Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2000, Qupperneq 10

Skessuhorn - 27.07.2000, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JULI 2000 SSESSIÍHÖ5S3 Nú virðist blessað veðrið hafa hugsað sér að leika við okkur næstu dagana hvað sem síðar verður. Að- standendtxr kristnihátíðar höfðu all- nokkrar áhyggjur af því hvemig veðurfari myndi hátta um hátíðis- dagana en ekki verður annað sagt en almættið hafi verið þeim innan handar og þætti svo sem engum mikið. Aðrir létu sér málið í léttu rúmi liggja og hugsuðu eitthvað líkt og Grétar Jónsson: Það má rigna á Þinguöllum þó ei verði að meini alveg hreinum ósköpum afeldi og brennisteini. En þó almættið hafi verið hátíð- argestum hliðhollt í þetta skipti er ekki þar með sagt að svo verði alltaf og gott að hafa í huga þessa gömlu heilræðavísu: Vertu ætíð var um þig þó vel þérþyki ganga. Treystu ekki á lukku langa hún leikurjafnt við háða vanga. Fyrir skömmu barst mér eftirfar- andi erindi ásamt beiðni um upplýs- ingar um höfund og hvort nokkuð vantar á erindið og sný ég nú beiðn- inni til lesenda og óska eftir upplýs- ingum ef einhver getur leyst úr vandanum: Aldrei skalt að leiðum lesti leita ífari annars manns, aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafirþínar góðum vini í dánarkrans. Þetta erindi gæti orðið okkur miður umtalsffómum vesalingum þörf áminning um að fara stöðugt gætilega með brothætt mannorð náunga okkar og narta ekki í það gróflegar en músarungi sem kemst í ostbita. Gunnlaugur Hjálmarsson frá Húsabakka orti um fréttaffóða konu: Ein þó sé í anda grönn erþað staðfest saga. Hún er eins og tímans tönn trú í starfi - að naga. Og um aðra heiðursmaddömu með sama marki brennda kvað Sig- urður Gíslason: Hurðaskrár hún hlustar við, horfir á og kjagar. Hún er að sjá um siðferðið, segirfrá - og lagar. Enginn skyldi þó skilja orð mín svo að kvenfólkið hafi einhvers- konar einkarétt á söguburði enda orti Bragi Björnsson við kunningja sinn: Sjaldan varstu viðbragðsfljótur, varþín leti héraðsspurð. En þér var aldrei þungur fótur þyrfti mann í söguburð. Þó margur kaffisopinn græðist og stundum vinsældir um stundar- bil með hæfilega krydduðum frétt- um af náunganum getur slíkt hátta- lag einnig bakað mönnum óvin- sældir þegar til lengri tíma er litið samanber aðvörunarvísu Magnúsar Finnssonar: Þótt þú berir létta lund lepurðu bœjaslaður, áður en lokuð eru sund að þér gáðu maður. Jón Jónsson í Árdal hafði svip- aða sögu að segja: Það er gattiýmsum á að þeir spjatta fleira en sem katta meinlaust má og mega attir heyra. Fá vandamál hafa orðið eins þekkt og tengdamóðurvandamálið þó það hafi til þessa sneitt hjá und- irrituðum enda varla til sú móðir sem ekki vill barni sínu það besta en sumum verður það þó á að henda steini úr glerhúsi. Hinsvegar veit ég raunverulega ekkert um til- drög eftirfarandi vísu Bjarna Gísla- sonar annað en það sem hún segir sjálf: Þótt ég hafi heims um slóðir hrasað afvega. Tilvonandi tengdamóðir: “Talaðu varlega. ” Sem unglingur var Bjarni við- staddur þar sem fjarstöddum ó- gæfumanni var hallmælt og orti þá: Ittt er að halla á ólánsmann - ætti varla að gera. Það hafa attir eins og hann einhvem gatta að bera. Venjan er nú sú að menn hafa helst ffið fýrir misjöfhum sögum þegar þeir eru nýlega dánir en það er þó ekki öruggt. Jón Asgeirsson á Þingeyrum heyrði talað illa um ný- lega látinn mann og lagði þetta til málanna: Satt um manninn segja ber, sjálfs að efnum bjó hann. Engum gerði hann illt af sér eða gott - svo dó hann. Guðrúnu Jónsdóttur, vinnukonu á Mælifelli dreymdi veturinn sem Jón Arnason skáld á Víðimýri drukknaði (1876) að hann kæmi til hennar og kvæði. Margan galla bar og brest, bágt mun varla að sanna. Drottinn alla dæmir best, dómarfalla manna. Og Baldvin Halldórsson lagði einnig orð í belg: Dómar fatta eilífð í óldþó spjalli minna gæta allir ættu þvt eigin gatta sinna. Og að endingu smá orðsending til þeirra sem staðfastlegast dreifa sögunum en um höfundinn veit ég aðeins nafnið Sigffíður: Þú hefir aldrei þerrað tár, þvílíkt einskis metur. En hella eitri í opið sár þú æfinlega getur. Samkvæmt ábendingu fór ég að kanna betur höfund botnsins um Sing man ree úr síðasta þætti og komst að því að hann var Helgi Sæ- mundsson en ekki Guðmundur Sigurðsson eins og mér varð á að segja. Sömuleiðis má færa rök að því að í vísu þeirra Guðmundar og Steins um Júgóslavana færi betur á að segja í síðustu línu “afar“ frekar en “alveg“ en þannig var hún þó rituð þar sem mér áskotnaðist hún. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt S 435 1367. Sorpmál á Akranesi I fféttatíma Stöðvar 2 s.l. sunnudagskvöld var fjallað um sorpmál á Akranesi. Fréttin gekk út á að bæjarbúar væru “fiflaðir” til að flokka sorp sem síðan færi í sömu gryfjuna og urðað í stað þess að endurvinna pappa, blöð og femur eins og áður var gert. Þessu hafi verið breytt án þess að bæjarbúum hafi verið gerð grein fyrir breytingunni. Fréttamaðurinn kaus hins vegar að “gleyma” að geta þeirra ástæðna sem lágu að baki þeirri á- kvörðun sem liggur hér að baki, og er því nauð- synlegt að koma nánari skýringum á framfæri við bæjarbúa og aðra þá sem fréttina sáu. Sameiginlegur urðunarstaður Um síðusm áramót tóku sveitarfélög á Vestur- landi í notkun sameiginlegan urðunarstað fyrir sorp í landi Fíflholta vestur á Mýrum. Þar er allt heimilissorp urðað með viðurkenndum hætti. Staðurinn hefur fengið starfsleyfi frá Hollustu- vernd ríkisins og Umhverfisráðuneytinu og er viðurkenndur sem fullnægjandi úrlausn í sorp- málum m.v. núverandi löggjöf. Er verið að “fíflast” með bæjarbúa? Því fer fjarri. Sú breyting sem varð um síðustu áramót gerir það að verkum að förgunarkosm- aður Akraneskaupstaðar verður lægri sem nemur um 8-10 milljónum króna á ári. Sú lækkun ligg- ur annars vegar í lægri eyðingarkostnaði hjá fyr- irtækinu sem tekur á móti sorpinu og urðar það og hins vegar í lægri aksturskostnaði m.v. eldra fyrirkomulag, þ.e. að aka sorpinu og farga því hjá Sorpu í Reykjavík. Bæjarstjóm stóð því ffammi fyrir því að taka ákvörðun um að hækka sorp- gjöld um 20 - 30% á bæjarbúa eða skera niður þjónustu eða framkvæmdir. Niðurstaðan liggur fyrir, bæjarstjórn ákvað að fara þá leið að flytja sorpið í Fíflholt og er sorp- ið meðhöndlað þar með sama hætti og víðast er gert á landsbyggðinni. Af hverju gámar fýrir dagblöð, femur og pappa? Ástæðan fýrir því er einföld: Spamaður fýrir bæjarbúa. Séu gámamir ekki til staðar má fast- lega gera ráð fýrir því að fjöldi bæjarbúa þurfi að bæta við tunnum hjá sér, tunnur sem kostar tæp 10 þúsund krónur á ári að losa, sem viðkomandi fjölskylda eða fýrirtæki þurfa að greiða. Það gef- ur því auga leið að það er betra fýrir notendur að hafa gámana á sínum stað og losa í þá, heldur en standa ffammi fýrir því að bæta við tunnu eða tunnum hjá sér, nú eða hitt að fækkað yrði dög- um á milli losana hjá bæjarbúum, úr 10 dögum í 7, sem einnig hefur aukinn kostnað í för með sér. Heimaj arðgerð Akraneskaup- staður hefur gert samning við fýrir- tækið Vistmenn ehf. um kaup á 100 jarðgerðartönkum á ári, næstu fimm árin. Þessir jarð- gerðartankar gera bæjarbúum kleift að jarðgera allan heim- ilisúrgang frá sér, allt árið, þar sem tankarnir eru einangraðir. Samkvæmt könnun- um er hægt að minnka sorpmagn ffá heimilun- um um allt að 30 - 40% með því að nýta heimil- isúrgang og það sem fellur til í garðinum til jarð- gerðar. Moldin er síðan nýtt í garðinum. Þeir 100 tankar sem nú þegar eru komnir í notkun lofa góðu um ffamhaldið og er almenn ánægja hjá þeim aðilum sem eru að nýta þennan valkost. Lokaorð Með hliðsjón af ofangreindu má sjá að bæjar- stjórn Akraness tók ákvarðanir sínar í þessu máli með fullkomlega eðlilegum hætti og í samræmi við þær reglur og lög sem gilda um losun og förgun sorps. Ákvörðun sem hefur ekki fjárhags- leg áhrif á heimili og fýrirtæki bæjarins. Bæjar- búum var gerð grein fýrir þessum ákvörðunum í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáædunar ársins 2000, bæði í rituðu máli í héraðsfféttablaði og í útvarpi við umfjöllun bæjarstjórnar á fjárhagsá- ætiun ársins 2000. Undirritaður getur hins vegar tekið undir þau sjónarmið að besta umhverfisvemdin er að sjálf- sögðu sú að endurvinna sem mest af þeim úr- gangi sem til fellur, en þá verða menn að viður- kenna þann kosmað sem felst í slíkri meðhöndl- un sorps og gera annað tveggja, innheimta hærri sorpgjöld hjá þeim sem losa sorp eða sjá sveitar- félögunum fýrir hærri tekjustofnum þannig að þau geti staðið undir þessum kosmaði í ff amtíð- inni. Akranesi 24.júlí 2000. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari. Vegna fréttar frá Guðrúnu Bergmann í síðasta blaði um fjölgun ferðamanna í Snæfellsbæ vill Eygló Egilsdóttur á Hótel Höfða Ólafisvík koma með eftirfarandi athugasemd. Ég vil gera athugasemd við fullyrðingar sem frá mér eru bornar. Rétt er að meira er að gera hjá okkur á Hótel Höfða enda fjölgun á gistirými um 18 herbergi. Hvort þetta er bein fjölgun veit ég ekki, þar sem lokað er á Hótel Búð- um og líklegt er að bamandi gistiaðstaða taki ffá þeim sem hafa lakari aðstöðu. Það kom ffarn í samtali okkar Guðrúnar að ég sæi breytingu á Opna Vaucherakerfinu frá Eddu og hefði ekkert séð af þeim í sumar. í samtalinu hiifðum við hugleiðingar um hvort væri búið að breyta þessu kerfi og hvort þeir hjá IT gætu stýrt viðskiptunum. En fullyrðing um að að Flugleið- ir stýri þessum viðskiptavinum er alröng. Ég kynnti mér málið hjá IT og fékk þær upplýsingar að þessi ferðamáti hafi einfaldlega ekki selst eins vel og áður, en væri þó að aukast núna. Iceland tours gefur i Anna skellibjalla Heygarðshominu barst effir- farandi nafitlausar vísur eftir ó- kunnan höfund sem ekki vill láta nafns síns getið. Eitthvað virðist það fara fýrir brjóstið á þessum nafhleysingja að virðulegur og áður gegn háseti á bát lét breyta sér í eldri konu. Ovenjulegt deilumál hefur nú risið út af þessum gjömingi, því fýrrum eiginkona hásetans, og nú ömm- unnar, stendur í forræðisdeilu um hvor þeirra sé í raun amma barnabamanna. Afi minn er Anna mín því afi minn er kona. Hann er sætur / hún er fín hinsegin og svona. Afi minn í aðgerð hélt eitthvað suðrá bæi. Sumt á fest en sumt af fellt sitt af hvora tagi. Oldu hrellis hásetinn horfði á drelli falla. Er nú kelling afi minn Anna skellibjalla. Nokkrar ljósar Af hverju tvöfalda Ijóskur ekld uppskriftir? Vegna þess að ofninn kemst ekki hærra en 350°c. Varstu búinn að heyra um ljós- hærða úlfinn? Hann festist í gildru, nagaði af sér 3 lappir en var samt fastur. Varstu búinn að heyra um Ijóskuna sem setti köttinn sinn í bað? Hún er ekki enn búin að ná öllum hárunum af tungunni á sér. Hvað er líkt með ljóskum og sæðísfrumum? Af hverjum 10 milljónum gerir bara ein eitthvað af viti. Hvað sagði mamma ljóskunnar við hana? Ef þú ert ekki komin í rúmið klukkan 10 komdu þá heim. Af hverju er fegurð mikilvæg- ari en gáfur fýrir ljósku? Það er til nóg af vitlausum mönnum en svo fáir eru blindir. Hefurðu heyrt um Ijóshærða landkönnuðinn? Hann tók með sér sandpappír í þeirri trú að hann væri kort af Sahara eyði- mörkinni. Hvernig kemurðu einhentri Ijósku niður úr tré? Þú veifar til hennar. Hvemig athugarðu greindar- vísitölu ljósku? Með loftmæli. Hvernig deyja heilasellur Ijósku? Úr einmanaleika Hvernig fremur ljóska sjálfs- morð? Hún saftiar öllum fötun- um sínum í eina hrúgu og hopp- ar svo ffam af.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.