Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2000, Síða 2

Skessuhorn - 28.04.2000, Síða 2
2 FOSTUDAGUR 28. APRIL 2000 Sffll£SSUiiGl£Wi WWW.SKESSUHORN.IS Borgornesi: Akranesi: Borgarbraut 49 Suðurgötu 65, 2. hæð Sími: (Borgarnes og Akrones) 430 2200 Fax: (Borgornes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og óbm: Gisli Einorsson 852 4098 Internetþjónusto: Bjorki Mór Korlsson 899 2298 Bloðnmenn: Petrino Ottesen, Akronesi 899 7358 Egill Egilsson, Snæfellsnesi 894 5038 íþróttofréttoritori: Jónos Freysson (Jomes Fryer) Auglýsingor: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 Siljo Allonsdóttir 431 4222 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdótlir 431 4222 Próforkorlestur: Ásthildur Mognúsdóttir og Mognús Mognússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: isofoldorprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrlfenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidjo@skessuhorn.is egill@skessuhorn.is ouglysingor@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is 430 2200 Partí Fátt veitir mér meira yndi í lífinu en að sækja veislur og úða í mig kræsingum þar til ég ligg afvelta og ósjálfbjarga úti í horni. I þessa iðju fara enda allar mínar tómstundir. Q,s|j Einarsson, Ekki síst nú á vordögum þegar fermingar- ritstjóri. veisluvertíðin stendur sem hæst. Þrátt fyrir einlægan áhuga minn á átveislum og gleðskap þá finn ég varla til minnsm tilhlökkunar vegna stærsta teitis sumarsins sem haldið verður í túnfætinum á Þingvöllum. Þar á víst að bjóða í partí í tilefni þess að þúsund ár eru liðin ffá því Þorgeir Ljósvetninga- goði fékk sér kríublund undir feldi og dreymdi Guð almáttugan. Ekki má misskilja þessa afstöðu mína vitlaust og brigsla mér um trúleysi. Því fer fjarri enda er ég alinn upp nánast á kirkjutröppun- um. Ekki er það heldur svo að ég búist við að veitingarnar verði numdar við nögl, síður en svo. Mér skilst að það eigi að taka allan skarann til altaris og bjóða upp á alkhóhólsneitt messuvín og með'ðí. Eg efa því ekki að mettaðar verði þúsundir á Þingvöllum í sumar. Astæðan fyrir mínu áhugaleysi gagnvart Þingvallapartíinu er ein- faldlega sú að þótt ég sé ákaflega hlynntur óhófi á flestum sviðum sætti ég mig við þá óumflýjanlegu staðreynd að allt hafi sín tak- mörk. Eg hef alls ekkert á móti því að minnast þessara merku tímamóta með gleðskap Guði til dýrðar. Gjarnan skildi ég að minnsta kosti mæta í messu af þessu tilefni, jafnvel þótt ég fengi ekkert að éta. Hinsvegar þykir mér það mjög orka tvímælis að verja milljörðum í mannvirki sem nýtast á einu mannamóti og síðan aldrei meir. Með- al annars á að verja einhverjum slatta af milljónum til að rífa burtu hringtorg í Mosfellsbæ sem þar voru niður sett fyrir nokkrum miss- erum. Eg græt svo sem ekki þessar þústir því þær hafa þvælst fyrir mér síðan þær komu þangað. Það er aftur verra að strax að Þing- vallagleðinni lokinni skal umræddum hringtorgum skilað aftur á sinn stað og væntanlega gegn gjaldi. Þá á að leggja malbik í kring- um Þingvallavatn, að minnsta kosti einn hring, og einhverjum of- aníburði skal slett í Uxahryggjaveg svo hann verði akfær framyfir helgi en helst ekki meir. Síðast en ekki síst verður náðhúsum dreift um þjóðgarðinn til að veislugestir þurfi ekki að ganga um í hægð- um sínum líkt og á lýðveldishátíðinni níutíu og fjegur. Að vísu verða þau trúlega ekki í sama verðflokki og einkakamar kirkjumála- ráðherrans en eitthvað hljóta þau að kosta samt. Það er vissulega gott og blessað að safha öllum Guðslömbum landsins saman á einn blett í einn dag ef það er Guði þóknanlegt. Miðað við framfarir í fjarskiptum og upplýsingatækni held ég hins- vegar að mögulegt sé að koma afmæliskveðjum til Guðs víðar að en frá Þingvöllum. An þess að ég hafi beinlínist spurt hann að því þá held ég að himnafaðirinn og sú fjölskylda hefði verið jafn sátt þótt þessum milljörðum hefði verið varið til einhverra góðra verka og þá í þeirra naftii. Enda er það víst hugurinn sem skiptir máli. Ef menn vildu halda sig við að leggja þessa aura í samgöngumannvirki þá hefði mátt kasta krónum í að byggja upp heilsársvegi í einni eða tveimur sveitum. Þá hefðum við sveitamennirnir getað ekið á Guðs vegum í tilefni affnælisins. Að öllu öðru ógleymdu er þó mesta hneisan sennilega sú að eft- ir að hátíðarhaldarar á Þingvöllum höfðu sótt um vínveitingaleyfi var það dregið til baka sakir nöldurs í kerlingum í Vesturbænum. Þetta hlýtur að teljast heldur snautlegt fyrir hátíð sem haldin er til heiðurs þekktasta bruggara mannkynssögunnar, manninum sem breytti vatni í vín! Gt'sli Einarsson, á Guðs vegum Skemmdarverk á Skaganum Eitthvað var um skemmdarverk á Akranesi þessa páskahelgi. Aðfar- amótt föstudagsins langa vom skilti veitingastaðarins Hróa Hattar eyðilögð þar sem gler var brotið í stöfúm. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta tiltekna skilti er skemmt og þar sem allar líkur benda til þess að þetta hafi verið viljaverk spyrja A fundi fúlltrúaráðs Skólaskrif- stofu Vesturlands sem haldinn var föstudaginn 14. apríl s.l. var sam- þykkt að senda öllum aðildarsveitar- félögunum bréf þar sem þau em beðin að taka afstöðu til slita á byggðarsamlaginu um skrifstofuna. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar úr- sagnar sveitarfélaga á Snæfellsnesi úr skrifstofunni og ákvörðunar Borgarbyggðar um að gera slíkt hið sama. Bæjarstjóm Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum síðasdiðinn fimmmdag að setja á stofh Félags- og skólaþjónusm Borgarbyggðar. Þegar fyrir liggur að hvorki Borgar- Grásleppukarlar og forsvars- menn Sigurðar Agústssonar ehf héldu fund á Hótel Stykkishólmi þann 17. apríl s.l. Tilgangur fund- arins var að heyra viðbrögð grá- sleppukarlanna við því verði sem Sigurður Ágústsson býður. Ljóst er að verðið hefur farið lækkandi vegna offramboðs í fyrra því heimsframboðið hefur þrýst niður verðinu. Tunnan hefur lækkað úr Þann 27. apríl síðasdiðinn hófúst hin árlegu samræmdu próf hjá nemendum 10. bekkja um allt land. A fimmrndeginum þreytm krakk- arnir próf í íslensku en dönskupróf er tekið á fösmdeginum. Samræmd Klakkur SH 510 frá Gmndar- firði lagði af stað á Rekjaneshrygg- inn síðastliðinn þriðjudag. Veiði- svæðið er fyrir innan 200 mílurnar. menn sig hver tílgangurinn sé með þessum skemmdarverkum. Þeim sem hlut eiga að máH þykir skemmd sem þessi afar sár þegar allur metn- aður er lagður í að hafa eins flnt og hægt er. Það vom fleiri staðir sem lentu í klóm skemmdarvarga því úti- hurð á Landsbankahúsinu við Suð- urgöm var einnig brotin. BG byggð, Snæfellsbær, Stykkishólms- bær, né Eyrarsveit verða aðilar að skólaskrifstofunni í framtíðinni þyk- ir mörgum að grundvöllurinn fyrir rekstri hennar sé brostinn. Akvörð- un um það er hinsvegar í höndum þeirra sveitarfélaga sem eftir standa. Að sögn Stefáns Kalmanssonar bæjarstjóra Borgarbyggðar er fyrir- hugað að bjóða nágrannasveitarfé- lögunum að kaupa þjónusm af Fé- laga- og skólaþjónustunni og sagði hann að þegar væri búið að kynna málið fyrir oddvimm á stóra svæði. Þess má geta að nú þegar kaupir Borgarfjarðarsveit félagsþjónustu af Borgarbyggð. GE 38.000 kr í 34.000 kr. Veiðar dróg- ust saman á milli árannna '98 og '99 vegna verðs. Grásleppuvertíðin hefst þann 10. maí en menn hafa komið sér saman um að byrja í byrjun júní. Þetta er gert til að bíða af sér verstu veður og um leið að bæta upp lága verðið með betri veiði. Gráslepputímabilinu lýkur í lok júní. próf í stærðfræði og ensku verða svo eftir helgi. Eflaust hafa krakk- amir setið við lesmr alla páskana og vonum við að þau uppskeri eins og þau hafa sáð. BG Aflabrögðin em að glæðast og em togararnir að fá 2 - 3 tonn á tog- tíma. Það tekur um tvo sólarhringa að sigla á miðin. GA Nýr starfsmaður Hjörtur Hjartarson hefur tekið til starfa á auglýsingadeild Skessuhoms. Hjörmr er búsett- ur á Akranesi en verður með starfsaðstöðu bæði á Akranesi og í Borgarnesi. Grásleppukarlar í Kalmansvík Bæjarráð Akranesbæjar hefur heimikð niðursetningu verksins “Gfásleppukarlar í Kalmansvík” eftir Jón Pémrsson í Kalmansvík. Bæjarráð hefiir nú falið garð- yrkjustjóra að finna nákvæma staðsetningu fyrir verkið með til- Hti til umfjöUunar umhverfis- nefúdar um málið og í samráði við listamanninn, BG Flugvél nauð- lenti í Dölunum Flugvél af gerðinni Cessna C- 152 þurfti á sunnudag að nauð- lenda á þjóðveginum við Búðar- dal þegar hún var á leið ffá Isa- firði til Reykjavíkur. Lendingin tókst vel ög sluppu tveir menn sem vom í véHnni án meiðsla. Vélin varð eldsneytislaus á leiðinni til Reykjavíkur en bens- ínafgreiðslu á IsafjarðarflugvelH var lokað þennan dag. Ekki er þó vitað hvort sú staðreynd hafi átt þátt í því að vélin þurfti að nauð- lenda. (Bæjarins besta sagði frá) íslandsbanlá - FBA í Hólminn? Á bæjarráðsfundi í Stykkis- hólmi sem haldinn var 6. apríl síðastliðinn var lagt til að bæjar- stjóri, Oli Jón Gunnarsson sendi Islandsbanka-FBA skriflegt er- indi með boð um lóð á góðum stað tii að reka fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga, I sama erindi var bankanum bent á að í Stykkishólmí sé að- staða fyrir slíka stafsemi. Bréfið hefúr þegar verið sent þó enn hafi engin viðbrögð borist við því ffá Íslandsbanka-FBA að SÖgn Óla Jóns Gunnarssonar. Það vora þrír bæjarráðsmenn sem lögðu ffam samþykktina og í viðtaH við Skessuhom, sagði Aðalsteitm Þorsteinsson, einn af flutningsmönnum samþykktar- innar, að menn væra að horfa til þess að hægt væri að setja upp einhverskonar útibú, þar sem ekki væri um að ræða viðskipta- banka, heldur sem fjármálaþjón- usta víð fyTÍrtæki og einstak- Iinga. Islandsbanki-FBA hefði einmitt þau markmið að hyggja á landvinninga bæði innanlands sem og erlendis. Með þessu út- spili vildu menn auka flórana í viðskiptum og um leið mannh'fi. Qli Jón taldi það ekki ólíklegt að reist yrði nýbvgging, en ýms- ír möguleikar væru samt inni í myndinni. Þessi mál væru enn í mótun og því ekki hægt að segja meira að svo stöddu. EE Skólaskrifstofa Vest- urlands lögð niður? Grásleppukarlar í startholunum Samræmd próf hefjast Uthafsveiðin hafin

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.