Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2000, Qupperneq 9

Skessuhorn - 27.07.2000, Qupperneq 9
iaaaaagiwftBiM FIMMTUDAGUR 27. JULI 2000 9 Engir hestar yfir Borgaríjarðarbrú? Sementsverksmiðj an: Sala yfir áætlun Sala á sementi frá Sementsverk- tonn eða 11,6% yfir áætlun. Ef smiðjunni hf. reyndist 15,5% yfir salan er borin saman við fyrri áætlun í júnímánuði eða 15.600 hluta síðasta árs kemur í ljós að tonn. Þetta er heldur minni sala hún er um 4,6% meiri fyrstu sex en í júní á síðasta ári. Sala á sem- mánuðina. enti á fyrri hluta ársins er 59.736 -SSv. Trésmiðja Þráins: Fær afiiot af lóð íbúi á Akranesi hafði samband við Skessuhorn fyrir skömmu og sagði farir sínar ekki sléttar. Mað- urinn, sem er ættaður vestan af Mýrum en búsettur á Akranesi, hefur haft þann sið að fara öðru hvoru ríðandi á milli þessara staða. Vegna umferðarþunga á Borgar- fjarðarbrúnni hefur hann beðið um fylgd yfir hana, annað hvort lög- reglunnar í Borgarnesi, eða ein- hvers kunningja. Nú fyrir skömmu, þegar hann hafði sam- band við lögregluna í þeim erind- um, var honum tilkynnt að bannað væri að fara með hesta yfir brúna. Fékk hann engar nánari skýringar á því frá lögreglustjóranum og er hann verulega ósáttur við sinn hlut, þar sem vægast sagt er ekki að því hlaupið að fara á milli þessara staða á hestbaki án þess að fara yfir brúna. Þegar Skessuhorn hafði sam- band við Þórð Sigurðsson, yfirlög- regluþjón í Borgarnesi, vildi hann sem minnst um málið segja og vís- aði á bæjarstjórann í þessu sam- bandi. Sá reyndist hins vegar vera í fríi en starfsmenn bæjarskrifstof- unnar gáfu þær upplýsingar að alls ekki væri bannað að fara með hesta yfir brúna, heldur hefði bæjar- stjórn farið fram á það að ekki færu laus hross þar yfir. Ef það reyndist hins vegar nauðsynlegt, ætti lög- reglan að sjá um að loka brúnni á meðan. SÓK Bæjarráð Akraness hefur heimil- að Trésmiðju Þráins Gíslasonar af- not af lóð við Vesturgötu til fimm ára. Skúli Lýðsson, bygginga- og skipulagsfulltrúi, hefur fengið það hlutverk að ganga frá samkomulagi þar um við fyrirtækið. SÓK Garðaskoðun á Akranesi Árleg garðaskoðun Garðyrkjufélags Islands fór fram á Akranesi síðasdið- inn sunnudag. Auk þess að skoða útivistarsvæði bæjar- búa gafst fólki kostur á að skoða þrjá einkagarða sem þykja vera í góðri rækt og bera vitni um hvað hægt er að rækta við þau erfiðu skilyrði sem á Akranesi eru. I Skógræktinni var hægt að fá kort af Akranesi og upplýsingar um hvað um væri að vera í bænum. Fjölmargir sáu sér fært að skoða garðana enda eru þeir algjört augnayndi eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. SÓK Til vistri: Hér má sjáfallegan gosbrunn í garðinum við Sunnubraut 17 á Akranesi. AS ofan eru stoltir eigendur garðsins Ejjl BOKC.ARNISS APÓTtX Leiðandi i lágu l>f)averði á Vesturlandi ‘RgykJioCtsfiátíð28.júCí - 30. júCí árið2000 Dagskrá Föstudagur 28. júlí: Kl. 21.00 • Opnunartónleikar • Vertavo kvartettinn • Bryndís Halla Gylfadóttir, selló • Vertavo strenqjakvartettinn flytur verk eftir Wolr, Bartók • Kvintett eftir Schubert ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Laugardagur 29. júlí: Kl. 14.00 • Formleg afhending á húsnæði Snorrastofu í Reyknoltskirkiu að viðstöddum forseta íslands, hr. Olafi Ragnari Grímssyni, Hans Hátign Haraldi V Noregskonungi og Hennar Hátignar Sonju drottningu Noregs. Kl. 16.00-17.35 • Kristskonungarnir eftir Johannes Heggland • Söguleikar í Snorragarði í boði Kristnihátíðarnefndar og Norðmanna. » • Ríflega eitt hundrað manna leikflokkur frá Mostri flytur leikqerð um kristnitökuna í Noreqi. Leikið er undir berum himni. AÍÍir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Kl. 21.00 • Kvöldtónleikar • Hanna Dóra Sturludóttir, sópran • $teinunn Bjrna Ragnarsdóttir, píanó • Islensk lög o»g óperuaríur. Fluttar verða nýjar útsetnjngar á íslenskum sönglögum eftir Arna Harðarson. Sunnudagur 30. júlí Kl. 11.00 • Hátíöarmessa á Kirkjudegi • Kórar Reykholtskirkju og Hvanneyrarkirkju. Kl. 14.00 • Fyrirlestur í Snorrastofu Kári Bjarnason flytur fyrirlestur um tónlistarhandrit frá miðöldum. Kl. 16.00 • Lokatónleikar • Hanna Dóra Sturludóttir, sópran • Strengjakvartett: • Gréta Guðnadóttir, fiðla, • Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla • Bryndís Björgvinsdóttir, sello • Sigurlaug Edvaldsdóttir, fiðla. • Hanna Dóra Sturludóttir flytur m.a. Ijóðaflokk eftir Mendelssonn asamt strengjakvartett. Upplýsingar: www.reykholt.is. Sími: 435 1490

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.