Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2000, Side 13

Skessuhorn - 03.02.2000, Side 13
SSESSÍJHÖBM FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 2000 13 Gullmoli (31.1.2000) Til sölu gullmoli, Volvo 240 árg. 1988, aðeins tveir eigendur frá upphafi. Ekinn 110 þús km. Með nýtt púst, ný dekk og nýja dem- para. Verð 300 þús. Upplýsingar í síma 892 3230. Honda (30.1.2000) Til sölu Honda Civic ’85 S 1500, nýlega búið að skipta um vél og þarfnast smá lagfæringar. Upplýs- ingar í síma 899 7433 (Helgi) eftir 15:00. Toyota hilux (30.1.2000) Til sölu Toyota hilux yfir byggður hjá Ragnari Vals. Árgerð ’88 vél 2,4 sjálskiptur, 529 hlutföll 35 tommu dekk, ekin 80 þús. mílur verð 520 þús. ATH öll skipti. Góður bíll. Uppl síma 892 1163 og 421 2127, Palli. 4Runner 1989 (30.1.2000) Til sölu er Toyota 4Runner 36“ tommu breyttur keyrður 192 þús.km. Er með loftdælu á 36“ Gumbo Mudder, 143h 6 strokka. Verð 650 þúsund. Upplýsingar í síma: 434 7789 og 434 7836 Har- aldur. Bátakerra óskast (29.1.2000) Góð kerra fýrir 5 manna vatnabát óskast. Upplýsingar í síma 852 8598 Bíll til sölu (27.1.2000) Daewoo Lanos, árg.98, ekinn 30 þús, 3 dyra grænn, 1600 vél, sumar og vetrardekk, geislaspilari, álfelg- ur. Áhvílandi bílalán. Uppl. í síma 437 1362 e.kl. 18:00. Nissan Prairie "88 (26.1.2000) Til sölu Nissan Prairie „88 í góðu lagi, nýskoðaður (2001) talsvert endurnýjaður, nánast ryðlaus. Góð sumardekk á álfelgum íylgja. Ymis skipti koma til greina. Nánari upp- lýsingar í síma 435 13161 hádeginu og á kvöldin. Labradorblendingar (31.1.2000) Labradorblendingar fást gefins. Síminn er435 1348. Hryssa til sölu (28.1.2000) Hryssa til sölu, jörp, vel viljug en þæg. 11 vetra. Einnig Aigle reið- stígvél nr. 45 notuð í einn dag. Upplýsingar í síma 437 0113 á kvöldin. Hey (25.1.2000) Hey til sölu, vel þurrt í pökkuðum stórböggum. Uppl. í síma 435 1391. Kvígur til sölu (25.1.2000) Til sölu nokkrar kvígur, af fyrsta og öðrum kálfi. Burðartími í febrúar og mars. Upplýsingar í síma 433 8838, Vífill. HÚSBÚNAÐUR / HEIMILI Mahony hjónarúm (1.2.2000) Mahony hjónarúm með áföstum náttborðum fæst fýrir lítið. Upp- lýsingar í síma 431 1887. LEIGUMARKAÐUR Óska eftir (1.2.2000) Óska eftir einstakslingsíbúð til leigu á Akranesi. Upplýsingar í síma 431-4236. Atvinna og húsnæði (31.1.2000) Við erum par á góðum aldri sem viljum komast burt úr borgar- stressinu. Því leitum við að atvinnu og húsnæði í Borgarnesi. Óskir okkar eru 2-3 herb. íbúð (hús) til leigu. Höfúm víðtæka reynslu í at- vinnulífinu. Uppl. í s.5646612 e.kl.18.00 fbúð á Akranesi (28.1.2000) Þriggja herbergja íbúð til leigu á Akranesi. Upplýsingar í síma 899 7298. Parhús til leigu. (27.1.2000) Parhús til leigu með bílskúr, nálægt miðbænum. Laust 1. Mai. Upplýs- ingar í síma 868 4389. Óska eftir (24.1.2000) Öska eftir einstakslingsíbúð til leigu á Akranesi. Upplýsingar í síma 431 4236. ÓSKAST KEYPT Vélíbát (1.2.2000) Óska eftir að kaupa vél í bát 70-100 hp. Upplýsingar í síma 431 2686. Bátakerra (29.1.2000) Óska eftir að kaupa góða bátakerru fyrir 5 manna vatnabát. Uppl. í síma 852 8598. Olíumiðstöð (27.1.2000) Bráðvantar notaða olíumiðstöð. Upplýsingar í síma 894 6399. TAPAÐ / FUNDIÐ Týndur hestur (26.1.2000) Um miðjan desember tapaðist frá Sámsstöðum í Hvítársíðu 8 vetra hestur fífilbleikur að lit frekar dökkur, einkum á höfði. Mark fjöð- ur framan hægra, fjöður aftan vin- stra. Sími 435-1358. TIL SÖLU Beikirúm (30.1.2000) Til sölu fallegt nýlegt beikirúm (2m x 80) með 2 rúmfataskúffúm. Hentar vel upp að 13 ára aldri. Upplýsingar í símum: 433 8828 / 894 7628. ÝMISLEGT Félagsvist. (31.1.2000) Félagsvis verður í Jónsbúð, fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20 30. Allir velkomnir. Opið hús í 18 ár Fjölmargir einstaklingar og fé- lagasamtök lögðu okkur lið á síð- astliðnu ári sem við viljum þakka fyrir. Sjúkravinir RKI hættu með rekstur verslunarinnar á árinu 1998 og afhentu heimilinu birgðir þær sem voru til á lager. Bókagjafir bárust m.a. ffá Ingólfi Ingólfssyni ffá Björk og Bókaverslun Andrésar Níelssonar. Hjónin Jakob Sig- urðsson frá Lundi og Ingibjörg Pétursdóttir gáfú myndverkið “Lífshlaup” eftir Sigurð Kristjáns- son til minningar um móður Jak- obs, Valgerði G. Halldórsdóttur frá Lundi sem bjó hér á heimilinu 1978 til 1986. Þá bárust okkur hljómdiskar frá fýrrverandi starfs- manni og einnig frá Sjúkravinum. Ymsir hópar komu á Höfða í fýrra; börn og unglingar úr skól- unum á Akranesi og leikskólunum og sjúkraliðanemar. 10 félagsráð- gjafar ffá Sjúkrahúsi Reykjavíkur komu í kynnisferð; einnig fulltrúi frá bresku samtökunum Age Con- cern. Mörg félög eldri borgara heimsóttu heimilið, m.a. frá Sel- tjarnarnesi og Húnvetningafélag- inu í Reykjavík. 25 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi komu til að kynna sér starfsemina hjá okkur, einnig Soroptimistaklúbburinn. Þá sóttu nemendur Brekkubæjar- skóla starfskynningu á Höfða. Heilbrigðisráðherrar Islands og Færeyja sóttu okkur heim ásamt fríðu föruneyti. Stjórn Höfða var með samverustund með íbúum og starfsmönnum í tilefni árs aldraðra. Fræðslufundir um heilbrigðismál voru á heimilinu ásamt íþróttamóti öldunga í pútti og kúluspili. Margir kórar komu í heimsókn og tóku lagið, m.a. Grundartangakór- inn, eldri deild Karlakórs Reykja- víkur, Kvennakórinn Ymur og Sönghópurinn Sólarmegin. Versl- un Guðmundar Hannah, Módel, Glugginn og Perlan voru með sölu- sýningar; einnig var sýning starfs- mannafélags Höfða: “Hugur og hönd”. Brekkubæjarskóli bauð íbúunum í heimsókn á degi aldraðra. Opna húsið fór í vorferð en sumarferðir voru farnar á vegum heimilisins og V.L.F.A. Hefðbundnar kvöldvök- ur voru á heimilinu, Höfðagleðin, bazarar, jólatrésskemmtun o.fl. Börn starfsmanna og afkomendur íbúanna heimsóttu Hurða- skelli og Giljagaur í Akrafjallið. Sjúkra- vinir voru með sín spilakvöld og sóknarprestur með guðsþjónustur og bænastundir. Opið hús var 58 sinnum yfir árið. Félags- og þ j ónustumiðstöð Það var 2. april árið 1982 sem Dvalarheimilið Höfði, fýrst dvalar- heimila, opnaði hús sitt fýrir skipu- lagt félagsstarf meðal aldraðra og öryrkja. Þessi nýjung innan veggja dvalarheimila aldraðra hérlendis vakti athygli bæði innan sem utan heimilisins á árinu 1982 og voru menn ekki á einu máli um ágæti þessarar tilhögunar. Sumum íbúa Höfða leist ekki á að opna þannig heimili sitt fýrir öðrum á þennan hátt, en á kynningarfundi með íbú- unum var samþykkt að gera þetta til reynslu í einn til tvo mánuði. Það er skemmst frá því að segja, að strax varð mikil ánægja með þessa nýbreytni og vildu íbúar Höfða og reyndar aðrir eldri borg- ara á svæðinu alls ekki missa af því lífi og starfi sem fór fram í opna húsinu, og má segja að aldrei hafi verið slegið af í þessi f 8 ár. Félags- málaráð stendur sem kunnugt er fýrir starfinu ásamt heimilinu. Segja má að opnun Höfða hafi markað upphafið af þeirri Félags- og þjónustumiðstöð sem myndaðist í tengslum við heimilið og þótti nýjung hér á landi. Arið áður 1981 hafði davistunin á Höfða tekið til starfa, en hún var fýrsta deildin sinnar tegundar hér á landi og var hún hugsuð fyrir þá einstaklinga sem bjuggu einir heima og fóru á mis við nauðsynlegt samfélag. Þetta fólk vildi búa áfram heima og forðast þannig stofnanavist, en leit- aði yfir daginn eftir ýmiskonar þjónustu, starfsþjálfun og félags- skap. A annað hundrað einstaklingar hafa sótt dægradvölina í þau 19 ár sem hún hefur verið rekin - en opna húsið hefúr nú verið rekið í 18 ár og opið hefur verið 830 sinnum nú í árslok 1999. Þá hefur nú um 6 ára skeið verið sendur út matur frá mötuneyti Höfða til aldraðra og öryrkja útí bæ. Þetta er einnig í samvinnu með Félagsmálaráði. Milli 20 og 30 manns njóta þeirrar þjónustu, sem er einnig hugsuð til að koma í veg fýrir ótímabæra stofnanavistun. Dvalarheimilið Höfði þakkar öll- um þeim sem stutt hafa heimilið og óskar velunnurum sínum árs og friðar. Asmundur Olafsson, framkvœ?ndastjóri Dvh. HöfSa r Hvenær drepur maður mann hvenær drepur maður ekki mann Frumsýning 11. mars Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands verður staðsett við Brúartorg í Borgarnesi. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hrönn Theodórsdóttir í síma 438 6630 og skulu umsóknir berast til UKV, Bjamarbraut 8, 310 Borgamesi fyrir 20 febrúar. r n Auglýsing um deiliskipulag í Borgarfjarðarsveit Borgarfjarðarsýslu. Samkvæmt ákvæðum 18. og 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðimar Túngötu 21 og 22 Hvanneyri, Borgarfjarðarsveit B orgar fj arðarsýs lu. A tillögunni er gert ráð fýrir lóðum fyrir raðhúsum í stað íbúðarhúsa. Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Reykholti og á Hvanneyri frá 3. febrúar til 2. mars 2000 á I venjulegum skrifstofutíma. o i | Athugasemdum skal skila fýrir 16. mars 2000 og skulu * þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltruL ______________________________________________■___y jjt SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN -Borgarbyggð- Fundur um bæjarmálin Bœjarfulltrúar sjálfstœðismanna í Borgarbyggð auglýsa: Fundur í Sjálfstæðishúsinu Brákarbraut 1 sunnudaginn 6. febrúar kl. 20.30 Dagskrá fundarins: 1. Fjárhagsáætlun ársins 2000 kynnt. 2. Onnur málefni sveitarfélagsins Gestur fundarins verbur Stefán V. Kalmansson bœjarstjóri Borgarbyggöar. Allir velkomnir. Guðrún Fjeldsted Helga Halldórsdóttir

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.