Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 27.07.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. JULI 2000 sbessuhöbei Hafist var handa ífyrrasumar við endurbyggingu brúarinnar út í Stykki. Mynd: K.K. Stykkishólmshöfn: Framkvæmdum lokið fyrir Dönsku dagana Verulegar tafir hafa orðið á framkvæmdum við brúna út í Stykki í Stykkishólmshöfh. Unnið er að viðgerðum og upp- steypu brúarinnar en framkvæmdir hófust í fyrrasumar. Sævar Harðarson, ffamkvæmda- stjóri Skipavíkur hf sem sér um verkið, sagði í samtali við Skessu- hom að ástæður fyrir þessum töf- um hefðu aðallega stafað af mann- eklu hjá fyrirtækinu í vor en einnig vegna tafa við sjálfa steypuvinnuna sem Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins sér um. “Uppsláttur- inn hefur verið í okkar höndum en þeir hafa séð um að steypa. Það er ein steypa effir sem er áætluð 6. á- gúst en að sjálfsögðu verður öllum framkvæmdum við brúna lokið fyr- ir Dönsku daganna”, sagði Sævar Harðarson. K.K. Utvarpssljórar í Olafyvik: Elmar Pálmi Lárusson og Kristmundur Sumarliðason Mynd: K.K. Ungir útvarpsstjórar Þeir Elmar Pálmi Lámsson og Kristmundur Sumarliðason í O- lafsvík sáu alfarið um Utvarp Sjó- Snæ, FM 94,2 þetta árið þegar fé- lagið hélt upp á 10 ára afmælið. Ut- sendingar hófust fyrir allar aldir alla mótsdagana og stóðu þær til miðnættís, ffá fimmtudegi til laug- ardags. Elmar Pálmi og Krist- mundur sögðust hafa fylgst grannt með öllu sem gerðist og að sjálf- sögðu var tónlistín á sínum stað, allt nema Hallbjörn! Diskur með honum fannst ekki en í staðinn slóu strákarnir á þráðinn til kántrý- kóngsins á Skagaströnd og spjöll- uðu við hann í beinni útsendingu. Þrátt fyrir stífa dagskrá virtust þessir ungu útvarpsstjórar ekki vera farnir að lýjast neitt að ráði þegar útsendingu lauk á laugardag og létu þeir vel af útvarpsmennskunni. KK HREÐMTNSSKÁU -stcufur etskgtuía Laugardagurinn 29. júlf | Skriðjöklar Laugardagurlnn 5. ágúst Geirmundur Valtýsson Bætt lög- og heilsugæsla Skráðir íbúar rangur mælikvarði á þörfina Eins og ffam hefur komið í frétt- um hefur fjölgun ferðafólks og gesta í Borgarfjarðarhéraði leitt til stóraukins álags á lögreglu og heilsugæslufólk á svæðinu. Sýslu- maður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu kveður m.a. svo fast að orði að um hættuástand geti verið að ræða um háannatíma ferðaþjónustunnar. Nýverið funduðu aðilar í héraðinu um löggæslu- og heilsugæslumál í Borgarfirði, einkum með tíllití til aukinna verkefna og þar með þörf fyrir auknar fjárveitingar tíl þessara málaflokka. A fundinn mættu sveit- arstjórarnir í Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit, sýslumaður, yf- irlögregluþjónn og stjórnendur Heilsugæslustöðvarinnar í Borgar- nesi. Almennt virðast ffamlög til lög- gæslu og heilsugæslu í Borgarfirði taka mið af fjölda fastra íbúa í hér- aðinu miðað við lögheimili. Eink- um yfir sumartímann er sá fjöldi aðeins hluti af þeim einstaklingum sem dveljast í héraðinu en einnig yfir vetrartímann eru mun fleiri á svæðinu en skráðir íbúar gefa til kynna. Þetta á t.d. við háskólana á Bifföst og á Hvanneyri þar sem fólk hefur jafnvel ársbúsetu án þess að færa lögheimili til samræmis við dvalarstað. Menn eru sammála um að knýja þurfi á vun auknar fjárveitingar tíl þessara málaflokka í samræmi við aukin verkefhi. Því var ákveðið að láta óháðan aðila safna upplýsing- um um áætlaðan fjölda gesta, ferða- manna og annarra í héraðinu yfir sumarið auk þess em heilsugæslan og lögreglan í héraðinu skrái þarfir sínar fyrir auknar fjárveitingar og forgangsröðun verkefha. I fram- haldi af þessari vinnu verður leitað til ráðxmeyta heilbrigðis- og dóms- mála tíl að fylgja málum efrir og leita aukinna fjárveitinga í þessa málaflokka. MM Minnisvarði um íslenska Byggðasafh Dalamanna er staðsett á Laugum í Sæl- ingsdal. Þar eru varðveittir margir merkilegir gripir sem fróðlegt er að skoða. Safh þetta er um margt at- hyglisvert og fyllilega þess virði fyrir ferðamenn og aðra vegfarendur að Iíta þar við. Magnús Gestsson fyrrver- andi safhvörður kom safhinu á laggirnar upp úr 1970. „Magnús vann geysimikið og merkilegt starf. Til dæmis setti hann hér upp gamla bað- stofu. Hann reif gömlu bað- ;4> stofuna á Leikskálum í Haukadal og setti hana upp fjöl fyrir fjöl í sína uppruna- legu mynd hér á safninu”, sagði Bima Lámsdóttír safn- vörður í samtali við blaða- mann nú á dögunum. iVIarg^t merkra Bima Lárusdóttir safhvörður stödd ígömlu baðstofumii i muna Byggðasafai Dalamanna. A Byggðasafninu eru tíl sýnis margir merkilegir munir. „Fyrst og ffemst er þetta safn minnisvarði um íslenska bændamenningu. Hér er til að mynda safn muna frá Bændaskólanum í Olafsdal sem var fyrstí bændaskóli landsins. Við eigum mikið af ísienskum nytjahlutum sem notaðir vom til ýmissa verka bæði úti og inni. Einnig eigum við hér talsvert safn kirkjumuna, merkilegt steinasafh og svo mætti lengi telja”, sagði Bima. Heimsóknir mættu vera fleiri Að sögn Birnu mætti aðsókn á safnið gjarnan vera meiri. „Við höfum haft opið hér í sumar frá 15:00 -19:00 alla daga vikunnar nema mánudaga og ég veiti leiðsögn um safhið ef óskað er eftir því. Eg gæti vel annað fleiri heimsóknum”. Þó að margt bendi tíl þess að umferð ferðamanna um Dafi sé að aukast virðist það þó ekki sýna sig í aukinni aðsókn á Byggðasafhið. Framtíð safinsins Safnið hefur frá upphafi ver- ið tíl húsa í kjallara skólabygg- ingarinnar á Laugum. Þetta er þó ekki ffamtíðarhúsnæði fyrir safhið. Fram kom í samtali við Birnu safhvörð að núverandi húsnæði sé að verða of lítið auk þess sem það sé elcki að öllu leyti vel fallið til þess að hýsa safh sem þetta. Ekki hefur ver- ið tekin endanleg ákvörðun um ffamtíðarhúsnæði fyrir safnið en að sögn Bimu væri ekki óeðlilegt að það yrði í nýju menningarhúsi Dalamanna sem í bígerð er að koma upp í Búðardal. „Það er brýnt að við Dalamenn hugsum vel um þetta safn. Það hefur kannski svolítið fállið í skuggann fyrir nýrri áhersluefhum upp á síðkastið en við heimamenn megum ekki heldur gleyma að hlúa að því sem fyrir er”, bætti Bima við að lokum. EA Lokafrágangur á Eiríksstöðum Nú er ffágangi að Ijúka í kring- um bæ Eiríks rauða á Eiríksstöð- um í Haukadal en þar verður eins og kunnugt er haldin hátíð Leifs Eiríkssonar helgina 11.-13. ágúst næstkomandi. Það er fyrir- tækið Stórtak ehf. sem vinnur að frágangi göngustíga og grasflata og fleiri umhverfisþátta við bæ- inn. Að sögn Sesselju Bæringsdóttur starfsmanns á Eiríksstöðum hafa hátt á annað þústrnd manns lagt leið sína þangað það sem af er sumri og umferðin verið meiri en búist var við. Meirihluti gestanna era Islend- ingar en einnig er nokkuð um út- lendinga og era Þjóðverjar og vestur Islendingar mest áberandi í hópi þeirra. „Það sem við höfum upp á að bjóða hér hefur vakið lukku hjá gest- um okkar. Að fá að handleika hluti eins og víkingahjálma og sverð og skoða bæinn að innan er ákveðið uppfifelsi. Það má eiginlega segja að menn komist í snertingu við fom'ð- ina í bókstaflegri merkingu. Einnig gáfu Dalabyggð og Eiríksstaðanefhd út vandað kynningarefni í vor sem liggur hér ffammi og ferðafólk hef- ur verið mjög hrifið af’, sagði Sess- elja í samtali við blaðamann. Bær Ei- ríks hefur ekki enn verið formlega opnaður en það mtm verða gert á fyrmefhdri hátíð í ágúst. EA Unnið að hellulögn við Ein'ksstaði. F.v. Gústafjöktdl Olafsson, Svandís Agústsdóttir og Þórarinn Steingrímsstm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.