Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2000, Side 8

Skessuhorn - 27.07.2000, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 27. JULI 2000 agBSSiljgftBKl AHir sem hugsa hlýtt til Grundar^arðar eru félagar Rætt við Gísla Karel Halldórsson, formann Eyrbyggja Ár er liðið síðan Hollvinasamtök Grundfirðinga voru stofiiuð þegar nokkrir burtfluttir Grundfirðingar hittust á “A góðri stund í Grundar- firði.” Stjórn samtakanna hefur al- deilis ekki setið auðum höndum síðan og fá Grundfirðingar að sjá hluta af affakstrinum á enn einni “góðri stund” sem hefst í bænum upp úr hádegi á morgun. M.a. hef- ur félagið, ásamt sögunefnd Eyrar- sveitar, staðið að útgáfu á riti sem ber heitið Fólkið, fjöllin, fjörðurinn taka að okkur eitthvert verkefni sem við gætum klárað á starfstím- anum þannig að það sæist eitthvað eftir okkur. Drifkrafturinn í þessu er náttúrlega fyrst og fremst að fólk hafi gaman af starfinu, hafi gaman af því að hittast, félagsskapnum og slíku. Þetta er samhentur hópur og okkur hefur tekist vel að vinna saman. ”Núverandi stjórn skipa á- samt Gísla Karel, þau Elínbjörg Kristjánsdóttir, Halldóra Karlsdótt- ir, Hermann Jóhannesson, Hildur rjoröu/jfj/j Kirkjufellið prýðir kápufyrsta bindisins í safni til sögu Eyrarsveitar sem Hollvinasam- tökin gefa út. M&dál t&fnis; eyrbmm Qndveróðrvyri Þfáun samgöngumáte Qivndárffaföðikaupitaður hinn farni Þinghúiíð og Bnmnhúsiö Gamiítr rnymiir, 1907 og t&4'J Skruggu-Bbii fynti btWnn úmefni i Grdfctrlðndi Hágtöíur og kemur það út nú á hátíðinni. Formaður Eyrbyggja, eins og fé- lagsmenn kalla sig, er Gísli Karel Halldórsson, verkffæðingur. Blaða- maður Skessuhoms hitti hann að máli í liðinni viku og forvitnaðist um félagið og hvað helst hefði bor- ið við þetta fyrsta starfsár. Aðdragandinn Gísli er fyrst spurður um hvers- konar samtök Hollvinasamtökin em. “Það var nú rennt blint í sjóinn með hvað úr þessu yrði. Það hafði komið fram sú hugmynd að virkja brottflutta Grundfirðinga sem margir höfðu sýnt því áhuga að starfa til heilla fyrir sitt gamla sveit- arfélag og það var sem sagt fyrir réttu ári síðan að boðað var til fundar “á góðri stund” í Gmndar- firði. Mæting á fundinn var mjög góð og sjö manna stjóm sett á lagg- irnar í félaginu. Við kölluðum okk- ur Eyrbyggja sem er vísun í gamla nafn sveitarfélagsins og Eyrbyggju að sjálfsögðu.” Gísli Karel segir stjórnina hafa hist reglulega á mánaðarlegum fundum í kaffiteríunni í Perlunni í vetur og ráðið ráðum sínum. “Það var eiginlega okkar fyrsta verk að skilgreina hvað við ætluðum að reyna að gera því fyrir lá ekkert nema nafnið á félagsskapnum,” seg- ir Gísli Karel. “Okkur langaði til að Mósesdóttir, Ólafur Hjálmarsson og Sigurður Hallgrímsson. Framfara- verðlaunin Eitt af því fyrsta sem Eyrbyggjar tóku sér fyrir hendur var að veita þeim aðilum sem unnið hafa samfé- laginu í Gmndarfirði vel á því ári sem var að líða sérstaka viðurkenn- ingu, en Framfaraverðlaun félags- ins vora veitt í fyrsta sinn um síð- ustu áramót. “Stjórn Eyrbyggja var sammála um að tveir aðilar í Gmndarfirði verðskulduðu sérstaka viðurkenningu fyrir síðastliðið ár en það vom foreldrasamstarfið Til- vera og fyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. Fengu þessir aðilar afhent viðurkenningarskjöl og mjög skemmtilegan sérsmíðaðan grip eftir Inga Hans Jónsson á hátíðar- fundi á Þrettándanum. Þetta mælt- ist held ég nokkuð vel fyrir enda auðveldara fyrir þá sem standa fyrir utan þetta samfélag að veita slíkar viðurkenningar,” segir Gísli Karvel. Fólkið, fjöllin, fjörðurinn “Við komumst að því að það gæti orðið gaman að taka eitthvað saman af þessum gömlu sögum og sögu- brotum og koma á prent. Þannig er nú þetta rit, Fólkið, fjöllin, fjörður- inn til komið,“ segir Gísli Karel. Leitað var til ýmissa aðila eftir efni og hafði stjórnin forgöngu um að ákveðnar sagnir voru skrásettar. “Fólk var mjög viljugt að verða við óskum okkar og við erum mjög ánægð með útkom- una. Við lítum svo á að þetta sé aðeins fyrsta bindið í safni til sögu Eyrarsveitar.” Gísli Karel segir þetta rit vera dálítið öðruvísi en Gísli Karel Halldórsson. þegar sagn- fræðingur er fenginn til að taka saman sögu einhvers byggðarlags. “Hér eru það íbúarnir sem era að skrifa um affnarkað efni eða sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í sjálfir. En einnig leituðum við til fagfólks og var Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur fengin til að skrifa tvær greinar, önnur fjallar um Öndverðareyri og hin um Grand- arfjarðarkaupstað hinn forna. Jón Böðvarsson, cand. mag á líka grein í bókinni sem heitir Ejtrbyggja en hún varð til með dálítið sérstökum hætti. Grein Jóns er að stofni til lif- andi frásögn sem er unnin upp úr spjalli Jóns, mæltu af munni fram hér í Grunnskólanum í Grandar- firði. Þar hélt hann tveggja til þriggja tíma fyrirlestur sem var tek- in upp á band og vélritaður síðan. Hann las þetta yfir og leiðrétti en greinin ber samt mörg einkenni mælts máls. Eins og allir vita er Jón mikill snillingur og segir skemmti- lega ffá,” segir Gísli Karel. Fjölmargar forvimilegar greinar aðrar era í bókinni; frásagnir, ljós- myndir, annáll Eyrarsveitar 1999 og listar yfir fermingarárgangana ffá 1935-1999 í samantekt Elín- bjargar Kristjánsdóttur, svo eitt- hvað sé nefnt. “Við stefnum eindregið að á- framhaldandi útgáfu og geram ráð fyrir að bók númer tvö komi út eft- ir ár. Nú þegar höfum við augastað á mjög áhugaverðu efhi til birtingar í annað hefd safns til sögu Eyrar- sveitar,” segir Gísli Karel. Fiskimiða og ömefnaskráning. Hvert er svo framhaldið hjá Eyr- byggjum? “Það er af mörgu að taka og við eram með ýmislegt á prjónunum,” segir Gísli Karel. “Eitt af því sem unnið hefur verið að er söfnun og lýsing fiskimiða og skrásetning þeirra inn á kort. Hluti af þeirri samantekt er birt í bókinni okkar í grein eftir þá feðga Elís Guðjóns- son og Guðjón Elísson. Við ætlum að halda áffam á sömu braut og hvetjum eldri sjómenn og aðra sem þekkja til og eiga lýsingar á fiski- miðum að koma þeim til okkar því stefnt er að því að gefa slíkt efni út í næstu bókum.” Annað verkefni sem Eyrbyggjar era að hrinda af stað er söfnun og skráning örnefna í Eyrarsveit. Að sögn Gísla Karels hefur verið gert samkomulag milli Eyrbyggja, Ör- nefnastofnunar og fyrirtækisins Loftmynda um söfnun og skrán- ingu örnefha í byggðarlaginu. Fyr- irtækið Loftmyndir leggur til loft- myndir af Eyrarsveit sem nota má til að færa örnefni inn á. “Við munum síðan virkja stað- kunnuga til að segja til um örnefhi og færa ömefnin inn á myndimar. Örnefhastofhun mun koma þeim inn í stafrænan kortagrann og Loft- myndir hefur síðan aðgang að ör- nefhunum við fyrirhugaða kortaút- gáfu af svæðinu,” segir Gísli Karel, en Eyrbyggjar hafa nú þegar fengið góðar loftmyndir sem nota má við skráninguna. A ársfundi Hollvina- félagsins sem haldinn verður annað kvöld í Grundarfirði verður leitað eftir staðkunnugu fólki sem þekkir örnefhi á einstökum bæjum í sveit- inni. “Örnefnastofhun mun síðan í haust í samvinnu við Eyrbyggja standa fyrir opnum fundi í Grund- arfirði um örnefhaskráningu. Svav- ar Sigmundsson forstöðumaður stofnunarinnar mun halda fyrirlest- ur og vinnan við örnefhaskráning- una skipulögð.” Gísli segir fleira af svipuðum toga standa fyrir dyrum, þar á meðal myndasöfnun og söfnun á vísum eftir höfunda úr Eyrarsveit. Allir eru félagar Aðspurður um fjölda félaga í Hollvinafélaginu segir Gísli Karel að það sé ótilgreint. “Það er engin félagaskrá og engin félagsgjöld. Við höfum litið þannig á að allir þeir sem einhvern tíma hafa búið í Grundarfirði og allir þeir sem hugsa hlýtt til Grandarfjarðar séu félagar. Þetta er því trúlega æði fjöl- mennur félagsskapur. Og það hefur engum heldur tekist að segja sig úr félaginu ennþá,” segir Gísli Karel Halldórsson að lokum. KK Oddshús Kaupfélagið íshúsið Mynd tekin 1943 af Helgu Gróu Lárusdóttur Upplýsingar um hús frá Pálínu Gísladóttur Sjónarhóll, torfbær \ Fagurhóll, ijós og hlaða \ \ Fagurhóll, íbúðarhús \ \ \ Fjós og hlaða Þorkels Smiðja Björgvins Lengja, / Björgvinshús / / Melgerði Þorkels Sigurðssonar \ \Os, Borgubær, fortbær Götuhús Grundarfjörður 1943

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.