Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2000, Page 5

Skessuhorn - 19.04.2000, Page 5
SSESSííHÖBM MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2000 5 Afar fróölegt er aö hafa aögang aö erlendum sjónvarpsstöövum og geta borið saman viö það sem er á boðstólum hér af innlendu efni. Ef dæmi er tekið af dönsku ríkisstöðv- unum viröist dagskrárgeröarmönn- um þar ekki vera eins þröngur stakk- ur sniðinn og starfssystkinum þeirra hér, hvorki varöandi efnistök né efn- isval. Þegar danskir þátttagerðar- menn hafa auk þess úr meira fjár- magni aö moöa og geta einbeitt sér lengur að viöfangsefni sínu er Ijóst aö samanburðurinn veröur óhag- stæöur. Efnistökin eru stundum svolítiö sérstök. Fyrir nokkru var sýnt fram á í dönskum sjónvarpsþætti aö verö- samráö var meðal ökukennara á svæöi þar sem átti aö réttu lagi aö ríkja samkeppni. Tveir- þrír ökukenn- arar ákváöu aö bjóöa meirihlutanum birginn og auglýsa lægra verö. Meiri- hlutinn ákvaö þá að boöa fulltrúa minnihlutans á fund til aö snúa hon- um af villu síns vegar en áöur en full- trúinn fór á fundinn var í samráöi viö þáttarstjóra sett á hann falin mynda- vél sem tók upp allt sem fór fram á fundinum. Greinilega heyröist á myndbandinu hvernig nokkrir fulltrú- ar meirihlutans hótuöu fulltrúa minni- hlutans öllu illu ef þeir hækkuöu ekki verðið. Einstaklega áhugavert var aö sjá viöbrögö sömu fulltrúa meirihlut- ans þegar umsjónarmaöur þáttarins sýndi þeim upptökuna af fundinum og þeir áttu aö skýra ummæli sín á myndbandinu. Þeir reyndu aö sjálf- sögöu aö snúa sig út úr málinu en höföu ekki árangur sem erfiði vegna þess aö spyrillinn hafði óræk sönn- unargögn í málinu. Ekki er ég beinlínis aö mælast til þess aö slík vinnubrögö séu tekin upp í íslensku sjónvarpi en Ijóst er aö hér er farið allt ööruvísu aö. Því miö- ur er ég þess ekki umkominn aö láta Stöö 2 njóta fulls sannmælis. Mér skilst aö þar hafi veriö sýndir vand- aðir íslenskir efnisflokkar um marg- víslegt efni en enginn er afruglarinn aö Stöö 2 á heimili undirritaös þannig aö þaö mál verður aö liggja milli hluta. Æöi oft kemur þaö fyrir hér í sjón- varpsumræðum, og reýndar umræö- um í útvarpi líka, um hitamál aö þátt- takendur eru svo æstir aö áhorfend- ur eru ruglaðri í ríminu eftir umræö- urnar en þeir voru áöur. Tilgangur slíkra umræöna hlýtur aö eiga aö vera aö varpa Ijósi á viðfangsefnið, en annaö hvort kunna íslenskir fjöl- miölamenn ekki nægilega vel til verka eöa aðferðin sjálf er hreinlega röng nema hvoru tveggja sé. Allt of oft snúast slíkar umræður upp í karp sem hefur ekkert upplýs- ingagildi og minnir meira á einvígi fornkappa en rökræöur viti borinna manna. Því miður gerist þaö líka þótt viðmælandi sé aöeins einn, aö hann/hún kemst upp meö aö snúa út úr spurningum og koma sér hjá því aö svara. Fjölmiðlamenn skírskota oft til hlutverks síns sem boöbera og taka sér ýmislegt frelsi út á þaö. A móti eiga neytendur fjölmiöla aö krefjast þess að fjölmiðlamenn vandi verk sín og missi aldrei sjónar af þeirri skyldu sinni aö tryggja réttar og vandaðar upplýsingar. Slíkar upplýsingar fást aöeins ef fjölmiðlamenn fylgja eftir fyrri spurningum sínum meö enn hnitmiöaöri spurningum og standa fast á því aö fá skýr svör viö þeim. íslenskir fjölmiölamenn hafa oft orðið aö athlægi þegar þeir hafa ætl- aö sér aö sýna viðmælendum í tvo heimana og hafa beitt því sem nefna mætti haröa viðtalstækni. Flún felst í því aö grípa fram í fyrir viðmæland- anum og trufla hann á allan hátt og fá hann til aö mismæla sig eöa tala af sér. í slíkum viötölum er hvorki viö- fangsefninu né viðmælandanum sýnd tilhlýöileg viröing. Lars H. Andersen "Lunddœlingar geta veriö stoltir af uppfœrslu þessari og víst er að enginn fer svikinn heim af sýningunni" (Pefrína Ottesen, Skessuhorni) Aöalhlutverk: Siguröur Halldórsson og Hildur Jósteinsdóttir Leikstjóri: Halla Margrét Jóhannesdóttir "Hér hefur tekist svo vel til sem hugsast getur og vœri vel að þessi sýning sœist af sem flestum" (Hávar Sigurjónsson, Morgunblaðinu) "Persóna og leikari runnu saman i eitt; Sigurður var Jón, að minnsta kosti þessa stund" (Silja Aðalsteinsdótfir, DV)

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.