði fyrir námsmenn af öllu landinu. Við það kæmi nýr bragur á bæjarlífið. Sam- göngur þarf að bæta um allt Vest- urland. Má nefha, auk þess sem er að hefjast (Brú á Kolgrafarfjörð og Vatnaheiði), Bröttubrekku, vegi að Húsafelli, varanlegt slitlag um ut- anvert Snæfellsnes þ.m.t. Fróðár- heiði, stytting leiðar milli Akraness og Borgarness um 7,5 km. um Grunnafjörð sem gerði fært að Gísli S Einarsson sameina þessi sveitarfélög a.m.k. stórefla allt samstarf sem hagkvæmt getur talist. Atvinnumál. Mjög þunglega horfir með sauð- fjárbúskap ef ekki verður gripið til alvarlegra aðgerða. Mitt sjónarmið er að hvetja bændur til vottaðs vist- væns búskapar og lífræns þar sem unnt er. Það er forsenda fyrir auk- inni sölu dilkakjöts. Það verður að skapa þann grundvöll með sam- stilltu átaki stjórnvalda og bænda í kjölfar þungrar undiröldu í umræð- unni um hreinar afurði en þar felst tækifæri á þessu sviði sem verður að nýta. Mörg orð niá einnig hafa um mjólkurframleiðsluna en í þeim málum varð stærsta áfallið að legg- ja niður mjólkurbúið í Borgarnesi vegna þess að við það töpuðust fjöl- mörg störf m.a. hálaunastörf til Reykjavíkur. Ekki má heldur gley- ma hver undirstaða mjólkurbú er fyrir kúabændur eins og glöggt má sjá í Eyjafirðri og á Suðurlandi. Menn hafa einnig verið allt of hræddir við að verja með kjafti og klóm störf í heimabyggð og fórnað í hagræðingu á kostnað Vestlend- inga. Við höfum notið stóriðju á suð- ursvæði Vesturlands. An stóriðj- unnar væri Akranes - Borgar- fjarðarsvæðið 3-4000 íbúum fá- tækara. Hvaða viðhorf sem menn hafa svo gagnvart slíkum atvinnu- rekstri þá hefur ekki verið bent á aðra möguleika og engan hef ég hitt sem í raun hefur mótmælt þessari staðreynd. Að öðru leyti eigum við að efla alla kjarnastarf- semi m.a. í kringum okkar góðu skóla á Vesturlandi, Búnaðarhá- skólann á Hvanneyri og Samvinnu- háskólann að Bifföst og Fjölbrauta- skólann á Akranesi að ótöldum grunnskólunum okkar og síðast en ekki síst Símenntunarmiðstöð okk- ar Vestlendinga. Fullvinnsla sjávar- afúrða er sennilega hvergi betur á veg komin á Islandi en hér á Vest- urlandi og ber að halda því áffam og þeim sé þökk sem þar að standa. Þessar hugleiðingar eru settar fram í tilefni af samræðum við starfsfólk Skessuhorns sem ég óska alls hins besta í ffamtíðinni bæði hvað varð- ar blaðaútgáfu og vefvinnslu og í hverskonar miðlun sem unnið er að. Til hamingju með ykkar tilveru Skessuhornsfólk, hún er ein af ástæðum betra viðhorfs og meiri bjartsýni en ríkt hefur stundum á Vesturlandi. Ekki má heldur gley- ma Völvuspánni! Bestu kveðjur til lesenda blaðsins. Gtsli S. Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi. Kristur farinn Biskup lét þau orð falla þar sem hann var staddur ásamt for- sætisráðherra að Kristur væri far- inn frá borði á þjóðarskútunni. Minnugur orða Davíðs um flótt- ann til Kanarí orti Sveinn Krist- insson. Hér er Sódóma og svínarí segir biskup með raust. Og Kristur er farinn til Ktinarí og kemur aftur í hanst. Að fordæmi Jesú Móðir nokkur í Borgarnesi var að baka pönnukökur ofan í börn- in sín. Nonni og Siggi fóru strax að rífast um hvor þeirra ætti að fá fyrstu pönnukökuna svo að mamman ákvað að halda ofurlít- inn siðfræðifyrirlestur: “Nonni minn, “ sagði hún. “Ef Jesús sæti við borðið myndi hann segja: Láttu bróður minn fá fyrstu pönnukökuna. Eg get beðið.” “Siggi,” sagði Nonni sam- stundis. “Þú verður Jesús.” Niður aftur Faðir í Hólminum var á gangi í fjörunni með börnum sínum hvar þau sjá dauðan fugl. “Hvað kom fyrir fuglinn,” spurði Stína litla. “Hann hefur dáið og farið til himna,” sagði Pabbinn. “En af hverju henti Guð honum niður aftur?”, spurði Stína þá. Bréf að heiman Ungur drengur á heimavistinni á Akranesi fékk bréf frá móður sinni sem var einhvernveginn á þessa leið: Kæri sonur! Nokkrar línur svo þú vitir að ég er enn á lífi. Eg skrifa þetta bréf mjög hægt þar sem að ég veit að þú Iest ekld hratt. Sagt er að engar fréttir eru góðar fféttir svo hér eru engar góðar fréttir. Þú kemur ekki til með að þekkja húsið okkar þegar þú kemur heim því að við erum flutt. Eg get ekki sent þér heimil- isfangið því fjölskyldan sem að bjó hér áður tók húsnúmerin. Pabbi þinn er kominn í góða vinnu þar sem að hann er yfir 1000 manns, hann vinnur nú við slátt í kirkjugarðinum. Systir þín eignaðist barn um daginn en hún sagði ekki hvort kynið það var svo ég veit ekki hvort þú ert frændi eða frænka. Eg fór til læknis á þriðjudaginn og pabbi þinn kom með. Læknir- inn settd tæki upp í mig og sagði mér að opna ekki munninn í 12 mínútur. Pabbi þinn bauðst til að kaupa tældð strax. Hér eru engu slæmu fréttun- um: I seinstu viku drukknaði frændi þinn í vískýkari í viskýverksmiðju í útlöndum. Nokkrir félagar hans ætluðu að bjarga honum en hann sló þá alla listilega frá sér. Líkið var brennt en það logaði í því í þrjá daga. Það rigndi aðeins tvis- var í seinusm viku fyrst í þrjá daga svo í fjóra. Vindurinn var það mikill að hænumar verptu sama egginu fimm sinnum. Við fengum bréf frá útfararstjóranum sem sagði að ef seinasta afborg- unin væri ekki greidd innan viku yrði amma þín grafin upp. Mansm eftir Gunna vini þínum? Hann er dáinn. Pabbi hans dó og óskaði eftir því að útförin færi fram á sjó og greyið Gunni dmkknaði við að grafa gröfina. Þín elskandi móðir P.S. Eg ætlaði að senda þér 5000 krónur en var búin að loka umslaginu áður en ég áttaði mig á því að ég gleymdi því.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.