Skessuhorn - 03.02.2000, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 2000
SSESSUHÖEK
Krístín er fþróttamaðnr Borgaríjarðar
Kristín Þórhallsdóttir frjálsíþrótta-
kona frá Laugalandi í Stafholtstungum
var síðastliðinn laugardag útnefnd
Iþróttamaður Borgarfjarðar af Ung-
mennasambandi Borgarfjarðar. Verð-
launaafhendingin fór fram á árlegu
innanhússmóti UMSB í frjálsum
íþróttum.
Kristín Þórhallsdóttir var á síðasta
ári sigurvegari í spretthlaupum, lang-
stökki og þrístökki á öllum mótum inn-
anhéraðs. Tók hún einnig þátt í fjölda
móta utan héraðs og var alltaf á meðal
þeirra efstu. Þá kepptd hún í 3 greinum
fyrir Islands hönd á Norðurlandamóti
unglinga 20 ára og yngri þrátt fyrir að
vera aðeins 15 ára gömul. Þá er hún í
unglingalandsliðshóp FRÍ 2000. Hún
varð fimmfaldur Islandsmeistari á ár-
inu og er m.a. besti langstökkvari
landsins um þessar mundir.
GE
Aðrir sem skpuðu tíu efstu
sætin í kjörinu voru eftirfarandi:
2. sæti: Ejnar Trausti Sveinsson fyrir íþróttir fádaðra.
3. sæti: Hlynur Bæringsson fyrir körfuknattleik.
4. sæti: Halldóra Jónasdóttir fyrir frjálsar íþróttir.
5. sæti: GautiJóhannesson fyrir ffjálsar íþróttir
6. sæti: Oli Þór Birgisson fyrir Badminton.
7. sæti: Guðlaugur Axelsson fyrir badminton og knattspymu
8. sæti: Elín Anna Steinarsdóttir fyrir körfiiknattleik.
9. sæti: Harpa Dröfh Skúladóttir fyrir sund.
Kristín
Þárhallsdóttir,
nýkjörin
íþróttamadur
Borgarfjaröar
árið 1999
FVA. sigraði í Gettu betur
Spurningakeppni framhalds-
skólanna “Gettu betur” er hafin.
Fyrstu umferð keppninnar lauk á
miðvikudaginn í fyrri viku. Lið
FVA keppti við lið Menntaskólans
á Egilsstöðum. Lið FVA stóð sig
mjög vel og náði góðri stöðu
strax í upphafi. Lokatölur voru að
FVA fékk 21 stig en lið ME 18 stig.
Eftir keppnina var dregið um
hvaða lið mætast í næstu umferð.
FVA lendir á móti liði Borgar-
holtsskóla. Keppnin verður þriðju-
daginn 8. febrúar. Sigurvegarar í
næstu umferð komast í 8 liða úrslit
sem fram fara í Sjónvarpinu. Þeir
Andrés Böðvarsson, Lárus V. Lár-
usson og Ómar F. Sigurbjömsson
keppa fyrir hönd FVA og njóta
þeir stuðnings Geirs Guðjónsson-
ar og Sveins Hafsteinssonar.
SB
Elding um heimsms höf
Ráðgert er að
hin fræga skúta
Elding fari í mik-
inn leiðangur
næsta sumar undir
yfirskriftinni Vín-
land 2000. Farið
verður ffá Noregi
um Hjaltland,
F'ærey jar og Is-
land til Græn-
lands og megin-
lands Norður -
Ameríku. Ferðin
er farin í tilefni
landafunda Is-
lendinga í Vestur-
heimi og til minn-
ingar um Leif
Heppna, Eirík rauða og Bjama
Herjólfsson ffá Drepstokki sem að
sögn leiðangursmanna varð á und-
an Leifi heppna
til að finna land
það sem við í dag
þekkjum sem
Bandaríkjahrepp.
Skipstjóri í
ferðinni verður
Hafsteinn „kaf-
ari“ Jóhannsson,
frá Akranesi en
með honum
verða í áhöfh sex
til níu manns.
Hafsteinn smíð-
aði skútuna Eld-
ingu á sínum tíma
og er eini sigl-
ingakappinn á
Norðurlöndum
sem lokið hefur viðstöðulausri eín-
menningssiglingu um hnöttinn.
GE
Skútan Elding
-m-
Læknisbústaður aflientur
Síðastliðinn mánudag undirit-
uðu Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra og Ríkharð Brynj-
ólfsson oddviti Borgarfjarðarsveit-
ar afsal fyrir
cignarhlut rík-
issjóðs í Lækn-
isbústaðnum að
Kleppjárns-
r e y k j u m .
Læknisbústað-
urinn hefur
ekki verið nýtt-
ur undir þá ,
r . lnnbiöra Palmadottir
starfsemi sem , . , ...
son utidimta afsalið.
honum var ætl-
uð um nokkurt skeið og útibú
heilsugæslunnar hefur verið flutt í
Reykholt. Læknisbústaðurinn er
því nú í eigu læknishéraðsins sem
nær til fjögurra sveitarfélaga,
Borgarfjararsveitar, Skorradals-
hrepps, Hvít-
ársíðuhrepps
og Borgar-
byggðar. Að
sögn Rík-
harðs Brynj-
ólfssonar sem
undirritaði
afsalið fyrir
, _ „ . hönd Borgar-
og Rikharð Brynjolfi- T
Mynd: GE rJaroarlæKnls
héraðs hefur
ekkert verið ákveðið um framtíð-
arhlutverk læknisbústaðarins. GE
Verðlaun í eldvamargetraun
Landssamband slökkviliðs og
sjúkraflutningamanna efndi til ár-
legrar eldvarnarviku skömmu fyrir-
jól og var hún notuð til að höfða
sérstaklega til grunnskólabarna. Að
sögn forsvarsmanna eldvarnarvik-
unnar tókst hún í alla staði vel og
telja þeir forvarnargildið ótvírætt. I
tengslum við eldvarnarvikuna var
efnt til eldvarnargetraunar og bár-
ust um 25000 svör. Dregið var úr
réttum lausnum þann 18. janúar
síðastliðinn og fengu tuttugu börn
veglegan pakka frá Landssambandi
slökkviliðs og sjúkraflutninga-
manna. Pakkinn innihélt útvarps-
tæki með kasettutæki og geislaspil-
ara, reyksynjara, barnabók, viður-
kenningarskjal, blaðið Slökkviliðs-
maðurinn og forvarnarbækling í
brunavörnum. Meðal verðlauna-
hafa var einn Vestlendingur,
Hjálmur Örn Arnason á Skarði í
Lundarreykjadal og síðastliðinn
mánudag fékk hann heimsókn frá
slökkviliðsstjóra slökkviliðs Borgar-
Pétur Jónsson slökkviliðsstjóri slökkviliðs Borgarjjarðardala ajhendir Hjálmi Emi Ama-
syni verðlaunin. Mynd: GE
fjarðardala, Pétri Jónssyni sem hólasveit, Hildur Björnsdóttir,
færði honum verðlaunin. Einnig Reykjabraut 5 Króksfjarðarnesi.
var einn verðlaunahafi úr Reyk- GE
Reiðvegagerð
Hálfdán Helgason á Háhóli var við reiðvegagerð á Mýrunum milli Hítardalsvegamóta og Hítarár þegar Ijósmyndari Skessuhoms átti
leið þar hjá í síðustu viku. Kaflinn sem hann er að legg/a er um 1 km. að lengd og liggur um mýrarsund sem er ófert hestum og hafa
hestamenn þvt' orðið að herja malhikið á þessum slóðum fram til þessa. Það þykir hvorki til hóta fýrir hesta, menn né bifreiðar sem þjóð-
vegurinn erfyrst ogfremst ætlaður. Mikil rnnferð hestamanna er um þetta svæði á sumrin og dæmi um að þama þurfi aðfara með allt
að 100 hrossa rekstur. Mynd: GE