Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 27.07.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 gHSSUHÖEKI WWW.SKESSUHORN.IS Borgornesi: Akranesi: Borgarbraut 49 Suðurgötu 65,2. hæð Sími: (Borgames og Akranes) 430 2200 Fox: (Borgornes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: íslensk upplýsingatækni 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og úbm: Gísli Einarsson 892 4098 Internetþjónusta: Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Auglýsingar: Hjörtur Hjartarson 864 3228 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og fleiri Umbrot: Jölvert Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is internet@islensk.is sigrun@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Sam- taka- máttur Gísli Einarsson, ritstjóri. í seinni tíð eru allar langanir og þrár mannsins skilgreindar sem fíkn. Það gerir það að verkum að maður þorir vart lengur að ágirnast nokkurn hlut þar sem maður yrði umsvifalaust stimplaður fíkill á því sviði. Verði maður uppvís að svengd er maður haldinn matarfíkn. Ef mann þyrstir er maður alkohólisti og langi mann í svolítið þör er maður haldinn skemmtanafíkn. Þannig mætti lengi telja. Þó skýtur skökku við að þótt búið sé að finna flestum mann- legum tilfinningum stað í einhverri fíkn er nánast aldrei minnst á þá fikn sem þó er hvað útbreiddust allra fikna hér á landi. Samtakafiknin! Staðreyndin er sú að finnist tveir Islendingar sem deila sam- eiginlegum áhuga á einhverjum hlut eða málefni eru sam- stundis orðin til samtök. Það líður varla sá dagur að ekki séu stofnuð samtök. Samtök um eitthvað, með einhverju eða á móti einhverju. Enda er svo komið að til eru á Islandi samtök um nánast allt sem hægt er að gera sér í hugarlund. Þar má meðal annars neftia Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, Samtök um vestræna samvinnu, Samtök um byggingu tónlist- arhúss, Samtök fiskvinnslustöðva, Samtök fiskvinnslustöðva án útgerðar, Samtök heimsffiðar og sameiningar, Samtök katta- vina, Samtök til útrýmingar köttum í Reykjavík, Samtök ábyrgra feðra, Samtökin '78 og Samtök áhugamanna um sam- tök. Þá er aðeins talið lítið brot af takmarkalausu ffamboði á samtökum. Það sem þó vekur mesta athygli er ekki fjöldinn heldur miklu heldur sú staðreynd að hversu mörg samtök sem stofh- uð eru í landinu geta íslendingar aldrei bundist samtökum um nokkurn skapaðan hlut. Enda líður yfirleitt ekki á löngu þar til búið er að kljúfa samtökin niður effir mismtmandi áhersl- um. Stundum birtist samtakafíknin reyndar í þeirri mynd að að- standendur tveggja eða fleiri samtaka finna hjá sér þörf til að sameina þau í ný og stærri samtök. Þetta afbrigði fiknarinnar er meðal annars mjög algengt í póhtík og verkalýðsbaráttu. Næsta skref er yfirleitt að kljúfa hin nýju samtök í mun fleiri samtök en upphaflega voru til staðar. Jafnvel með einum fé- lagsmanni eða færri. Orsökin er sú að sjálsögðu sú að því fleiri samtök, því fleiri formannsembætti eru í boði. Eg get á vissan hátt skihð þau sjónarmið því sjálfur hef ég ekki nokkurn áhuga á að vinna að ffamgangi nokkurs málefhis fái ég ekki að ráða. Eg kæri mig með öðrum orðum ekki um að starfa í félagi þar sem ég er ekki formaður. Það sem aftur eyðileggur fýrir mér ánægjuna af því að vera formaður er sú staðreynd að flestár aðrir Islendingar eru líka formenn. Gísli Einarsson formaður samtaka ritstjóra á Skessuhorni Reykbolt Formleg opnun Snorrastofu Reykholtshátíð haldin um helgina Nú um helgina verður mikið um að vera í Reykholti. Snorrastorfa verður opnuð við hátíðlega at- höfh á Iaugardeginum en einnig mun Reykholtshátíð standa yfir alla helgina. Margt verður að sjá og heyra í Reykholti, boðið verður upp á margs konar vand- aðan tónlistarflutning, sögu- leika, fyrirlestur og ennfremur verður hátíðarguðsþjónusta á sunnudeginum. bókasafn og vinnuaðstaða fyrir fræðimenn, starfsaðstaða forstöðu- manns, íbúð fyrir gestkomandi fræðimenn sem og sýningaraðstaða í millibyggingu og í sal undir kirkj- unni. Að sögn Bjarna Guðráðsson- ar formanns byggingarnefhdar hafa framkvæmdir við húsnæði það er hýsa mun Snorrastofu í heildina kostað um 110 milljónir og fjár- magna Norðmenn þar af um þriðj- unginn. Tignir gestir Snorrastofa verður opnuð með formlegum hætti kl. 14:00 á laugar- dag að viðstöddum Olafi Ragnari Grímssyni forseta Islands og Har- aldi V Noregskonungi og Sonju drottningu. A þriðja hundrað norskra gesta verður á hátíðinni en þar af er ríflega 100 manna leik- flokkur lrá eyjunni Mostri sem mun flytja söguleika undir berum himni en söguleikar þessir eru leikgerð trm kristnitökuna í Noregi. Opnun Snorrastofu hefur vakið talsverða athygli á hinum Norðurlöndunum og er von á fjölda fjölmiðlafólks að utan í tálefni opnunarinnar. Norðmenn fjármagna um þriðjunginn Verið er að leggja lokahönd á húsnæði Snorrastofu fyrir opnun- ina. Til húsnæðis Snorrastofu telst Vönduð dagskrá Á Reykholtshátíð verður boðið upp á vandaða dagskrá frá föstudegi til sunnudags. Að vanda verður sí- gild tónlist í öndvegi en einnig verð- ur írumflutt tónverkið Kenningar efrir Þorkel Sigurbjömsson við texta efrir Snorra Sturluson á lokatónleik- um hátíðarinnar. Flytjendur tónlist- ar á tónleikum Reykholtshátíðar em að þessu sinni íslenskir og norskir. Meðal flytjenda má nefna hinn heimsffæga Vertavo strengjakvartett sem mun koma ffarn á opnunartón- leikum hátíðarinnar ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Einnig verður Hanna Dóra Sturlu- dóttir sópransöngkona sérstakur gestur hátíðarinnar en hún mun halda kvöldtónleika á laugardegin- um við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara sem jafnframt er tónlistarstjóri hátíðar- innar. EA 323 óhöpp síðasdiðin 6 ár Mikill fjöldi búfjárslysa á Vesturlandi Útafakstur varð um klukkan 11 síðastfiðinn laugardag á þjóðvegi eitt, á móts við Módel Venus, skammt sunnan Borgarness. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Borgamesi varð ó- happið með þeim hætti að öku- maður missti stjóm á bflnum þegar kind hljóp inn á veginn. Bfllinn hafinaði því utan vegar. Ekki urðu alvarleg slys á þeim tveimur sem í bflnum vom. Samkvæmt upplýsingum sem teknar hafa verið saman af lög- reglu, urðu samtals 180 óhöpp í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi undanfarin 6 ár sem rekja má beint til lausagöngu búfjár. Þar af voru 163 óhöpp vegna sauðfjár á eða við vegi í sýslunni en hross urðu á sama tíma völd að 17 óhöppum. Af lögsagnarumdæmum landsins voru á árabilinu 1994 til 1999 flest óhöpp á svæði Borgameslögregl- unnar en næstflest í Skagafirði. Á sama tímabili urðu umferðaró- höpp vegna búfjár á vegum 51 í umdæmi Búðardalslögreglu, 36 í umdæmi Stykkishólmslögreglu, 29 í umdæmi Grundarfjarðarlögreglu, 25 í umdæmi Olafsvíkurlögreglu en 2 í umdæmi Akraneslögreglu. Á Vesturlandi urður því samtals á ár- unum 1994 til 1999, 323 óhöpp í umferðinni sem rekja má til lausa- göngu búfjár. MM Flatahverfi verði auglýst Skipulagsnefnd Akranes- kaupstaðar lagði á síðasta fundí sínum til við bæjarráð að nýjasta íbúðahverfi bæjarins, svonefnt Flatahverfi, verði auglýst sam- kvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Flatahverfi er norðan við Esjubraut/Innnes- veg. Ljóst er að hraða þarf framkvæmdum við íbúðahverfi því lóðir við Asabraut, sem aug- lýstar voru í vor, runnu út eins og heitar lummur og fengu færri en vildu. -SSv. Dagný formaður Á fyrsta fundi í nýkjömu bæj- arráði Stykkishólms, sem hald- ihn vaí 13. júlt' sk, var Dagný Þórisdóttir kjörin formaður þess. Viraformaður er Rúnar Gíslason. Þriðji fulltrúi bæjar- ráðs er Erling Garðar Jónasson. MM Minni húseignir eftirsóttar Oli Jón Gunnarsson bæjar- stjóri í Stykkishólmi segir að mikil eftirspum sé eftír smærri húseignum í bæjarfélaginu. “Það hefur verið mikið um að seld hafi verið smærri hús hér í bænum sem frístundahús til fólks utan sveitarfélagsins. Þetta leiðir til þess að skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði að und- anförnu.” Aðspurður um þá fækkun íbúa sem varð á fyrri helmingi þessa árs segir Oli Jón að fyrst og fremst megi rekja fækkunina til þeirra Pólverja sem unnu þar sl. vetur en fluttu úr bænum nú í vor. “Það er því einungis um tímabundna fækk- un íbúa að ræða í Stykkishólmi og mun þeim fjölga aftur í haust. Skráð fækkun lýsir því á engan hátt því góða atvinnuá- standi sem hér ríkir um þessar mundir”, segir bæjarstórinn. MM Leiðrétting I myndatexta með forsíðu- mynd í síðasta tölublaði urðu þau mistök að sagt var að Sr. BjÖrn Jónsson hafi skýrt barn við Krosslaug; Hið rétta er að það var Sr. Ární Pálsson sem það gerði, eins og sjá mátri á myndinni. Sr. Björn las hins vegar ritningarlestur við mess- una, Beðist er velvirðíngar á þessu. MM Mannbjörg Mannbjörg varð þegar trilla sökk norður af Snæfellsnesí um síðustu helgi. Einn maður var í trillunni og kom þyrla Land- helgisgæslunnar honum til hjálpar. Fólk í hvalaskoðunar- ferð ffá Sæferðum í Stykkis- hólmi varð vitni að björguninni og er talið að aldrei fyrr né síð- ar hafi óhapp á sjó og björgun verið myndað jáfn raikið og þetta atvik. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.