Skessuhorn - 27.07.2000, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 21. JULI 2000
Laxveiði í Dölunum:
Víðast hvar
lakari en í fyrra
Veiðimaður við veiðistaðinn Homsteina í Ldxá í síðustu viku.
Grennslast var fyrir um laxveiði
það sem af er sumri í nokkrum
helstu laxveiðiám í Dalasýslu.
Nokkuð dræmt hljóð var í forsvars-
mönnum veiðifélaga og veiðivörð-
um enda veiði víðast hvar mun lak-
ari en í fyrra.
„Hér eru komnir nær helmingi
færri laxar á land en á sama tíma í
fyrra”, sagði Torfi Asgeirsson um-
sjónarmaður við Haukadalsá. Veiði
hófst í ánni 12. júní og þann 20. júlí
voru komnir 120 laxar á land. I
fyrra sumar veiddust 646 laxar í
heildina í Haukadalsá en þar eru
leigðar út 5 stangir. Að sögn Torfa
er nóg vatn í ánni svo ekki hamlar
það veiðinni.
Veiði hófst í Laxá í Dölum þann
25. júní. „Veiðin hér byrjar alltaf
seint. Þetta byrjar ekki af viti fyrr en
í ágúst og er svo oftast nær gott út
september”, sagði Gylfi Ingason
matreiðslumaður í veiðihúsinu
Þrándargili við Laxá. Þar voru, 20.
júlí, komnir ríflega 90 laxar á land
sem er talsvert slakari veiði en á
sama tíma í fyrra. I allt veiddust í
fyrra tæplega 1000 laxar í Láxá en
leigðar eru út 6 stangir í ánni. Að
sögn Gylfa er að verða heldur
vatnslítið þó svo rigningar undan-
farið hafi eitthvað bætt úr stöðunni
í þeim efnum.
Seld eru sameiginleg veiðileyfi
fyrir 4 stangir í Staðarhólsá og
Hvolsá í Saurbæjarhreppi. Þar eru
að sögn Sæmundar Kristjánssonar
veiðivarðar komnir innan við 10
laxar á land. “Veiðin fór seint af stað
en núna er komið talsvert af laxi í
ána svo við vonum að þetta fari að
glæðast. Það hefur reyndar verið
nokkuð góð bleikjuveiði í ánni það
sem af er sumri”, sagði Sæmtmdur í
samtali við blaðamann á dögunum.
„Ur Fáskrúð voru komnir 44 lax-
ar á land þann 19. júlí sem er svip-
að og á sama tíma í fyrra”, sagði
Kristín Kristinsdóttir hjá Stang-
veiðifélagi Reykjavíkur en Stang-
veiðifélagið leigir ána í sumar. I Fá-
skrúð hófst veiði 20. júní en þar eru
leigðar út tvær stangir. Ekki ber á
vatnsleysi í Fáskrúð að sögn Krist-
ínar. EA
Mikil umferð um Dali
Svo virðist sem ferðamanna-
straumur sé með mesta móti í
Dölunum í sumar. Þetta er sam-
dóma álit flestra þeirra ferða-
þjónustuaðila sem Skessuhom
hafði samband við á dögunum.
„Við verðum vör við talsvert
fleiri ferðamenn í sumar en í fyrra.
Sérstaklega hefur júlí verið góður”,
sagði Inga Heiða Halldórsdóttir
starfsmaður Upplýsingamiðstöðv-
arinnar í Búðardal í samtali við
blaðamann. „Hér var líka mjög
margt fólk 24. júní, daginn sem vík-
ingaskipið Islendingur lagði úr
höfn, líklega um 800 manns”, bætir
Inga Heiða við.
Klæðast að hættí vfldnga
Alfheiður Erla Sigurðardóttir
kaupkona í Dalakjörum tekur í
sama streng. „Hér koma mun fleiri
ferðamenn en í fyrra, við tökum t.d.
efrir því að rútuumferð hefur auk-
ist.” Helstu skýringar þessa telur
Álfheiður vera þær að veðrið hefur
verið gott og eins hefur aðdráttarafl
Dalanna fyrir ferðamenn aukist
með tilkomu þeirrar uppbyggingar
sem orðið hefur á Eiríksstöðum.
Álfheiður og maður hennar Gunn-
ar Björnsson eru með um 12 manns
í vinnu í versluninni og veitingasöl-
unni í sumar. Hún á von á mikilli
Hjördís Bjömsdóttir, nemi á ferðamálabraut Hólaskóla og starfs-
maður hjá Upplýsingamiðstöðinni í Búðardal, heldur hér á
bamahúfu með víkingayftrbragði sem verið hafa vinsælar hjá
ferðamönnum í Búðardal í sumar.
Ef 2000
VOMGE
.2000
umferð 11.-13. á-
gúst á víkingahá-
tíðina á Eiríks-
stöðum. „ Allt
starfsfólk okkar
mun klæðast vík-
ingabúningum
þessa helgi svona
til að taka þátt í
stemmningunni”,
bætti Álfheiður
við að lokum.
Líflegra en
verið hefur
Svo virðist sem
aukinn ferða-
mannastraumur
skili sér líka í
Saurbæinn. Að
sögn Jóns Kjart-
anssonar í Jóns-
búð, eða Nonna-
magasíni eins og
sumir sveitungar
hans kalla verslunina, er mun líf-
legra en verið hefur. „Eg verð var
við verulega aukningu umferðar
hér um. Ferðamenn koma mikið
við hjá mér og við erum oft ekki
síður í hlutverki einskonar upplýs-
ingamiðstöðvar. Það kemur oft á ó-
vart hvað íslenskir ferðamenn eru
illa að sér í landafræðinni. Það
kemur oft fyrir að menn vita hrein-
lega ekki hvar þeir eru staddir þeg-
ar þeir renna hér við hjá okkur”.
Almennt var nokkuð gott hljóð í
þeim aðilum sem Skessuhorn hafði
samband við enda virðist þróunin
vera í mjög jákvæða átt fyrir ferða-
þjónustuaðila í Dölum.
EA
! ! KYIUMING ! !
Hreinn Aloe Vera Safi
frá Naten'
NATEN*
- fæðubötarefnin
sem fólk talar um/
Hreinn Aloe Vera safi, úr
Aloe Vera Barbadensis,
frá Naten. Hvorki vatns-
blandaður né bragðbættur.
Fæst í stærðunum
250 og 500 ml.
Kynning föstudaginn
28. júlí frá kl. 14 -18
www.borgarlyf.is
wwto.naten.is
BORGAR.NESS APöTÉK
Leiðandi í iágu Ij'fjaverði á Vesturlandi
órofín heildl
Styttíst í afliendingn
Nýja sljómsýsluhúsið í Stykkishólmi
Verið er að leggja síðustu hönd á
nýtt stjórnsýsluhús í Stykkishólmi.
Stefnt er að því að húsið verði af-
hent fullbúið að innan sem utan
nú fyrir mánaðamót. Að sögn O-
lafs Kr. Olafssonar sýslumanns í
Stykkishólmi verður síðan formleg
opnun í september. Ætlunin er að
á efri hæð nýju byggingarinnar
verði sýsluskrifstofan til húsa en
lögreglan mun hafa aðsetur á
neðri hæðinni. Einnig verður í
húsinu dómssalur fyrir Héraðs-
dóm Vesturlands. Húsið er hann-
að af Teiknistofu Gylfa Guðjóns-
sonar og félaga. EA
Nýfeddir Vesdendingar eru
boðnir velkomnir í heiminn um
Ieið og nýbökuðum foreldrum eru
ferðar hamingjuóskir.
21. júlí kl. 11:33 - Meybam - Þyngd:
4030 - Lengd: 34 cm. Foreldrar: Hlíf
Hrólfsdóttir og Páll Askelsson, Hólma-
vtk. Ljósmóðir: lngibjörg Th. Hreiðars-
dóttir.
2l.júlí kl. 03:09 -Meybam - Þyngd:
3433 - Lengd: 32 an. Foreldrar: Haf-
dís Böðvarsdóttir ogAmvaldur Lofts-
son, Akranesi. Ljósmóðir: Amia E.
Jónsdóttir.
23.jiílí kl. 08:03 - Meybam - Þyngd:
3000 - Lengd: 30 cm. Foreldrar: Mar-
ía Runólfsdóttir og Gunnlaugur Krist-
jánsson, Grundarfirði. Ljósmóðir: Hild-
ur Sæmundsdóttir.
24. júlí kl. 03:48 - Sveinbam - Þyngd:
2963 - Lengd: 30 cm. Foreldrar: Hild-
ur Hallkelsdóttir og Guðmundur S.
Valsson, Borgamesi. Ljósmóðir: Ingi-
björg Th. Hreiðarsdóttir.