Skessuhorn - 27.07.2000, Síða 1
Ertu að tapa stórfé
út um gluggana?
Fáðu góð ráð hjá okkur og
lækkaðu hitareikninginn!
Sími 54 54 300
Smiðjuvegi 7,
Kópavogi
fax 54 54 301
www.gler.is
102 ára og á
föðursystur á lífi
Ættarmót elsta núlifandi Islendingsins
Um síðustu helgi héldu afkom-
endur Krínar P. Sveinsdóttur, elsta
núlifandi íslendingsins, ættarmót í
Gufudal í Reykhólasveit. Kristín
verður 106 ára síðari hluta næsta
mánaðar. Hún er fædd í Skáleyjum
á Breiðafirði en foreldrar hennar
voru Sveinn Pétursson og Pálína
Tómasdóttir. Kristín giftist Berg-
sveini Finnssyni árið 1920. Þau
hófu búskap í Gufudal það ár og
bjuggu þar til ársins 1952.
Nokkrum árum síðar flutti Kristín
til Reykjavíkur og vann þar við fisk-
verkun til áttræðs. Kristín og Berg-
sveinn eignuðust átta börn og eru
sjö þeirra á lífi en alls eru afkom-
endur þeirra um 150. Kristín býr
nú á Hrafhistu í Reykjavík og er
þokkalega ern og hefur fótavist
flesta daga. Kristín setti sér eitt
sinn það takmark að verða 100 ára
en þegar þeim aldri var náð setti
hún nýtt markmið; að verða elst Is-
lendinga. Nú þegar sá áfangi er
einnig í höfn er markmið hennar
að ná sama aldri og ffænka hennar
úr Stykkishólmi sem varð 108 ára
sem er hæsti aldur sem Islendingur
hefur náð.
Ohætt er að segja að hár aldur sé
í ætt Kristínar. Því til marks má
geta þess að hún á bróðurdóttur á
Patreksfirði, Magdalenu Kristjáns-
dóttur, sem nú er 102 ára. Þrátt fyr-
ir aldur sinn getur Magdalena því
státað af því að eiga föðursystur á
lífi. Sennilega er slíkt einsdæmi hér
á landi og þótt víðar væri leitað.
MM
Rekstri Lauga-
skóla hætt
Á undanfömum misserum hefur
farið fram allnokkur umræða
um breytt fyrirkomulag á
rekstri gmnnskóla í Dalabyggð.
Af ýmsum ástæðum hefur það
vafist fyrir mönnum að taka á-
kvörðun í málinu. Á fundi
hreppsnefndar Dalabyggðar
þann 18. júlí síðastliðinn var
samþykkt með fjómm atkvæð-
um gegn tveimur (einn sat hjá)
að rekstri Laugaskóla verði hætt
og öll almenn kennsla í Dala-
byggð fari fram í Búðardal fyrir
utan íþróttakennslu sem fari
ffam á Laugum.
Með því að hafa kennsluna á
einum stað telja sveitarstjórnar-
menn í Dalabyggð að takist að
gera góðan skóla betri í stað
tveggja fámennra skóla. “Þá má
ætla að peningalegur spamaður við
sameininguna sé töluverður. Gæði
þjónustunnar munu aukast og auð-
veldara verður að takast á við ný
verkeíni”, segir í greinargerð Sig-
urðar Rúnars Friðjónssonar odd-
vita.
Samþykkt var á fundi hrepps-
nefndar Dalabyggðar að skóla-
stjóri í samráði við sveitarstjóra og
skólanefnd hefji þegar undirbún-
ing að breyttu skólahaldi. Rekstr-
arnefnd Laugaskóla mun jafnframt
gera viðhlítandi ráðstafanir vegna
ofangreindra breytinga. Lagt er til
að teknar verði upp viðræður við
Saurbæjarhrepp um að rekstri
byggðasamlags um Laugaskóla
verði hætt en samráðsnefnd um
eignarhald og rekstur eignanna á
Laugum tekið upp. Samkvæmt til-
lögunni verður Saurbæjarhreppi
boðið að senda öll börn á grunn-
skólaaldri í gmnnskólann í Búðar-
dal. Dalabyggð og Saurbæjar-
hreppi er ætlað að taka upp við-
ræður um þátttöku í rekstrarkostn-
aði skólans. Jafnframt þessum
breytingum er ráðgert að nýta
Dalabúð undir mötuneyti.
MM
Veðrid leikur við Vestlmdinga þessa dagana. Þessi stúlka gerði allt sem í hmnar valdi stóð til að slá á hitann í blíðunni við sund-
laugina í Borgamesi sl. þriðjudag. Mynd: EA
Aukin samkeppni í lyfcölu
Akraness apótek sameinast Lyf og heilsu
Aukin samkeppni er nú að íærast
í lyfsölumarkaðinn á Akranesi.
Nýverið var sagt firá því í Skessu-
homi að Lyfja opnar í haust
sölustað í Skagaversversluninni
og nú hefúr “hinn stóri Iyfja-
hringurinn” gengið til samstarfs
við Akraness apótek. Við það
verður Akraness apótek 18. út-
sölustaður lyfja- og heilsuvöm-
keðjunnar Lyf og heilsu.
Með því að sameinast keðjunni
em eigendur Akraness apóteks, þau
Gylfi Garðarsson og Hjördís Gísla-
dóttir, að styrkja samkeppnisstöðu
lyfsölu á Akranesi hvað verð, þjón-
ustu og vöruframboð snertir. Því
mun lyfjaverð í Akraness apóteki
lækka við þessa breytingu. Ekki
verða gerðar verulegar breytingar á
útliti gamla apóteksins, þótt hafist
verði strax handa við að samræma
það útliti annarra Lyf og heilsu
verslana. Gylfi Garðarsson verður
áfram lyfsöluleyfishafi og Hjördís
Gísladóttir verslunarstjóri.
Auk verslunarinnar á Akranesi
starfrækir Lyf og heilsa 10 verslan-
ir á höfúðborgarsvæðinu, tvær á
Akureyri og fimm á Suðurlandi.
Sama vömverð er í verslunum Lyf
og heilsu, óháð staðsemingu.
MM
i