Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2000, Qupperneq 5

Skessuhorn - 28.04.2000, Qupperneq 5
SSESS0HÖÍ2KI FOSTUDAGUR 28. APRIL 2000 5 Sko ekkert Barbídúkkubarnamál! Ég er svo heppinn að eiga tíu ára gamla dóttur. Þið kannist við fyrirbærið: Yndisleg hnáta, alltaf nýþvegin og strokin í bieikum kjól með tík- arspena og ævinlega með Barbídúkkuna sína í annarri hendinni en sippubandið í hinni, flissandi með vinkonum sínum, einhvers staðar útundir vegg, pískrandi um hvað strákarnir séu frámuna- legir asnalegir og skítugir ruddar; aldrei nokkurn tíma skulu þær eyða svo mikið sem einu orði á þann fáránlega lýð. Nema hvað hún tíu ára gamla dóttir mín er reyndar alls ekki svona í hátt. Hún hefur frá frum- bernsku þvertekið fyrir að láta sjá sig í pilsi eða kjól, dúkkur hefur hún alltaf fyrirlitið og nú upp á síðkastið er lítinn mun að sjá á henni og nánustu vinkonum hennar annars vegar og strákunum á sama reki hins vegar. Öll ganga þau í víðum gallabuxum með prjónahúfur ofan í augu og alltof stórum bolum. Það er satt að segja helst til lítinn mun á kynjunum að sjá. Ekki svo að skilja að ég kippi mér neitt upp við það. Þegar ég var á þessum aldri var líka lítill munur á útliti kynjanna - stelpurnar voru þá bún- ar að leggja um tíma á hilluna hinn „kvenlega" klæðaburð sem fólst í pilsum og kjólum en í stað- inn vorum við strákarnir allir með sítt stelpuhár. Og allir undu glaðir við sitt, þá eins og nú. En ég skal viðurkenna að mér kom nokkuð á óvart þegar ég var um daginn að spyrja hana dóttur mína um strákana í bekknum, hvernig þeir væru og hvort þeir væru eitthvað skemmtilegir. í mörg ár hafa svörin verið á sömu lund - strákarn- ir eru ömurlegir og allir hundleiðinlegir. Stutt og laggott og ekki meir um það að segja. En núna bar nýrra við. Að vísu var enginn strákur orðinn „skemmtilegur" og nokkrir voru vissulega ennþá „ömurlegir" en furðu mörgum var þó lýst með orð- inu „ágætir". x Mig rak í rogastans. Var eitthvað að gerast sem ég hafði misst af? Strákarnir orðnir „ágætir"? Og ég fór að fylgjast betur með henni dóttur minni en ég hafði greinilega látið það ógert um skeið. Og ég hafði greinilega misst af einhverju. Þegar ég fór að leggja eyrun við spjalli hennar við vinkonu sína fór ég að heyra setningar sem ég skildi hvorki upp né niður í. Það var sko ekkert Barbídúkkubarnamál þar! „Tókei er geðveikt rer. Með voterstón breytist Ívíi í Varpóreon. Maður fær pókeflút hjá mister Fúdjí í lavender. Mér finnst örþbadjse léttastur, en Gíóvannf er boss-tím-rokkett.“ Mister Fúdjí? Gíóvanni? Boss-tím-rokkett? í hverju var hún dóttir mín eiginlega lent? Tíu ára gömul! Mér leist satt að segja ekki á blikuna og ennþá síður þegar ég fór að veita því athygli að hún lét sig gjarnan hverfa klukkan sex á föstu- dagskvöldum og kom ekki heim fyrr en klukkan langt gengin tíu. Og hún bara tíu ára! Þegar ég fór að aðgæta hvert hún fór sá ég að hún lét sig hverfa inn í yfirgefið frystihús lengst úti á Granda og þangað streymdu strákar á öllum mögulegum aldri, allt frá hennar aldri og upp í stútúngstán- inga - nokkrir voru greinilega komnir yfir tvítugt og fúlskeggjaðir. í hvaða félagsskap var hún sak- lausa litla dóttir mín lent? Þegar ég elti hana á þessar föstudags- skemmtanir gaf á að líta. Inni í frystihúsinu sat fjöldinn allur af strákum við borð og spiluðu! Spil- uðu á spil sem ég kannaðist ekkert við - spil sem eru með myndum af ýmislegum skrímslum og hún og vinkona hennar höfðu greinilega verið að tala um þessi skrímsli þegar þær ræddu um mist- er Fúdjí og Gíóvanní Boss-tím-rokkett. Ég varp- aði nú að vísu öndinni léttar yfir því að ekkert hættulegra hefði verið á ferðinni, en ég skil samt sem áður næstum ekki neitt í þessu fyrirbrigði. Fyrirbrigðið heitir Pókemon og ku vera orðið vel kunnugt meðal krakka á aldrinum 10 og upp úr en hvað það gengur út á tekst mér enn ekki að skilja. Nema hvað hún dóttir mín lifir orðið og hrær- ist í einhverri einkennilegri veröld sem ég veit varla hvernig snýr. Og þær vinkonurnar tala tungumál sem er mér óskiljanlegri en latínan sem ég trassaði að læra í menntaskóla. En er þetta til marks um að hún sé að komast til manns - það þætti mér vænt um að vita. Móðir hennar fór einu sinni að ná í hana í verslunina sem selur Pókemon-spilin og aðra bráðnauðsynlega fylgi- hluti og kom að henni standandi útá miðju gólfi í stórum hópi slöttungsstráka og býttaði spilum í erg og gríð - því partur af sjarma Pókemons felst greinilega í því að maður er sífellt að býtta til að reyna að fá betri og betri spil. Og hún sem hafði árum saman ekki litið framan í strák án þess að ulla á hann og var ekki mikið gefin fyrir að tala við sér eldra fólk - hún gaf allt í einu rosknum táning- um með grön ekkert eftir í Pókemon-harkinu. Á ég sem sagt að fagna þessu? Er þetta þroskamerki og engu ískyggilegra en þegar kyn- slóðin á undan mér var að býtta á myndum af Roj Roggers og Trigger og minnist enn þeirra sælu- stunda í bókum sínum og bíómyndum? Ég bara kann þetta ekki því ég og mínir jafnaldrar söfnuð- um aldrei neinu, býttuðum aldrei og spiluðum aldrei neitt. Og stelpurnar töluðu aldrei við okkur strákana. Núna gefa hún dóttir mín og vinkona hennar strákunum ekkert eftir á þessu sérkenni- lega sviði, og hvernig á ég sem faðir að bregðast við? Hrópa húrra? Eða á ég umfram allt að láta afskiptalaust eða fara kannski sjálfur að læra Pókemon? Svo ég verði við mælandi? Reyndar held ég að hún dóttir mín myndi ekki líta á mig sem neinn aufúsugest í gamla frystihúsinu útá Granda. Því eins og hún segir sjálf: „Mjú vinnur í pókemonmúví, en mjútú er samt bestur og kúlað- astur.“ En hvað á ég þá að gera? Er Pókemon komið uppí Borgarfjörð? Getur einhver gefið mér ráð? Illugi Jökulsson Ltfeyrissjóður Akraneskaupstaðar Meginniðurstöður ársreiknings lífeyrissjóðsins Akraneskaupstaður Efnahagsreikningur 31.12.1999 Fjárfestingar: Verðbréf með föstum tekjum........................................................................... Veðlán .............................................................................................. Aðrar fjárfestingar.................................................................................. Fjárfestingar Annað: Aðrar eignir I Hrein eign til greiðslu lífeyris Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lifeyris fyrir árið 1999 Iðgjöld...................................................................................... Lífeyrir..................................................................................... Fjárfestingartekjur.......................................................................... Fjárfestingargjöld........................................................................... Rekstarkostnaður............................................................................. Matsbreytingar............................................................................... Hækkun á hreinni eign á árinu: Hrein eign frá fyrra ári: Hrein eign t árslok til greiðslu lífeyris: * Ymsar kenntiölur Raunávöxtun miðaða við vísitölu neysluverðs.................................................. Meðaltal raunávöxtunar síðustu fimm ára...................................................... Akranesi, 27. apríl 2000 Stjóm Ltfeyrissjóðs Akraneskaupstaðar Bæjarskrifstofur • Stillholt 16-18 • 300 Akranes Sími 4311211 • Myndsendir 431 2590 • Kt. 410169-4449

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.